Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D tvtttmliffiMto STOFNAÐ 1913 263. TBL. 82. ARG. FIMMTUDAGUR 17. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lögregluaðgerðir vegna mesta fjármálahneykslis í sögu Færeyja Húsleit og handtökur vegna fjársvika við skipasmíðar Reuter Stjórnin fallin DICK Spring, formaður írska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í gær að flokkur hans gæti ekki lengur setið í ríkisstjórn Alberts Reynolds. Sagði Spring að hann gæti ekki tekið gilda afsökun Reynolds vegna skipun- ar Harry Whelehan ríkissak- sóknara í embætti forseta hæstaréttar. Whelehan hefur sætt harðri gagnrýni vegna meðferðar hans á máli er varð- aði kynferðislega misnotkun prests á barni. Greidd verða at- kvæði um vantrauststillögu á stjórnina í dag en Spring sagði að áður myndu ráðherrar hans fara úr stjórninni. Á myndinni má sjá Reynolds er hann mætti til þingfundar í gær. Þórshofn. Morgunblaðið. LÖGREGLAN í Færeyjum hóf í gærmorgun umfangsmestu lög- regluaðgerðir í sögu eyjanna vegna gruns um fjársvik í tengslum við skipasmíðar á síðasta áratug. Lög- reglumenn gerðu áhlaup á um 200 stöðum fyrst og fremst í Færeyjum en einnig í Danmörku og á Græn- landi. I öllum tilvikum er um að ræða mál sem tengjast Færeyjum eða Færeyingum. Tólf manns hafa þegar verið handteknir, þeirra á meðal lögfræðingar, útgerðarmenn, forstjórar og aðrir háttsettir menn. Yfirheyrslur stóðu enn yfir í gær- kvöldi og vildi lögregla ekki upplýsa hvenær mönnunum yrði sleppt úr haldi. Lögreglan sýndi mikla hörku í aðgerðunum. Einum umsvifamesta útgerðarmanni Færeyja, Jógvan Adolf Johannesen, sem situr á Lög- Aðgerðir lögreglunnar ná einnig til Danmerkur og Grænlands þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokk- inn, var í gær tilkynnt að ef hann léti ekki af hendi öll gögn varðandi skipin sín tvö yrði hann handtekinn og færður burt í járnum. Til þessa hefur athyglin fyrst og fremst beinst að tveimur skipa- smíðaverkefnum, togurunum Haugadrangi og Skálafjalli. í rétt- arhöldunum vegna þeirra mála voru ýmis önnur skipasmíðaverkefni nefnd til sögunnar og eru aðgerðir lögreglu í gær í framhaldi af því. Svik vegna fimmtán togara Til þessa hefur einungis ein skipasmíðastöð, Skála Skipasmiðja, verið staðin að fjársvikum í tengsl- um við skipasmíðar. Nú hefur Tórs- havnar Skipasmiðja bæst í hópinn. Lögregla gerði áhlaup á fyrirtækið í gær og hafði hundruð skjalamappa á brott með sér. Tengjast skjölin togurunum Stígarkletti og Hádegis- kletti, sem eru í eigu Jógvans Adolfs Johannesen. Þó að lögreglan hafi í gær ekki viljað tjá sig um málið leikur lítill vafi á því að um fimmtán togarar, sem smíðaðir voru á síðasta áratug, tengjast málinu. Það eina sem lög- regla hefur viljað upplýsa til þessa er að dómari hafí veitt húsleitar- heimild þegar þann 20. október og að búast megi við að gripið verði til frekari aðgerða í dag. Allir hinir handteknu eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr fær- eysku landsstjórninni, Skipasmíða- sjóði Danmerkur, bönkum og öðrum fjármögnunarfyrirtækjum. Felast svikin í því að ekki var sagt rétt til um hversu mikið eigið fé væri fyrir hendi. Færeyingum er mjög brugðið vegna lögregluaðgerðanna og var Þórshöfn sem lömuð í gærkvöldi. Óheppilegt Edmund Joensen lögmaður mun í dag hefja viðræður við dönsku ríkisstjórnina um efnahagslega og samfélagslega framtíð Færeyja. Hann sagði fréttirnar hafa komið færeysku samninganefndinni í opna skjöldu og að þetta gerðist á mjög óheppilegum tíma. íhaldssamir bandarískir þingmenn Repúblikanar reyna að fresta GATT Washington. Jakarta. Reuter. JESSE Helms, sem tekur við formennsku utanríkisnefndar öldungadeildar- innar þegar nýkjörið þing kemur saman í janúar, hefur ritað Bill Clinton Bandaríkjaforseta bréf og óskað eftir því að afgreiðslu frumvarps um GATT-samkomulagið verði frestað fram yfir áramót. Al Gore varaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að ef afgreiðslu málsins yrði frestað á Bandaríkjaþingi væri GATT-samkomulagið dautt. Ætlunin er að GATT-samkomu- Hann óttast það vald sem gerðar- lagið komi til lokaafgreiðslu á dómar stofnunarinnar fá til að Bandaríkjaþingi síðar í þessum mánuði. Helms segir að kanna þurfi betur kosti þess og galla fyrir bandarískt samfélag. „Fallist þú á það, herra forseti, fullvissa ég þig um að það mun greiða stórlega fyrir því að ég tryggi að afstaða ríkisstjórnarinnar í öllum þáttum utanríkismála njóti sannmælis og tekið verði tillit til hennar í störfum 104. þingsins," sagði í bréfi Helms til Clintons. Sömuleiðis hafa öldungadeildar- mennirnir og repúblikanarnir Larry Craig frá Idaho og Strom Thurm- ond frá Suður-Karólínu skrifað Bob Dole, leiðtoga nýja þingmeirihlut- ans, og óskað eftir seinkun á af- greiðslu GATT. Andvígir WTO Þeir leggjast gegn stofnun nýrrar viðskiptastofnunar, Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO), sem ætlað er að komi í stað GATT. Dole hefur ekki viljað segja hvort hann muni greiða frumvarpinu at- kvæði og látið í ljós fyrirvara við ákvæðið um WTO. skera úr um kærúr og ágreining er varða skuldbindingar GATT- samkomulagsins. I staðinn vill Dole að Bandaríkjamenn ráði sjálfir ferð- inni, að þeir setji á stofn nefnd eða stofnun til þess að yfirfara ákvarð- anir og niðurstöður WTO fyrir Bandaríkjaþing. Brýnasta verkefni þingsins Repúblikanar eru þó ekki sam- stiga í afstöðunni til GATT-samn- inganna því Newt Gingrich, vænt- anlegur forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ítrekað lýst stuðningi við GATT. Bill Clinton forseti hefur reynt að kæfa tilraunir repúblikana til þess að knýja fram frestun á af- greiðslu GATT-samkomulagsins. Hann sagði í gær, að gífurlegir hagsmunir væru í húfi fyrir Banda- ríkjamenn, GATT væri fyrsta skrefið í átt til þess að opna gífur- lega markaðl í Asíu fyrir banda- rískar framleiðsluvörur. Því væri það allra brýnasta verkefni þings- ins nú að afgreiða samkomulagið. Umdeilt frumvarp samþykkt Reuter ÞINGMENN óska Silvio Berlusc- oni f orsætisráðherra ítalíu til hamingju eftir að umdeildar til- lögur stjórnarinnar um skerð- ingu Iífeyrisgreiðslna voru sam- þykktar í atkvæðagreiðslu með 346 atkvæðum gegn 208. Ef til- lögurnar hefðu ekki verið sam- þykktar hefði stjórnin fallið. Ritstjóri Nordlys snýst gegn ESB-aðild Sinnaskiptunum fagnað Ósló. Morgunblaðið. ANNE Enger-Lahnstein, leiðtogi Miðflokksins og einn helsti forystu- maður Evrópuandstæðinga í Nor- egi, fagnaði því í gær að ritstjóri Nordlys, stærsta dagblaðs Norður- Noregs, hefði lýst yfir andstöðu við ESB-aðild. „Þetta hefur mikla þýð- ingu," sagði Lahnstein. Þá er einnig orðið Ijóst að Jens P. Heyerdahl, yfirmaður Orkla- samsteypunnar, tekur eindregið af- stöðu gegn ESB. Orkla er næst stærsta fjölmiðlasamsteypa Noregs og á meðal annars Dagbladet. Bæði ritstjórinn Ivan Kristoffer- sen og Heyerdahl byggja andstöðu sína á almennum ástæðum. Hey- erdahl leggur áherslu á að Norð- menn hafi yfirráð yfir atvinnufyrir- tækjum sínum en Kristoffersen seg- ist ekki vilja klofning þjóðarinnar í tvær fylkingar. Ritstjóri Nordlys hefur áður gagnrýnt sjávarútvegssamning Norðmanna við sambandið harðlega en til þessa hefur ekki verið ljóst hvort hann hygðist hvetja íbúa Norður-Noregs til að hafna aðild. Fyrir tveimur árum hvatti hann til að sótt yrði um aðild en segir nú að það hafi ekki jafngilt því að hann vildi aðild heldur viljað fá á hreint hvað Norðmönnum byðist. Skoðanakannanir í Norður-Nor- egi benda til að óákveðnir styðji nú í auknuni mæli aðild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.