Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 35 BRÉF TIL BLAÐSINS SÓLARVÉ í Grindavík. Kristnihald í Grindavík Frá Sigurði Þórðarsyni: FYRIR NOKKRU höfðu þátta- g^rðarmenn á Rás 2 viðtal við eldri konu í Grindavík, vegna fyrirhug- aðrar hofbyggingar þar í bæ. Kon- an virtist vera í uppnámi vegna málsins. Hún sagði eitthvað á þá leið að Tryggvi Hansen, sem að vísu væri vel liðinn í þorpinu, hefði reist sólarvé og vígt það að við- stöddum flestum bæjarbúum og allir að henni meðtalinni hefðu talið að þeir hefðu skemmt sér vel. Síðan hefði komið í Ijós að Tryggvi væri Ásatrúarmaður og líklega hefði hún ásamt öðrum saklausum bæjarbúum tekið þátt í heiðinni athöfn. Hver ber eigin- lega ábyrgð á þessu? Ekki er úr vegi að spyija á móti hvað olli þessu hugarvíli konunnar? Krossfarar í ljós kom að sóknarpresturinn ásamt kennara í plássinu höfðu hafið krossferð á hendur hinum heiðna vágesti. Kennarinn hélt því m.a. fram að bæjarbúar hefðu dansað í kringum gullkálfinn og tekið þátt í „hundheiðinni athöfn“. (Undirritaður kannast ekki við neinn gullkálf í Ásatrú.) Sóknar- fresturinn lét ekki sitt eftir liggja. krafti 1. boðorðsins taldi hún Grindvíkinga gera sig að „athlægi fyrir framan mállaus skurðgoðin“, „straumar og stefnur vaða uppi í samfélagi okkar og geta haft slæm og neikvæð áhrif á þau sem eru að mótast út í lífið“. Jafnframt hafði hún ekki fengið staðfestar upplýsingar um hvort þarna ætti að fara fram „eitthvert annarlegt kukl“. Auðvitað er ljótt að hræða saklausar „sálir“, Þó er ástæðu- laust að óttast einhvern eftirmála vegna þess að þeir, sem veist er að, hafa ekkert 1. boðorð og telja sína guði hvorki betri né verri en prestsins. íslensk menningarverðmæti Hitt er áhyggjuefni hversu óupplýst jafnvel langskólagengið fólk er um íslensk menningarverð- mæti. Skulu hér tekin af handa- hófi 3 dæmi: 1. Presturinn er uppvís að því að kunna ekki að nota orðabók Menningarsjóðs, þegar hún tel- ur hofið vera helgað Óðni vegna: „Hofið var helgað Óðni“ en það Afritunar- stöðvar með liiiolniiiaði frá kr. 25.000,- &BOÐEIND Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 er skáletrað, sem dæmi í orða- bókinni. 2. Presturinn segir orðrétt: „Sagan staðfestir" (hvaða saga?) „að kristinn arfur er eldri en heiðinn". Gefum Landnámu orðið: „Svá segja vitrir menn, at nokkurir landnámsmenn hafi skírðir verit, þeir er byggt hafa ísland flestir þeir, er kómu vest- an um haf. Eru til þess nefndr Helgi magri ok Órligr enn gamli, Helgi bjóla, Jörundur kristni, Auður djúpauðga, Ketill enn fíflski ok enn fleiri menn, er kómu vestan um haf, ok heldu þeir sumir vel kristni til dauðadags. En óvíða gekk það í ættir, því at synir þeirra sumra reistu hof ok blótuðu, en land var alheiðit nær hundraði vetra“. 3. Steininn tekur þó úr þegar Jón Gröndal heldur því fram að heiðni stríði gegn sjómennsku. Þykir mér þar ómaklega vegið að landnámsmönnum Grinda- víkur, sonum Molda-Gnúps, þeim Þorsteini hruggni og Þórði leggjalda, en þeir voru svo feng- sælir fiskimenn að allar Iand- vættir fylgdu þeim til veiða (Sturlubók Landnámu). Lokaorð Ég tel mig hafa sýnt fram á hver geti verið orsök fordóma, þó ástæðulaust sé að nefna það á nafn af tillitssemi við hluteigandi. Og með allri virðingu fyrir þjóð- sögum Gyðinga, ættum við að vera sammála um okkur hefur hlotnas mikill menningararfur, sem óþarfi er að skammast sín fyrir. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, fyrrverandi stýrimaður og réri um árabil frá Grindavík. Jafnréttismál o g kvótakerfi Frá Hlyni Helgasyni: í GREIN og viðtali sem birtust nýlega í Morgunblaðinu fjalla ung- ar sjálfstæðisflokkskonur um ýmis vandamál sem þeim finnst upp komin innan jafnréttishreyfingar kvenna. í umfjöllun þeirra kennir margra grasa og mun það standa nær ýmsum öðrum en mér að svara mörgu af því sem þar er fært í orð. Ég þó bæta örlitlu við, en það við umfjöllun um „kvóta- reglur“ á vinnumarkaði. I jafnréttislögum segir svo að ef karl og kona eru jafnhæf í starf, og fáar konur í viðkomandi stétt, þá eigi konan rétt á starfinu. Þetta er í ofangreindri umfjöllun kallað „kvótareglur" og úthrópað „mis- rétti“, konum til minnkunar. í sumum löndum og skal þar helst telja Bandaríki Norður- Ameríku, hefur verið komið á „kvótareglum“ af ýmsu tagi til að reyna að auka hlut minnihluta- hópa í ýmsum stofnunum þjóðfé- lagsins. Oft hefur einkennt laga- setningu þessa að um ákveðna mismunun er að ræða, eins og til að mynda þegar meðlimir minni- hlutahóps hafa þurft lægri ein- kunn en meirihlutinn til að hljóta inngöngu í háskóla. Rökin á bak við slíkt eru þau að prófafyrir- komulag mismuni fólki, m.a. vegna þess að það taki ekki tillit til munar á hvernig fólk tjáir sig, og því þurfi að leiðrétta misvægið með .jákvæðri mismunun". Eflaust má deila um réttmæti svona fyrirkomulags, en það er ekki til umræðu hér, vegna þess að jafnréttislög hafa ekki í för með sér slíkt „kvótakerfi“. Ákvæði laganna leyfa ekki mismunun eins hóps á kostnað annars, þau leyfa ekki að meðlimir hóps sem standi höllum fæti njóti forgangs umfram aðra sem metnir eru hæfari á ein- hvern hátt. Ákvæði laganna eiga einungis við í þeim tilfellum að umsækjendur eru jafnhæfir. Kerfisbundið misrétti Þau skrýtilegheit einkenna samfélag vort að þegar tveir ein- staklingar, karl og kona, sækja um stöðu og báðir eru óyggjandi jafnhæfir í stöðuna, þá hefur það reynst svo að í níu af hveijum tíu tilfellum er karlinn ráðinn. Þetta er sérkennileg „tilviljun" og menn mega spyija sig af hveiju. Eina sennilega skýringin sem ég fæ komið auga á er að vegna fordóma þá sé það svo að við mat á jafnhæf- um einstaklingum þá vilji oft svo óheppilega til að einstaklingshug- OKIFAX 1000 Fjölhæft og öflugt faxtæki Meðal eiginleika má nefna: • Fyrir venjulegan pappír • Sími og fax (sjálfskipting) • Simsvari innbyggður • 70 númer í minni • Fjöldasendingar • Skúffa fýrir 100 A4 síöur • Arkamatari • Ljósritun allt að 99 slöur • Ósonfrlr • Fjölmargir möguleikar s.s. tölvutenging, minnisstækkun o.fl. OKI Tækni til tjáskipta OKIFAX 1000 er nú á kynningarverði kr. 149.000,- stgr. m. vsk. BS Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 Varmaskiptor sjónir bregðist og það látið ráða vali hvort um karl eða konu sé að ræða. Þegar svo er komið er kónan oftast metin minna og þess- vegna er karlinn yfirleitt ráðinn. Hér sýnist mér að sé gott dæmi um almennt kerfísbundið misrétti í þjóðfélaginu, og mun það hlut- verk jafnréttislaga að reyna að leiðrétta misrétti sem þetta. Ekki fæ ég séð að þetta dragi úr trausti eða áliti á konum sem ráðnar væru í samræmi við lögin, því það er jú hornsteinn þeirra að þau eigi aðeins við þegar um jafnhæft fólk sé að ræða. Því hvernig má það vera að það sé konu til minnkunar að vera tekin fram yfir jafnhæfan karlmann? Hlutverk jafnréttislaga er ekki að mismuna, heldur að vinna á móti þessu landlæga kerfisbundna misrétti. Falleg hugsjón Best væri ef hægt væri, eins og greinahöfundar vilja, að vinna að því að auka frelsi einstaklinga og möguleika sem mest án þess að skipta þeim upp í hagsmuna- hópa. Þetta er falleg hugsjón, en því miður er svo mikið um kerfis- bundið misrétti gegn einstökum hópum að það er óhjákvæmilegt að bregðast beint við því ef árang- ur á að nást. Svona kerfisbundið misrétti er orsök þess að konur hafa neyðst til að „hópa“ sig sam- an til að reyna að fá slíku breytt. Það er nefnilega svo, að þær sem beijast kvennabaráttu hafa ekki sjálfar skilgreint „minnihlutahóp- inn“ konur. Sá hópur hefur verið greinilega aðgreindur frá hópnum karlar mest alla tíð. Því miður hefur yfirleitt fylgt þeirri skil- greiningu að þennan hóp megi beita allskonar misrétti. Þessu mega sjálfstæðiskonur ekki gleyma þegar þær, í hóp óhjá- kvæmilega, reyna að finna hags- munum sínum farveg innan flokksins. Raunin er sú að þótt hugsjónir flokksins séu fagrar og verðugar og eflaust nothæfar í baráttu fólks almennt, þá duga þær skammt konum til framdráttar í sínum sérhagsmunamálum. Meðan ekki er tekið sérstaklega á misrétti sem konur eru beittar, meðan einungis er barist fyrir réttindum einstakl- inga, þá er hætt við að lengi verði við lýði að níu karlmenn verði valdir í hveijum þeim tíu tilfellum sem enginn raunverulegur munur er á fólki, fyrir utan kynferðið. HLYNUR HELGASON, Mávahlíð 24, Reykjavík. | Áratuga reynsla SINDRI - sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 72 22 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því aö það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu “ ' byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878-fax 677022 Tilbúinn stíllu eyöir VERO mOÐA ílytur frá Laugavegi 81 áLaugaveg95 fimmtudaginn 17. nóvember im ö> Sv v <§ 'WW á- ni VERO mOÐA Laugavegi 95, sími 21444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.