Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTl 85 LAUGARUDAGUR12. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ráðherraskipti í félagsmálaráðuneyti verða á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag Guðmundur Arni baðst lausnar sem ráðherra GUÐMUNDUR Árni Stefánsson baðst í gær lausnar frá embætti félagsmálaráðherra og mun Rann- veig Guðmundsdóttir taka við emb- ættinu á ríkisráðsfundi í dag. Guðmundur Ámi segir í skrif- legri lausnarbeiðni til forsætisráð- herra að opinber umræða um störf sín hafi ekki snúist um málefni eða efnisatriði heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga, óháð málavöxtum. Skýrsla Ríkis- endurskoðunar muni að hans áliti engu breyta þar um þrátt fyrir af- dráttarlausa staðfestingu á að stjórnsýsla hans hafi verið í sam- ræmi við viðurkenndar stjómsýslu- reglur og venjur. Því sé ljóst að störf hans sem ráðherra, Álþýðu- flokkurinn og ríkisstjómin muni ekki njóta sannmælis og með vísan til þess er lausnarbeiðnin lögð fram. Rétt ákvörðun Davíð Oddsson forsætisráðherra- segir að skýrsla Ríkisendurskoðun- ar væri ekki til þess fallin að varpa kyrrð á málið því í henni kæmu fram ný atriði, svo sem að fyrir hefði legið álit ríkislögmanns um að hægt væri að víkja fyrrverandi tryggingayfirlækni frá störfum bótalaust. Davíð sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta álit fyrr. „Ég fellst á að það sé rétt mat félagsmálaráðherra að til að ríkisstjórnin fái starfsfrið og menn Rannveig Guðmundsdóttir tekur við sjái verk hennar í réttu ljósi verði þessu máli að linna,“ sagði Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokks sagði að Guðmundur Árni hefði tekið ákvörðun sína að eigin frumkvæði fyrst og fremst í því skyni að létta því umsátursástandi sem Alþýðuflokkurinn var kominn í. „Þar af leiðir að það er engin ástæða til annars en hann gegni áfram starfí varaformanns Alþýðu- flokksins,“ sagði hann. Á fundi þingflokks Alþýðuflokks- ins í gær var samþykkt tillaga frá Jóni Baldvin um að Rannveig Guð- mundsdóttir taki við embætti fé- lagsmálaráðherra. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins voru uppi hugmyndir um að leitað yrði til aðila utan þingflokksins til að gegna starfinu en þær hugmundir fengu ekki hljómgrunn. Rannveig sagðist vera mjög ánægð með ákvarðanir og frammi- stöðu Guðmundar Árna i gær. „Ég mun gera það sem ég þarf til að við snúum bökum saman og horfum fram á veg og förum að koma þeirri pólitík sem við stöndum fyrir á framfæri því liðnar vikur hafa lagt algerlega lamandi hönd á mögu- leika okkar til þess,“ sagði hún. Guðmundur Árni sagði við Morg- unblaðið í gær, að hann myndi nú heíja undirbúning að kosningabar- áttu í Reykjaneskjördæmi og vænt- anlega takast á við Rannveigu Guð- mundsdóttur og fleiri í prófkjöri um fyrsta sætið á lista Alþýðuflokksins. ■ Viðbrögð við afsögn/10-11 ■ Umræðan skaðaði/28 ■ Veittir styrkir/29 ■ Kaflar úr skýrslu/34 ■ Lausnarbeiðni ráðherra/36 Morgunblaðið/Þorkell Ráðherra skýrir frá lausnarbeiðni GUÐMUNDUR Árni Stefánsson tilkynnti fjölmiðlum lausnar- beiðni sína úr embætti félags- málaráðherra klukkan 13 í gær. Hann hafði fyrr um morguninn tilkynnt Jóni Baldvin Hannibals- syni formanni Alþýðuflokksins um ákvörðun sína. Mikil fundahöld hafa verið hjá ráðherrum Alþýðuflokksins síð- an þeir fengu í hendur á mið- vikudag drög að skýrslu Ríkis- endurskoðunar um embættis- færslur Guðmundar Árna í heil- brigðisráðherratíð hans. Þeir komu saman á fimmtudags- morguninn til að fara yfir þær athugasemdir sem Guðmundur Árni og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra gerðu við skýrsluna. Einnig áttu Jón Bald- vin og Guðmundur Árni ítarleg- ar samræður á heimili Jóns Baldvins og um kvöldið áttu þeir viðræður við Davíð Odds- son forsætisráðherra um málið. Fyrri hluta gærdagsins átti Jón Baldvin trúnaðarsamtöl við þingmenn Alþýðuflokksins til að kanna hug þeirra til eftirmanns Guðmundar Árna í embætti fé- lagsmálaráðherra og á þing- flokksfundi varð Rannveig Guð- mundsdóttir fyrir valinu. FÍAá Álit ríkislögmanns um starfslok fyrrverandi tryggingayfirlæknis stuðning NTF vísan FÉLAG íslenzkra atvinnuflug- manna, sem nú á í kjaradeilu við Flugfélagið Atlanta hf. um samninga sex félagsmanna, hefur sótt um aðild að Norræna flutningamannasambandinu (NTF). Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri NTF,' segir að FÍA eigi stuðning þess vís- an, komi til verkfallsboðunar hjá Atlanta. Með fulltingi NTF sé hægt að stöðva afgreiðslu flugvéla sem FÍA-menn fljúgi. Hægt að stöðva afgreiðslu Borgþór sagði að hægt væri að stöðva afgreiðslu með sjö til 14 daga fyrirvara í Noregi og Danmörku. „I Svíþjóð og Finn- landi má gera það án viðvörun- ar. Það er bara tilkynningaratr- iði og gerist strax, þar sem það beinist ekki gegn hagsmunum viðk'omandi félaga.“ NTF á aðild að Alþjóðaflutn- ingamannasambandinu (ITF). „Þegar svo ber undir, leitum við eftir fulltingi ITF, enda eru 99?í af okkar félögum í ITF líka,“ sagði Borgþór. ■ Viðbrögðin eins/6 Ráðherra gat veitt lausn frá starfi án bótaskyldu HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra gat veitt tryggingayfirlækni og aðstoðartryggingayf- irlækni lausn úr starfi án þess að skapa ríkinu bótaábyrgð vegna þess að uppvíst varð um undan- skot þeirra á tekjum til skatts, að mati ríkislög- manns. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um íjár- hagsendurskoðun ráðuneytisins sést að Guðmund- ur Árni Stefánsson hafði lögfræðiálit ríkislög- manns undir höndum þegar ákveðið var að greiða Birni Önundarsyni tæpar 3 milljónir kr. vegna samkomulags um að hann segði sjálfur upp störf- um og fengi sérverkefni á vegum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun telur þetta aðfinnsluverða með- ferð á almannafé. í áliti ríkislögmanns, sem gert var að beiðni Guðmundar Árna, segir að í störfum sínum hafi læknarnir ráðið miklu um ráðstöfun fjár úr opin- berum sjóðum. Brot þeirra beindust óbeint að hagsmunum sjóðanna. Þau tengdust einnig með óbeinum hætti starfa þeirra þar sem aukastörf þeirra fyrir tryggingafélögin og tekjur sem þeim fylgdu bárust læknunum í ríkum mæli í gegnum hin opinberu störf þeirra og vegna þess trausts sem á þau voru lögð. Það er álit þeirra sem álit- ið sömdu að ávirðingarnar séu til þess fallnar að vekja upp vantrú á störfum læknanna hjá Trygg- ingastofnun og niðurstaða þeirra er að fyrir hendi hafí verið lögákveðin skilyrði til að ráðherra gæti neytt heimildar til að veita þeim lausn úr starfi til fullnaðar á grundvelli þessarar refsiverðu háttsemi. Lögð er áhersla á að farið sé að lögum um uppsögnina og sagt að það sýnist geta átt við að leysa báða læknana í upphafi frá störfum um stundarsakir. Könnuðust ekki við álitið Ríkislögmaður afhenti ráðherra álitið 10. eða 11. nóvember að viðstöddum Jóni H. Karlssyni aðstoðarmanni ráðherra, Páli Sigurðssyni ráðu- neytisstjóra og Guðjóni Magnússyni skrifstofu- stjóra. I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Páll og Guðjón könnuðust ekki við að hafa séð umrætt lögfræðiálit fyrr en það fannst í skrif- borði heilbrigðisráðherra 4. október síðastliðinn. I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að í nóvember og desember áttu sér viðræður og bréfaskriftir um hugsanleg starfslok Björns Ön- undarsonar sem enduðu með því að honum voru greiddar tæpar 3 milljónir „vegna áunninna rétt- inda samkvæmt kjarasamningum". í kjölfarið fékk Stefán Ó. Bogason, aðstoðartryggingayfir- læknir, greiddar 1,4 milljónir vegna starfsloka. Aðfinnsluverð meðferð á almannafé í greinargerð sem Guðmundur Árni birti í lok september síðastliðins segir að það hafi verið álit löglærðra ráðgjafa hans að erfitt væri að víkja yfirtryggingalækni úr starfi sökum lögfræðilegra álitaefna, sem m.a. gætu leitt til skaðabótaskyldu ríkissjóðs. Ríkisendurr.koðun telur að ráðherra hafi mátt vera Ijóst að mjög ólíklegt væri að hugsanleg ákvörðun hans um að bjóða Birni að segja upp starfi sínu eða víkja honum ella myndi baka ríkissjóði bótaskyldu. Að taka ákvörðun um svo umtalsverð íjárútlát fyrir ríkissjóð vegna starfsloka hans, þrátt fyrir afdráttarlausa niður- stöðu ríkislögmanns, er að mati stofnunarinnar aðfinnsluverð meðferð á almannafé. Ríkisendurskoðun finnur að fleiri atriðum, meðal annars að því að ekki var haldið eftir stað- greiðslu af uppgjörinu við Björn og að óviðeig- andi hafi verið eins og á stóö að fela honum að annast sérverkefni eftir að hann sagði upp. ■ Veittir styrkir/29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.