Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Emerald með áætlunarflug í Bretlandi og ráðgerir flug til íslands íslendingar með hehnings- hlutínvju flugfélagi íBelfast ÍSLENSKIR aðilar eru þátttakend- ur í nýju flugfélagi, Emerald European Airways (EEA), sem stofnað hefur verið í Belfast á Norð- ur-írlandi. Félagið mun hefja dag- legt áætlunarflug milli alþjóðaflug- vallarins í Belfast og Luton-flug- vallar í London með BAC 111 500- þotu þann 15. desember nk. Það ráðgerir síðan að hefja áætlunar- flug milli íslands og Bretlands ein- hvern tímann á næsta ári með flug- vélum af sömu gerð. Kristinn Sigtryggsson, fyrrum forstjóri Arnarflugs hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja flugfélags en hann er jafnframt einn af hluthöfum ásamt íslenska eignarhaldsfélaginu Aktiva hf. og fleiri félögum og einstaklingum. Hlutafé EEA er alls um 1,5 milljón sterlingspund eða liðlega 160 millj- ónir króna. Hlutur Aktiva er um 22 milljónir eða um 13,5% hlutafjár- ins en nærri lætur að íslensku aðil- amir eigi um helming hlutafjárins. Meðeigandi Islendinganna er fjár- festingafyrirtækið European Aviation Ltd., sem er stærsti eig- andi BAC 111 flugvéla í Bretlandi. Dótturfélag þessa félags, European Aviation Air Charter Ltd., mun annast flug fyrir EEA fyrstu 12 mánuðina meðan verið að afla reynslu á fyrstu flugleiðinni. Að þeim tíma liðnum mun EEA sjálft taka við flugrekstrinum. Fyrirhug- að er að auka hlutafé þegar umsvif- in aukast. ÍSLENDINGAR eiga að hálfu hið nýstofnaða flugfélag Emerald European Airways sem hyggt nota BAC 111 vélar til áætlunarflugs m.a. til íslands. í fréttatilkynningu frá EEA er greint frá því að að breska leigu- flugfélagið Britannia hafi um ára- bil flogið milli Belfast og London með góðum árangri. Vegna breyttra áherslna í rekstri Brittania hafi fé- lagið hætt flugi á þessari leið í jan- úar sl. enda þótt nýting hafi verið góð. EEA bendir á að flug með BAC-þotunum milli þessara áfangastaða taki einungis eina klukkustund sem sé um 25 mínút- um skemmri tími en flug samkeppn- isaðila með skrúfuþotum. Apexfargjald á þessari leið verð- ur 79 sterlingspund (8.500 krónur) en venjulegt fargjald 89 sterlings- pund (9.600 kr.) og fargjald á við- skiptafarrými 149 sterlingspund (16.100 kr.) EEA hyggst síðan semja um ódýrar ferðir með lang- ferðabílum frá Luton-flugvelli inn í miðborg London. ísland er vissulega inn í myndinni en ennþá er of snemmt að segja til um hvernig því verður háttað.“ Hugmyndin er frá tímum Arnarflugs Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið sagði að þetta mál ætti sér mjög langan aðdraganda og mætti rekja allt til þess tíma þegar hann var hjá Arnarflugi. „Grunnurinn að þessari hugmynd var kominn upp þegar verið var að skoða möguleika á stækkun Arnar- flugs. Félagið var hins vegar orðið svo illa statt að það hafði ekki burði til að takast á við þetta.“ „Við byijum á þessari einu flug- leið 15. desember en síðan er verið að skoða nokkra kosti til viðbótar. Hann sagði að verið væri að kanna ýmsa möguleika á flugi til íslands en vildi ekki tjá sig nánar um hvaða áfangastaði um væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu forráðamenn félagsins sérstaklega hafa hug á áætlanaflugi frá íslandi til Skot- lands eða Irlands. BAC 111 eru framleiddar af Brit- ish Airospace og geta flutt 104 farþega. „Þær hafa verið afskap- lega farsælar og við völdum þær vegna þess að hægt var að ná mjög góðum samningi við þessa aðila,“ sagði Kristinn Sigtryggsson. GeMadrif Hljoðkort frákr. 17.900,- ♦BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 Bílar Hart barist um Kína Peking. Reuter. HELZTU bílaframleiðendur heims sýna vöru sína í Kína þessa dagana og heyja með sér harða samkeppni um framleiðslu á fjölskyldubifreið fyrir stærsta bílamarkað heims sem hefur enn ekki verið hagnýttur. Þessi óformlega keppni hófst í maí PowerPoint námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 þegar Pekingstjómin sagði skilið við margra áratuga baráttu fyrir al- menningsvögnum og gaf út tilskipun að „flármagnsfrekur fjölskyldubíla- iðnaður" ætti að verða „efnahagsleg- ur máttarstólpi sósíalistísks mark- aðsbúskapar." Gert er ráð fyrir að kínverskir bílaáhugamenn fjölmenni á sýningu, sem efnt hefur verið til vegna sam- keppninnar, og kynni sér flölskyldu- bíla bandarískra og evrópskra fram- leiðenda. Hin eiginlega samkeppni fer fram fyrir luktum dyrum er fulltrúar er- lendra framleiðenda munu reyna að sannfæra kínverska embættismenn um ágæti bifreiða sinna. Mikið er í húfi, einkum hjá banda- rískum og japönskum risafyrirtækj- um, sem tókst ekki að ná fótfestu í Kína á síðasta áratug ólíkt evrópsk- um keppinautum, Volkswagen og Peugeot. Talið er að eftirspurn eftir bflum framleiddum í Kína verði um 1.6 milljónir á ári fyrir 2005 og tvöfald- ist í þijár milljónir fyrir 2010. „í Kína eru 300 milljónir hugsan- legra bílaaeigenda," segir kínverskt dagblað, „og landið er eini óhagnýtti bílamarkaðurinn í heiminum." Volkswagen tók fljótt við sér og framleiða fjölskyldubíla í tveimur borgum. Almennt er talið að VW hafí forystuna á markaðnum í Kína. ffffffffTfTffTfffffffrffffTffffm Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. ESAB Allt til rafsuðu HEÐINN VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 91-624260 wml Miðstöðvardælur Hagstætt ver6 SINDRI - sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 562 72 22 CASIO® Sjóðsvél Á góðu verði mM- SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVÍK - SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 aL/O 51 % meiri hagnaður Lufthansa Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa hefur náð mikilvægum áfanga í þeirri við- leitni sinni að skila hagnaði á þessu ári, þar eð tekjur félagsins jukust um 51% á þriðja ársfjórðungi eftir róttæka endurskipulagningu i því skyni að treysta stöðu þess. Tekjur Lufthansa fyrir skatta juk- ust í 220 milljónir marka á ársfjórð- ungnum úr 145 milljónum marka ári áður. Tekjur félagsins fyrstu níu mánuðum ársins fyrir skatta námu 325 milljónum marka miðað við 76 milljóna marka tap ári áður. Því kveðst félagið geta hafið greiðslu arðs af hlutabréfum á ný. í síðasta mánuði kom Lufthansa á fót víðtækasta farþegaflugneti heims með bandalagi við Thai Airwa- ys Intemational, sem tengir Suðaust- ur-Asíu við Evrópu og N-Ameríku vegna samstarfs Lufthansa við bandaríska flugfélagið United Airli- nes. Framleiðni hefur aukizt um 17% fyrstu níu mánuði ársins og tekjur af flugrekstrinum um 8.1% í 10.6 milljarða marka. Farþegum Lufthansa fyrstu níu mánuðina flölgaði um 2.9% í 22 millj- ónir og frakt jókst um 20% í 908,300 tonn. Hlutabréf í félaginu hækkuðu í rúmlega 200 mörk á ný í vikunni. ♦ ♦ ♦ Hagnaður Astra eykst um 25% Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI lyflaframleiðandinn Astra jók hagnað sinn fyrir skatta um 25% á fyrstu níu mánuðum ársins og spáir áframhaldandi gróða. Tekjur Astra fyrir skatta námu 7.21 milljarði s. kr. miðað við 5.78 milljarða á sama tíma 1993. Sala jókst einnig um 25%, í 20.06 millj- arða s.kr. Salan óx í flestum löndum og markaðshlutdeild að sama skapi. Sala á magasárslyfinu Losec — „flaggskipi fyrirtækisins" og einu söluhæsta efni heims — jókst um 36% í 6.88 milljarða s.kr. Ef talin er með sala samkvæmt leyfi, aðallega í Bandaríkjunum, á Ítalíu og Spáni, nam sala á Losec samtals 12.9 milljörðum s.kr. og hafði aukizt úr 9.1 milljarð s.kr. miðað við sama tíma 1993. í Þýzkalandi jókst sala Astra um 22% og í Bretlandi um 38%. Á Ítalíu jókst salan um tæp 90%. A-hlutabréf Astra hækkuðu um tvær s.kr. í 194.5 s. kr. þegar niður- stöðurnar voru birtar. -»■ ♦ ♦■■■ Minni hagnaður hjá Shell i i í i i í London. Reuter. HELDUR minni hagnaður varð á þriðja ársfjórðungi hjá Anglo-Dutch- olíurisanum Royal Dutch/Shell Gro- up en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjur lækkuðu í 853 milljónir punda úr 861 milljón punda. Annað eignarhaldsfyrirtæki fé- lagsins, Royal Dutch Petroleum Co, fær 60% hlutabréfahagnaðar, en hitt, Shell Transport & Trading Co, fær 40%. Hlutabréf í Royal Dutch NV lækk- uðu um hér um bil 2% þegar tölurn- ar voru birtar í 188.10 gyllini í kaup- höllinni í Amsterdam, en hlutabréf í Shell Transport & Trading lækkuðu um 7 pens í 705 í kauphöllinni í London. Sérfræðingar höfðu spáð 758-980 millj. punda nettóhagnaði. „Tölurnar valda vonbrigðum, þar sem ástandið í greininni er betra en menn hafa þorað að vona, einkum hjá Exxon and BP,“ sagði kunnur olíusérfræðingur. I i h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.