Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Reiki- og sjálfstyrkingarnámskeið og einkatímar • Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? • Þarftu á sjálfstyrkingu að halda? • Víltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan? • Ertu tilbúinn að gera eitthvað í málinu? Námskeið í Reykjavík 19.-20. nóv.: 1. stig - helgarnámskeiö. 22.-24. nóv.: 1. stig — kvöldnámskeið. 26.-27. nóv.: 2. stig - helgarnámskeið. 12.-13. des.: 2. stig - kvöldnámskeið. Borgarnes: Kynningarfundur á Hótel Borgarnesi 1. des. kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Veitingasala á staðnum. Námskeið í Borgarnesi: 3.-4. des.: 1. stig - helgarnámskeið. Upplýsingar qg skráning í síma 871334. Quðrún Oladóttir, reikimeistari. íslenskt handverk - Leikföng - Gjafavara - Blóm Snyrtivörur - Fatnaður - Verkfæri - Sælgæti - Málverk Geisladiskar - Klukkur - Skartgripir - Blöö og bækur •og ótrúlegt úrval af sem sumir segja vera það úhugoverðasta í Kolaportinu BAS 020-22 kr. 100,- afj módelum Mikið úrval af helgimynoum (óöur i Ásbrú ó Njálsgötunnl) Erum einnialmjSMÍiosmvndii af öllunt fiski og kaiTpskipum jandsins frú þvi myndavélin var fundin upp. KOiAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opið laugardag kl, 10-16 og sunnudag kl. 11-17 blabib - kjarni málsins! I DAG Farsi 4/-00 fettCL, er hagna&ur siáasta. w drsiý'órbunqs, öeirrnundur forsýari” COSPER VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Leðurhanski fannst BRÚNN vinstrihandar leðurhanski fannst í mið- bænum sl. fimmtudag. Eigandinn má vitja hans í síma 12267. Skólataska tapaðist SVÖRT hörð skólataska hvarf fyrir utan blokkina Jörfabakka 4 sl. fimmtu- dag. í henni voru ýmis námsgögn sem eigand- inn þarf sárlega á að halda. Skilvís fínnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 670994. Gæludýr Fress vantar heimili SEX mánaða gamlan svartan fresskött vantar heimili vegna flutninga eiganda síns. Hann er blíður, gælinn og mann- elskur. Ýmsir fylgihlutir munu fylgja honum á gott heimili. Uppl. í síma 34369. LEIÐRÉTT Milljónir ekki milljarðar í frétt á forsíðu föstu- dagblað sagði breskur dómstóll hefði komist að þeirri niðurstöðu að Dou- glas Hurd utanríkisráð- herra Bretlands hefði gerst brotlegur er hann styrkti stíflubyggingu í Malaysíu. Sagði að styrk- urinn hefði numið 235 milljörðum punda. Að sjálfsögðu átti þetta að vera 235 milljónir punda. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Stefnir á 1.-2. sæti Rétt þykir að árétta, vegna fréttar í blaðinu í gær um prófkjör Sjálf- stæðismanna á Norður- landi vestra, að Agúst Sigurðsson á Geitaskarði stefnir á 1.-2. sæti á fram- boðslistanum. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson FJÖGUR hjörtu suðurs ættu að vinnast ef austur er með annað hjónanna í laufi. En er einhver von ef vestur á bæði kóng og drottningu? Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D43 ▼ ÁK87 ♦ K9 ♦ G1076 Austur II: ♦ Suður ♦ G62 V DG109 ♦ Á74 ♦ Á98 Vestur Norður Austur Suður 1 lauí Pass 1 hjarta Dobl 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur tekur á ÁK í spaða og spilar spaða í þriðja sinn. Austur fylgir lit, svo drottn- ing blinds á slaginn. Hvemig á suður að spila? Hann bytjar á því að taka tromp tvisvar. Þegar báðir fylgja lit, ætti suður að skilja síðasta tromp andstæðing- anna eftir og einangra tígul- inn með því að taka tvo efstu og trompa þann þriðja. Spila síðan laufgosa úr borði og láta hann sigla yfir til vest- urs. Norður ♦ D43 V ÁK87 ♦ K9 4 G1076 Vestur Austur 4 ÁK108 4 975 V 42 llllll *653 ♦ DG32 111111 ♦ 10865 ♦ KD3 4 542 Suður 4 G62 4 DG109 ♦ Á74 4 Á98 Eigi vestur ekki þriðja hjartað, verður hann að spila sér í óhag: Laufi upp í gaffal- inn, ellegar tígli eða spaða út í tvöfalda eyðu, en þá getur sagnhafi trompað í borði og hent laufi heima. Vestur ♦ V ♦ ♦ Víkveiji skrifar... BANKAMENN hafa greinilega áhyggjur af vaxandi fjár- hagsvanda heimilanna, þó að þeir séu jafnan fljótir að bæta því við að þeir sjái engin sérstök teikn á lofti um yfirvofandi bankakreppu af þessum völdum. Þá má nú einn- ig heyra að boðaðar hafa verið umræður um vanda heimilanna á Alþingi. Enginn vafi er á því að þessi vandi er raunverulegur og ekki unnt að loka augunum fyrir hon- um. Ur gögnum Seðlabankans má lesa að á sama tíma og fyrirtækin hafa verið að lækka skuldir sínar hjá bönkum og sparisjóðum um á áttunda milljarð króna hafa ein- staklingar verið að auka þær um nærri 1,5 milljarð. I haustskýrslu Seðlabankans má einnig lesa að þegar húsnæðislánin bætast við þá hafi skuldir heimil- anna í júnílok aukist um 11,3 millj- arða á tólf mánuðum og að þær hafi í upphafi þessa árs numið um 63% af landsframleiðslu_ á móti rúmum 13% árið 1980. í skýrsl- unni er að vísu sýnt fram á að ýmsar tæknilegar ástæður skýri um margt þennan mikla mun, og sagt er einnig að erfitt sé að leggja mat á það hversu langt heimilin geti gengið í skuldsetningu sinni. Hins vegar kemur fram að hlut- fall veðsetningar vegna íbúðarlána að tiltölu við matsverð húsnæðis sé að nálgast efri mörk veðsetning- armöguleika sinna, þannig að farið gæti að hægja á vexti lána til þeirra. Jafnframt er bent á vax- andi vanskil í hinu opinbera hús- næðislánakerfi, þar sem útlánatöp hafa þó verið afar lítil hingað til. xxx AHYGGJUR bankamanna af þeirri þróun sem lýst er hér að ofan eru því ofur eðlilegar. Eins og einn þeirra orðaði það í eyru Víkveija þá er skuldaaukning heimilanna ekki vegna þess að þau séu að fjárfesta um þessar mund- ir. Bæði tölur um fasteignakaup og bílainnflutning sýna að þau eru hvorki að auka við sig húsnæði né endurnýja bílakost sinn. Heim- ilin eru að ganga á eigur sínar með því að auka skuldsetninguna. Langmestur tími bankamanna í þjónustu þeirra við heimilin er fólgin í skuldbreytingu lána. Nú, þegar fyrir liggur að veðsetning- armöguleikar heimilanna eru að verða uppurnir og þar með mögu- leikar þeirra til frekari skuldsetn- ingar, er þess vegna ástæða til að staldra við, spyrja hvað menn ætli að þá taki við og hvað sé til ráða? Því er þarft að þessi vandi heimilanna skuli tekinn upp í þing- inu. KUNNINGI Víkveija benti honum á, að bílaumboðunum hefði tekist einstaklega vel að telja bíleigendum trú um að ástæða væri að færa bílinn til sérstakrar skoðunar í tíma og ótíma. Skoð- anir þessar væru oft óþarfar, en hins vegar gæti reynst þrautin þyngri að seljá notaðan bíl ef „þjónustubókin" sýndi ekki að far- ið hefði verið með hann í skoðun til umboðsins á tíu þúsund kíló- metra fresti, því fólk tryði því að annars hefði fyrri eigandinn ekki farið vel með gripinn. Kunninginn sagði að þessi sölumennska um- boðanna færi út í öfgar. Auglýs- ing Toyota á vetrarskoðun væri lýsandi dæmi um þetta, en þar væru bíleigendur hvattir til að láta yfirfara bílinn fyrir veturinn. Og verðið? Auglýsingin nefnir það tilboðsverð; 7.770 krónur. í því er ýmislegt innifalið, sumt nyt- samlegt eins og vélar- og ljósa- stilling, en önnur atriði ætti bíleig- andinn að ráða við sjálfur, eins og að athuga þurrkur og rúðusp- rautur, smytja hurðalæsingar og hurðalamir og bera sílíkon á hurðaþéttingar. Kunninginn, sem sjálfur á Toyota, kvíðir þeim degi þegar vetrarskoðun verður nánast skylda bíleigandans, líkt og skoð- anir á tíu þúsund kílómetra fresti eru nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.