Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MEDIA PRÍR LITIR: HVÍTUR Fjögur brúðkaup og jarðarfór Sýnd kl. 5.05, og 7. Sýningum fer fækkandi. Sýnd Kl. 6.30 og 9.10. TROIS COULEURS ★ ★★★ E.l Morgunpós KRZYSZTOF KIESLOWSKI Fyndið og sérstakt snill- darverk frá leikstjóranum sem kann allt. ★ ★★★. ó. H. T. Rástvö Sýnd kl 5 og 7. ;*★ A.t. MBl «’★ 0.».T. Rás2 M&Æ „Mátulega ógeðsleg HBT hrollvekja og á skjön við 8SPfcj| huggulega skólann i WðmaiTskri kvikmyndagerð" rnr ■» * * Egill Helgason ‘Ip&^zÍMorgunpósturinn. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4.50 og 9.10. Stærsta sprenging sem fest hefur verið á filmu! Kolklikkaður sprengjusérfræðingur heldur Boston í helgreipum. Fyrrum lærisveinn hans er sá eini sem getur stoppað hann... Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES OG FOREST WHITAKER. LEIKSTJÓRI STEPHEN HOPKINS. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.15. Tom Hanks « Forrest Gump 140 mín. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum. | MUNIÐ BÍÓMAGASÍNIÐ - ALLTAF í SJONVARPINU KL. 19:55 UM HELGAR | MÆTURVÖRÐURinini FERÐIN AÐ NVÐJU JARÐAR Kvikmynd eftir Þór Elis Pálsson Kvikmynd eftir Ásgrim Sverrisson Hvað bíður á svörtum sandinum? Vafasöm fortíð, óviss framtíð og stund þíns fegursta frama. Tvær spennandi og skemmtilegar nýjar íslenskar myndir. TVÆR MYNDIR - EIN BÍÓFERÐ Miðaverð kr. 600. Sýndar kl. 7, 9 og 11. ZBIGNIEW ZAMA- CHOWSKI JULIE DELPY Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HÁSKOLABÍÓ SÍMI 22140 AÐALHLUTVERK JÓHANNAJÓNAS OG JAKOB ÞÓR EINARSSON \ f / Nýjar hljómplötur Sex ár á ferðinni Undanfarin sex ár hefurtrúbadúrinn Siggi Bjöms flakkað um heiminn og leikið á ótelj- andi krám og knæpum. Slíkri iðju fylgir að vera sífellt að spila lög eftir aðra, en á breið- skífu sem Siggi sendi frá sér í vikunni, kveð- ur við nýjan tón, því þar á hann öll lög sjálfur. SIGGI Bjöms tók þá ákvörðun fyrir sex árum að leggja land undir fót og reyna fyrir sér með spilamennsku úti í löndum; að reyna að komast af sem kráaspilari og þvælast þannig stað úr stað. Heldur teygðist úr árinu hans Sigga, því nú er hann búinn að vera sex ár á ferðinni og segist eins geta verið á flakki sex ár í við- bót. Hættir ekki í bráð Siggi segir að fjölskyldan hafi ekki staðið í veginum fyrir því að hann færi á flakk, því hún var eng- in, en fyrir tveimur árum eða svo fór hann að búa með konu í Danmörku og hefur gert út þaðan. „Það hefur breytt ansi mikiu,“ segir hann og segir að eftir það hafi hann hætt að mestu að fara í lengri ferðir. „Áður en ég fór að búa þá bara fór ég; ég var ekki að fara frá neinu og það skipti engu máli hvenær ég fór eða hvenær ég kom. Nú er allt breytt og ef ég er lengi í burtu finn ég fyrir því.“ Siggi segist þó ekki ætla að hætta þessu flakki í bráð, hann eigi frekar eftir að skipuleggja ferð- imar öðmvísi og reyna að fara styttri ferðir í hvert sinn. „Með þessari plötu er ég líka að breyta til. Ég hef ekki tekið mér frí síðan ég byrjaði í þessu, hef alltaf haft nóg að gera. Ég er kominn mikið á sömu rútuna og leik mikið til sama prógrammið og spinn út frá því eftir stemmningunni, en þegar ég er farinn að gefa út mitt eigið efni þá kannski næ ég að færa mig til á sviðinu og halda frekar tónleika, en þessi plata er þannig að ég get notað hana á pöbbum líka, því ég ætla ekki að sleppa þeim. Það getur vel verið að ég eigi eftir að hætta í þessu einhvemtímann, en það verður ekkert í bráð, ég hef nóg að gera næsta árið.“ „Þegar ég var að byija var ég svo stressaður yfír því að þetta myndi ekki ganga og bókaði mig og bókaði eins og vitlaus maður, til að hafa nóg að gera. Það má segja að því tempó hafi ég haldið síðan," segir Siggi og bætir við að það sé ein af ástæðunum fyrir því að hann settist að ytra; þar séu fleiri staðir að spila á svo Iengra líði á milii þess að hann leiki á einhveijum pöbbnum; frá Danmörku sé lítið mál að ráða sig til að spila hvar sem er í Evrópu, en frá íslandi væri það illmögulegt. Lítið spilað eigin lög Siggi segir að hann hafí lítið gert af því að spila eigin lög á pöbbum, enda sé fólk þar sjaldnast komið til að hlusta. „Ef ég hef möguleika á því þá geri ég það nú samt,“ segir TRÚBADÚRINN Siggi Björns. hann og bætir við að þegar menn úti biðji um eitthvað íslenskt lag, þá eigi hann til að leika eitt af sínum eigin lögum, „þeir hafa vitanlega ekki hugmynd um það hvað ég er að spila“, segir hann og hlær. Það er allt öðruvísi að spila mín eigin lög, því ég er svo vanur að fá við- brögð við lögum sem ég er að spila og allir þekkja og þar er því erfitt að átta sig á því að vera að spila lög sem fólk er að heyra í fyrsta skipti.“ Hann segist hafa fengið Tryggva Húbner til að útsetja lögin fyrir sig, og þeir hafi ákveðið að hafa lögin sem einföldust, bassi, trommur gítar, til að auðvelda honum að flytja þau á tónleikum í kringum landið. „Helgamar er ég í pöbbaspila- mennskunni, en í miðri viku hef ég spilað þessi lög af plötunni, til að mynda í félagsmiðstöðvum, en ég er bara svo óvanur að spila fyrir fólk sem situr bara og þegir og horfír á mig,“ segir Siggi og hlær. „Ég hef því reynt að bijóta þetta form upp, að fá það til að tala við mig, segja álit sitt á lögunum eða spjalla um eitthvað annað og jafnvel að biðja um lög.“ Heimskur og heimskari ►UM NOKKURT skeið vildi enginn koma nálægt gerð myndarinnar „Dumb Dumber“ eða Heimskur og heimskari, sem fjallar um tvo fábjána sem ferðast um Bandaríkin og leita að draumastúlkunni. Astæðan var titill handritsins. „Yið áttum í miklum erfiðleikum með að fá leikara til að lesa handritið yf- ir,“ segir leikstjórinn og annar handritshöfunda Peter Far- relly. „Umboðsmenn þeirra sögðu bara: „Ég vil ekki að skjólstæðingur minn leiki í kvik- mynd með þessu heiti.“ Það var ekki fyrr en nýja stjarnan í Hollywood, Jim Carrey, gerði samning um að leika í myndinni að áhugi kviknaði og á endanum voru Jeff Daniels og Lauren Holly valin til að leika við hlið Carreys í myndinni. Sveitakenn- arinn í bíósal MÍR GÖMUL sovésk kvikmynd, Sveitakennarinn eða „Sélskaja útsítelnitsa, eins og hún heitir á frummálinu, verður sýnd sunnudaginn 13. nóvember í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. í myndinni segir frá kennslu- konu sem ræðast að loknu kennaranámi í Pétursborg skömmu eftir byltingu til starfa á afskekktu þorpi í Síberíu og vinnur þar fram eftir síðari heimsstyijöldina. Kvikmyndin var gerð árið 1947 en 2 árum síðar hlaut leikstjórinn aðalverðlaunin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í París fyrir leikstjórn í Sveita- kennaranum. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingunni er ókeypis og öllum heimill. CARREY og Daniels virka sannfærandi í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.