Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 15 VIÐSKIPTI SAMKEPPNÍSSTAÐA ATVINNUGREINA 1990-94 Vísitala 112- 110- 108 - 106 104 102 - 100- 98 96- 94 92 Sjávarútvegur 1979 = 100 101,0 +2,2% 1990 1991 1992 1993 1994 Vísitala Utflutningsiðnaður 100------------------- 98 -----------1979 = 100 96-------j----------- 94------------------- 92 90 88 86 84 82 80 87,8 +3,4% 1990 1991 1992 1993 1994 Samkeppni Staða iðnaðar batnar enn STAÐA innlendra atvinnugreina hefur batnað frá síðasta ári samkvæmt vísitölu samkeppnisstöðu sem mælir ytri verðskilyrði innlendra atvinnu- greina. í nóvemberhefti Hagtalna mánaðarins segir að vísitalan sé á marg- an hátt betri mælikvarði á samkeppnisstöðu innlendra atvinnugreina en raungengið þar sem tekið er sérstakt tillit til þróunar viðskiptakjara og framleiðni í hverri atvinnugrein fyrir sig. í vísitölu samkeppnisstöðu er hvorki tekið tillit til ijármagnskostnaðar, breytinga á eftirspurn sem ekki koma fram í framleiðni eða afurðaverðum greinanna né beinna eða óbeinna skatta og er því ekki um að ræða afkomumælingar sem slíkar. Verður Lubbers leiðtogi OECD? París. Reuter. RUUD LUBBERS fyrrum forsætis- ráðherra Hollands er efstur á lista með nöfnum nokkurra manna, sem eru taldir koma til greina í emb- ætti næsta forstöðumanns Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, þótt þeir hafi ekki opinberlega gef- ið kost á sér, að sögn International Herald Tribune. Að sögn utanríkisráðherra Hol- lands, Hans van Mierlo, er Lubbers fáanlegur til þess að taka við emb- ættinu af Frakkanum Jean-Claude Paye, en starfstíma hans lauk 30. september. Mierlo sagði hins vegar að hollenzka stjórnin beitti sér ekki fyrir því að Lubbers yrði valinn. Aðildarríkjum OECD hefur ekki tekizt að ná samkomulagi um annan tveggja opinberra frambjóðenda: Paye eða fyrrverandi leiðtoga Fijálslynda flokksins í Kanada, Donald Johnston. Aðrir þeir sem koma til greina að sögn Tribune eru Henning Chri- stophersen, fráfarandi fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, Hisashi Owada, sendi- herra Japans hjá Sameinuðu þjóð- unum, og fyrrverandi fjármálaráð- herra Spánar, Carlos Solchago. Sænski sendiherrann Staffan Sohlman gegnir starfi forstöðu- manns þar til fnýr verður valinn í síðasta lagi 30. nóvember. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er samkeppnisstaða sjávarút- vegs talin batna á þessu ári eftir að hafa farið versnandi í tvö ár þar á undan. í Hagtölum mánaðarins segir að samdrátt síðustu ára megi að mestu rekja til kvótaskerðingar og lækkandi afurðaverðs. Á þessu ári sé hins vegar gert ráð fyrir að afurðaverð sjávarútvegs í erlendri mynt verði nánast óbreytt, sem valdi hækkandi verði í krónum vegna lækkunar á gengi krónunnar. Þá komi lækkandi olíuverð í erlendri mynt og miklar veiðar á íjarmiðum sjávarútvegnum mjög til góða. Á móti hafi önnur erlend aðföng hækkað í verði vegna erlendra verð- hækkana og lækkandi gengis krón- unnar. Bati annað árið í röð Á myndinni sést ennfremur að samkeppnisstaða útflutningsiðnaðar svo og samkeppnisiðnaðar batnar annað árið í röð. Hjá útflutningsiðn- aði, sem er án áls, vegur þyngst aukin erlend eftirspurn vegna batn- andi árferðis í heimsbúskapnum og hækkandi afurðaverð í kjölfar þess eins og segir í Hagtölum mánaðarins. Vísitala samkeppnisstöðu sam- keppnisiðnaðar er mjög skyld raun- genginu þar sem staða samkeppnis- iðnaðar er mjög háð afstöðu inn- lends neysluverðlags og innflutn- ingsverðlags. „Á þessu ári er gert ráð fyrir að samkeppnisstaða sam- keppnisiðnaðar batni nokkuð frá fyrra ári, en það ræðst að mestu af minni hækkun innanlends verð- lags en innflutningsverðlags," segir í Hagtölunum. Vanmetinn bati í Hagtölum mánaðarins segir ennfremur að þar sem vísitala sam- keppnisstöðu taki ekki tillit til beinna og óbeinna skatta og íjár- magnskostnaðar megi gera ráð fyr- ir að batnandi staða innlendra at- vinnugreina frá síðasta ári, sem birt- ist í vísitölunni, sé vanmetin að ein- hverju leyti. Lækkandi vextir, af- nám aðstöðugjalds og lægri toílar í kjölfar EES-samningsins hafi bætt stöðu innlendra atvinnugreina og skapað þeim mörg tækifæri sem enn eigi eftir að vinna úr. Wrndows grunnnámskeið mmíM TölvtP og verkfræöiþiónustan u- og verkfræöiþjói Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Stjórnunarfélag islands Námsstefnur með dr. Frits van den Berg Hollenski fyrirlesarinn Dr. Frits van den Berg mun fjalla um athyglisverð efni í stjórnun á námsstefnum Stjórnunarfélags íslands sem fram fara á Hótel Loftleiðum í þessari viku. 16. nóvember kl. 9-17 - Samníngsstjórnun - Contract Management Samningsstjórnun er talin vera sú aðferð sem algengust verði í rekstri fyrirtækja á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hér njótum við reynslu Hollendingar á þessu sviði. 18. nóvember - Stjórnun breytinga - Management of Change Dr. Frits van den Berg er Hollendingur með víð- tæka menntun og reynslu á sviði vísinda og viðskipta. Hann hefur meistaragráðu í stærð- fræði og doktorsgráðu í viðskiptafræði með upp- lýsingatækni sem sér- grein. Dr. van den Berg hefur starfað sem ráð- gjafi og fræðimaður á sínu sérsviði síðan1968 m.a. fyrir ráðuneyti fjár- mála og samgöngumála í sínu heimaiandi. Auk þess hefur hann starfað sem stjórnunarráðgjafi I öðrum löndum. Á þessar námsstefnu verður lýst hvernig hin mismunandi breytingaferli virka á starfssemi fyrirtækja. 1. Breytingar með nýju skipuriti.Stefnumótum og upplýsingaflæði því samfara. 2. Breytingar vegna breyttra eignahlutfalla i fyrirtækjum. 3. Breytingar sem verða til með aukinní þekkingu starfsmanna. / Stj óriiunarfélag Islands veitir allar nánari upplýsingar og tekur við skráningum í síma 621066. FIAT PUNTO BÍLL ÁRSINS í DANMÖRKU Nýlega var tilkynnt um val bílablaðamanna í Danmörku á bíl ársins 1995 þar í landi. Úrslit urðu þau, að FIAT PUNTO varð afgerandi sigurvegari með 172 stig. Næst á eftir komu VW Polo með 152 stig, Renault Laguna 99 stig, Opel Omega 87 stig og Mazda 323 65 stig. Þau atriði, sem helst eru talin hafa ráðið úrslitum um valið, eru: Einstaklega góðir og öruggir aksturseiginleikar, rúmgott farþegarými og síðast en ekki síst mikið árekstraröryggi, en FIAT PUNTO hefur komið einstaklega vel út úr árekstrarprófunum víða um lönd. Þann árangur má þakka vel hönnuðu farþegarými og meiri öryggisbúnaði en venjulega er í bílum í þessum stærðarflokki. FIAT PUNTO fæst nú á ákaflega hagstæöu veröi, frá kr. 945.000. * Ef þig vantar öruggan, rúmgóöan og skemmtilegan bíl, = þá er FIAT PUNTO svariö. Til afgreiðslu strax - Komiö og reynsluakið. ITALSKIR BILAR HF. Skelfunnl 17 «108 Reykjavík • sfmi (91) 887620 ----------------------------1----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.