Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögreglumenn svara kæru Lindu Pétursdóttur „Sé mér ekki annað fært en að kæra hana“ Lögreglan tekur niður veggspjöld TVEIR lögreglumenn í Reykjavík hafa kært Lindu Pétursdóttur feg- urðardrottningu til RLR fyrir að ráðast á opinbera starfsmenn með ofbeldi og bera þá röngum sökum. Um er að ræða lögreglumennina tvo sem Linda kærði til RLR í fyrradag fyrir að hafa beitt sig harðræði á lögreglustöðinni eftir tilefnislausa handtöku, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. í kæru annars lögreglumann- anna er rakinn aðdragandi þess að lögreglumennimir ræddu við sam- býlismann Lindu fyrir utan veit- ingastað við Rauðarárstíg um klukkan 4.40 á mánudagsmorgun eftir að þeim hafði um fjarskipta- kerfi lögreglunnar verið tilkynnt að hann kynni að hafa ekið á bifreið manns sem hann hafði lent í útistöð- um við fyrr um kvöldið og stungið af. Sambýlismaðurinn hafí verið hinn kurteisasti og sest inn í lög- reglubflinn. Síðan segin „Um þetta leyti kom kærða, sem við þekktum sem sambýliskonu [mannsins], út af veitingastaðnum, ruddist inn í lögregiubifreiðina í óþökk okkar og krafðist þess að fara með sambýlis- manni sínum á lögreglustöðina. Þegar hér var komið sögu höfðu borist boð frá lögreglubifreið [...] um að Linda og [sambýlismaður hennar] yrðu flutt aðskilin á lög- reglustöðina. Linda neitaði að færa sig úr bifreið okkar og brást raunar ókvæða við og byijaði að slá til okkar. Það varð siðan úr að [sam- býlismaðurinn], sem allan þennan tíma var hinn rólegasti, fór yfír í [hina lögreglubifreiðina]." Lét ófriðlega „Kærða lét mjög ófriðlega í lög- reglubifreiðinni á leiðinni að lög- reglustöð og tók m.a. einkennishúfu mína og stappaði á henni í gólfi lögreglubifreiðarinnar. Þegar kom- ið var í port lögreglustöðvarinnar' við Hverfísgötu neitaði kærða sem fyrr að fara út úr bifreiðinni og er ég hélt í vinstri handlegg hennar með það fyrir augum að fá hana út úr bifreiðinni, sló hún mig snöggt með flötum lófa hægri handar og þar sem sýnt var að hún kæmi ekki sjálfviljug út úr bifreiðinni var hún tekin lögreglutökum og þannig færð úr bifreiðinni. Strax og hún kom út úr bifreiðinni fór hún að sparka til okkar og í mig og hélt að öðru [leyti] uppteknum hætti... Færðum við kærðu, sem enn var í lögreglutökum, fyrir [varðstjóra] sem reyndi að ræða við hana en hún svaraði með tómum skætingi og sparkaði þéttingsfast í sköflung minn, hrækti framan í mig er henni var boðið til sætis og tökum sleppt. Urðum við því að taka hana tökum á ný og lögðum hana fram á borð varðstjórans." „Hreinn uppspuni“ „Framhald þessa máls er að ég sá í fréttum Stöðvar 2 viðtal við kærðu þar sem hún ber mig og starfsfélaga mína alvarlegum sök- um og hefur nú kært mig til Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna meints harðræðis. Lýsing hennar þess efnis að við höfum lagt hana fram á borð, lamið andliti hennar í sffellu í borðið, fært hönd hennar upp á bak vitandi um meiðsl í vinstri öxl hennar til þess eins að valda henni óþarfa sársauka, haldið fyrir munn hennar og sparkað í rassinn á henni á sér enga stoð og er hreinn uppspuni. Þótt við lögreglumenn séum mörgu vanir í starfi okkar þá keyrir svo úr hófi varðandi fram- komu kærðu Lindu að ég sé mér ekki annað fært en að kæra hana fyrir brot á 106. og 148. grein al- mennra hegningarlaga ...“ segir í kæru lögreglumannsins. ATHAFNASAMT fólk reynir gjarnan að vekja athygli á hinum ýmsu uppákomum með því að hengja auglýsingar upp á veggi hingað og þangað um borgina. Það er þó ekki heimilt nema að fengnu leyfi húseiganda eða umráðamanns viðkomandi bygg- ingar samkvæmt lögreglusam- þykkt Rey kjavíkur enda getur fylgt þessu nokkur sóðaskapur. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hafa nokkur brögð verið að því undanfarið að veggspjöld hafi verið hengd upp í óleyfi en sá sem verður uppvís að því skal sæta sektum. Lögreglan fylgist með því að þetta sé virt og hér sést Ingólfur Bruun lögreglu- maður taka niður veggspjald við Laugaveginn í gær. Kísiliðjan lækkar hlutafé og gefur út jöfnunarhlutabréf 50 milljónir greidd- ar út til hluthafa Formaður Verka- mannasambandsms Launa- skriðið hjá ríkinu upp á borðið VERKAMANNASAMBAND íslands fer fram á beinar kauptaxtahækkan- ir í komandi kjarasamningum, að sögn Bjöms Grétars Sveinssonar, formanns Verkamannasambandsins. Hann segir að fylgst verði rrvjög vel með því hvað ný launastefna sem fjármálaráðuneytið hafí tekið upp hafí skilað öðrum hópum í launa- hækkunum á seinustu misserum. „Við þurfum að fá mjög vel upp á borðið hvaða launaskrið hefur raun- verulega orðið vegna hinnar nýju stefnu sem tekin var upp hjá ríkinu," sagði hann. I gær var haldinn fundur í níu manna framkvæmdastjóm Verka- mannasambandsins þar sem farið var yfír stöðuna vegna komandi kjara- samninga. Að sögn Bjöms Grétars em einstök aðildarfélög út um land farin að ræða við atvinnurekendur um um sérmál sín en hann kvaðst ekki gera ráð fyrir að viðræður um gerð aðalkjara- samnings, þ.á.m. um launaliðinn, hæfust fyrr en í byijun næsta mánað- ar. FYRIR hluthafafundi Kísiliðjunnar hf., sem haldinn verður í dag, ligg- ur tillaga frá stjórn um að lækka hlutafé í fyrirtækinu um 50 milljón- ir króna, gefa út jöfnunarhlutabréf til að hækka hlutafé að nýju og FORYSTA Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfírði átti í gær fund með trúnaðarmönnum félagsins í ál- verinu í Straumsvík til undirbúnings kröfugerðar gagnvart íslenska álfé- laginu í komandi kjarasamningum. Starfsmenn álversins eru í níu stéttarfélögum og sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, að hvert félag ynni fyrst sínar kröfur en síðan kvaðst hann gera ráð fyrir að þau næðu saman um kröfugerð. Sigurður sagði líklegt að farið yrði fram á sömu kauphækkanir í álverinu og krafíst yrði á almenna greiða umrædda fjárhæð til hlut- hafa. Þar sem óráðstafað eigið fé félagsins var neikvætt um seinustu áramót, er því ekki heimilt að greiða arð samkvæmt hlutafjárlög- um á seinasta aðalfundi og „því var vinnumarkaðnum en því til viðbótar yrði örugglega sett fram krafa um að starfsmenn fengju hlutdeild í þeim hagnaði sem hagræðingaraðgerðir að undanfömu hefðu skilað fyrirtæk- inu. Sagði hann að stjórnendur ál- versins hefðu sagt upp starfsmönn- um þvert ofan í gefín loforð til að auka hagræðingu og vinnuálag í verksmiðjunni hefði stóraukist. „Ég tel að þarna hljótum við að krefjast verulegs bónuss vegna þess ábata sem fyrirtækið hefur fengið með fækkun starfsfólks og á kostnað aukins vinnuálags," sagði hann. þessi leið farin,“ segir Friðrik Sig- urðsson, framkvæmdastjóri. Friðrik segir að bandarískur eignaraðili félagsins, sem á 48,56% á móti 51% eign ríkisins og 0,44% eign tæplega 20 sveitarfélaga á Norðausturlandi, geri mjög háa ávöxtunarkröfu til þess og krefjist mikils hagnaðar. „Til þess að svo mætti verða, þurfti að grípa til að- haldsaðgerða og endurskipulagn- ingar á rekstri, og þetta er eina lagalega aðgerðin til greiða út fjár- muni til hluthafa," segir Friðrik. Fyrir liggur bréf frá iðnaðarráðu- neyti sem fer með hlut rikisins þar sem tillaga stjómar er samþykkt. í fyrra nam tap á rekstri fyrirtækisins um 32 milljónum króna, en að sögn Friðriks nemur hagnaður fyrstu níu mánuði ársins um 40 milljónum króna. „Kísiliðjan er líklega það hlutafélag á landinu sem hefur traustustu eiginfjárstöðu, en hún er yfír 95%. Það hvíla engar langtíma- skuldir á félaginu, skammtíma- skuldir um síðustu áramót voru rúmar 30 milljónir króna og veltu- fjármunir félagsins eru á milli 250 og 300 milljónir króna,“ segir Frið- rik. Formaður Hlífar um kröfugerð gagnvart ÍSAL Vilja launauppbót vegna hagræðingar Hitaveita Reykjavíkur Vanskil um 250 milljónir VANSKIL á útistandandi kröf- um Hitaveitu Reykjavíkur hafa undanfarið verið um 250 millj- ónir króna, sem er um 9% af kröfum. Að sögn Eysteins Jónssonar, fjármálastjóra Hita- veitunnar, hefur þurft að af- skrifa um 0,6% af kröfunum árlega, eða um 16 milljónir króna, og segir hann innheimt- ur undanfarið hafa gengið þunglegar en oft áður. Notendur Hitaveitunnar eru um 25 þúsund talsins og nemur heildarinnheimtan um 2,8 millj- örðum króna á ári. Eysteinn segir að heildarkostnaður vegna innheimtunnar væri um 65 milljónir króna. Um fjögur þúsund notendur lenda í van- skilum með greiðslur og segir Eysteinn fjárhagsstöðuna upp á síðkastið greinilega vera erf- iðari bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Rækjuskip skipta um heimahöfn TVÖ rækjuskip frá ísafirði til viðbótar hafa verið skráð sunn- ar á landinu til að komast fram- hjá banni við rækjuveiðum norðlenskra og vestfirskra skipa fyrir sunnan Bjargtanga. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu fyrir skömmu reið Norðurtangi hf. á ísafirði á vaðið og lét skrá Guðbjart, 407 tonna rækjuskip, í Búðardal Samkvæmt upplýsingum Steindórs Ámasonar hjá Sigl- ingamálastofnun hefur Sæfell ÍS 820 nú verið skráð með heimahöfn í Garði og ber það nú einkennisstafina GK 820. Þá hefur Orri IS 20 verið skráð- ur í Vestmannaneyjum og ber skipið nú einkennisstafína VE 20. Bæði skipin munu áfram leggja afla sinn upp á ísafirði. Loðna Engin veiði ENGIN loðnuveiði var í gær, en bræla er á miðunum. Vík- ingur hefur verið á miðunum um 50 sjómílur riorður af Langanesi frá því á sunnudag án þess að getað kastað. A.m.k. þijú loðnuskip eru á leið á mið- in, Bjami Ólafsson, Börkur og Háberg. Hólmaborgin er hins vegar farin í land. Skipveijar á Víkingi em ekki tiltakanlega bjartsýnir á að eitthvað veiðist. Þeir segja þó að loðna sé á svæðinu, en spumingin snúist um hvort að hún sé í veiðanlegum torfum. Lést af völd- um áverka ÖKUMAÐUR flutningabflsins sem fór út af veginum við Máva- dalsá í innanverðum Gilsfírði í fyrrakvöld lést á Borgarspítal- anum í fyrrinótt af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Maðurinn sem var starfsmaður Taks hf. í Búðardal hét Ólafur Skagfjörð Ólafsson til heimilis að Þurranesi 2 í Saurbæjar- hreppi. Hann var 23 ára gam- all, fæddur 10. september 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.