Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 39 I DAG SKÁK Umsjón Margcir Pctursson Þessi staða kom upp á atskákmóti PCA og Intel í París um helgina í viðureign Rússanna Valentíns Ar- bakovs (2.570) og Gary Kasparovs (2.800 — áætluð stig), PCA-heimsmeistara, sem hafði svart og átti leik. Arbakov lék síðast 31. Hdl- d7 í erfiðri stöðu. 31. - Rg3+! 32. Rxg3 (32. hxg3 — hxg3 er mát) 32. — hxg3, 33. h3 — De6 og Arbakov gafst upp því hann á ekki vörn við hótuninni 34. — Hxh3+. Hann sigraði í undankeppninni í Megeve en var svo óheppinn að mæta sjálfum Kasparov í fyrstu umferðinni í París. Arbakov var frægur fyrir að tefla hraðskák í skemmtigörðum Moskvuborgar á valdatíma kommúnista og þótti þá ekki til útflutnings. En nú eru breyttir tímar og ekkert vald þar eystra lengur sem hindr- ar rússneska kaffihúsaskák- menn í að leika listir sínar hvar svosem þeir vilja. 10 dagar í Disney-mótið Skráning hjá SÍ sími 689141 frá kl. 10-13. Pennavinir FIMMTÁN ára finnsk stúlka með mikinn tónlist- aráhuga: Heidi Kusmin, Kantelettarenkuja 1 C18, 00420 Helsinki 42, Finland. BANDARÍSKUR póst- kortasafnari vill bæta ís- lenskum kortum í safn sitt og senda bandarísk í stað- inn: Douglas L. Grant, 728 New York Ave. 23, Martinsburg, West Virginia, U.S.A. 25401. RÚMLEGA tvítug þýsk stúlka með margvísleg áhugamál: Michaela Ast, Castroper Str. 82, 45711 Datteln, Germany. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál. Kveðst langa mjög til þess að eignast pennavini eða -vinkonur á Islandi: Reiko Sogabe, 1528-5 Hayashi, Kurashiki-Shi, Okayama, 710-01, Japan. SEXTÁN ára bandarísk stúlka sem býr í 300 manna þorpi við Yukon ána' í Al- aska, með áhuga á íþróttum og útivist: AUison Demonski, P.O. Box 65015, Nulato, AK 99765, U. S.A. SAUTJÁN ára japönsk stúlka sem lengi hefur dreymt að eignast íslenska pennavini eða vinkonur: Kaoru Sumiyoshi, 483-4 Kamikawara- ya, Izumisano-city, Osaka, 598 Japan. Arnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, 17. nóvember, eiga fimm- tíu ára hjúskaparafmæli hjónin Kristín Ólafsdóttir og Haraldur Matthíasson, Stöng, Laugarvatni. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á morgun, gullbrúðkaupsdag- inn, frá kl. 17. ÁRA afmæli. í dag, 16. nóvember, er áttræð frú Þorsteina K. Jónsdóttir, Hanhóli, Bol- ungarvik. Hún tekur á móti gestum í sal Rafiðnað- armanna, Háaleitisbraut 68 milli kl. 15-18 laugardaginn 19. nóvember nk. ÁRA afmæli. í dag, 16. nóvember, er sjötug Guðrún Matthí- asdóttir, Spóahólum 14, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Anton Guðjóns- son. Þau taka á móti gest- um á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Eskiholti 21, Garðabæ, í kvöld eftir kl. 19.30. Ljósm. Myndás BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. apríl sl. í ísafjarð- arkapellu af sr. Magnúsi Erlingssyni Ingibjörg Friðþjófsdóttir og Finnur Þór Halldórsson. Heimili þeirra er í Múlalandi 12, Isafirði. Ljósm. Myndás BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 18. júní sl. í Þingeyr- arkirkju af sr. Kristni Jens Sigurþórssyni Nanna Björk Bárðardóttir og Steinar R. Jónasson. Heimili þeirra er á Fjarðar- götu 40, Þingeyri. Farsi STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur góða .forustiihæfi- leika og átt auðvelt með að vinna með öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) P* Gættu tungu þinnar í dag, og segðu ekki málgiöðum vini frá áformum þínum í fjármálum. Hafðu einnig hemil á eyðslunni. NdUt (20. apríl - 20. maí) Reyndu að komast hjá deil- um við ástvin út af smá- munum. Þú kannt vel að meta stuðning og hvatn- ingu gamals vinar í dag. Tvíburar (21.maí-20.júní) 4» Þú vinnur vel á bak við tjöldin í dag og átt auðvelt með að einbeita þér. Smá ágreiningur getur komið upp í vinnunni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þótt þig langi að skemmta þér í kvöld er óþarfi að eyða úr hófi. Þér berast kær- komnar fréttir frá fjar- stöddum vini. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þótt mikið sé að gera í vinn- unni í dag ættir þú ekki að láta það bitna á ástvini. Þú færist feti nær settu marki. Meyja (23. ágúst - 22. september) éi Þú ættir að varast tilhneig- ingu til að gera of inikið veður út af smámunum í vinnunni. Félagar veita þér góðan stuðning. V^g (23. sept. - 22. október) Þú átt auðvelt með að ein- beita þér og afkastar miklu í vinnunni í dag. Erfitt get- ur verið að ná samkomulagi um peningamál. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Rfe Þú þarft að sýna nærgætni og háttvísi í samskiptum við einhvern nákominn í dag. Ástvinir fara út að skemmta sér í kvöld, Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú kemur miklu í verk heima eða í vinnunni fyrri hluta dags, en verður fyrir einhverjum truflunum síð- degis. Gættu tungu þinnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vandaðu valið á þeim boð- um sem þú þiggur svo þú lendir ekki í hundleiðinlegu samkvæmi. Þú leysir vandamál lieima í kvöld. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh. Þú þarft að ljúka verkefni heima áður en þú ferð í innkaupin. Þú þarft að sýna þolinmæði í samskiptum við þann sem vill öllu ráða. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Viðbrögð við hugmyndum þínum geta látið á sér standa í dag. Ræddu málin við ráðgjafa sem getur vís- að þér réttu leiðina. Stjömusþdna d ad lesa sem dœgradvól. Spdr af þessu tagi byggjast ekki d traústum grunni visindalegra staðreynda. OKIFAX 450 Faxtæki fyrir heimilið og skrifstofuna Meðal eiginleika má nefna: • Sími og fax (sjálfskipting) • Símsvari innbyggður • 50 númer í minni • Ljósritun • Arkamatari • Skurður • Þægilegur í notkun OKI Tækrii til tjáskipta OKIFAX 450 er nú á kynningarverði kr. 49.900,- stgr. m. vsk. m Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 Rafhitaðir Stærðir: 15 - 2001. • Með hitastilli f • Öflug tæringarvörn Umhverfisvæn einangrun Sígilt útlit Hagstætt verð SINDRI - sterkur í verki BORGARTUNI 31 ■ SIMI 62 72 22 AEG lilbad meðan birgðir endast AEG undirborösofn 200 E-w • Undir- og yfirhiti • Grill Verð aðeins kr. 29.900 stgr. AEG helluborð frá kr. 17.576 stgr. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lógmúla 8, Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.