Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 45 Aðalfundur Féiags hrossabænda Þátttaka í Saga Reitschulen var samþykkt með fyrirvara Hlutur íslendinga 44 SAMÞYKKT var á aðalfundi Félags hrossabænda sem haldinn var nýlega að félagið tæki þátt í stofnun þýsk- íslenska fyrirtækisins Saga- Reitschulen og tæki lán að upphæð 34 milljónir íslenskra króna til kaupa á hlutafé sem verði greitt til baka á 10 til 15 árum. Samþykktin er gerð með fyrir- vara um að deildir félagsins gerist hluthafar í fyrirtækinu og leggi fram sem svarar um 10 þús- und krónur á hvern félagsmann. Hér var um að ræða tvær tillögur, aðra sem varðar þátttöku félagsins í fyrirtækinu en hin var í formi áskorunar til deilda félagsins um hlutafjárkaup. Þýskir aðilar hafa samþykkt að leggja fram 1 milljón þýskra marka (u.þ.b. 44 milljónir íslenskra króna) og verða íslending- ar að leggja fram sömu upphæð. Leitað eftir hluthöfum í greinargerð með áskoruninni segir að lánið verði greitt með 5-10% gjaldtöku af hverjum útflutt- um hesti sem seldur verður á vegum fyrirtækisins. Þá er gert ráð fyrir að leitað verði eftir íslenskum hlut- höfum meðal einstaklinga, fyrir- tækja og félagasamtaka sem hags- muni hafa af hrossaútflutningi. Báðar tillögurnar voru samþykktar samhljóða en ákvörðun um þátttöku deilda félagsins þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 1. desember n.k. milljónirífyrirtækinu Hér um að ræða fyrirtæki sem myndi reka hestamiðstöðvar vítt og breytt um Þýskaland þar sem eig- endum íslenskra hesta stæði til boða reiðkennsla og önnur þjónusta varðandi hestinn og einnig yrðu reknar hestaleigur og að sjálfsögðu seld hross á þessum stöðvum. Nú þegar hefur verið óskað eftir stuðn- ingi Landbúnaðarráðherra við út- vegun lánsábyrgðar auk þess sem leitað var eftir lánafýrirgreiðslu hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Byggðastofnun og þriggja stærstu banka landsins. Formlegt svar um synjun hefur borist frá Landsbank- anum og Framleiðnisjóði en aðrir aðilar eru með málið í skoðun að því er segir í skýrslu stjórnar. Gefið verði út myndband Af öðrum samþykktum aðalfund- arins mætti nefna tilmæli til stjóm- ar um að gefið verði út myndband til kynningar á íslenska hestinum, sögu hans og ræktun og verði myndbandið til afnota fyrir félags- menn. Þá var stjórn falið að vinna að, í samstarfi við Búnaðarfélagið, að koma tafarlaust á samræmdu örmerkjakerfi til merkingar og skáningar á hrossum landsmanna. Einnig var stjórninni falið að leita eftir samkomulagi við félag dýra- lækna, lyfjanefnd ríkisins og aðra er málið varðar að ormalyf í hross verði selt bændum með magnaf- slætti svo sem tíðkast um aðrar rekstrarvörur séu þær keyptar í stórum einingum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Formaðurinn í kynbótamat FÓTAGERÐ í tæpara lagi. Bergur Pálsson formaöur Félags hrossabænda var tekinn í kynbótamat af Hermanni Árnasyni á uppskeruhátíð hestamanna á föstudagskvöldið og þótti mörgum Bergur heppinn að vera ekki stóðhestur eftir þann dóm. HESTAR ÞAÐ þykir vart tíðindum sæta að Sigurbjörn Bárðarson skuli hljóta titilinn hestaíþróttamaður árs- ins. Frá því farið var að veíta verðlaunin hefur hann hreppt titilinn öll árin að einu undanskildu; árangur sem seint verður lelkinn eftir en það er Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Hestaíþrótta- sambands íslands sem afhenti verðlaunagripinn Alsvinn sem gefinn er af Félagi hrossabænda. Morgunblaðið/Valdimar Sigurbjörn hestaíþróttamaður ársins Aldrei að trúa spattmyndum, segir Brynjólfur Sandholtyfirdýralæknir SVO virðist sem dómarar skili betri vinnu ef þeir gefa ein- kunnir hver fyrir sig heldur en að vinna saman í þriggja manna dómnefnd, ef marka má niðurstöðu úr samanburð- arkönnun á framkvæmd hrossadóma sem gerð var í sumar. í niðurstöðunum kemur einnig fram að þeir dómarar sem þátt tóku íkönnuninni þykja nákvæmir í einkunnagjöf og öll frávik mun minni en í sambærilegum könnunum í búfjárdómum erlendis. Þetta kom fram í erindi Jóns Við- ars Jónmundssonar búfjár- ræktarráðunauts á samráðsfundi l—immi fagráðs hrosarækt- Valdimar arinnar. Jón, sem Kristinsson hafði umsjón með skrífar könnunni, sagði að þessi niðurstaða hefði komið nokkuð á óvart þvi frá- vikin væru nokkru lægri en það sem þætti vel viðunandi erlendis. Taldi hann þetta tvímælalaust meðmæli með þeim dómurum sem þátt tóku í könnunni og mætti ætla að íslend- ingar væru vel á vegi staddir í þess- um efnum. Ánægjuefni Kristinn Hugason hrossaræktar- raðunautur sagði það ánægjuefni út af fyrir sig hversu vel dómararn- ir kæmu út úr þessari könnun. Hann benti hinsvegar á að niðurstaða könnunarinnar hefði ekki verið rædd innan hrossaræktarnefndar en ljóst væri að ávinningur virtist að því að dómarar gæfu einkunnir hver fyrir sig. Til fróðleiks UMRÆÐUR á samráðsfundum fagráðs bera þess merki að ekki er um tillöguflutning eða afgreiðslur einstakra mála að ræða heldur er fundurinn ætlaður til upplýsinga fyrir aðila fagráðs. Á samráðsfundinum sem nú er haldinn í annað skipti voru flutt margvísleg erindi viðkomandi hesta- mennsku og fulltrúar aðildarstofn- ana eða félagasamtaka fluttu hver um sig stuttar skýrslur um starfsem- ina. Frekar voru umræður um mál- efnin litlar enda ekki um neinar til- lögur eða atkvæðagreiðslur að ræða. Athygliverð ummæli Ummæli Brynjólfs Sandhoits yf- irdýralæknis í umræðu um röntgen- myndatökur vegna spatts vöktu at- hygli, en þar sagði hann að aldrei skyldu menn trúa slíkum myndum. Þess má geta að slíkar myndatökur eru framkvæmdar í hundraðatali árlega vítt og breytt um landið vegna sölu hrossa bæði innan- sem utan- lands og notaðar sem sönnunargagn um spatt eða spattleysi hrossa og því þykja þessi ummæli hans athygli- verð. Samráðsfundurfagráðs hrossaræktar haldinn í annað sinn ----;--------------------------- SjðHstæði betra en sam- vinna í kynbótadómum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.