Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f Elín Guðmundsdóttir komin heim eftir hjálparstarf í Zaire Hlúði að flóttafólki í opnu plastskýli ELÍN Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur skammtar graut í flóttamannabúðunum við Goma í Zaire. „ÞEGAR ég kom til Goma í Zaire í byrjun ágúst var enn mikill straumur flóttafólks frá Rúanda og fjöldi fólks dó vegna sjúk- dóma og vannæringar. Nú hefur þessi straumur minnkað og ástandið í búðunum batnað veru- lega,“ sagði Elín Guðmundsdótt- ir hjúkrunarfræðingur, sem kom til Islands á föstudag eftir þriggja mánaða starf á vegum Rauða krossins í flóttamanna- búðum skammt frá Goma í Zaire. Við Goma eru átta flótta- mannabúðir og þar eru samtals um 850 þúsund flóttamenn frá Rúanda, sem flúðu þaðan eftir að borgarastyrjöld braust þar út í sumar. Þegar straumurinn var mestur í júlí flúði ein milljón manna landið á þremur dögum. Hluti flóttamannanna hefur snú- ið heim á ný, en tugir þúsunda hafa látist í búðunum og hafa flestir fallið fyrir sjúkdómum. Matarskortur og sjúkdómar „Búðirnar sem ég starfaði í eru 28 kílómetra frá Goma,“ sagði Elín. „I byrjun ágúst var mikill matarskortur í búðunum og sjúkdómar og vannæring lögðu marga að velli. Fljótiega var skipulegri vatnsdreifingu komið á og þá dró fljótt úr mestu neyðinni. Fyrstu vikurnar voru þó veruiega erfiðar." Elín sagði að fyrstu vikumar hefði hún unnið í opnu plast- skýli, þar sem sjúku fólki var veitt læknisaðstoð. „Þaraa skutu alls konar farsóttir upp koilinum, kólera, blóðkreppusótt, malaría og heilahimnubólga. Fólkið var veikburða eftir langa ferð frá Rúanda, hungrað og vannært svo mótstaðan gegn sjúkdómum var iíta.“ Vonandi lífs að morgni Elín og aðrir hjálparstarfs- menn bjuggu I Goma og þurftu að yfirgefa búðirnar á kvöldin. „Við gátum ekki sinnt vöktum allan sólarhringinn og það var erfitt að þurfa að fara á kvöidin og geta ekkert gert nema vona að þeir sjúklingar, sem höfðu ekki fengið aðhlynningu, yrðu enn á lífi daginn eftir. En í búð- unum var spenna í lofti og tvisv- ar sinnum þurfti að senda okkur burt með hraði, því ástandið var svo óöruggt." Elín sagði að á siðari hluta dvalar hennar í Goma hefði verið búið að reisa þar spítala og að- staða öll verið miklu betri. „Þá vorum við þó enn að kljást við þessa sjúkdóma, en stríðssærðir voru fáir. Það kom að vísu fyrir að fólk væri sárt eftir sveðjur, en sár af völdum skotvopna voru fá. Þá þurftum við oft að sinna böraum sem stunduðu þann leik að hanga aftan í vatnsflutninga- bílunum, en misstu þvi miður oft takið og meiddust.“ Hjálparstarfsnienn sjálfir veikir Aðbúnaður hjálparstarfs- manna var ekki eins og best verð- ur á kosið. „Fyrstu tvo mánuðina bjuggum við mörg saman í tjöld- um á litlu svæði. Eldunaraðstaða var nyög léleg og við voram meira og minna með hita og nið- urgang þennan tíma. Það reyndi mjög á að vinna þegar veikindin herjuðu á, því við sluppum ekki við þau frekar en aðrir á svæð- inu.“ Annar íslenskur hjálparstarfs- maður fór til Zaire um leið og Elín, en það er Þór Daníelsson. Þór verður þar þrjá mánuði til viðbótar, en hann starfar við fæðudreifingu. Elín hefur tvisvar áður unnið í flóttamannabúðum, í Tælandi og í Kabúl í Afganist- an. Aðspurð um hvort hún ætli sér enn að halda utan svaraði hún að í hvert skipti sem hún hefði lokið slíku starfi hefði hún strengt þess heit að fara aldrei aftur. Hið sama væri upp á ten- ingnum nú, en af fenginni reynslu ætti hún vist aldrei að segja aldrei. Klipptaf hundruðum ökutækja LÖGREGLAN á Suðvesturlandi er þessa dagana að klippa númerplötur af bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til aðalskoðunar og ekki hafa verið greidd bifreiðagjöld og ábyrgð- artryggingar af. Átak lögreglunnar byijaði sl. sunnudag og hafa skráningarnúmer þegar verið klippt af hundruðum ökutækja. Lögreglan í Reykjavík hafði í gærkvöldi klippt af 150 ökutækjum frá því átakið hófst og lögreglan í Kópavogi af 120 ökutækjum. Hjá lögreglunni í Kópavogi feng- ust þær upplýsingar að nú rigndi inn beiðnum frá tryggingafélögum um að klippa skráningamúmer af þeim bifreiðum sem ekki hefðu verið greiddar af lögboðnar ábyrgðar- tryggingar. Væri það mjög alvarlegt mál vegna þess að tryggingafélögin felldu tryggingar úr gildi að ákveðn- um tíma liðnum. Þá er eigandi ótryggðs ökutækis ábyrgur fyrir tjóni sem hann veldur og ef hann er ekki borgunarmaður fyrir því þá situr tjónþoli uppi með það og á enga kröfu á hendur tryggingafélaginu. Um næstu helgi beinir lögreglan á Suðvesturlandi athyglinni sérstak- lega að þeim sem grunaðir eru um ölvun við akstur. ------» ♦ ♦----- Háriö sýnt í 70. skipti á laugardag Hátíðarfundur í tilefni gildistöku hafréttarsamníngs Sameinuðu þjóðanna á Jamaíka Hefur gr’íðarleg- áhrif á nýtingu auðlinda hafsins í GÆR hófst hátíðarfundúr á Jamaíka í tilefni gildistöku hafréttarsamn- ings Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður verður á morgun. Gunnar G. Schram prófessor situr fundinn sem fulltrúi utanríkisráðuneytis og flutti í gær ávarp fyrir hönd Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi samningsins sem sé „einn sá mikilvægasti sem gerður hefur verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn mun hafa gífurleg áhrif á friðsamlega nýtingu auðlinda hafsins um ókomna framtíð og koma „öllum þjóðum til góða“. Eyjólfur Konráð Jónsson um gildis- töku Hafréttarsáttmálans Ánægjulegt skref en mörg eru eftir EYJÓLFUR Konráð Jónsson alþingismaður segir ánægjulegt að Hafréttarsáttmáli Sam- einuðu þjóðanna sé nú kominn í gildi, en margt sé eftir óunnið í hafrétt- armálum íslendinga. „Ég hef haldið því lengi fram að við höfum í raun haft þau réttindi sem sáttmálinn veitir síðan við fullgiltum hann,“ sagði Eyjólfur Konráð, en hann tók þátt í gerð Hafréttar- sáttmálans á sínum tíma. Eyjólfur Konráð sagði að sáttmálinn tryggði hafs- botnsréttindi íslendinga á Reykja- neshrygg í 350 mílur þótt erfiðlega hefði gengið að fá íslensk stjóm- völd til að ganga eftir þeim réttindum. Skelfilegur seinagangur „í fjöldamörg ár hefur hefur verið skelfilegur seina- gangur á hafréttar- málum okkar, þótt við íslendingar hefðum verið frumkvöðlar í þeim málum á sínum tíma. Fullgilding Ha- fréttarsáttmálaris nú er tilefni til þess að taka málið um Reykjaneshrygg upp að nýju og sömuleiðis Hatton-Rockallhrygginn sem er eft- ir réttum lögum okkar eign miklu frekar en annarra á þessu svæði," sagði Eyjólfur. Eyjólfur Konráð Jónsson í ræðunni er gert grein fyrir að samningurinn hafi að geyma yfirgripsmiklar reglur um mikil- vægustu málefni varðandi hafið og veiti jafnt strandríkjum og landluktum ríkjum tiltekin réttindi yfir 70% af yfirborði jarðar. Síðasti hornsteinninn Samningurinn felur í sér reglur um siglingar á hafínu, um vemdun lífríkis hafsins og réttindi til nýt- ingar lífrænna og ólífrænna auð- linda hafsins innan 200 mílna efnahagslögsögu og á landgrunn- um. Með stofnun hafréttardóms- ins, með aðsetur í Hamborg, og alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar á Jamaíka verði síðasti homsteinn- inn lagður að árangursríkri fram- kvæmd hafréttarsamningsins. ísland fullgilti fyrst Gerð er grein fyrir því að ísland hefði fullgilt hafréttarsamninginn þegar árið 1985, fyrst allra vest- rænna ríkja, og var þar til nýlega eina vestræna ríkið sem það hafði gert. „Ástæðan fyrir hinni tíman- legu ákvörðun íslenskra stjóm- valda var einkum sú að við töldum afar mikilvægt að tryggja verndun lífríkis sjávar. Nýta verður auð- lindir hafsins á ábyrgan og sjálf- bæran hátt, með varúðarregluna ætíð að leiðarljósi. í hugum íbúa þjóðar, sem sé algjörlega háð nýt- ingu sjávarafurða og fái 80% af vöruútflutningstekjum sínum af nýtingu slíkra afurða, sem sé „hærra hlutfall en hjá nokkru öðru sjálfstæðu ríki í heiminum, þá er dagurinn í dag svo sannarlega mikið fagnaðarefni.“ Óeigingjarnt starf fárra manna Loks er lögð áhersla á að haf- réttarsamningurinn hefði aldrei litið dagsins ljós ef samfélag þjóð- anna hefði ekki notið „glögg- skyggni, óþreytandi og óeigin- gjarnra starfa tiltölulega fámenns hóps manna, sem leiddu gerð samningsins í gegnum langar og erfíðar samningaviðræður." Þar af leiðandi væri við hæfi að votta þeim virðingu sem áttu mestan þáttu í þessu starfí. Stórkostlegt framlag metið um ókomna framtíð í ræðu utanríkisráðherra segir: „Ég tel við hæfí þegar við minn- umst vel unnins verks að votta þeim virðingu okkar sem áttu mestan þátt í þessu starfí. Þeir voru margir, en ég mun aðeins nefna fáa þeirra á þessari stundu. Ég vil fyrst nefna starf okkar fyrsta forseta Shirley Amera- shinge sendiherra og Tommy Koo sendiherra, sem tók við af honum og leiddi starfíð til lykta á árang- ursríkan hátt. Ég vil einnig bæta við nöfnum tveggja afburða stjórnarerindreka og samninga- manna, þeirra Jens Evensen frá Noregi og Hans heitins Andersen sendiherra frá íslandi. Þeir höfðu meiri áhrif á atburðarásina en flestir aðrir og við metum stórkost- legt framlag þeirra að verðleikum um ókomna framtíð.“ Gestir orðnir yfir 30 þúsund SJÖTUGASTA sýningin á söngleikn- um Hárinu verður í íslensku óper- unni á laugardagskvöld. Áhorfendur eru orðnir rúmlega 30 þúsund. Balt- asar Kormákur leikstjóri staðfestir að sýningunni hafí verið sýndur áhugi erlendis frá. Ekki hefur hins vegar verið gengið frá neinum samn- ingum. Baltasar segir að aðsóknin hafí verið vonum framar. Sýningartíma- bilið hefði þegar verið lengt mjög mikið frá því sem fyrst var áformað en um áramót kæmi að því að óp- eran þyrfti á húsinu að halda og hætta yrði sýningum. Enn er ekki lát á aðsókn. Hann sagðist ekki vita til að jafn margir gestir hefðu komið á eina sýningu á jafn skömmum tíma og á Hárið, en það var frumsýnt í byijun sumars. Nefndi Baltasar í þessu sam- bandi að Kæra Jelena hefði fengið óvenju góðar viðtökur á Litla sviði Þjóðleikhússins á sínum tíma. Leik- ritið hefði verið sýnt 170 sinnum en vegna minna húsnæðis hefðu gestir einungis orðið 15.000 eða helmingi færri en á Hárinu. íslenska óperan tekur tæplega 500 gesti. ♦ ♦ ♦------ Loðnuskipin farin af svæðinu LOÐNUSKIPIN, sem verið hafa við loðnuleit norður af Langanesi, eru farin af svæðinu. Að sögn Erlings Pálssonar, stýrimanns á'Víkingi, er eingöngu eins árs loðna á svæðinu og þar að auki (takmörkuðu magni. Hann sagði að Víkingur hefði kastað tvisvar í fyrrakvöld og fengið lítið. Víkingur er nú á leið norður með landi í loðnuleit. Fimm eða sex skip héldu af stað þegar fréttir bárust af loðnu norður af Langanesi. Skipin köstuðu nokkr- um sinnum í fyrrakvöld, en í gær héldu þau flest af svæðinu. Reiknað er með að skipin hefji loðnuleit á hefðbundnum loðnu-miðum fyrir Norðurlandi og norður af Vestfjörð- um. I I I I » 1 V i C i f ga í I i I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.