Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 7 FRÉTTIR Athugasemd frá Landsbanka Islands MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Lands- banka íslands: Hinn 10. þ.m. hafði Matthías Bjarnason alþingismaður uppi á Alþingi undarleg ummæli í garð bankastjórnar Landsbanka íslands. Ummælin lúta að afgreiðslu banka- stjórnar á fyrirspurn viðskiptaráð- herra til bankans þess efnis hvort bankinn gæti tekið tvö tilgreind fyrirtæki á Vestijörðum í almenn bankaviðskipti. í fyrirspurninni var vísað til erindis sem Matthías Bjarnason hafði sent ráðherra og óskað eftir að hann beitti sér fyrir því, að bankinn tæki fyrirtækin í viðskipti. Fyrirspurn bankamála- ráðherra er dags. 23. nóv. 1993. Svar bankastjórnar við fyrir- spurn viðskiptaráðherra var nei- kvætt, en sú niðurstaða ekki rök- studd sérstaklega, enda tíðkast ekki að ræða utan bankans málefni ein- stakra aðila sem eru í viðskiptum eða vilja sækja um viðskipti. Vegna ummæla þingmannsins skal þó tekið fram, að það var mat bankastjórnar á sínum tíma að út- lán til umræddra fyrirtækja væru bankanum of áhættusöm. í dag liggur fyrir hjá Héraðsdómi Vestfjarða úrskurður um að bú annars þessara fyrirtækja skuli tek- ið til gjaldþrotaskipta. í afriti af úrskurðinum, sem Landsbankinn hefur fengið í hend- ur, kemur fram að það er fyrirtæk- ið sjálft sem óskar eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta. í forsend- um úrskurðarins segir m.a. eftirfar- andi: „Þá er vísað til þess að fyrirtæk- ið hafi allt frá stofnun þess átt í rekstrarörðugleikum. Þó hafi fyrir- tækið verið eitt af sex laxeldisfyrir- tækjum sem stjórnvöldum hafi á árinu 1991 þótt ástæða til að halda lífi í og hafi fyrirtækið þá fengið fjárstuðning frá hinu opinbera. Tap félaganna hafi þó stöðugt farið vaxandi frá ári til árs, sbr. fram- lagða ársreikninga, og hinn 20. október sl. hafi stjórnvöld síðan hafnað beiðni fyrirtækisins um stuðning við reksturinn. í ljósi alls þessa hafi stjórn félagsins ekki séð sér annað fært en að krefjast gjald- þrotaskipta . . .“ Síðar segir. í úrskurðinum að samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir- tækisins 01.01-30.06.94 hafi eigið fé þess verið neikvætt um tæpar 60 milljónir króna. Jarðstöðvar France Telecom Huti almenna fjarskiptanetsins FRANCE Telecom, sem selur Visa íslandi aðgang að heimilda- og greiðsluskiptakerfi Visa Internat- ional um jarðstöðvar og gervi- hnetti, sótti um leyfi til að veita þessa þjónustu til samgönguráðu- neytisins og var umsókn fyrirtækis- ins sú fyrsta sem ráðuneytið af- greiddi eftir nýjum fjarskiptalögum. Fyrirtækið keypti jarðstöðvarnar og seldi Pósti & síma þær fyrir mála- myndaverð, eins og greint var frá í blaðinu í gær, en stofnunin hefur samkvæmt lögunum einkarétt á að eiga og reka almennt ijarskiptanet hér á landi. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, segir að við afgreiðslu umsóknar- innar hafi verið leitað álits og sam- starfs víða. Skiptar skoðanir voru um það hvort stöðvarnar væru fjar- skiptanet eða búnaður til að veita Ijarskiptaþjónustu. Niðurstaðan hafi orðið sú að þær væru hluti af íjarskiptanetinu. Hins vegar hafi ekki verið umdeilt að um leið og France Telecom seldi þjónustuna þá væri hún ekki lengur til einka- nota. Samkvæmt lögunum má ekki veita leyfi til að veita slíka þjónustu nema til eigin nota, ekki í atvinnu- skyni. Ragnhildur segir að mikil um- ræða um fjarskiptamál sé í gangi og stefnan sé öll að opna fyrir sam- keppni á þessu sviði. Hún tekur sem dæmi að fyrir liggi samþykkt Evr- ópusambandsins um að talsíma- þjónusta skuli gefin frjáls frá og með árinu 1998. Aðspurð um það hversu miklum breytingum þessi mál hafi tekið hérlendis með nýjum fjarskiptalög- um sagði Ragnhildur að í stuttu máli mætti segja að gömlu lögin hafi bannað allt nema það sem sér- staklega var leyft en nýju lögin leyfi allt nema það sem sérstaklega sé bannað. <íí c© e * .7." j Cb 'J M Hamingjan sanna Karíbahafseyjan Aruba Karíbahafseyjan Aruba er stórkostlegur valkostur fyrir íslenska sólarlandafara. Drifhvítar strendur, safírgrænn sjórinn, gestrisni og hollenskt hreinlæti, auk margra fyrsta flokks gisti-og veitingastaða. Aruba er ein af-syðstu eyjum Karíba- hafsins, nánar tiltekið hluti af Hollensku Vestur-Indíum. Aruba liggur 15 mflur undan strönd Venezuela. Hún er í hitabeltinu, nálægt miðbaug, þar sem veðurfar er stöðugt eða 26-32°C árið um kring og nætur jafn hlýjar og dagar. Vegna hins þurra loftslags er lítið um skordýr. Efnahagslíf Aruba stendur með miklum blóma, atvinnuleysi er óþekkt og glæpir afar sjaldgæfir. Verð frá: 88.365 kr. m.v. 2 fullorðna og 2 böm 2ja-11 ára. (1 nótt í New York og 14 nætur í Grand Suites á La Cabana. íbúð með garðsýn, einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baöherbergi.) Allir skattar innifaldir í báðum verðdæmum nema flugvallarskattur á Aruba sem er $ 12.- pr. mann. URVAL UTSYN Tryggittg fyrir gæbum ! Úrval ÚtAýo Lágmúla 4: nm1699 300 • Hafrrarfirók simi 65 23 66 • Keflavtk: simf 111 GSO <3)^0 ©)£> 0)^0 <3)«0 <3>GÍ> <3)íí> © Þakkargjörð 2.790 kr. Hið árlega Þakkargjörðar- hlaðborð [Thanks giving) verður dagana 24.nóv.-2 7. nóv. frá kl. 19.00 öll kvöld. ólahfaðborð (kvöld) Jóla- hlaöborö (kvöld) 2.790 kr. Frá föstudeginum 2. tif 23. desember. Það er alkunna að öllu glæsilegri gerist þau ekki, því matreiðslu- og köku- gerðarmenn Perlunnar fara hreinlega á kostum.____ Jóla- hlaöborö ólahlaðborð (hádegí) 16. 17. og 18. des. bjóðum við fjölskyldunni að gera sér dagamun í hádeginu gegn vægu verði. 2.400 kr. og____ 1.000 kr. fyrir börn yngri en 12 ára. Skötu- og saltfisks- hlaöborö 2.200 kr. ötu- og sakfiskshlaðborð Ilmandi sælkeramatur í hádeginu á Þorláksmessu. Kóramót aílar hefgar í desember ÁF þessu má sjá að ferð í Perluna er ævintýri út af fyrir sig._•_____________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.