Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Betri sala á mjöli úr rækjuskel Framleiðslan verður aukin á Krossanesi eftir áramót Tískusýn- ing Teru LEÐURIÐJAN Tera á Grenivík efnir til sýningar á framleiðslu- vörum sínum á Góða dátanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. nóvember. Tera tók þátt í sýn- ingunni Lífsstíll 2000 sem fram fór í Perlunni í Reykjavík um liðna helgi þar sem kynnt var nýjasta hönnun leðuriðjunnar, töskur unnar úr íslensku lam- baskinni, steinbítsroði og fylgi- hlutum úr kindahorni. Einnig sýndi fyrirtækið sérhannaðan fatnað úr leðri og mokka. Norð- lendingum gefst nú færi á að sjá þessa sýningu á Góða dát- anum. VONIR standa til að framleiðsla á mjöli úr rækjuskel aukist um- talsvert hjá Krossanesverksmiðj- unni eftir áramótin í kjölfar þess að verksmiðjunni fer að berast meira hráefni til vinnslunnar. Um þessar mundir er framleitt úr 4-5 tonnum af skel á dag, en verk- smiðjan ræður við allt að 30 tonna vinnslu. Eftir að meira hráefni kemur til er búist við að framleitt verði úr um 60 tonnum af rækju- skel á viku. Mjöl úr rækjuskel hefut' verið unnið í Krossanesi í þijú ár eða frá því í nóvember árið 1991 og lengi vel var framleitt á lager. Þokkalega hefur gengið að selja afurðirnar nú síðustu misseri en þá fór að bera á hráefnisskorti að sögn Jóhanns Péturs Andersen framkvæmdastjóra. „Það stendur til bóta því fram til þessa höfum við eingöngu fengið skelina frá Stýtu á Akureyri en eftir áramót fáum við líka hráefni frá Söltunar- félagi Dalvíkur," sagði hann „Við höfum þraukað, framleidd- um lengi vel á lager en nú selst allt jafnóðum,“ sagði Jóhann Pét- ur. Helstu markaðssvæði eru í Noregi, Frakklandi og Bretlandi en mjöl úr rækjuskel er einkum notað í fiskafóður. Þrautseiga Verðið hefur verið frekar lágt og er enn ekki til að hrópa húrra fyrir, að sögn framkvæmdastjóra en vinnslan stendur þó undir sér og einnig taldi hann að líta bæri á þá umhverfisvernd sem henni fylgdi, í stað þess að fleygja rækju- skelinni í sjóinn væri verið að vinna úr henni nýtanlegar afurðir. Þá skapaði vinnslan einnig störf við verksmiðjuna. „Við vonum að með þrautseigu takist okkur að gera gott úr þess- ari vinnslu þannig að við höfum eitthvað upp úr henni,“ sagði Jó- hann Pétur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjúkraliðar á Akureyri hafa áhyggjur af breyttu stöðuhlutfalli Víkja smám saman fyrir hjúkrunarfræðingum Island og ESB ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norðurlands efnir til opins fundar í kvöld, fimmtudags- kvöldið 17. nóvember, á Hótel KEA. Rætt verður um stöðu íslensk sjávarútvegs og sam- band íslendinga við Evrópu- sambandið. Gestir fundarins verða Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra og Tómas Ingi Olrich alþingismaður. Minningar- tónleikar ROKKTÓNLIST verður í há- vegum höfð í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöld en þá koma fram þtjár ólíkar hljómsveitir á tónleikum; 26inchTv, Hún and- ar og Skrokkabandið. Sú fyrst- nefnda kemur fram í fyrsta skipti, en hinar hafa skapað sér nafn í tónlistarlífi bæjarins. Tónleikamir eru haldnir í minn- ingu Steinþórs Stefánssonar, rokkara og verða m.a. flutt lög eftir hann. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Bókakynn- ingu frestað AF ófyrirsjáanlegum ástæðum verður bókakynning sem vera átti í Deiglunni í kvöld færð til næsta miðvikudags, 23. nóv- ember. Svíar kynnast fjarkennslu ÍVMA FJARKENNSLA Verk- menntaskólans á Akureyri um tölvur hefur vakið verðskuld- aða athygli, en nú stunda um 50 manns nám við skólann en hver og einn situr heima hjá sér, hvort sem um er að ræða á Hornafirði, Grindavík eða ísafirði. Bytjað var á þessari kennslu í fyrra og boðið upp á einn áfanga í ensku, en við- brögð létu ekki á sér standa í haust þannig að 12 áfangar eru í boði nú. Þeir Boo Hever og Rolf Ehrenberg frá Gauta- borg í Svíþjóð voru í Verk- menntaskólanum á Akureyri þar sem þeir kynntu sér upp- byggingu fjarkennslunnar og hrifust mjög. Fyrirhugað er að bjóða upp á þennan mögu- leika í um fimm þúsund manna skóla á framhaldsskólastigi og með fullorðinsfræðslu þar í borg og væntanlega munu þeir sækja sér fyrirmyndir til Verkmenntaskólans í þeim efnum. Á myndinni eru Hauk- ur Ágústsson og Adam Ósk- arsson frá VMA í efri röð og Boo Hever og Rolf Ehrenberg sitjandi. SJÚKRALIÐAR á Akureyri lýstu áhyggjum sýnum í kjölfar breyttra stöðuhlutfalla á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri á fundi í fyrra- kvöld, áður mönnuðu sjúkraliðar um 60% af stöðum á deildum sjúkrahússins á móti 40% hjúkrun- arfræðinga en eftir breytingar sem nú hafa gengið í gegn eru hlutföll- in jöfn. Um er að ræða tilrauna- verkefni sem verður í gangi naestu mánuði. Fjölmennur fundur sjúkraliða í Starfsmannafélagi Ákureyrarbæjar var haldinn í fyrrakvöld þar sem farið var yfir breytingar á stöðuhlutföllum og staða kjaramála rædd. Arna Jakobína Björnsdóttir for- maður Starfsmannafélags Akur- eyrarbæjar, STAK,. sagði að sjúkraliðar hefðu óneitanlega áhyggjur af þeirri þróun sem í gangi væri. Verið væri að auka stöður hjúkrunarfræðinga á kostn- að sjúkraliðanna og fyndist þeim að sér þrengt. Þetta væri þróun sem ætti sér aðdraganda og hefði í raun gengið fyrir sig án þess að enn hefði verið gipið til uppsagna sjúkraliða. Undir högg að sækja • „Þetta er ansi erfitt mál og eðlilegt að sjúkraliðar vilji spyrna við fótum enda eiga þeir undir högg að sækja. Það er ljóst að sjúkraliðar hafa alla tíð starfað undir stjórn hjúkrunarfræðinga og bera ábyrgð á stöfum sínum gagnvart þeim. Þetta er stétt sem varð til þegar ekki var nægt framboð á hjúkrunarfræðingum en þar er að verða breyting á sem á sér ýmsar skýringar í kjölfar þess að Háskólinn á Akureyri er farin að brautskrá hjúkr- unarfræðinga og að hjúkr- unarfræðingar eru farnir að sækja á ný inn á sjúkrahúsin og að það hefur kreppt að á almennum vinnumarkaði koma þessi vandamál hjá sjúkraliðunum upp,“ sagði Arna Jakobína. Sjúkraliðar á Akureyri eru sem fyrr segir í STAK og því ekki í verkfalli líkt og félagar þeirra í Reykjavík. Þeir hafa haft á bilinu 3-7% hærri laun en sjúkraliðar í Reykjavík að sögn formannsins auk annarra réttinda sem ekki hafa verið metin í prósentum. Tilboð í vöruflutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur Kaupfélag Eyfirðinga óskar hér með eftir tilboðum í vöruflutninga félagsins milli Akureyrar og Reykjavíkur frá 1. mars 1995. Gera má ráð fyrir að á yfirstandandi ári muni heildar- vörumagnið sem, flutt er með bifreiðum milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, verða um 7.500 tonn. Nánari upplýsingar varðandi vöruflutningana gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi kaupfélagsstjóra, sími 30300. Frestur til að skila inn tilboðum er til 28. nóvember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélag Eyfirðinga. HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI Starf ráðgjafa Húsnæðisskrifstofan á Akureyri óskar eftir starfs- krafti í starf ráðgjafa. Umsækjandi þarf að vera töluglöggur, eiga auðvelt með að umgangast fólk og vera lipur í þjónustu. Æskilegt er að viðkom- andi hafi próf frá háskóla sem nýtist í starfinu. Laun samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar. Húsnæðisskrifstofan er reyklaus vinnustaður. Umsókn, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, Skipagötu 12, sími 96-25311, fyrir 23. nóvember nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.