Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ 5% staðgreiðsluafslátlur. Bílver sf., SmÍðjuvegÍ 60, SÍmÍ 46350. Raðgreiðslur (M) W vx^ Qilver sf. VETRARSKOÐUN Markviss og ítarleg vetrarskoðun kr. 6.500. Vönduð þjónusta í 14 ár. — Allar gerðir fólksbíla. Látið fagmenn vinna verkin. Arkítekt SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík hefur gefið út fyrsta geisladisk sinn. Af því tilefni verða haldnir tónleikar til að kynna lögin á diskinum, en hann hefur hlotið nafnið Kveðja heimanað. Fyrstu tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 17. nóvem- ber í Seltjamarneskirkju kl. 20.30, laugardaginn 19. nóvem- ber verður sveitin í Keflavíkur- kirkju kl. 17 og sunnudaginn 20. nóvember verða tónleikarn- ir endurteknir í Aratungu kl. 16 og í Selfosskirkju kl. 20.30. A diskinum eru 20 lög, hvort- Kveðja heimanað tveggja nýjar upptökur og eldri upptökur af áður útkomnum plötum sveitarinnar. Titillagið Kveðja heimanað er eftir söng- stjórann Björgvin Þ. Valdimars- son, en textinn er eftir Jón frá Ljárskógum. Annað lagið á diskinum er einnig eftir söng- stjórann, Undir dalanna sól, en textinn við það er eftir Hallgrím Jónsson frá Ljárskógum, bróð- ur Jóns og ræðir hann þar um Breiðafjarðardali þar sem Hall- grímur ól allan sinn aldur. Einsöngvarar sem koma fram með söngsveitinni á þessum geisladiski eru Guðmundur Sig- urðsson, Oskar Pétursson, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, Halla S. Jón- asdóttir, Guðbjörn Guðbjörns- son og Kristinn Sigmundsson. Undirleikari á tónleikunum verður Vilhelmína Ólafsdóttir og söngstjóri Björgvin Þ. Valdi- marsson. BUBBI Morthens kemur á óvart á 3 heimum, enn og aftur. sem að mínu mati er klassísk perla og lag líklegt til að lifa um ókom- in ár. Samsöngur þeirra Bubba og KK í þessu lagi er líka eftir- minnilegur og fram settur með miklum ágætum. í fyrrnefnda lag- inu má hins vegar nefna skemmti- lega meðferð Eyþórs á melodiku og ágætt saxafónsóló Óskars Guð- jónssonar, þótt auðvitað mætti fara ofan í saumana á fleiri lögum með þessum hætti. En hér er að- eins nefnt brot af því sem gleður eyrað á þessari stórgóðu plötu Bubba Morthens og gildir hér svo sem oft áður, að hver og einn verður að upplifa og dæma fyrir sig. Sveinn Guðjónsson Bubbi lætur ekki deigan síga TÓNUST Illjómplata 3 HEIMAR BUBBA MORTHENS 3 heimar, lög og textar eftir Bubba Morthens. Söngur: Bubbi, aðrir hljóðfæraleikarar: Christian Falk trommur, slagverksforritun, bassi og gítar, Eyþór Gunnarsson hljómborð, melodika og raddir, Ellen Kristjáns- dóttir raddir, Kristján Kristjánsson söngur í einu lagi, Oskar Guðjónsson saxafónn í einu lagi, Þorsteinn Magn- ússon gítar í einu lagi, Gogo Moralez conga trommur í einu lagi. Stjórn upptöku: Christian Falk, Bubbi í einu lagi, Eyþór Gunnarsson í einu lagi. Útsetningar: Christian Falk, Eyþór Gunnarsson og Bubbi. Upptaka og hljóðblöndun: Oskar Páll Sveinsson. Skífan gefur út. 42,20 mín., 1.999 kr. ÞAÐ ÞARF mikla hæfileika og útsjónarsemi til að halda sér á toppnum árum saman, ekki síst á svo þröngum markaði sem ísland er. Bubba Morthens hefur tekist þetta betur en flestum öðrum, og segir það sína sögu um hversu fijór hann er í tónlistarsköpun sinni og textagerð. Þó má á öllum hans plötum finria ákveðinn sam- hljóm, ákveðið „Bubbaþel“, sem þekkja má á fyrstu tónunum og aldrei svíkur. Á nýrri plötu sinni, 3 heimar, tekst honum enn og aftur að koma á óvart, ekki endi- lega að hann sé eitthvað frum- legri en fyrr, heldur fyrst og fremst með samsetningu tónlistar- innar sem þar er boðið upp á. Á plötunni bregður nefnilega fyrir hinum ýmsum stefnum og straum- um: Rokki, rappi og regí og svo auðvitað ósviknu „Bubbapoppi", án þess þó að efnistökum sé klúðr- að í einhveiju rugli út og suður. Gamli, góði Bubbi er þarna alls staðar á bak við og bindur verkið saman í samstæða heild. Ef til vill eru þessir hæfileikar Bubba skýringin á velgengni hans í gegn- um árin, þótt vissulega megi einn- ig benda á góðar tónsmíðar í því sambandi og svo þá staðreynd, að maðurinn er frábær söngvari. Tæknilega séð er platan vel unnin og hljóðfæraleikarar eiga allir hrós skilið fyrir sitt framlag. Christian Falk, sem hljóðritaði „Frelsi til sölu“ með Bubba, ber hitann og þungann af hljóðritun þessarar plötu, ásamt Bubba og Eyþóri Gunnarssyni, og hefur samvinna þeirra félaga gengið dável upp. Eins og áður segir kennir ýmissa grasa á plötunni. Þarna er að finna ljúfar ballöður svo sem Bleikir þríhyrningar og Söngur kríunnar, létt og einfalt popplag með „ska-ívafi“, Brotin ioforð, sem mikið hefur heyrst á öldum ljósvakans að undanförnu. Þyngri undiröldu er hins vegar að finna í lögunum Hafið er rusla- kista hinna ríku og Loksins, ioks- ins þar sem Bubbi beitir ádeilu- forminu í textum sínum, sem hann raunar gerir einnig í rapplögunum Maður án tungumáls og Atvinnu- leysið er komið til að fara. í síðar- nefnda laginu þykir mér snjallt hvernig Bubbi notar gamla „fras- ann“ um Huldu, sem Haukur heit- inn frændi hans gerði ódauðlega í laginu „Hulda spann“ í ólíku samhengi hér um árið. Ég vil helst ekki gera upp á milli laganna á þessari plötu, en sem stendur eru í mestu uppáhaldi hjá mér lögin Sumar konur, sem er þægilegur blús í anda „Mo Better Blues“ og Söngur kríunnar, BOKMENNTIR Æ v i s a g a SAGA HALLDÓRU BRIEM KVEÐJA FRÁANNARRI STRÖND Eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Hörpuútgáfan, Reykjavik, 1994, 327 bls. HVER VAR Halldóra Briem kunna einhveijir að spyija? Það er að vonum því að hún var líklega fáum kunn hér heima nema skyldmennum sínum og Islendingum sem dvalist hafa í Stokkhólmi um eitt- hvert skeið. En hjá þessu fólki, svo og hjá sænskum vinum hennar var hún vissu- lega að góðu kunn: gáfuð kona, vel menntuð, gædd fjöl- þættum hæfileikum, traustur og mikið gjö- full vinur vina sinna, skemmtileg og lifandi og einstök hjálpar- hella íslenskra náms- manna í Stokkhólmi. Halldóra Briem var prestsdóttir sem sleit barnsskónum að mestu á Akranesi. Briem var hún í aðra ætt en Gudjohnsen í hina. Hún gekk í menntaskóla og lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild, önn- ur konan sem það gerði á íslandi. Snemma ákvað hún að verða arkítekt og sigldi til Svíþjóðar til náms í þeirri grein strax að loknu stúd- entsprófi. Arkítekt varð hún, fyrsta íslenska konan sem prófi lauk í þeirri grein. Hún giftist sænskum lækni, eignaðist með honum fimm börn. Hjóna- bandið var stormasamt á köflum, en maður hennar dó úr berklum á besta aldri. Hún var orðin ekkja um fimmtugt. Sem arkítekt vann hún góð og falleg verk. Hún ól upp börn sín, ræktaði sambönd sín við vini, kunningja og landa. Hún samdi lög og ljóð og virtist hafa yndi af að umgangast listafólk. Halldóra andaðist síðla á seinasta ári, áttræð að aldri. Saga þessarar merku og mikil- hæfu konu, saga örlaga hennar og baráttu, svo og sá vitnisburður um lífsþrótt og hæfíleika sem hér birtist er vissulega áhugaverð lesning. Slík upprifjun hlýtur að verða kær þeim sem þekktu Hall- dóru og íhugaverð öðrum. Hlut- verk ritdómara getur hins vegar ekki verið að leggja mat á sögu- hetjuna sem persónu heldur á verk höfundarins. Að mínu viti hefur Steinunn Jóhannesdóttir skilað hér frá sér góðri bók. Þetta er ekki ein af þeim bókum þar sem svo er látið líta út sem söguhetjan hafí orðið allan tímann og höf- undur geri lítið annað en skrásetja og beri ekki ábyrgð á neinu. Þessi ævisaga er „samin“, ef svo má segja. Höfundur seg- ist hafa unnið þijú ár að verkinu, átt fjölda viðtala við söguhetju sína og aðra, farið höndum um margvís- legar heimildir, skoð- að með henni staði, farið með henni í hug- anum um tíma og rúm og freistað þess að sjá með augum hennar. Eg segi „sjá“ því að frásögnin er einmitt oft afar myndræn, einkum fyrri hlutinn. Brugðið er upp einkar lifandi myndum frá bernsku og unglings- árum Halldóru. Það er auðséð á öllu að ekki hefur verið kastað höndum að þessu verki. Stíllinn er lifandi og frískleg- ur, stundum ef til vill aðeins í flatara lagi, en víða eru listagóðir sprettir. Bókin er vel og smekklega gefín út. Talsvert er af ijölskyldumyndum eins og samir, á sérstökum mynda- síðum. Prentvillur eru fáar og ekki til baga. Vissulega á þessi velgerða ævi- saga þessarar merku konu erindi á íslenskan bókamarkað. Halldóra Briem er nú loksins komin heim. Maður saknar þess að vísu að svo skyldi ekki hafa verið löngu fyrr, því að auðvelt er að gera sér í hugarlund að hún myndi hafa skil- ið eftir sig góð spor í íslenskri húsagerðarlist. En hlutskipti hennar varð annað og um það tjó- ar ekki að fást. Sigurjón Björnsson Halldóra Briem Steinunn Jóhannesdóttir íSvíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.