Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 15
■ ________ A ■—1T11...1" Flugfélög SAS lækk- ar viss fargjöld SAS-flugfélagið hefur lækkað lægstu fargjöld til 55 staða um 17-27% með vissum skilyrðum. Miðana verður að kaupa frá og i með deginum í dag til áramóta og nota verður þá í ferðum frá 9. jan- úar til 27. marz. Ef þeir gilda fyr- ir tvo verður að nota þá um helg- ar. Böm undir 18 ára aldri fá miða á hálfviðri. ALMENN TÖLVUEIGN EYKST I EVROPU Tölvuframleiðendur, símafyrirtækin og fjölmiðlafyrirtæki telja markaðinn fyrir margmiðlunarbúnað eiga eftir að stóreflast á næsta áratug samfara þvi að Evrópubúar tengist „upplýsingahraðbrautinni". Heimilimeð: DSjónvarp □ Einkatötvu Q Margmiðlunartölvu A evrópa bandabíkin Bílaiðnaður Vörubílar tryggja Volvo methagnað Stokkhólmi. Reuter. HAGNAÐUR sænsku Volvo-bíla- verksmiðjanna jókst fyrstu níu mán- uði ársins í 1.7 milljarða dollara, sem er mesti hagnaður sænsks fyrirtækis er um getur að sögn sérfræðinga. Hagnaðurinn jókst í 12.7 milljarða sænskra króna úr 1.1 milljarði á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar höfðu yfirleitt búizt við að hagnað- urinn mundi aukast um 13 milljarða s.kr. Hagnaðurinn jókst vegna aukinn- ar markaðshlutdeildar og vaxandi veldis vörubfladeildar Volvo. Rekstr- arhagnaður þeirrar deildar nam 2.7 miljörðum s.kr., sem er nær fimmt- ánföld aukning miðað við fyrstu níu mánuðina 1993. Hagnaður fólksbíladeildar jókst um 1.95 milljarða s.kr. Fólksbílasala jókst um 18% í 269,000 bíla. Stórbætt afkoma stafar að miklu leyti af aukinni sölu á öllum mörk- uðum, sem leiddi til mikillar afkasta- getu. Aðhaldsaðgerðir og flot krón- unnar höfðu líka sitt að segja. Hlutdeild úr 12% í 15,5% „Þessi verulega aukning stafaði af uppgangi á heimsmarkaði og mjög mikilli eftirspum eftir nýjum FH-vör- flutningabflum," sagði Sörren Gyll aðalframkvæmdastjóri. Hlutdeild Volvo á Evrópumarkaði þungaflutn- ingabfla jókst í 15.5% úr 12% og gert er ráð fyrir að hlutdeildin á heimsmarkaði slíkra bíla aukist um 15% í ár. Nýjasta tízka af öskuhaugunum París. Reuter. NÝJASTA tízkan í París kemur beint af öskuhaugunum. Lítið franskt fyrirtæki, kennt við Charles Dubourg, hefur komið fram með úrval af peysum úr notuðum plastflöskum. Aðeins 27 venjulegar franskar eins og háifs lítra vatnsflöskur fara í eina peysu. Að sögn fram- ieiðenda veita peysur af þessu tagi aukna vemd gegn regni og kulda og eiga þvi að henta veiði- mönnum, fiskimönnum og öðrum þeim sem era mikið úti við. Driffjöður framtaksins er RHOVYL, framleiðandi trefja úr plastefni, sem er notað í hljórnplöt- ur, til að húða málmrör, á gólf og í regnfatnað. Fyrirtækið hefur bækistöð i heilsulindarstaðnum Bar-Ie-Duc í Norður-Frakklandi. Fyrir atbeina plastiðnaðarfyr- irtækja hefur heilmiklu verið safnað af notuðum vatnsflöskum úr gensæju plastefni í Frakklandi. Pökkunarfyrirtæki greiða 1 cent- ime fyrir hverja flösku og iðnfyr- irtæki 1,500 franka fyrir eitt tonn af plastúrgangi. Önnur fyrirtæki taka við efninu og endurnota plastið. Endurunnum flöskum í Frakk- landi hefur fjölgað úr 120 milij- ónum 1991 í 200 milfjónir 1994 og stefnt er að því að safna 600 milljónum 1996. Swissair MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 15 VIÐSKIPTI Margmiðla sjón- varp frá Toshiba Wayne, New Jersey. DÓTTURFYRIRTÆKI japanska fyr- irtækisins Toshiba í Bandaríkjunum, Toshiba America Consumer Products, hefur skýrt frá því að það sé að setja á markað fyrsta sjónvarpsviðtækið sem sérhannað er fýrir margmiðlun- artæknina og verður m.a. búið 20- tomma skjá auk þess að geta getið tekið á móti 181 sjónvarpsrás. Fyrirtækið sem er með bækistöðv- ar í Wayne, New Jersey, tilkynnti síðla mánudags að það væri að setja á markað TIMM — ( Toshiba Inte- grated Multimedia Monitor), sem væri þannig út garði gerður að hann gæti unnið hvers kyns gagnvirku margmiðlunarumhverfi, þar á meðal notað CD-ROM geisladiska og allar gerðir sjónvarpsleikja. Fyrirtækið staðhæfir að búnaðurinn muni bjóða upp á mjög skýra mynd til að fullnýta alla möguleika margm- iðlunarefnis og sjónvarpsleikja með hágæðaupplausn myndar. Toshiba segir að TIMM skjárinn verði kominn á markað í apríl 1995, og að áætlað verð verðu í kringum 999 dollarar. / VIKUTILBOÐ Nýi matseðill í ' hverri viku! flOÁRN Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK • SíM1: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 valið bezta flugfélagið Ziirích. Reuter. I SWISSAIR hefur verið valið bezta " flugfélag heims í skoðanakönnun í ) ferðaritinu Conde Nast Traveler í New York. Áskrifendur að ritinu eru 900,000, en 34,000 tóku þátt í könnuninni. Swissair fékk fyrsta sætið fyrir stundvísi og meðhöndlunm á far- angri. í öðru sæti var Singapore Airlines, samstarfsaðili Swissair. Fleiri viðurkenningar ^ í síðasta mánuði fékk Swissair ™ viðurkenningu viðskiptatímarits í ^ Bandaríkjunum, Incentive. Félagið var valið „flugféiag ársins“ í Frakk- landi og í síðustu viku hlaut það ít- ölsk verðlaun fyrir beztu þjónustu á stuttum og meðallöngum leiðum. t- uafeláttirt a- t_. v \)6tu nmm FT4220 Ijósritunarvél - Þessi netta Áreiðanleg Ijósritunarvél meö mjög mikla möguleika, svo sem aö Ijósrita beggja vegna á pappírinn. Auto- Hart wachs Þessi vél er „umhverfisværí1 'rétt'L % SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVÍK ,__ , , SlMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 Ot_ ÓWON 1006-9M D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.