Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 21 Svartir dúkar MYNDLIST Gallcrí Úmbra DÚKRISTUR HÖSKULDUR HARRI GYLFASON Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 16. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞEIR miðlar, sem standa lista- fólki til boða til að móta sína listsýn með hafa sennilega aldrei verið fjöl- breyttari en síðustu ár, og möguleik- arnir aukast stöðugt, í réttu hlut- falli við þá tækniþróun, sem ryður veginn á öllum sviðum. Það er nán- ast sama hvar er borið niður; stöð- ugt er verið að þróa fullkomnari liti fyrir málaralistina, myndhöggvarar nýta ólíklegustu efni í verkum sín- um, þanþol byggingaefna er slíkt að hús virðast rísa án nokkurrar þyngdar, og samruni ljósmynda- gerðar og nýjustu tölvutækni gerir að verkum að nú er engin leið að trúa sannleiksgildi ljósmyndarinnar lengur. Bandaríska listakonan Jenny Holzer (en textaverk hennar hafa til skamms tíma hangið á Mokka) sagði eitt sitt í tilefni þessara breyt- inga, sem m.a. hafa gert hennar list mögulega: „Miðillinn er málið!“ Viðbrögð listamanna við þróuninni eru hins vegar afar mismunandi, og áberandi stór hópur hefur að mestu snúið frá flókinni tækninni; fágað handverk hefur verið hafíð til vegs á ný, og almenn, sígild efni höfð í fýrirrúmi. í grafíkinni er dúkristan án efa einfaldasta vinnuaðferðin, enda oft notuð til að kynna bömum og ungl- ingum grunnatriði miðilsins. Þó flestir grafíklistamenn leiti með tím- anum til annarra efna, koma marg- ir þeirra aftur til dúksins öðru hvom, líkt og til að endumýja fyrri kynni og endurnærast við upphafið. Höskuldur Harri Gylfason er ung- ur að ámm, en á þessari fjórðu einkasýningu sinni heldur hann sig við dúkristuna, og þrykkir allar fimmtán myndirnar í svörtu. Þessar smáu myndir em allar unnar á þessu ári, mótaðar grófum dráttum og ristar af krafti. Höskuldur Harri fyllir litla fletina af sterklega mót- uðum formum, hvort sem um er að ræða nakta hamra náttúmnnar (nr. 1, 3 og 12), eða hversdaglega hluti nánasta umhverfis, t.d kaffikönnu eða leikföng (nr. 9 og 6). Það sem helst vekur athygli í þessum dúkristum er líflegar sam- setningar, eins og t.d. í „Sólbað“ (nr. 5) og „Kona án hatts“ (nr. 13); listamaðurinn beitir einnig oft nokkuð þröngu sjónarhorni til að nálgast myndefnið, eins og sést t.d. í „Stóll í þröngu skarði" (nr. 11) og „Hjólið hennar Nínu“ (nr. 6). Það skín mikil gleði út úr þessum leik í fletinum, og sú ánægja smitar út frá sér til áhorfandans. Þannig má segja að þó Höskuldur Harri hafi kosið að vinna einungis með svörtu í þessum grafíkmyndum, þá er bjart'yfir þeim, sem mætti taka sem ágæta vísbendingu um að þrátt fyrir allt er það ekki miðillinn sem er málið (svo vísað sé til orða Jenny Holzer hér að framan), heldur hvemig honum er beitt við að koma því til skila, sem listamaðurinn hef- ur að miðla öðrum. Eiríkur Þorláksson OTEMJA LEIKUST Vcrzlunarskðli íslands LEIKFÉLAGIÐ „ALLT MILLI HIMINS OGJARÐAR" Equus eftir Peter Shaffer. Leik- sljóri: Vigdls Jakobsdóttir. Aðalleik- arar: Bragi Hafþórsson, Kristinn Bjamason, Þórunn Clausen, Guðleif- ur Kristjánsson, Björg Guðjónsdóttir. Hátíðasal Verzlunarskóla Islands. Fimmtudagur 10. nóvember. EITT verður ekki af leikfélaginu „Allt milli himins og jarðar" skafið. Þau hafa metnað í verkefnavali. í fyrra settu þau upp leikrit eftir Ten- nessee Williams og nú hefur Equus eftir Peter Shaffer orðið fyrir valinu. Þetta leikrit fjallar á áhrifaríkan hátt um geðveikan ungan dreng og tilvistarkreppu geðlæknisins sem hefur hann í sinni umsjá. Skólaleikfélögum er nokkur vandi á höndum í verkefnavali. Krafa dagsins hjá stærstu framhaldsskól- um höfuðborgarsvæðisins virðist vera sú að setja upp á hveijum vetri „eitt stykki sem gengur", söngleik eða ærslaleik og jafnvel að auki eitt „alvarlegt stykki“, svona sem nokk- urs konar gáfumannafjöður í hatt- inn. En hér sem á öðrum sviðum er kapp best með forsjá. Flest leikrit eru þannig að þau eiga ágæti sitt mest undir hnökralausri sviðsetn- ingu og innlifun þjálfaðra leikara. Listamenn leikhússins umskapa inn- tak slíkra verka með galdri sínum, frelsa orðin af síðunni og færa áhorf- endum svo þeir finni samsafnaðan sannleik þeirra erta hörundið ekki síður en heilasellurnar. Forsenda þess að þetta takist er, auk með- fæddra hæfileika, þrotlaus þjálfun, ögun og innsæið sem verður þegar vanþekking víkur fyrir þekkingu. Þetta tekur sinn tíma, dijúgan tíma. Um þessar lendur er ekki hægt að stytta sér leið. Equus er krefjandi leikrit. Þar er lýst meðal annars mæðu miðaldra fólks. Unga fólkið sem stendur að Equusi þekkir sem betur fer ekki þessa mæðu. Það er auðsjáanlega forvitið um tilveruna og þátt leiklist- arinnar í henni. Þeirri forvitni hefði verið betur svalað einfaldlega með því að lesa þetta leikrit en velja viða- minna verk til flutnings. 1 þessu felst enginn áfellisdómur. I leikfélag- inu „Allt milli himins og jarðar“ er bráðefnilegt fólk. En í Verzlunarskó- lanum eru gerðar miklar kröfur til nemenda ekki síst hvað viðvíkur tíma. Nemendur vita að ástundun leiðir til árangurs. Það þarf vanan knapa til að sitja vakran hest. Guðbrandur Gíslason. Skólavörðustíg 10 sími 611300 J Handunnir J silfur og \ gull " * skartgripir. LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs frumsýndi s.l. laugardag „Hér stóð bær“ í Valaskjálf. Hér stóð bær sýnt á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. LEIKFELAG Fljótsdalshéraðs frumsýndi s.l. laugardagskvöld söngskemmtunina Hér stóð bær, í Félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Á söngskránni eru Iög sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum tíma og einnig eru leikþættir eftir Arndísi Þorvalds- dóttur fléttaðir í kringum lögin. Fréttaritari átti þess kost að fylgj- ast með hluta æfingar og varð þess var að hér er á ferðinni mik- ill gleðileikur, fullur af fjöri og skemmtun. Leikþættirnir eru vel og skemmtilega skrifaðir og draga fram stemmningu síns tíma, blandaðir hárfínni kímni. Bella símamær, Bjössi á mjólkurbílnum, kaupakonan hans Gísla í Gröf og Lundúnuni. Morgunblaðið. SAMSÝNING tólf íslenskra myndlistarmanna í hinum virta Bankside-sýningarsal í Lundúnum var opnuð að viðstöddu fjölmenni í vikunni. Bankside er í eigu Hins konunglega félags vatnslitamálara en Karólína Lárusdóttir, einn lista- mannanna sem tekur þátt í sýning- unni, tilheyrir þeim félagsskap. Auk hennar eiga myndir á sýningunni Steinunn Þórarinsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Eiríkur Smith, Þórður Hall, Jón Reykdal, Guðjón Ketilsson, Valgarður Gunnarsson, Kjartan Guðjónsson, Lísbet Sveinsdóttir, Harpa Björnsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Það var hinn kunni útvarpsmaður Magnús Magnússon sem opnaði sýn- inguna. í máli sínu gerði hann góðan róm að landkynningarátakinu 50 Northern Light Years, sem staðið hefur yfir á þessu ári og sagði það vera gott dæmi um hvernig menn- ingar- og listviðburðir gætu verið Lóa litla á Brú verða ljóslifandi á sviðinu. Bjössi daðrar við Lóu litlu og gefur Bellu símamær silki- sokka um leið og hann bíður henni á ball. Og allir elska þeir kaupa- konuna hans Gísla. Margir söngvarar koma fram, Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Ingibjörg Inga- dóttir, Margrét Þórarinsdóttir sem er kornung og stórefnileg söngkona, auk fleiri. Hljóðfæra- leikur er í höndum stórsveitarinn- ar EB-sextettinn, sem er skipaður Einari Braga Bragasyni, Árna ísleifs, Emil Guðmundssyni og hljómsveitinni Austurland að Glettingi, en hana skipa Björn Hallgrímsson, Björgvin Bjarna- son og Valgeir Skúlason. hvati aukinna viðskipta og sam- skipta milli þjóða. Fjölmennt á Bíódögum Við opnunina tók Tómas Tómas- son, bassasöngvari, iagið og jafn- framt var boðið upp á íslenska sjáv- arrétti sem Sigurður Hall matreiddi en íslenskar sjávarafurðir eru meðal styrktaraðila sýningarinnar. Síðar um kvöldið voru Bíódagar, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, frum- sýndir og komust færri að en vildu á þær tvær sýningar sem á boðstól- um voru í National Film Theatre. Fyrr í vikunni opnaði Sjöfn Har- aldsdóttir einkasýningu í Crypt-gall- eríinu við Trafalgar Square en að undanförnu hefur verið boðið upp á matvælakynningar, íslensk ljóða- og bókmenntakvöld, tónleika og fyrir- lestra undir merkjum 50 Northern Light Years en átakinu lýkur um næstu áramót. Styrktar- tónleikar Caritas fyr- ir krabba- meinssjúk börn SUNNUDAGINN 20. nóvem- ber stendur Caritas á íslandi fyrir tónleikum til styrktar samtökum krabbameins- sjúkra barna. Tónleikarnir verða haldnir í Kristskirkju, Landakoti, og heijast kl. 17. Leikin verða verk eftir Mozart, Vivaldi, Bach, Pac- helbel og fleiri. Flytjendur eru fiðluleikararnir Zbigniew Du- bik, Andrzej Kleina og Szym- on Kuran; Ulrik Ólason orgel- leikari; Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Blásara- kvintett Reykjavíkur ásamt félögum; Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari; söngkon- urnar Margrét Bóasdóttir sópran og Alina Dubik alt; Sigurður I. Snorrason klarí- nettuleikari og Chalumeau- tríóið. Auk þess koma fram nokkrir efnilegir tónlistar- nemar. Caritas starfar innan róm- versk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugusta líknarstofnun heims. Sérstök áhersla er lögð á líknarstarfsemi í heimalandi hverrar deildar. Á Norðurlöndum fylgist Caritas t.d. vel með málefnum flótta- manna og reynir að gæta réttar þeirra. íslandsdeild Caritas hefur staðið fyrir fjár- söfnunum á aðventu og lönguföstu um árabil. Meðal þeirra sem notið hafa góðs af söfnuninni er unglinga- heimilið Tindar og meðferðar- heimilið á Torfastöðum. Tónleikar Guðrúnar og Önnu Guðnýj- ar falla niður TÓNLEIKAR Guðrúnar Birg- isdóttur flautuleikara og Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara, í tón- leikaröð FÍH sem halda átti í kvöld kl. 20.30 falla niður vegna veikinda. Nýttog betra smjörlíki á afmælistilboöi um land alitl Islensk sam- sýning í Bankside HÁSKÓLIÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Útflutningur: Fjármögnun og trygging fyrir greiöslum Þátttakendur: Þeir, sem hefja vilja útflutn- ing eða hafa stundað hann í smáum stíl. Námskeiðið er einnig opið öðrum sem áhuga hafa. Efni: Grundvallaratriði við fjármögnun útflutnings. Hvað ber að hafa í huga svo kostnaður verði sem lægstur og áhættan ásættanleg fyrir útflytjandann? Alþjóðlegir söluskilmálar, mismunandi greiðslukjör, hvernig draga má úr gengisáhættu, útflutn- ingstryggingar.og samskipti kaupanda og seljanda. Leiðbeinendur: Halldór S. Magnússon, Eggert Ágúst Sverrisson, Steinþór Pálsson, allir hjá íslandsbanka, Agnar Kofoed- Hansen hjá Verslunarráði íslands, Haukur Björnsson hjá Útflutningsráði (slands og Finnur Sveinbjörnsson hjá viðskipta- ráðuneytinu. Tími: 22.-24. nóvember kl. 16.00-19.00. Verð: 7.500 kr. Skráning í síma 694940. Fax 694080. Upplýsingasímar 694923, -24 og -25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.