Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG JÓNA MARELSDÓTTIR + Ingibjörg Jóna Marelsdóttir fæddist i Einars- höfn (Presthúsi) á Eyrarbakka 29. ág- úst 1925. Hún lést á heimili sinu í Reykjavík 8. nóv- ember síðastliðinn. Foreldar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir, f. 20. ágúst 1901, og Marel O. Þórarins- son, f. 9. mars 1898, d. 11. janúar 1981. Ingibjörg var elst þriggja barna þeirra. Bræður hennar voru Guðfinnur, f. 24. janúar 1927, d. 6. ágúst 1963, og Guðni, f. 30. september 1937, býr i Reykjavík. Ingibjörg giftist 16. desember 1944 eftir- lifandi eiginmanni sínum Frið- þjófi Björnssyni, f. 1. september 1920, fyrrv. fulltrúa í Véladeild Vegagerðarinnar. Börn þeirra eru: Sigríður, Kristjana, Gunn- ar, Björn og Sverrir. Barna- börnin eru tólf og barnabarna- börnin sjö. Ingibjörg vann m.a. í kjörbúð SS í Austurveri, í Samvinnubankanum og við hjúkrun á sjúkra- og endurhæf- ingardeild Borgarspítalans á Heilsuverndarstöðinni í 17 ár þar til í maílok 1992. Útför hennar fer fram frá Háteigs- kirkju í dag. MÉR er það einkar ljúft að minn- ast tengdamóður minnar og vinar Ingibjargar Jónu Marelsdóttur nokkrum orðum. í Prestshúsinu á Eyrarbakka ólst hún upp í faðmi sinnar indælu fjöl- skyldu fram undir tvítugt. Þá bar að garði ungan mann úr Reykjavík, Friðþjóf Björnsson. Felldu þau brátt hugi saman og giftu sig. Til Reykjavíkur fluttu þau og hófu sinn búskap á Hjallavegi og fluttu síðar í Fossvog. Þegar Ingibjörg var tuttugu og fjöguiTa ára höfðu þau eignast fimm börn, dæturnar Sigríði og Kristjönu Evlalíu og synina Gunnar Marel, Björn og Sverri. Ekki vantaði ungu hjónin áræði, kjark né dugnað þó ekki væri veraldar- auðnum fyrir að fara. Meðan þau bjuggu í Fossvogi var ráðist í hús- byggingu og reist framtíðarheimili í Heiðargerði 112. Aðstoð fengu þau við húsbygginguna frá ættingj- um og vinum og munaði heldur betur um hjálparhelluna Guðfinn Marelsson. Þau eru nú orðin þtjátíu og fimm árin síðan ég kom fyrst í Heiðar- gerðið. Eftir að við Sigríður giftum okkur hófum við okkar búskap uppi á lofti þar og bjuggum þar í sex ár á meðan við vorum sjálf að byggja. Má því segja að ég hafi kynnst þessu góða tengdafólki mínu fljótt og vel og mikils virði voru öll góðu ráðin og hjálpin sem við fengum frá þeim Ingibjörgu og Friðþjófl. Ég hef oft hugsað til allra þeirra glað- væru stunda sem við áttum með þeim og húsmóðurina sem hrók alls fagnaðar. Hún Ingibjörg var engum lík, alltaf kát, syngjandi og með glens og spaug á vör. Þessum eigin- leika hélt hún til hinstu stundar, en eins og allir vita er lífið ekki bara dans á rósum, það komu þung áföll á þessa fjölskyldu eins og þeg- ar Guðfinnur drukknaði aðeins þrjá- tíu og sex ára gamall eða þegar t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ANTHONY WINSTON PLEWS, Wealden, 113 Belle Hill, Bexhiil on Sea, Sussex, Englandi, lést á heimili okkar 12. nóvember. Útför hans fer fram 18. nóvember. Liija Jóhannsdóttir Plews, Jóhanna Plews, Robert Plews. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR FRÍMANNSDÓTTUR, Frostafold 4, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 17. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Ágústsson, Ágúst Karl Sigmundsson, Ágústína Ólafsdóttir, Frímann Kristinn Sigmundsson, Herdis Þorgeirsdóttir, Margrét Bára Sigmundsdóttir, Ingvi Th. Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR tlNIR GUÐMUNDSSON vélstjóri, Hörgsholti 3, Hafnarfirði, sem lést í Landakotsspítala föstudaginn 4. nóvember, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigurunn Konráðsdóttir, Guðmundur Einisson, Valgerður Gísladóttir, Óðinn Einisson, Laufey Gunnarsdóttir, Björk Einisdóttir, Valtýr E. Valtýsson, systkini og barnabörn. MIIMNIIMGAR Elliðaárnar tóku hann Friðþjóf Inga aðeins níu ára gamlan og þegar afi Marel féll frá. Hún var trúuð kona og sterk hún Ingibjörg, hún sagði við mig: „Við verðum að taka því sem að höndum ber, við getum hvort sem er ekki breytt því.“ Ingibjörg var ákaflega trú sínum heimahögum, Eyrarbakki skipaði sérstakan sess í hennar lífi, þær voru margar ferðirnar sem þau hjón fóru í heimsókn í Prestshús til þeirra ömmu Sigríðar og afa Mar- els eins og þau voru jafnan kölluð af fjölskyldunni. Eftir því sem árin liðu og börnin fóru að heimán eitt af öðru varð heimilishaldið í Heiðargerðinu létt- ara þá fékk hún rýmri tíma til að sinna eigin hugðarefnum og af nógu var að taka. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka, var söngelsk, söng í kórum um skeið og hafði gaman af veiðiskap og ferðalögum. Að því kom að Ingibjörg fór að vinna úti eins og algengt var eftir að hús- mæður höfðu komið börnum sínum á legg. Lengst og síðast starfaði hún við aðhlynningu sjúklinga á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Eignaðist hún þar sem annars stað- ar góða vini meðal sjúklinga og vinnufélaga. Kom sér vel í þessu starfi hennar létta lund og góða skap. Hef ég það fyrir satt að þeg- ar gamlir karlar gerðust erfiðir og úrillir var oft nóg að hún færi og talaði þá til, féll þá allt í ljúfa löð. Ásamt öllu öðru sem áður er sagt ræktuðu þau hjón sína fjöl- skyldu af alúð og umhyggju, enginn mátti fá kvef í nös eða meira, þá var hringt eða komið. Þau fylgdust ávallt vel með með barnabörnum og barnabarnabörnum, afi og amma Grós eins og krakkarnir kölluðu þau, voru vinir allra og allir voru vinir þeirra. Fyrir tæpu ári dró bliku á loft er Ingibjörg greindist með alvarleg- an sjúkdóm sem ágerðist hraðar en nokkurn hafði órað fyrir, kom henni þá til góða, ásamt okkur öllum hennar nánustu, hennar létta lund og ekki missti hún kjarkinn, hún var þess fullviss að hinum megin hitti hún þá ástvini sem á undan voru gengnir. Undanfarnar vikur hafa sýnt mér hvað þau Ingibjörg og Friðþjófur voru náin, hann hefur annast hana af einstakri natni og blíðu allan tímann, jafnt að nóttu sem degi. Já þær eru margar hetj- urnar í hversdagsleikanum, ein er hennar aldraða móðir, amma á Eyrarbakka, það er ótrúlegt hvað sumum er gefíð mikið þrek. Með Sérliieðingai* í blóiiiaslii'pyliiigiiin >ió öll la kila ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Erfklrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íidlegir salirogmjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR IÍTEL LOFTLEIIIR söknuði kveð ég þessa látnu heið- urskonu sem gaf okkur öllum svo mikið. Elsku amma og Friðþjófur, megi Guð að blessa ykkur og styrkja. Viðar Oskarsson. Elsku amma okkar er dáin eftir erfið veikindi. Okkur langar að minnast hennar í nokkrum orðum. Það eru mikil forréttindi að hafa átt að ömmu Grós, eins og við köll- uðum hana. Hún var einstök kona, góðhjörtuð og umhyggjusöm við öll barnabörnin sín. Hún bar hag okk- ar allra fyrir bijósti og gaf mikið af sér. Þegar við vorum litlar þótti okkur ákaflega gaman að fá að sofa hjá ömmu og afa í Heiðargerð- inu og þá var aldeilis dekrað við litlu stelpurnar. Amma og afi hafa alltaf fylgst vel með öllu sem við höfum verið að bralla. Var alltaf gaman þegar þau komu að hlusta á kórinn okkar syngja, eða horfa á okkur dansa. Oft sátum við með ömmu og kjöft- uðum um alla skapaða hluti og var mikið hlegið þá. Síðastliðin ár hafa amma og afí eytt aðfangadagskvöldi með okkur, og munum við sakna hennar sárt á næstu jólum. Elsku amma, við þökkum þér allar þær ánægjustundir sem við áttum saman, við vildum að þær hefðu getað orðið fleiri, en við vitum að nú líður þér vel. Elsku besti afi, missir þinn er mikill, en þú ert hetja í okkar aug- um, biðjum við guð að styrkja þig og varðveita. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Khalil Gibran). Birna Gyða, Hrafnhildur, Selma og Guðfinna Björg. í dag er til moldar borin hún elsku amma Grós eins og við systk- inabörnin kölluðum hana. Að morgni 8. nóvember síðastlið- ins barst mér sú sorgarfrétt að hún amma mín Grós hefði dáið þá um morguninn eftir erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Þegar ég hugsa til baka þá minn- ist ég þess hve gott var að koma til þeirra afa og ömmu í Heiðargerð- inu þegar ég gekk í skóla í Reykja- vík, alltaf var bros á vör og boðið upp á te og góða brauðið með osti. Oft kom ég til hennar þar sem hún var við vinnu á Heilsugæslu- stöð Reykjvíkur og var gaman að sjá hve nægrgætin og góð hún var við sjúklingana sem þar dvöldu, en þar starfaði hún í 17 ár. Eins man ég eftir öllum jólaboð- unum í Heiðargerðinu þegar allur barnahópurinn var kominn í heim- sókn og var þá glatt á hjalla, mikið borðað og dansað í kringum jólatré. Nú vitum við það öll að hún amma Grós er komin í guðsríki og þar var tekið á móti henni af Fiffó og öðrum fráföllnum ástvinum. Elsku afi Grós og langamma, ég vona að góði Guð styrki ykkur. Kveðja frá Hlín, Birni og Ingólfi Erni. Mig langar að kveðja hana ömmu Grós með nokkrum orð- um. Hún kallaði mig alltaf Rósin- rósin þegar ég var lítil, en ég stytti það í Grós sem festist við bæði ömmu og afa. Amma Grós var alveg einstök kona, hláturmild, skilningsrík og ráðagóð. Þegar ég var í MS var oft gott að koma í Heiðargerðið, fá heitt kakó og brauð með osti, og sitja og spjalla við ömmu um heima og geima. Það var alveg sama hvert umræðuefnið var, alltaf gat amma tekið þátt í því og gefið góð ráð. Aldrei gleymi ég svipnum á henni þegar ég tilkynnti henni að ég væri ófrísk og að hún yrði langamma aðeins 58 ára gömul, og mikil var gleðin þegar hann Árni Gunnar fæddist. Heimsóknum mínum til afa og ömmu Grós fækkaði þegar ég stofn- aði heimili sjálf og fleiri börn bætt- ust við, en aldrei stóð á þeim að kíkja inn með melónu eða aðra ávexti í poka handa börnunum mínum. Ég veit að þau eiga eftir að sakna hennar og eiga erfitt að skilja af hveiju amma Grós er ekki lengur hér. Elsku mamma, afi Grós, lang- amma og móðursystkini, fyrir hönd Halla og barnanna bið ég ykkur blessunar og bið Guð að geyma hana ömmu Grós. Ingibjörg. Hún Imba frænka er dáin. Minn- ingarnar streyma fram, og þar er ofarlega minningin um jólin hjá þér, Imba mín. Tilhlökkunin var mikil, að fara á hátíðina hjá þér og Fiffó. Alltaf tókuð þið svo vel á móti okkur. Það er gott að eiga góðar minn- ingar að orna sér við. Nú veit ég að þú hefur það gott, Imba mín, og þér líður vel. Ég kveð þig með þökk fyrir allt. Guð veri með þér, Fiffó minn, og ykkur öllum, sem eigið um sárt að binda. Ingunn. Leiðarlok á göngu lífsins er eigin- lega það eina sem við vitum fyrir víst að muni gerast, en gangan í lífinu sjálfu er oft grýtt og erfíð. Það varð Ingibjörg vinkona mín greinilega vör við, hún barðist allt síðasta ár við erfiðan sjúkdóm með miklum hetjuskap. Æskuástin hennar og eiginmaður, Friðþjófur Björnsson, stóð eins og klettur við hlið hennar á þessari þrautagöngu. Við Ingibjörg kynntumst á sjúkradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1976. Það var upphaf- ið á mikilli og góðri vináttu sem aldrei bar skugga á. Við skemmtum okkur konunglega saman, þó ekki væri nema af smásögum af barna- bömunum og hinu og þessu sem lífið býður upp á. Það voru líka mörg alvarlegri mál brotin til mergjar af okkur vinkonunum, við hringdum út og suður til að fá spurningum okkar svarað, í Orða- bók Háskólans, Náttúrufræðistofn- un og fleiri fyrirtæki. í mörg ár höfðum við hjá okkur á vinnustað hálfgerða aifræðiorðabók, en það var einn af sjúklingunum, Benedikt frá Hofteigi, sem átti svar við mörgu af því sem okkur lá á hjarta. Ingibjörg hafði áhuga á ótal rfiörgu. Hún var víðlesin kona, ljóð- elsk og tónlist unni hún. Ég héf aldrei kynnst nokkurri manneskju sem hafði jafnmikinn áhuga á fugl- um og hún hafði. Ertu búin að sjá lóuna? Nú er krían lögð af stað, sagði hún stundum. Það var mikill lærdómur fyrir mig að hlusta á þessi náttúruvísindi. Síðan voru mikilvægu „hænufetin" hennar Ingibjargar. Það var árviss tilhlökk- un að fylgjast með og gleðjast þeg- ar daginn fór að lengja, Við áttum margar góðar stundir á vinnustað okkar. Það var lær- dómsríkt að velta fyrir sér örlögúm sjúklinganna okkar, oft fórum við með áhyggjur af þeim heim þegar vinnudegi lauk. Meðal þeirra eign- uðumst við góða vini, okkur fannst við eiga þetta fólk, það var afar og ömmur, pabbar og mömmur og börnin okkar. Þegar dóttursonur minn, Guð- mundur, sex ára, frétti lát Ingi- bjargar, fór hann inn í rúmið sitt, því Guð heyrir best í honum þar. Hann bað Guð að hjálpa henni að rata fyrsta daginn. Ingibjörg var trúuð kona og kveið ekki umskipt- unum, það sagði hún mér sjálf, og fullviss var hún um leiðsögn hans „sem bylgjur getur bundið og bugað stormaher, hann fótstig getur fund- ið sem fær sé handa þér“. Við Stefán sendum frænda mín- um Friðþjófí, Sigríði móður Ingi- bjargar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Einnig leyfi ég mér að senda kveðjur frá Heiðu okkar sem var samstarfskona okkar öll árin á Heilsuverndarstöðinni. Guð blessi minninguna um góða konu, veri hún sjálf Guði falin. Hallfríður E. Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.