Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Linda Pétursdóttir fegurðardrottning Kærir lögregluna fyrir harðræði við handtöku LINDA Pétursdóttir, fyrrum ungfrú ísland og ungfrú heimur, hefur kært lögregluna í Reykjavík til RLR fyrir harðræði sem hún hafi verið beitt eftir að hún og sambýlismaður hennar höfðu verið handtekin vegna kæru, sem ekki reyndist á rökum reist, um að þau hafi stungið af frá ákeyrslu. Lögreglan segir að Linda hafi ekki verið handtekin vegna málsins heldur einungis sambýlis- maður hennar; hún hafi komið á lögreglustöðina að eigin ósk og hafi engu harðræði verið beitt um- fram það sem leitt hafi af hegðun hennar á lögreglustöðinni. Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að frásögn Lindu af atburðin- um væri þannig, að þegar hún og maður hennar hefðu komið út úr einkasamkvæmi í veitingahúsinu Marahaba við Rauðarárstíg um klukkan 4 í fyrrinótt hafi beðið þeirra þar tveir lögreglubílar. Linda hafí verð færð í annan bílinn og sambýlismaður hennar í hinn og þeim ekið á lögreglustöðina án þess að gefnar væru skýringar. Neitað um að hringja í porti lögreglustöðvarinnar hafi Linda viljað fá skýringar á handtök- unni og verið færð inn með valdi og í herbergi þar sem tveir iögreglu- menn hafi gætt hennar. Henni hafi ekki verið kynnt réttarstaða sin, henni hafi verið neitað um að hringja og hún hafi hvorki verið færð fyrir varðstjóra né tekin af henni skýrsla. Þegar hún hafi ætlað að hringja í síma sem var í herberg- inu, þar sem henni var haldið, hafi lögreglumenn rifíð af henni símann, snúið upp á hendur hennar og keyrt andlit hennar ofan í borð, spymt eða sparkað í rassinn á henni og tekið fyrir munn hennar til að kæfa hróp sem hún hafi gefið frá sér. Gísli sagði að eftir tæplega tveggja tíma dvöl á lögreglustöðinni hafi Lindu verið leyft að hafa sam- band við sig og í framhaldi af því hafi henni verið hleypt út af lög- reglustöðinni. Linda fór beint á slysadeild Borg- arspítalans, þar sem bundið var um úlnlið hennar sem hafði skaddast eftir viðeign við lögregluna og auk þess hafa, að sögn Gísla, komið fram áverkar í andliti hennar, rófu- beini og öxl. Málið var svo kært til RLR í gærmorgun. Ekkl handtekin Jónas J. Hallsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vegna kæru um ákeyrslu á bíl við Leifsgötu, hefði lögreglan talið ástæðu til að færa sambýlismann Lindu á stöð- ina. í ljós hefði komið að um til- hæfulausa kæru var að ræða frá manni sem fyrr um kvöldið hafði lent í útistöðum við sambýlismann- inn. Linda hefði ekki verið handtekin en óskað eftir að fá að fara með í lögreglubílnum. Hún hefði síðan sýnt mótþróa sem leitt hefði til handalögmála milli hennar og lög- reglumanna. Eftir nokkurn tíma á stöðinni hefði henni verið leyft að fara ftjáls ferða sinna. Jónas sagði að skýrslur hlutað- eigandi lögreglumanna lægju ekki fyrir og því væru atvik málsins ekki með öllu ljós. Þó teldi hann ekkert benda til annars en að stað- ið hefði verið að málinu með eðlileg- um hætti og að Linda hefði ekki verið beitt neinu því harðræði sem óeðlilegt gæti talist miðað við hegð- un hennar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SÆMUNDUR Magnús Kristinsson bóndi á Kleifum með skjól- stæðingum sínum, gæsunum fimm sem nú hafa trygga vetursetu. Gæsirnar, sem gleymdu sér, í fóstri Blönduósi. Morgunblaðid. GÆSUNUM fimm, sem settust upp á grasflötinni við héraðs- sjúkrahúsið á Blönduósi og af einhverjum ástæðum lögðu ekki upp í suðurferð, hefur verið bjargað. Bjargvættirnir eru starfsmenn sjúkrahússins og Sæmundur Magnús Kristinsson, bóndi á Kleifum við Blönduós. Frá þessum gæsum og örlög- unum sem við þeim blasti var sagt í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Umræddar grágæsir eru að sögn Sæmundar bónda ungar sem eru seint fæddir og hafa foreldrar þeirra yfirgefið þá og horfið suður á bóginn. Starfsmenn sjúkrahússins föng- uðu gæsirnar á dögunum í net og fluttu þær að bænum Kleifum sem er skammt sunnan sjúkra- hússins. Þar dvelja þær nú í góðu yfirlæti í gömlu fjósi undir verndarvæng Sæmundar Magn- úsar bónda. Fleiri kenningar en sú sem að framan greinir hafa komið fram um það hvers vegna þessar grá- gæsir hafi ekki lagt í suðurferð og yfirgefið grasflötina við hér- aðssjúkrahúsið. Ein þeirra er þessi: „Til suðrænu landanna flestar þær fljúga/ og förin er torsótt og erfið./ En aðrar í blindni og einlægni trúa/ á ís- lenska heilbrigðiskerfið. P&S kaupir jarðstöð fyrir einn dollar Héraðsdómur Reykjavíkur um veitingu stöðu starf smannastj óra heilsugæslustöðva í Reykjavík 800 þús. kr. bætur vegna brots á jafnréttislögum RÁÐNING í stöðu starfsmannastjóra heilsugæslustöðvanna í Reykjavík ábyrgðar en það starf sem Jenný 1. febrúar 1991 fól í sér brot á jafnréttislögum, að mati Héraðsdóms hafði gegnt fyrir skipulagsbreyt- Reykjavíkur, sem í gær dæmdi ríkissjóð til að greiða Jennýju Sigrúnu inguna. Þá væri óeðlilegt og and- Sigfúsdóttur 800 þúsund króna bætur þar sem brotið hefði verið gegn . stætt jafnréttislögum að karlinum rétti hennar þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu í starfið. hefðu verið greidd 45-50 þús kr. „ , . , ,, . hærri laun á mánuði í nýja starf- * Fra 1 noverhber 990 var starf- en Jen hafði fe"jð f[r semi heilsugæslustoðva færð fra Jenný Sigrún Sigfúsdóttir hafði starfað sem deildarstjóri á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur frá 1987 og hafði gegnt starfi gjaldkera, annast tekjubókhald og fjárhags- áætlanagerð auk þess að hafa umsjón með launum starfsmanna Heilsuverndarstöðvarinnar og heilsugæslustöðvanna í borginni. Kerti kveikir bál ELDUR kom upp í herbergi í rað- húsi í Dalseli í Reykjavík í gær- kvöldi. Taisvert tjón varð í her- berginu af völdum reyks, en íbúð- in sjálf er ekki illa farin að öðru leyti. Eldurinn var að mestu slokknaður . þegar slökkviliðið mætti á staðinn, en talið er að hann hafi kviknað út frá kerti sem skilið var eftir í herberginu. borginni undir stjórn ríkisins og í S1 s at ' kjölfar skipulagsbreytinga var auglýst til umsóknar ný staða starfsmannastjóra og gerðar þær kröfur að umsækjendur hefðu reynslu af stjórnun og starfs- mannahaldi. TVEIR nýir gervihnattadiskar hafa verið seldir Pósti og síma (P&S) fyrir einn Bandaríkjadal hvor. Diskarnir hafa verið settir upp á þaki Seðlabank- ans og höfuðstöðva Visa-íslands til að greiða fyrir kortaviðskiptum milli íslands og annarra landa. Póstur & sími hefur samkvæmt fjarskiptalögum einkarétt á að eiga og reka almennt fjarskiptanet hér á landi og hefur því keypt diskana fyrir málamyndaverð og mun annast rekstur þeirra og viðhald. Með diskunum kemst á beinlínu- samband við heimilda- og greiðslu- skiptakerfí Visa International, um gervihnettina Eutelsat og Intelsat og verða samskiptin þar með óháð Pósti og síma og innanbæjarsímalín- um til Skyggnis. Diskurinn í Álfa- bakka mun þjóna kreditkortavið- skiptum en sá á þaki Seðlabankans debetkortagreiðslum í tengslum við bankakerfið og vinnsludeild Reikni- stofu bankanna, sem þar er til húsa. Leyfi til að veita þessa þjónustu hér á landi veitti samgönguráðuneyt- ið Franee Teleeom (FT) en það fyrir- tæki annast rekstur gervihnattanets- ins. France Telecom selur Visa ísland síðan þjónustuna og greiðir Fjar- skiptaeftirlitinu leyfisgjald fyrir rekstur stöðvanna í nafni Pósts og síma sem strangt til tekið á að greiða það vegna þess að stofnunin á búnað- inn. Ragnhildur segir að umsókn France Telecom hafi verið fyrsta Tilmælum hafnað Átta umsækjendur Jenný var meðal átta umsækj- enda, en sagði upp störfum og taldi brotin á sér jafnréttislög, þegar samstarfsráð heilugæslu- stöðva ákvað að ráða Einar Geir Þorsteinsson tii starfsins. Komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að Jenný hefði verið hæfari til að gegna starfínu og ekki hefði verið sýnt fram á að Einar Geir hefði hæfileika umfram 'hana sem réttlættu að gengið væri fram hjá henni enda hefði ekki verið sýnt fram á að starf starfsmannastjóra hefði verið um- fangsmeira eða krefðist meiri Heiluverndarstöðin hafnaði til- mælum Jafnréttisráðs um að finna leið til úrbóta sem Jenný gæti sætt sig við og var því hafnað að brotinn hefði verið á henni réttur. Jafnréttisráð höfðaði því mál það sem dæmt var í í gær en við rekst- ur þess kom m.a fram að samráðs- nefndin hefði ekki talið Jennýju meðal þeirra þriggja af átta um- sækjendum sem hæfastir hefðu verið. í niðurstöðum dómsins segir að gögn málsins bendi hvorki til þess að ítarleg könnun hafi verið gerð á hæfni umsækjenda áður en ráð- ið var í stöðuna né til þess að unnt sé að fullyrða að Einar Geir Þorsteinsson hafi verið hæfari eða þá að önnur lögmæt sjónarmið hafi búið að baki því að hann var ráðinn en ekki hún. umsóknin sem ráðuneytið hafi af- greitt eftir nýjum íjarskiptalögum. Fyrsta umsókn samkvæmt nýjum lögum Hún segir að þar sem jarðstöðvar þessar teljist hluti af almennu fjar- skiptaneti séu takmarkanir á að veita heimildir fyrir rekstri þjónustunnar. Hana megi ekki reka í atvinnuskyni, aðeins til eigin nota, en um leið og France Telecom selji Visa ísland þjónustuna sé um rekstur í atvinnu- skyni að ræða. Gústav Amar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, sagði að France Telecom hefði beðið P&S að setja upp jarðstöðvarnar eftir að leyfi til að reka fjarskiptaþjónustu var fengið vegna þess að jarðstöðvarnar yrðu að vera í eigu P&S samkvæmt lögun- um. Hann segir að síðan hafi orðið að samkomulagi milli P&S og FT að FT keypti stöðvarnar og afhentu þær P&S fyrir einn Bandaríkjadal hvora. P&S myndi síðan sjá um uppsetningu og rekstur þeirra. Ef einhveijar breytingar yrðu á lögum eða á þjón- ustu FT myndi P&S afhenda stöðv- arnar til baka á sama verði. Gengið frá sölu Sigurvonar í dag? ísafirði. Morgunblaðið. BÚIST er við að til úrslita dragi í dag um kaup Suðureyrarhrepps á Sigurvon ÍS, síðasta skipi Fiskiðjunn- ar Freyju hf. Hreppurinn gerði tilboð í skipið til að reyna að.halda kvóta þess í sveitarfélaginu. Freyja auglýsti Sigurvon til sölu fyrr í haust og bárust níu tilboð. Viðræður voru hafnar við Þorbjörn hf. í Grindavík þegar hreppurinn skarst í leikinn og hafði Þorbjörn hf. stofnað dótturfélagið Hásteina hf. á Suðureyri til að kaupa skipið. Hall- dór Karl Hermannsson sveitarstjóri segir að með því hafi Grindvíkingarn- ir augljóslega verið að fara fram hjá forkaupsrétti sveitarfélagsins. Þá hafi verið ákveðið að reyna að fá skipið keypt beint og telur Halldór að til úrslita geti dregið í dag. Halldór sagði að greiðslugeta sveitarfélagsins sé ekki mikil vegna fyiri þátttöku í atvinnurekstri en málið snerist fremur um það hvort hreppurinn hefði efni á því að láta skipið fara. Með því færi 300 tonna kvóti sem hefði afgerandi áhrif á afkomu sveitarfélagsins og íbúanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.