Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 29 Sigga munum minnast hennar svo lengi sem við lifum. Blessuð sé minning hennar. Hrefna K. Sigfúsdóttir, Sigríður Lárusdóttir. Tilviljun réð því að Sigmunda Hannesdóttir kom á heimili okkar fyrir tæplega sex árum til að líta eftir tveimur stálpuðum drengjum. Okkur varð fljótt ljóst að okkur hafði hlotnast eitthvað alveg sér- stakt, hún gaf drengjunum okkar meira en orð fá lýst. Hún hafði mikla reynslu af umgengni við ungt fólk, hafði ferðast víða og miðlaði nú úr sínum reynslubrunni. Ferðir um nágrennið voru dag- legt brauð, Grasagarðurinn í Laug- ardal var grandskoðaður, blóm og jurtir skilgreindar og allt í ríki nátt- úrunnar var vettvangur dagsins. Við minnumst umræðna eftir velheppnaðar ferðir í Elliðaárdal, að ógleymdum Viðeyjarferðum þar sem fjörum voru gerð skil og ósjald- an komu nestisboxin full til baka af skeljum, jurtum, steinum og alls konar hlutum. í öllu námi, störfum og áhuga- málum drengjanna var Sigmunda ávallt nærstödd og fylgdist grannt með öllu sem gerðist. Þeirra sigrar voru hennar sigrar, og ljóst var hver gladdist mest þegar einkunnir voru góðar, þá var hrært í góða köku. Sex ár er ekki langur tími í starfsævi fullorðinna, en sex ár á þroskaferli barna er langur tími. Á síðasta ári fluttist Sigmunda úr hverfinu og fékk þjónustuíbúð við Lindargötu. Þar ríkti mikil ánægja því nú gátu drengirnir heimsótt Sigmundu á leið í Tón- menntaskólann og átt athvarf þar. Skömmu eftir að Sigmunda flutti á Lindargötu varð ljóst að veikindi steðjuðu að, en það breytti auðvitað engu um samband þeirra þriggja, heimsóknir voru tíðar og nú var kakan bökuð af drengjunum og færð Sigmundu. Við stöndum í mikilli þakkar- skuld við Sigmundu, hennar er sárt saknað. Þorbjörn og Edda. Blómastofa Friöfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tiíefni. Gjafavörur. t Frændi okkar, GUÐMUNDUR RAGNAR MAGNÚSSON sjómaður, lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna 11. nóvember. Systkinabörn. t Ástkær eiginmaður minn, ÖRN REYNIR LEVISSON, Hringbraut 76, Hafnarfiröi, andaðist í Vífilsstaðaspítala 14. nóvember. Ásdís Ragna Valdimarsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, SVEINN GUÐMUNDSSON, Bjarkarhlíð 2, Egilsstöðum, lést þann 12. nóvember. Sæunn Stefánsdóttir, Malen Sveinsdóttir, Valborg Sveinsdóttir, Veigur Sveinsson, Stefán Bogi Sveinsson. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þann 7. nóvember sl., verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 16. nóvem- ber kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jón G. Antoníusson, Elísabet Erlendsdóttir, Jóhann Antonfusson, Guðný Kröyer, Sigríður Antoníusdóttir, Jón Þ. Ólafsson, Erlingur G. Antoníusson, Sigríður Tómasdóttir, Guðrún Michelsen. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR E. JÓNSDÓTTIR (frá Gróf), Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Hörður Sigursteinsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóna Sigursteinsdóttir, Jón Ingi Sigursteinsson, Kristín Kristjónsdóttir, Brynja S. Johansen, T or Johansen, Bjarni Sigursteinsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Rúnar Sigursteinsson, Jóna Knútsdóttir, Einar Sigursteinsson, Elín Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, INGIBJÖRG JÓNA MARELSDÓTTIR, Heiðargerði 112, Reykjavík, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. nóv- ember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er góðfúslega bent á Félag MND sjúklinga. Upplýsingar í síma 622004 eða fax 682633. Friðþjófur Björnsson, Sigriður Gunnarsdóttir, Sigríður Friðþjófsdóttir, Viðar Óskarsson, Kristjana E. Friðþjófsdóttir, Ingólfur Árnason, Gunnar Marel Friðþjófsson, Björn Friðþjófsson, Aldís Eliasdóttir, Sverrir Friðþjófsson, Elísabet Ingvarsdóttir, Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir og barnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar, JOUKE BOUIUS, fer fram í Háteigskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00 Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Ari Jouke Bouius, Veigar Gerrit Bouius. + Útför SÓLVEIGAR ERLU ÓLAFSDÓTTUR, Grettisgötu 70, Reykjavík, sém lést í Borgarspítalanum 8. nóvem- ber sl., fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Helgi S. Einarsson, Guðmundur Ólafsson, Sigurbjörg Jónsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, JÓN EIRÍKS ÓSKARSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Sólrún Katrín Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR, sem andaðist 3. nóvember, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Halldóra Elíasdóttir, Jón Dan Jónsson, Ingibjörg Eliasdóttir, Gunnar Runólfsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, dóttur og systur, ARNÞRÚÐAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Gilsbakka. Guð blessi ykkur öll. Einar Þorbergsson, Einar H. Einarsson, Ingunn Halldórsdóttir, Þorbergur A. Einarsson, Óli Björn Einarsson, Kristbjörg Sigurðardóttir, Laufey M. Einarsdóttir, Laufey Guðbjörnsdóttir, Brynjar Halldórsson og barnabörn. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Sl S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ■■■■■■■■■■■■■■■ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.