Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Maðurinn minn, MÁLMFREÐ JÓNAS ÁRNASON frá Eskifirði, Maríubakka 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 11. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, María Daníelsdóttir. t Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐFINNA GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, lést í Vífilsstaðaspítala þann 13. nóvember. Hrafnhildur Stella Stephensen, Guðbrandur Elling Þorkeisson, Elfn Sæmundsdóttir. t Systir okkar og móðursystir, INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR, Seljahlíð, áðurtil heimilis á Rauðarárstfg 11, er látin. Fyrir hönd systkina og systkinabarna, Bryndfs Sigurðardóttir, Elfsabet Sigurðardóttir, Amalía Sverrisdóttir. t Systir mín og móðursystir okkar, SIGRÍÐUR SNORRADÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 3. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Brynjólfur Brynjólfsson, Snorri Magnússon, Bryndís Magnúsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir. t Móðurbróðir okkar, INGI SIGURÐUR ÁSMUNDSSON tæknifræðingur, Vesturhólum 17, Reykjavík, lést þann 12. nóvember sl. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ása Gréta Einarsdóttir, Ólafía Sigrún Einarsdóttir, Hjálmar Ingi Einarsson, Jakob Einarsson, Auðbjörg Jóhanna Einarsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁGÚST ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Furugerði 1, lést í Landspítalanum 14. nóvember. Atli Ágústsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Grímur Brandsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Móðursystir mín, GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Bergstaðastræti 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Ifknarstofnariir. Gunnar Valdimarsson. + Sigmunda Hannesdóttir var fædd í Hnífsdal 3. mars 1919. Hún lést á Borgarspítal- anum 6. nóvember síðastliðinn, 75 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Hannes Ólason, f. 24. júlí 1884, d. 16. apríl 1970, og kona hans, Valgerður Björns- dóttir, f. 11. júní 1895, d. 6. apríl 1989. Systkini Sig- mundu eru: Karó- lína, Björg, Guðný, Ólöf, Arn- dís, Lilja, Fjóla, Hrefna, Beta Guðrún, Óli Björn, Garðar og Ósk. Látin eru Jóhannes og Hulda. Sigmunda var búsett í Reykjavík frá tvítugsaldri og vann þar ýmis störf, meðal ann- ars í Skátaheimilinu og síðustu áratugina á Pósthúsinu í Reykjavík, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag. HÚN Mumma er farin á undan okkur eins og oft áður. Hún var svo fótfrá og fótvís, að Fjöllin reyndust lægri upp að fara í fótspor hennar. Hún var sérlega lág vexti og gerði að því grín, að ekki hefði verið nógur efniviður í sig sem eina í hópi 17 systkina. Hún fór barnung að heiman, en þar voru margir munnar að metta. Vann hún við margvísleg störf, en sérlega átti það vel við hana að vinna með börnum og unglingum hjá skátunum og á Silungapolli. Sigmunda tók þátt í starfi eidri skáta og fór með þeim á skátamót á Norðurlöndum. Þegar við kynntumst vann hún í pósthús- inu í Pósthússtræti. Skömmu eftir að hún hætti störf- um þar, naut hún þeirrar gæfu að taka á móti bræðrunum, Ingvari og Hirti á heimili þeirra, þegar þeir komu úr skóla. Hún spurði þá eitt sinn, hvort félagar þeirra stríddu þeim ekki fyrir að sýna sig með gamalli kerlingu. „Þeir öfunda okkur,“ var svarið. Gerðu þau margt skemmtilegt saman, fóru t.d. í gönguferðir með Ferðafélagi íslands. En þar var Sigmunda kjörfélagi. Líf og yndi Mummu var ferðalög um landið. Þar lágu leiðir okkar saman í ferð hjá FÍ fyrir um 20 árum. A ferðalögum var hún eins og hugur manns, reyndar oft svolít- ið á undan. Meðan aðrir voru að leita að eldspýtu, var hún búin að kveikja á prímusnum. Helst vildi hún vera á undan heim I tjald og byija að undribúa kvöldverðinn. Mumma byrjaði snemma að ferð- ast um landið. Fyrstu ferð sína í Þórsmörk, fór hún á hestum úr Fljótshlíð í Húsadal, en Þórsmörkin var hennar yndisreitur. Þar dvaldi hún oft viku til tíu daga á sumri. Einn ferðafélagi okkar sagði að hann hefði horft til Mummu þegar hann gekk í fyrsta sinn á Snæfells- jökul. „Ég hlýt að komast þetta líka.“ Hann þekkti þá ekki Mummu og vissi ekki um hin nánu tengsl hennar við jökulinn. Hún fór alls níu hvítasunnuferðir á Jökul. Þær áttu reyndar að verða tíu. I vor hugleiddi hún, hvort hún gæti kom- ist þangað með hjálpartækjum eins og sumir heilbrigðir láta sér lynda. Sumarið 1993 gekk Sigmunda undir holskurð við þeim sjúkdómi, sem dró hana til dauða. Mánuði seinna var hún í nokkra daga með einni okkar inni í Þórsmörk. Henni tókst meira að segja að komast upp á Valahnjúk. Í haust neytti hún ýtrustu krafta sinna og tók þátt í 50 ára afmælishátíð skála FÍ 1. október. Mörkin skartaði sínu feg- ursta og jöklarnir lýstu af birtu ei- lífðarinnar. Einhveijum varð að orði af hveiju hún væri með staf. Mumma lét sem ekkert væri. „Þetta er bara montprik.“ hún var ekki veik, bara löt. Ekkert gat verið fjær sanni um konu, sem alltaf hafði verið kappfsull og samviskusöm. Sigmunda safnaði ekki veraldar- auði. Hún safnaði reyndar bókum um náttúru landsins, ferðalög og þjóðlegan fróðleik. Bækur, sem hún las, en voru ekki bara til prýðis uppi í hillum. Arndís systir Mummu og Hrefna (Gógó) vinkona hennar gerðu henni kleift að dvelja heima langt fram í lokaslaginn. Yfir minningu og vin- áttu okkar Mundu mun hvíla sama heiðríkjan og við nutum með henni vornótt á Snæfellsjökli. Bergþóra, Elfa og Guðrún. Leiðir okkar Mummu lágu fyrst saman fyrir rúmum fjörutíu árum er ég flutti aftur til Reykjavíkur eftir tólf ára dvöl á landsbyggð- inni. Ég fór þá inn í Skátaheimilið við Snorrabraut í leit að gömlum félögum. Þar hitti ég fyrir aðra í svipuðum erindagjörðum og var það Sigríður Lárusdóttir frá Siglufirði. Þama réðu húsum tveir húsverðir og höfðu þeir í nógu að snúast því það var ekki heiglum hent að stjóma öllum þeim fjölda sem sem sótti eftir félagsskap í Skátaheimil- inu. Fyrir utan allt skátagengið sem spannaði yfír alla aldurshópa, allt frá börnum upp í gráhærða öld- unga, var Bridsfélagið þar til húsa og einnig héldu áttahagafélög þar árshátíðir. Annar húsvörðurinn var Mumma og bar öllum smana um að betri starfskraft væri ekki að finna. Og ekki vantaði hana hug- rekkið, því hún svaf ein í braggan- um á nóttunni með afrakstur dags- ins undir koddanum. Sigga, Mumma og ég urðum strax mestu mátar, þó ólíkar vær- um, og bundumst traustum vináttu- böndum sem hafa haldist æ síðan. Mumma elskaði landið og þekkti nær öll örnefni. Þó var Þórsmörkin henni kærust og var það dásamlegt að hún skyldi geta farið þangað einn dag eftir að hún var orðin sjúk. Mumma var einstaklega hjálp- söm og mikill vinur vina sinna. Við SIGMUNDA HANNESDÓTTIR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁRNADÓTTIR, Laugarásvegi 57, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 14. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Eiríkur Helgason, Helga Helgadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ..................... ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 ^Vandaðír legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN j Brautarholti 3,105. R Sími 91-621393 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Grímsey, til heimilis á Dalbraut 18, lést í Landspítalanum 13. nóvember síðastliðinn. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 15.00. r,nmr\KKjur Glæsileg kaííi- hláðborð fallegir síilir og mjög góðþjónusta. Upplýsingar Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðriður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Steingrímur Friðfinnsson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, Styrmir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ísíma22322 FLUGLJEIÐIR léTEL LtFTLEIIIt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.