Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Þjóðaratkvæðagreiðslan í Noregi Tugmilljónir á dag í kosn- ingabaráttuna TÆPAR tvær vikur eru nú þar til Norðmenn ákveða í þjóðaratkvæða- greiðslu hvort að þeir vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu. Er búist við að stuðningsmenn og and- stæðingar aðildar muni eyða um 2 milljónum norskra króna, eða rúm- lega tuttugu milljónum íslenskra króna, í kosningaauglýsingar á dag. Nú er á vegum stuðningsmanna aðildar verið að setja allt að 4.000 auglýsingaskilti um allan Noreg og um 1.000 skilti á vegum ESB-and- stæðinga. Samtök stuðningsmanna hafa mun meira ljármagn undir höhdum og hljóðar fjárhagsáætlun þeirra fyrir síðustu tvær vikumar upp á tæpar tuttugu milljónir norskra króna. Andstæðingar verða að láta sér 4,5 milljónir duga. Já-mennirnir benda þó á að þetta gefi nokkuð villandi mynd af fjára- ustrinum þar sem nei-mennirnir hafi rekið harða barátta allt frá því í sumar en stuðningsmenn aðildar aftur á móti ákveðið að leggja mesta áherslu á síðustu vikurnar. Heildarfjárhagsáætlun nei- manna fyrir kosningabaráttuna hljóðaði upp á 42 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess NHO, heildarsamtök norska at- vinnulífsins, hafa veitt samtökum aðildarsinna styrki upp á samtals 63-64 milljónir norskra króna og að auki notað 10-12 milljónir vegna baráttunnar innan samtakanna. Fallast í faðma INGVAR Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar og Margareta Winberg landbúnaðarráðherra voru á öndverðum meiði í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um ESB. Carlsson var í forystu stuðnings- manna og Winberg í forystu andstæðinga. Þrátt fyrir það gátu þau þó fallist í faðma er úrslitin lágu fyrir. ESB-aðild Finna stað- fest á föstudag Reuter TÍU af 18 leiðtogum APEC-ríkjanna stilltu sér upp fyrir ljósmyndara fyrir utan Bogor-höllina í gær. Yst til vinstri er Paul Keating, Astralíu; þá Hassanal, soldán í Brunei; síðan Jean Chretien, Kanada; Eduardo ,Frei, Chile; Jiang Zemin, Kína; Hamish Macleod, Hong Kong; Kim Young-sam, S-Kóreu; Mahathir Mohamad, Malasíu; Bill Clinton, Bandaríkjunum, og gestgjafinn, Suharto, forseti Indónesíu. APEC-ríkin stefna að fullri fríverslun A-tímorsku námsmennirnir fá líklega hæli í Portúgal Bogor. Reuter. LEIÐTOGAR Kyrrahafsríkjanna ætla að stefna að fullu frelsi í við- skiptum og er miðað við, að síðustu tollmúrarnir verði horfnir árið 2020. Var það samþykkt á fundi APEC, Efnahagssamvinnuráðs Kyrrahafs- ríkjanna, í bænum Bogor í Indónes- íu í gær. í APEC eru 18 ríki jafnt í Ameríku sem í Asíu og standa þau undir helmingi heimsviðskipt- anna. „Við setjum markið hátt og vilj- um, að APEC ryðji brautina fyrir auknum heimsviðskiptum og frelsi í fjárfestingum," sagði í lokayfirlýs- ingu fundarins en stefnt er að því, að þróuðu ríkin innan APEC verði búin að fella niður alla tollmúra ekki síðar en 2010 og önnur 2020. Voru þessi ólíku tímamörk mála- miðlun að kröfu Kínveija og Malas- íumanna fyrst og fremst. Þá var einnig samþykkt að fara í einu og öllu og án tafar eftir niðurstöðu Úrúgvæ-lotu GATT-viðræðnanna. Námsmönnum tryggt hæli Suharto, forseti Indónesíu, las upp lokaályktun fundarins en hann var haldinn í skugga mikilla mót- mæla á Austur-Tímor gegn yfirráð- um Indónesa í landinu. Þá eru enn 29 a-tímorskir námsmenn á lóð bandaríska sendiráðins i Jakarta en þeir kröfðust þess upphaflega að fá fund með Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, eða Warren Christ- opher utanríkisráðherra. Sátu þeir báðir APEC-fundinn. Námsmennirnir hafa nú beðið um hæli í Portúgal en Austur-Tímor var áður portúgölsk nýlenda. Anibai Cavaco Silva, forsætisráðherra Portúgals, sagði í gær, að verið væri að vinna að því tryggja náms- mönnunum hæli í landinu. Clinton sagði á fréttamannafundi í Jakarta í gær, að íbúar á Austur-Tímor ættu að ráða meiru um sín eigin málefni. Kvaðst hann mundu ræða það við Suharto, forseta Indónesíu, á fundi þeirra í dag. APEC-ríkin eru 18 eins og fyrr segir, Ástralía, Bandaríkin, Kanada, Mexikó, Japan, Kína, Hong Kong, Tævan, Suður-Kórea, Indónesía, Brunei, Filippseyjar, Malasía, Singapore, Tæland, Papúa Nýja Gínea, Nýja Sjáland og Chile. Kosið til þings í Nepal Kjósendur stimpla við tréð, sólina eða trumbuna Kathmandu. Reuter. Reuter BIÐRAÐIR voru víða við kjörstaði í Nepal í gærmorgun en þegar lögreglumenn létu bambusstafinn falla gat kosningin hafist. Myndin er frá kjörstað í höfuðborginni, Kathmandu. • FINNSKA þingið hélt í gær áfram síðustu umræðu um aðild- arsamninginn við ESB. Talsmaður þingsins sagði að atkvæðagreiðsla um samninginn yrði næstkomandi föstudag. Skoðanakannanir meðal þingmanna sýna að nauðsynlegur meirihluti, þ.e. tveir þriðju þing- heims, sé fyrir hendi til að málið verði samþykkt. Sá möguleiki að komið verði í veg fyrir samþykkt aðildar er talinn úr sögunni eftir að Svíar samþykktu ESB-aðiId í þjóðaratkvæðagreiðslu. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins tapaði í gær máli, sem átta aðildarríki höfðuðu gegn henni fyrir Evrópudómstólnum. Framkvæmdastjórnin hefur hald- ið því fram að hún færi ein með framkvæmd utanríkisviðskipta- stefnu ESB, en aðildarríkin töldu að á sumum sviðum væri um sam- vinnuverkefni þeirra og fram- kvæmdastjórnarinnar að ræða, og þau ættu þess vegna, ásamt fram- kvæmdastjórninni, að skrifa undir samninginn um Alþjóðaviðskipta- stofnunina (WTO) sem á að setja á stofn um áramót. Dómstóllinn úrskurðaði að á sviði þjónustuvið- skipta og hugverkaréttinda væri framkvæmd utanríkisviðskipta- stefnu samvinnuverkefni aðildar- ríkjanna og framkvæmdasljórnar- innar. Úrskurðurinn mun greiða úr flækjum, sem komið hafa upp varðandi staðfestingu ESB á nýja GATT-samkomulaginu, en vekur spurningar um framkvæmd við- skiptastefnunnar í framtíðinni. • EVRÓPSKI fjárfestingarbank- inn mun lána Eþíópíu, Eritreu og Djibouti 16,8 milljónir ECU (1,4 milljarða króna) til þess að bæta fjarskiptakerfi milli ríkjanna þriggja. Lánið er veitt samkvæmt Lomé-samkomulaginu, sem kveð- ur á um margháttaða aðstoð ESB við ríki í Afríku, Kyrrahafi og Karabiska hafinu og bættan að- gang þeirra síðarnefndu að Evr- ópumarkaðnum. • ENDURSKOÐENDUR ESB skiluðu í gær árlegri skýrslu, þar sem því er haldið fram að grund- vallaraðhald skorti í fjármálum sambandsins, þar sem svindl og eyðsla grasseri. Einkum gagn- rýndu endurskoðendurnir land- búnaðarstefnu sambandsins, Evr- ópska fjárfestingarbankann (fyr- ir að leyfa ekki aðgang að sumum skjölum) og Evrópuþingið, sem hefur byggt sér þinghús fyrir 80 milljarða króna i Brussel, en held- ur áfram flesta fundi sína í Strassborg. Búizt er við að skýrsl- an verði vatn á myllu efasemda- mannanna í þingflokki brezkra íhaldsmanna, sem leggjast gegn samþykkt frumvarps um fjár- framlag Breta til ESB. Ríkis- stjórn Johns Majors hyggst hins vegar flýta afgreiðslu frumvarps- ins og The Independent segir að forsætisráðherrann muni telja atkvæðagreiðsluna um það jafn- gilda kosningu um traust á rikis- stjórnina. ALMENNAR þingkosningar voru í Nepal í gær, í annað sinn frá því bundinn var endi á alræði konungs- ins í Iandinu. Talið er líklegt, að stjórnarflokkurinn missi meirihluta sinn á þingi en líklega munu nokkr- ir daga líða áður en skýrt verður frá fyrstu tölum. Um 100.000 menn í öryggissveit- um ríkisins og herinn, sem er skip- aður 35.000 mönnum, gæta þess, að kosningarnar fari vel fram og var mikil biðröð við kjörstaði í gærmorg- un. Stimpla kjósendur á kjörseðilinn og við það flokksmerki, sem þeim iíkar best, tréð, sólina, plóginn, trumbuna eða hamarinn og sigðina svo nokkur séu nefnd. Nepal, sem liggur á milli tveggja fjölmennustu ríkja í heimi, Indlands og Kína, er eitt af tíu fátækustu ríkjunum og meðalárstekjur á mann aðeins rúmar'12.000 kr. Nepalski Kongressflokkurinn vann sigur í kosningunum 1991, fyrstu fijálsu kosningunum eftir að Birendra kon- ungur var neyddur til að afsala sér mestu af völdum sínum, en innan- flokksátök og ásakanir um spillingu urðu til þess, að Girija Prasad for- | sætisráðherra boðaði til nýrra kosn- inga hálfu öðru ári áður en kjörtíma- bilinu lýkur. Svipuð stefna Tvær helstu fylkingarnar í nep- ölskum stjórnmálum 'eru Kongress- flokkurinn, sem fékk 114 sæti af 205 í síðustu kosningum, og Eining- arsamtök Marx-Lenínista, sem fengu 81 þingmann. Þrátt fyrir rót- tækt heiti er stefnuskrá samtakanna svipuð stefnuskrá Kongressflokksins og leiðtogi þeirra, Man Mohan Ad- hikary, heitir að standa vörð um fjöl- flokkalýðræði og kapitalisma komist hann til valda. t I l i i f d ( £ t C c I I [ : í I ; i ; : 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.