Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 9
4 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 9 164 kr. á dag koma sparnabinum í lag! ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Þab þarf aðeins 164 kr. á dag til að spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður með að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Ert þú búin(n) að spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift ab spariskírteinum ríkissjóðs. ^TiVUNV Sljórnarandstaðan á Alþingi Efasemdir um meiri- hluta stj órnarimiar HALLDÓR Ársgrímsson formaður Framsóknarflokks lét í ljósi efa- semdir á Alþingi í gær um að ríkis- stjórnin hefði meirihluta þingmanna á bak við sig. Bæði sjávarútvegsráð- herra og umhverfisráðherra fullyrtu hið gagnstæða en þeir voru einu ráðherrarnir á þingfundinum. Halldór óskaði við upphaf þing- fundar í gær eftir því að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og starfandi forsætisráðherra staðfesti að ríkisstjórnin hefði meirihluta á bak við sig. Hann sagði að fyrrver- andi félagsmálaráðherra hefði borið nokkuð þungar ásakanir í garð nú- verandi ráðherra. Þá hefði Eggert Haukdal þingmaður Sjálfstæðis- flokks ítrekað lýst því yfír að hann hefði ekki traust á ákveðnum ráð- herrum og undirbyggi jafnvel sér- framboð. Vilji Alþingis skýr Þorsteinn Pálsson sagði að breyt- ingar hefðu orðið á ríkisstjórninni sl. laugardag en Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur stæðu áfram að stjórninni. Hún nyti því enn stuðn- ings meirihluta Alþingis. Hún fylgdi enn sömu stefnu og þingmenn gætu því vænst þess að þingstörf gengju áfram fyrir sig með eðlilegum hætti. Halldór sagðist ekki hafa sann- færingu fyrir meirihluta ríkisstjórn- arinnar þrátt fyrir orð Þorsteins og vildi vita hvað Ossur Skarphéðinsson umhverfisráðherra segðu um málið. Sagðist Halldór telja að margt hefði komið fram í orðum þingmanna Al- þýðuflokksins sem benti til þess að stuðningur við fjárlagafrumvarpið væri óviss. Þorsteinn sagði að stjórn- arandstaðan hefði látið reyna á það með vantrauststillögu hvort stjórnin nyti meirihluta og sú tillaga hefði ekki náð fram að ganga því meiri- hluti Alþingis vísaði henni frá. Með því væri meirihlutavilji Alþingis skýr. Össur Skarphéðinsson sagðist vita að ríkisstjórnin hefði meirihluta en ef Halldór efaðist um það yrði hann að leggja fram vantrauststillögu aft- ur. Finnur Ingólfsson þingmaður Framsóknarflokks spurði þá hvort kannað hefði verið sérstaklega í þingflokki Alþýðuflokks. hvort allir þingmenn hans styddu ríkisstjórnina eftir síðustu breytingar. Össur sagði að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að einhver þingmaður Alþýðuflokks hefði látið af stuðningi við ríkisstjórnina heldur þvert á móti. Eggert Haukdal sagðist því miður ekki hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að borið hefði verið upp van- traust á utanríkisráðherra en kæmi slíkt til atkvæða myndi hann styðja það. Franskar útislár með skinnkraga. TESS Aeásí viö Dunhaga, m'mi 622230 Fáksfélagar Aðalfundur hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félagsheimilinu miðvikudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Lagabreytingar. Venjuleg aðaifundastörf. Stjórnin. - kjarni málsins! Hotel Island kynnir skemmtidagskrana ÞÓ LÍÐIÁR OG ÖLD BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yfir dagsverkió sem dægurlagasöngvari á hljómplötum í aldaríjórðung, og við heyrum nær 60 lög frá glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga Aukasýning 18. nóv. Næstu sýningar: . '\€» Gestasöngvari: * SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓT™ Leikinynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljómsveitarstjórn: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásarnt 10 manna hfjómsveit Kynnir: , JÓN AXEL ÓLAFSSON Danshöfundur: HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar úr BATTU ílokknum Hyómar og Lónlí Blú Bojs leikafyrir dansi eftir sýningu. 19. nóv. 26. nóv. 3. des. 10. des. og 17. des. Matseðill Forréttur: Sjávarréttafantasía Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi Eftirréttur: Franskur kirsuberja ístoppur Verð kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.SOO Borðapantanir í síma 687111 Sértilboð á gistingu, sími 688999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.