Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þú verður þá ekki í vandræðum með að heilsa honum að sjómannasið góði . . . Landsfundur Kvennalistans á Varmalandi Samstarfi við aðra flokka var hafnað Borgarnesi. Morgunblaðið. Á TÓLFTA landsfundi Kvennalist- ans, sem haldinn var á Varmalandi í Borgarfirði 11. til 13. nóvember, var samþykkt að flokkurinn myndi bjóða fram lista í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Einnig var samþykkt að ekki yrði leitað samstarfs við önnur framboð eða tekið þátt í kosningabandalögum með öðrum flokkum. Tekist á um leiðir Aðspurð um helstu mál lands- fundarins sagði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður þing- flokks Kvénnalistans, meðal ann- ars: „Kvennalistinn var skipulagð- ari heldur en nokkru sinni fyrr í þeim skörpu, en málefnalegu um- ræðum sem fram hafa farið á þess- um landsfundi. Það var tekist á um ákveðnar leiðir að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Sem eru m.a. að koma fleiri konum til áhrifa í þjóðfélaginu og að þær séu þar sem ákvarðanir eru teknar. Okkur greinir nokkuð á um hvaða' leiðir Kvennalistinn á að fara núna en markmiðin eru þau sömu.“ Ekki með öðrum Sagði Jóna Valgerður að lands- fundurinn hefði ákveðið að Kvenna- listinn byði fram um allt land í næstu kosningum. Ennfremur hefði verið ákveðið að ekki yrði leitað samstarfs við önnur framboð. Að- spurð hvort Kvennalistinn hefði ekki einangrað sig pólitískt með þessari ákvörðun sagði Jóna Val- gerður: „í fyrsta lagi þá höfum við aldrei fengið nein formleg boð, hvorki frá Jóhönnu eða Alþýðu- bandalaginu, um sameiginlegt framboð. Það eina sem hefur verið að gerast er að það hafa ýmis fé- lög, núna síðast Birting, verið að skora á þessi samtök öll að ræða hugsanleg sameiginlegt framboð. Þess vegna var þetta tekið upp núna, á þessum fundi, við vildum ræða það hvort að við værum til- Morgunbiaðið/Theodór FRÁ tólfta landsfundi Kvennalistans sem haldinn var á Varma- landi í Borgarfirði um síðustu helgi. búnar að skoða sameiginleg fram- boð eða kosningabandalag þessara aðila. Það var alveg greinilega meirihluti kvenna á fundinum sem ekki vildi vera að neinu samkrulli fyrir kosningar. Hins vegar kom það skýrt fram í umræðunni að í sjálfu sér værum við ánægðar með það að Jóhanna færi fram og kæmi þarna inn í þetta flokkalitróf með breyttar áherslur. En ég lít ekki svo á að Kvennalistinn sé neitt að einangra sig, frekar en einhver annar stjórnmálaflokkur." Erum á krossgötum Aðspurð um landsfundinn sagði Sigrún Jóhannesdóttir kennari á Biröst m.a.: „Við erum í rauninni á talsverðum krossgötum núna. Með framboði Jóhönnu er komið fram nýtt afl í pólitíkina sem við finnum að tekur væntanlega hluta af okkar fylgi og við þurfum því að bregðast við því á einhvern hátt. Efni þessa landsfundar er að setja saman stefnuskrá og það sem ber hæst er að sjálfsögðu atvinnumál og at- vinnusköpun. í beinu sambandi við atvinnu og kjaramál eru umhverfis- mál og þess vegna koma þau alls staðar inn í umræðuna. Undirstaða þess að hérlendis geti þrifist at- vinnulíf sem gefi góðar tekjur er að ímynd íslands sé góð. Áð við gefum þá ímynd að hér sé hreint land, góðar afurðir og vel menntað fólk.“ Vilja í ríkisstjórn Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem er lýst yfir stuðningi við_ sjúkraliða í kjarabaráttu þeirra. í stjórnmálaályktun fundarins segir m.a.:„ í komandi kosningum mun Kvennalistinn leita eftir stuðn- ingi til þess að vinna að framgangi stefnumála sinna með þátttöku í ríkisstjórn. Við ætlum að vinna að markvissri atvinnuuppbyggingu, bæta kjör kvenna og fjölskyldunn- ar, snúa af braut blindrar hagvaxt- ar- og peningahyggju, auka lýðræði og áhrif almennings, bæta siðferði og tryggja sem best hagsmuni ís- lendinga í samskiptum við aðrar þjóðir, án þess að fórna rétti okkar til að ákveða eigin framtíð og gerð þess samfélags sem við viljum búa í.“ Kjarabarátta sjúkraliða Notuð sem pottlok á 1 ág- launastéttir FJÖGURRA daga verkfall sjúkraliða hefur þegar haft víðtæk áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna á höfuð- borgarsvæðinu. Hópur sjúklinga hefur verið send- ur'heim og aðstandendur hafa aðstoðað aðra á sjúkrahúsunum. Viðræður viðsemjenda virðast heldur ekki lofa góðu um áfram- haldið. Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, segir að samninganefndin hafi aðeins umboð til samninga á grundvelli fyr- irliggjandi stefnu fjár- málaráðuneytis, þ.e. að nota sjúkraliða sem pottlok á láglaunastéttir. - En hver er krafa sjúkraliða? „Við förum fram á að ríkisvald- ið setjist niður með okkur og reikni út launahækkanir annarra heil- brigðistétta, s.s. hjúkrunarfræð- inga, ljósmæðra, meinatækna og röntgentækna, á milli. samninga. Útkoman verði lögð til grundvallar okkar kröfum. Þar sem ekki hefur verið farið að þessu getum við tæpast nefnt einhverja ákveðna prósentutölu. Hins vegar höfum við auðvitað fylgst með því hvað stéttir eins og hjúkrunarfræðingar hafa verið að fá. Almennt hefur verið talað um 5-8% og samninga- nefndin hefur sjálf gefið upp 6,3%. Ekki er heldur langt síðan for- stjóri Reykjalundar sagði að tölu- vert vantaði upp á að 6,3% dygðu fyrir hækkuninni þar. Því er að heyra að samningurinn vigti í raun mun meira en haldið er fram,“ segir Kristín. -Þú ert með öðrum orðum að fara fram á 5-8% hækkun? „Ég get ekki, eins og ég sagði, sagt neitt ákveðið fyrr en farið hefur verið yfir samninga annarra. Ég tek líka fram að nefndar hafa verið enn hærri tölur en þetta, allt upp í 13-14% meðalhækkun hjúkr- unarfræðinga.“ - Þið hafið þegar fengið tilboð um 3% hækkun. Hefur ykkur ekki dottið í hug að svara því? ,;Nei. Við getum auðvitað ekki svarað því hvort 3% fyrir sjúkraliða með fimm ára reynslu eða meira sé næg hækkun þegar krafan er að þeir setjist niður með okkur. Fyrst er að vita hver staðan raun- verulega er. Svo getum við komið með gagntilboð." _ - Haft hefur verið eftir Davíð A. Gunnarssyni að enginn mis- skilningur sé ígangi varðandi und- anþágur. „Hann segist segja eins og börn- in að þetta sem við séum að segja sé alveg ga, ga. Við getum alveg sagt eins og hann að það sem hann^ sé að segja sé algjört bla, bla. Á fundum fulltrúa okkar með fulltrúum ríkisspítalanna, væntan- lega í umboði Davíðs, var því kom- ið skýrt á framfæri að ekki ríkti eining um undanþágur. Ég get ekki séð að um skýrar línur sé að ræða ef aðeins er tekið fram að loka eigi einni af þremur misstór- um handlæknisdeildum. Þeir tóku ákvörðun um að loka minnstu deildinni. En þar með er ekki allt upp talið því þeir vildu halda 86 rúmum, umfram lista, opnum og halda eins mörgum sjúkraliðum í vinnu og hægt var. Okkar svar var að láta undan varðandi lokun deilda en að rúmin 86 væru lokuð ► KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir er fædd 7. mars 1950 og ólst upp undir Eyjafjöllum. Hún lauk sjúkraliðanámi 1982 og hefur starfað á Landspítalanum síðan. Hún tók við formennsku í Félagi íslenskra sjúkraliða 1988. Hún er gift Diðriki ísleifs- syni. Þau eiga þrjú börn og fjög- ur barnabörn. nema veitt væri sérstök undanþága frá félaginu. Enda drógum við ekki í efa að rúmin gætu þurft að vera í opin til að hægt væri að annast nauðsynlegustu heilbrigðis- þjónustu. Við teljum töluverðan mun á nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu og nauðsynlegustu heil- brigðisþjónustu. Öll erum við, held ég, sammála um að öll heilbrigðis- þjónusta er nauðsynleg. En listarn- ir segja að sinna eigi nauðsynleg- ustu heilbrigðisþjónustu. Við sinn- um henni en erum ekki sammála því að veita undanþágur til að halda atvinnu handa atvinnulaus- um hjúkrunarfræðingum." - Hvað er hæft í því að erfiðara sé að fá undanþágur nú en fyrir helgi? „Ég hef ekki fylgst með störfum undanþágunefndar í dag. Annars er ljóst að í upphafi var farið nokk- uð blint af stað og nú er unnið að því að endurskoða listana með til- liti til gagnkrafna og skýrslna frá starfandi sjúkraliðum. Því þyrfti ekki að koma á óvart að einhveijar breytingar yrðu. Hvort tilhneiging er til að þrengja undanþágur miðað við að veitt sé nauðsynlegasta þjónusta veit ég hins vegar ekki.“ - Finnst þér sáttahugur í við- semjendum nú? „Nei. Ég á ekki von á að neitt breytist núna enda fjármálaráð- herra farinn utan. Að mínu mati hefur samninganefndin héma ekk- ert umboð til að semja við okkur. Við sitjum því hér S mesta bróð- erni, þeir gætu alveg eins verið einir af okkur, því ég hef ekkert við menn að sakast sem eru bara að sinna sínum verkum. En þeir geta eðlilega lítið garfað í málum á meðan ekki er komin sérstök til- skipun frá Ijármálaráðuneytinu.“ - Þú vilt tala við Friðrik? „Ég vil tala við Friðrik. Reyndar hringdi Friðrik í mig í gærkvöldi. Hann sagði mér að nefndin hefði fullt umboð að því marki sem stefn- an leyfði í ráðuneytinu. Þar kemur hann einmitt að því að umboðið nær ekki lengra og stefnan er að við eigum að vera pottlok á aðrar láglaunastéttir." Kristín Á. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.