Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Svíar samþykkja aðild að Evrópusambandinu Baráttan gegn atvinnuleysi réð úrslitum - sagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra Stokkhólmi. Reuter. „BARÁTTAN gegn atvinnuleysi og fyrir friði og lýðræði hefur ráðið úrslitum,‘, sagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar eftir að meirihluti sænskra kjósenda hafði samþykkt aðild Svía að Evrópusam- bandinu (ESB) í fyrrakvöld. 2,79 milljónir Svía eða 52,2% greiddu atkvæði með aðild en 2,52 milljónir eða 46,9% sögðu nei og 48.179 manns skiluðu auðu. Mikill meiri- hluti íbúa dreifbýlishéraða, einkum norðan heimskautsbaugs, var and- vígur aðild en stuðningsmenn í stóru borgunum vógu það upp. „Blað hefur verið brotið í sænskri sögu. Þetta er mikilvægasta ákvörðun sem sænska þjóðin hefur tekið eftir stríð,“ sagði Ánita Grad- in, fulltrúi Svíþjóðar í framkvæmda- stjóm ESB þegar úrslitin lágu fyrir á sunnudagskvöldið. Niðurstöðunni fagnað Sænskir fjölmiðlar fögnuðu nið- urstöðunni og sögðu að Svíar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að efna- hagslegur ávinningur af aðilð væri meiri en óttinn við að glata sjálfsá- kvörðunarrétti í hendur höfuðstöðv- anna í Brussel. Meirihluti Svía varð við þeirri áskorun stjómmálaleiðtoga og at- vinnurekenda að s^mþykkja aðild og lagði trúnað á þær fullyrðingar að nei við aðild myndi hafa í för með sér einangrun, minni fjárfest- ingar og aukið atvinnuleysi. „Hin nýja Svíþjóð" stóð í risafyr- irsögn á forsíðu Aftonbladet sem fylgir jafnaðarmönnum að málum. „Svíar þorðu að taka stökkið," sagði blaðið og birti mynd af ljóni stökkva í gegnum gjörð inn í ESB. „Við vildum ekki vera utangátta. Við eru alþjóðlega sinnaðir," bætti blaðið við. Samkvæmt könnun sem Afton- bladet gerði meðal 100 stærstu fyr- irtækja Svíþjóðar og birti í gær, sögðust 68% fyrirtækjanna ráða fleira fólk til vinnu samþykktu Svíar aðild að ESB í þjóðaratkvæðinu. Úrslitin tákna að Svíar fá aðild að ESB 1. janúar næstkomandi ásamt Austurríkismönnum og Finn- um en það ræðst 28. nóvember Ingvar Carlsson greiðir aðild að ESB atkvæði. hvort Norðmenn verða einnig í þeim hópj. Úrslitin í þjóðaratkvæðinu í Sví- þjóð þykja auka líkur á að Norð- menn samþykki einnig aðild. „Margir Norðmenn munu líta til úrslitanna í Svíþjóð og komast að þeirri niðurstöðu að nei myndi þýða að þeir yrðu einir og yfirgefnir utan sambandsins," sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Nor- egs í gær. Carl Bildt fyrrverandi forsætis- ráðherra tók höndum saman við Carlsson síðustu vikumar fyrir þjóðaratkvæðið og hvatti Svía til að samþykkja aðild. Lagði hann áher Ásakanir um hræðsluáróður Gudrun Schyman, sem var í fylk- ingarbijósti andstæðinga aðildar, var vonsvikin þegar niðurstaðan lá fyrir og sakaði sænsku stjórnina um að hafa beitt hræðsluáróðri til þess að vinna fylgi við aðild. „Þeir sögðu að vextir myndu hækka og grípa þyrfti til mikils niðurskurðar ríkisútgjalda ef aðildin yrði felld. Það hefur auðvitað áhrif á venju- legt fólk sem á í erfiðleikum með að standa skil á húsakaupalánum," sagði hún. STUÐNINGSMENN ESB-aðild- ar í Stokkhólmi fögnuðu niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar í Svíþjóð þegar úrslit lágu fyrir á sunnudagskvöld. Meiri- hluti Svía varð við þeirri áskor- un stjórnmálaleiðtoga og at- Fagna sigri vinnurekenda að styðja aðild og tók mark á því að nei myndi hafa í för með sér einangrun, minni fjárfestingar og aukið at- Reuter vinnuleysi. Á lokasprettinum komst meirihlutinn að þeirri nið- urstöðu að efnahagslegur ávinn- ingur af aðild væri meiri en ótt- inn við að glata sjálfsákvörðun- arrétti í hendur höfuðstöðvanna í Brussel. Andstæðingar og stuðningsmenn ESB hittast í Tromsö Umræðurnar ofsafengnar og til finningarnar heitar Tromsö. Morgunblaðið. TROMSO var í gær brennidepill norsku ESB-umræðunnar, þegar bæði andstæðingar og fylgjendur aðildar vöktu athygli á málstað sín- um og notuðu sér athyglina, sem Norðurlandaráðsfundurinn hlýtur, auk þess sem að stórfundur var haldinn í bænum í gær, þar sem mættu Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra og aðrir stjórnmála- menn. Hér sprönguðu um götur sam- an í búningum sínum, sjómenn og fylgjendur í rauðum göllum og um- ræðurnar voru bæði háværar og til- finningaþrungnar. Allan daginn í gær stóð útifundur andstæðinga á aðaltorgi bæjarins, sem er við höfnina. Þar lágu fiskibát- arnir fyrir akkerum, því sjómennirn- ir höfðu ákveðið að taka þátt í mót- mælunum. Á þá voru strengdir borð- ar, þar sem á stóð letrað „Nei gegn ESB“ og „Já við fiskinum en nei gegn ESB“. Andstæðingar voru mun meira áberandi en fylgjendur, þrátt fyrir að þeir bæru rauða galla sem á stóð: „Já við ESB - nei gegn ein- angrun". Orðum sínum til áherslu höfðu stuðningsmenn aðildar komið upp þriggja metra háum múr, sem þeir sprengdu í loft upp á táknrænan hátt síðdegis. Heimagerð slagorð voru hugmyndarík, eins og: „ESB er sagan um nýju fötin keisarans." Á söluborðum við torgið voru rússn- eskir ferðamenn, sem seldu rússn- eska minjagripi og samar, sem seldu hreindýrapyslur. Vilja segja sig úr lögum við S-Noreg Á einu borði var verið að safna undirskriftum og fjárframlögum til stuðnings því að Norður-Noregur segði sig úr lögum við Suður-Noreg, þegar landið gengi i ESB. Forsp- rakki söfnunarinnac sagði hvetjum sem heyra vildi að Norður-Noregur væri fjórða ríkasta svæði Evrópu og að engin ástæða væri til að Norður- Noregur héldi suðurhlutanum uppi. Þegar tvær ungar stúlkur í rauðum göllum stuðningsmanna ESB nál- guðust hvessti hann sig við þær og kallaði þær „pabbastelpur", sem skorti lífsreynslu til að vita um hvað þær töluðu. Annar andstæðingur slóst í hópinn, sagðist hafa unnið frá tólf ára aldri og nú ætlaði ESB að gleypa Noreg. Þar sem hóparnir tóku tal saman virtist iðulega liggja við handalögmálum. Ekki hlustað á menntamenn Það er enginn efi á að hvorki í Finnlandi né í Svíþjóð hafa ESB- umræðurnar verið neitt nálægt því jafn háværar og í Noregi og rök- semdir andstæðinganna hafa á tíð- um verið hinar furðulegustu. Fyrir helgi ákvað Karl Glad framkvæmda- stjóri samtaka atvinnuveganna að hætta að taka þátt í umræðum, en hann hefur verið einn helsti formæ- landi ESB-aðildar. Það hlustaði hvort eð er enginn á hann og and- stæðingarnir sneru út úr því sem hann segði, en í staðinn bað hann þá, sem frekar næðu eyrum almenn- ings, að beita sér af krafti. Með þessum orðum dró Glad athyglina að því að ESB-umræðumar hafa verið birtingarmynd norsks menn- ingarlífs að því leyti að menntafólk og pólitískir frammámenn ná ekki eyrum almennings. Norskablaðið VG velti fyrir sér áhrifum jáyrðis Svía á ákvörðun Norðmanna í 14 síðna umfjöllun Nær sænski sveip- urinn til Noregs? Tromsö. Ósló. Morgunblaðið. Reuter. NORÐMENN hafa vart rætt um annað undanfama daga en hver yrðu áhrif þess að Svíar samþykktu aðild að Evrópusam- bandinu. Fyrir- bærið hefur verið nefnt „svenskesu- get“, sem þýða mætti sem „sænski sveipur- inn“ vísar til þess hvort sænskt já hrífí Norðmenn með sér. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Norðmanna sagði eftir niðurstöðurnar að eflaust hefðu margir Norðmenn beðið sænska svarsins, sem væri gleðilegt, en breytti ekki boðskap hennar um aðild Norðmanna. Almennt hefur verið álitið að vonlaust væri að Norðmenn samþykktu aðild, ef Svíar höfnuðu henni, en að sænsk aðild myndi auka líkurnar. Ljóst var Gro Harlem Brundtland var létt þegar niðurstöðumar lágu fyrir og sagði hún að niðurstaðan væri sögulegur sigur fyrir Svíþjóð og Norðurlöndin. Hún ráðlegði lönd- um sínum áfram að styðja ESB-aðild Norð- manna en lagði áherslu á að Norðmenn veldu það sem þeir teldu að væri þeim fyrir bestu, ekki vegna þess að Svíar hefðu sam- þykkt aðild. „Það sem skiptir mestu máli er hvar Noregur á heima, ekki hvert og eitt smáatriði.“ Flestir Norðmenn eru á því að ef Svíar hefðu sagt nei, hefðu norskir stuðningsmenn ESB-aðildar varla átt sér viðreisnar von. Nú er búist við að sænska niðurstaðan hleypi auknu fjöri og hörku í norsku umræðurnar, sem fyrir hafa verið þær mögnuðustu, miðað við finnsku og sænsku umræðurnar. í Sví- þjóð voru það þéttbýlissvæðin í kringum Stokkhólm og Málmey, sem drógu landið inn og búist er við að sama skipting komi í ljós í Noregi, nefnilega andstaða dreifbýlis og þéttbýlis. Vorkenna Svíum Anne Enger Lahnstein, formaður Mið- flokksins, sem er í forystusveit ESB-and- stæðinga, sagðist í gær telja að Norðmenn myndu hafna samningnum þrátt fyrir að Svíar hefðu samþykkt hann. „Nú taka við tvær erfiðar vikur, sem munu einkennast af hræðsluáróðri, hótunum og gylliboðum. Það verða allir að búa sig undir. Ég tel að ef allir standa fastir á sínu, munum við vinna sigur enn á ný.“ Lahnstein sagðist hafa búist við því að Svíar myndu samþykkja aðild og að hún væri í raun fegin því að niðurstaða þeirra væri fengin. Norðmenn mættu hins vegar ekki láta Svía taka ákvörðun fyrir sig. Evrópusambandið yrði ekki lýðræðislegra þótt Svíar gengju í það. Kristen Nygaard, formaður hreyfingar ESB-andstæðinga, kvaðst í gær vorkenna Svíum. Sænska þjóðin væri klofin 'og að klofningurinn myndi aukast með hveijum þeim degi sem Svíþjóð væri í ESB. Margir ESB-andstæðingar telja að nú muni fylgismenn samningsins auka mjög áróður sinn. Segir Erik Solheim, formaður Sósíalistaflokkins, að þess sé nú að vænta að ESB-fylgismenn muni nú leggja mikið fé í auglýsingaherferð, sem muni einna helst minna á kosningaáróður í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.