Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skoðanakönnun Morgunpóstsins Alþýðuflokkurínn tapar sjö þingmönnum - fengi þijá i m Beta Interferon gefið við MS Ilíiííííilil i , m \u, m vW ^ \Wí' ---------SfGMu/v/C? Skítt með flokkinn, strákar, okkur tókst að tryggja okkur áframhaldandi stjórnarsetu. Fjallað um sjúkraliðadeiluna utan dagskrár á Alþingi 30 áraiigurslausir fundir á 14 mánuðum HALDNIR hafa verið 30 árangurs- lausir samningafundir í kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins á síðustu 14 mánuðum. Lausn virðist ekki í sjón- máli. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir að samningaviðræður liggi í reynd niðri. Það eina sem hefði komið út úr síðasta fundi hefði verið sam- komulag um að halda nýjan fund. Sjúkraliðadeilan var rædd utan dagskrár á Alþingi í gær að frum- kvæði Guðrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Kvennalista. Hún sagði ófremdarástand hafa skapast á sjúkrastofnunum, öldrunarheimil- um og einkaheimilum vegna verk- fallsins. Því væri mikilvægt að leysa deiluna sem fyrst. Guðrún gagn- rýndi afstöðu ríkisvaldsins og sagði: „Tilboð það um 3% launahækkun sem sjúkraliðum hefur verið boðið átti aðeins að gilda fyrir starfsfólk með fimm ára starfsaldur. Varla er svona tilboð sett fram í alvöru. Lægst launaða fólkið virðist ekkert hafa átt að fá.“ Ekkert gagntilboð Þorsteinn Pálsson, starfandi fjár- máiaráðherra, gerði grein fyrir gangi samningaviðræðnanna. Haldnir hefðu verið 30 samninga- fundir frá 20. september 1993. Fundað hefði verið daglega frá því verkfallið hófst, að fyrsta verkfalls- deginum undanskildum. I minnisblaði sem Þorsteinn fékk frá samninganefnd ríkisins. um gang viðræðnanna segir að krafa Sjúkraliðafélagsins um breytingar á launastiga sé óljós. Krafa sé gerð um sambærilegar hækkanir og aðr- ar heilbrigðisstéttir hafi fengið. Samninganefndin bendir á að stétt- irnar hafí fengið mismiklar hækk- anir. Samninganefndin segist hafa komið með málefnaleg viðbrögð við öllum sérkröfum sjúkraliða. Þorsteinn sagði að tilboð samn- inganefndar ríkisins um 3% launa- hækkun hefði ekki falið í sér neitt Morgunblaðið/Sverrir FJÖLMARGIR sjúkraliðar voru á þingpöllunum þegar rætt var um kjaradeilu þeirra utan dagskrár á Alþingi í gær. lokatilboð. Þess hefði verið vænst að sjúkraliðar kæmu með gangntil- boð, en það hefði ekki borist. Gagnrýnin á gang viðræðnanna Þingmenn sem tóku til máls lýstu skilningi á sjónarmiðum sjúkraliða og hvöttu til þess að deiluaðilar gerðu sitt ýtrasta til að ná samning- um. Þingmenn lýstu furðu á að ekki skyldi vera búið að leysa deil- una á þeim 14 mánuðum sem við- ræður hefðu staðið yfír. Matthías Bjamason, alþingismaður og fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, sagði sorglegt að viðræður skyldu hafa staðið svo lengi án árangurs. Hann sagði að tilboð ríkisins um 3% launahækkun væri ekki til þess fall- ið að leysa deiluna. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, minnti á að byijunarlaun sjúkraliða í Noregi væru um 130 þúsund á mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða á íslandi væru 56 þúsund á mánuði. Rafmagnsveita Reykjavíkur 36 milljónir vegna rofa- búnaðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga að rúmlega 36 milljóna króna viðbótarsamningi við Tryggva Þór- hallsson rafverktaka um kaup á rofabúnaði fyrir Aðveitustöð 8. Samþykkt borgarráðs byggist á samþykkt stjórnar Innkaupastofn- unar. Stjórnin samþykkti að heimila samning við Tryggva, en nýi samn- ingurinn byggist á fyrra tilboði hans frá árinu 1991 í smíði rofabúnaðar fyrir Aðveitustöð 5. Þá var sam- þykkt að kaupa búnaðinn að undan- gengnu útboði og prófunum. raunhæf ástæða er til bjartsýni MS (Multiple Scler- osis) er sjúkdómur í miðtaugakerf- inu (heila og mænu). Hann kemur oftast fram hjá fólki á aldrinum 20 til 40 ára, einmitt þegar það er að klára nám, stofna fjölskyldu og eignast hús- næði og er helmingi al- gengara hjá konum en körlum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru oftast væg og hverfa af sjálfu sér. Þau geta t.d. verið doði í fæti, sjóntruflanir eða máttleysi. Sjúkdómur- inn kemur fram í köstum, sem eru mis slæm. Ein- kenni ganga oft til baka á nokkrum vikum og getur sjúkdómurinn legið niðri í vikur, mánuði eða jafnvel mörg ár. Tæplega 300 manns eru nú með MS á íslandi. Hvað veldur einkennunuin? „Orsök MS er mjög fiókin og ennþá hulin en þrátt fyrir það eru margar sterkar vísbendingar. Nýj- ar og flóknar rannsóknaraðferðir sýna fram á samspil nokkurra erfðaþátta sjúklings, sem gera hann næman fyrir umhverfisþætti eða -þáttum og setja af stað ónæm- isbólgubletti víðsvegar í miðtauga- kerfinu. Þessir blettir byija með leka á vökva og bólgumyndandi efnum í gegnum smáar heilaæðar og inn í heilavef, síðan fylgir niður- brot á taugaslíðri sem umkringir taugaþræði. Þetta veldur því að taugarnar geta ekki borið tauga- boð, þeim seinkar og stoppa jafn- vel alveg. Bólgan getur gengið til baka á nokkrum vikum og skilur eftir sig örvef. Þetta endurtekur sig oft í gegnum árin og orsakar einkenni sjúkdómsins." Hvernig greinist MS? „Oft er erfítt að greina MS vegna þess að fyrstu einkenni geta verið svo væg að sjúklingurinn leit- ar ekki einu sinni Iæknis. Þá er oft erfitt að tengja ólík einkenni sem koma fram með löngu milli- bili og þess vegna getur greining tekið mörg ár. Við greiningu er tekið mið af merkjum um skaða í miðtaugakerfinu, þ.e. einkennum eins og dofa eða máttleysi, og ferli sjúkdómsins en ólíkt því sem ger- ist með aðra taugasjúkdóma koma einkenni og fara án fyrirvara hjá fólki með MS. Síðustu ár hefur segulómunartæki verið notað í auknum mæli til að fylgjast með breytingum á ónæmisbólgublett- unum í miðtaugakerfinu og hefur notkun tækisins aukið verulega skilning á sjúkdómnum." Hvernig er sjúkdómurinn með- höndiaður? „Það hefur aldrei verið til með- ferð við MS sem fækkar köstum eða minnkar fötlun. Meðferð hefur aðaHega falist í lækn- ingu aukakvilla, auk- inni þekkingu á endur- hæfíngaraðferðum og aðgangi að fullkomnari hjálpartækjum. __________ Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir um að orsök eða lækninf MS sé fundin en þær hafa því miður ekki reynst á rökum reistar og ekki orðið til annars en að vekja falskar vonir hjá fólki. Nú er hins vegar í fyrsta skipti komið fram lyf sem hefur áhrif á gang sjúkdómsins. Það heitir Beta Interferon og hefur verið rannsak- að í nokkur ár, m.a. á MS-sjúkling- um. Þær rannsóknir benda til að lyfið fækki köstum og mildi þau.“ John E.G. Benedikz ►JOHN E.G. Benedikz fæddist í Reykjavík árið 1934 en ólst upp í Englandi. Hann stundaði nám í Iæknisfræði við St. Barth- olomew’s Hospital í London og Háskóla íslands, sérnám í taugalækningum í Manchester á Englandi. John hefur stundað rannsóknir á MS í samvinnu við ýmsa fræðimenn, aðallega Hallgrím Magnússon, héraðs- lækni á Grundarfirði. Sambýl- iskona Johns er Rósa Marinós- dóttir rannsóknarmaður. Byrjað verður að nota lyfið hérlendis á næsta ári Hvers konar lyf er Beta Interfer- on? „Beta Interferon verður til í mannslíkamanum til að verjast vír- ussýkingum. í framleiðslu lyfsins hafa þijár aðalleiðir verið farnar. Ein tegund þess er búin til úr B cóli bakteríum, önnur úr veíjum manna og sú þriðja úr eggjastokk- um kínverskra hamstra. Enginn veit fyrir víst hvernig Beta Inter- feron virkar umfram það að það bælir ónæmiskerfíð á margvísleg- an hátt og verndar sjúklinginn fyr- ir breytingum á því sem geta sett MS-kast í gang. Lyfíð er mjög dýrt í framleiðslu. Áætla má að ársskammtur fyrir hvern sjúkling kosti 1-1,5 milljón- ir króna á ári. Á móti verður þó að reikna með minni læknismeð- ferð og færri legudögum á sjúkra- húsum sem kosta mjög mikið. Mögulegur sparnaður af notkun lyfsins getur nurnið margföldum kostnaði vegna sjúkdómsins." En hvenær fara ísiendingar með MS að fá lyfið? „Við vonumst til að geta byijað að gefa lyfið hér á landi á næsta ári. Það krefst þó mikils undirbún- ings, samræmingar og samvinnu á milli lækna og það verður að fylgj- ast vel með sjúklingunum og meta árangurinn af lyfjagjöfinni með reglulegu eftirliti." John segir að vegna þess að engin lyf eða læknismeðferðir hafi hingað til reynst gagn- leg við að halda MS í skefjum þá séu læknar alltaf fullir efasemda. Aukaverk- anir sumra lyfja sem gefín hafí verið MS-sjúklingum hafi meira að segja verið alvarlegri en MS- einkennin sjálf. Nú telur John hins vegar að Ioks sé komið lyf sem hafi áhrif á framgang sjúkdómsins án alvarlegra aukaverkana ogjafn- vel vísirinn að því að fundin verði lækning við honum þótt ljóst sé að lyfið sjálft sé ekki endanlegt svar við ráðgátunni um MS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.