Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Saddam vill fleiri hallir SADDAM Hussein, forseti ír- aks, kvaðst í gær ætla að halda áfram að reisa hallir og fleiri mannvirki til að egna Banda- ríkjastjórn til reiði þar til hún „deyr af hatri“. Þetta var svar Saddams við ásökunum Madeleine Albright, sendiherra Sameinuðu þjóðanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sagði að hann sólundaði fjármunum í hallir og forseta- bústaði meðan þjóðin þjáðist vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna. New York Times segir að írakar séu að byggja nýja forsetahöll sem sé fjórum sinnum stærri en Hvíta húsið í Washington. Skilorðsdóm- ur í Búkarest DÓMSTÓLL í Búkarest í Rúm- eníu skilorðsbatt í gær tveggja ára fangelsisdóm yfír breskum hjónum sem dæmd voru fyrir að kaupa barn og reyna að smygla því úr landi. Hjónunum var skipað að fara úr Iandi. Breska utanríkisráðuneytið fagnaði dómnum. Brenndu níu menn lifandi LÖGREGLAN 5 Pétursborg kvaðst í gær hafa handtekið 22 manns sem grunaðir eru um ýmsa glæpi undanfarin tvö ár. Þeir eru meðal annars sakaðir um mannrán og að hafa brennt níu fjármálamenn lifandi sem fundust í bifreið í mars. Gramm í for- setaframboð? REPÚBLIKANINN og öld- ungadeildarþingmaðurinn Phil Gramm hefur ákveðið að skrá sig sem lík- Iegt forseta- efni repúblik- ana í kosn- ingunum árið 1996. Gramm er frá Texas og for- maður Landsnefnd- ar öldunga- deildarþingmanna repúblikana. Búist er við að Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana í fulltrúa- deildinni, og Bob Dole, leiðtog- inn í öldungadeildinni, gefi einnig kost á sér sem forseta- efni flokksins, svo og Dick Cheney, fyrrverandi varnar- málaráðherra, og James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Kyngreining bönnuð BANNAÐ verður að beita tækninni til að greina kyn fóstra í Kína, samkvæmt nýjum lögum sem öðlast gildi í jan- úar. Læknar sem beita slíkri tækni eiga á hættu að missa starfsleyfið. Kínveijar mega aðeins eiga eitt bam og flestir vilja eignast son. Margir hafa því kosið fóstureyðingu fremur en að eignast dóttur. ___________ERLEIMT________________ Harka færist í umræð- una um ESB í Noregi Tromsö. Morgunblaðið. Ásakanir á báða bóga um hræðsluáróður MIKIL harka hefur hlaupið í norsku ESB-umræðuna eftir að Svíar sam- þykktu aðild. Sænskt já var að sjálf- sögðu það sem stuðningsmenn að- iidar vonuðust eftir og þó Gro Harl- em Brundtland forsætisráðherra segi að niðurstöðurnar séu fyrst og fremst sögulegar fyrir Svía er eng- inn vafi á að hún og skoðanabræð- ur hennar vonast til að þetta styrki málstað þeirra í baráttunni heima fyrir. Norðurlandaráðsþingið í Tromsö hefur gefið Norðmönnum tilefni til að heyra skoðanir annarra Norður- landabúa á ESB. Til dæmis hafa bæði Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, og landi hans Marianne Jelved efnahagsráðherra notað tækifærið á blaðamannafund- um til að brýna Norðmenn í ESB- stuðningnum. Kjellbjörg Lunde, formaður þing- flokks Sósíaliska vinstriflokksins og einn ötulasti andstæðingur ESB, hefur sakað Gro Harlem Brundt- land um að nota sömu aðferðir og sænskir stuðningsmenn ESB og hræða fólk til stuðnings með rök- semdum atvinnulífsins. í síðustu viku kom út skýrsla unnin af starfsmönnum norsku hag- stofunnar, þar sem niðurstaðan er neikvæð fyrir stuðningsmenn. For- sætisráðherrann og fleiri hafa kall- að skýrsluna hreinan skáldskap. Lunde gagnrýnir forsætisráðherr- ann fyrir að ráðast gegn röksemd- um á þennan hátt. Skýrslan hefur reyndar einnig verið gagnrýnd af óháðum fræðimönnum. Byggðastyrkir kannaðir Bændur og fiskimenn á norður- svæðunum beijast flestir gegn stuðningi. f gær kynnti Gunnar Berge, byggðaráðherra Norð- manna, skýrslu yfir hvaða svæði í Svíþjóð muni hljóta uppbyggingar- styrki frá ESB eftir inngöngu Svía. Þar með geta Norðmenn gert sér grein fyrir hveiju þeir geti búist við á þessu sviði. Fyrirsagnir norskra blaða gefa hugmynd um hve snörp umræðan er. Þannig kynntu ýmis ungmenna- samtök andsnúin ESB skýrslu þar sem sagði að flest Evrópulönd hyggðust losa um eiturlyfjalöggjöf sína. Norskir sérfræðingar á sviði eiturlyfjamála hafa gagnrýnt þenn- an málflutning sem sé með öllu vill- andi og úr lausu lofti gripinn. Reuter Komu Andrésar prins mótmælt MÓTMÆLENDUR kveilqa í breska fánanum fyrir utan breska sendiráðið í Buenos Aires í fyrra- kvöld, til að mótmæla heimsókn Andrésar prins til Argentínu. Á spjaldinu stendur „Frjálst heima- land“. Um 30 mótmælendur voru handteknir þegar þeir reyndu að ráðist inn í sendiherrabústaðinn þar sem Andrés prins var staddur. Aldursforsetinn læt- ur ekki deigan síga London. The Daily Telegraph. ALLT bendir nú til þess, eftir sigur repúblikana í bandarísku þingkosn- ingunum, að öldungardeildarþing- maðurinn Strom Thurmond muni verða formaður hermálanefndar Bandaríkjaþings. Thurmond, sem er aldursforseti þingsins, hélt fyrir skömmu upp á 92 ára afmæli sitt en lætur hvergi deigan síga. Thurmond var eitt sinn persónu- gervingur andstöðu Suðurríkjanna við afnám kynþáttamisréttis, og einn lykilmaðurinn í því að Iosa um tök demókrata á Suðurríkjunum, sem voru talin öruggt vígi þeirra. Sagði skilið við demókrata Thurmond var kennari, lögmaður og dómari áður en hann var kjörinn ríkisstjóri Suður-Karólínu árið 1946. Hann stóð fyrir mörgum breytingum í fijálsræðisátt, meðal annars á menntakerfinu. Thurm- ond, sem var í demókrataflokknum, sagði sig hins vegar úr honum árið 1948 þegar flokksþingið samþykkti að krafan um jöfnun borgararéttinda yrði á stefnuskrá flokksins. Thurmond bauð sig fram til forseta í nafni Ríkjaréttindaflokksins, sem lagði áherslu á sjálfstæði einstakra ríkja, og vann sigur í fjórum ríkjum hins gamla ríkjasambands Suðurríkjanna. Var honum fagnað sem hetju í heimaríkinu. Talsmaður hernaðarumsvifa Thurmond var kjör- inn öldungadeildar- þingmaður árið 1954 án þess að hann væri opinberlega í framboði, heldur ritaði mikill fjöldi kjósenda nafn hans á kjörseðilinn. Var Thurmond fyrst og fremst talsmað- ur aukinna hernaðarumsvifa og hatrammur andstæðingur jafnréttis til handa blökkumönnum og öðrum minnihlutahópum. Hann gekk í Repúblik- anaflokkinn árið 1964. Þegar repúblikanar voru síðast í meirihluta í öldungadeildinni, árið 1980, varð Thurmond formaður dómsmála- nefndar þingsins. Hann virtist á stundum dotta á fundum nefnd- arinnar en vissi þó ná- kvæmlega hvað var að gerast. Þegar Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður demókrata áréttaði eitt sinn framburð Thurm- onds á nafni spænskumælandi rit- höfundar, svaraði gamli maðurinn þegar: „Ja hérna þingmaður, ég vissi ekki að þú kynnir spænsku," og vísaði þar með til þess að eitt sinn komst upp um Kennedy er hann reyndi að svindla á málaprófi í háskóla. Strom Thurmond Hiroshima Smánar- bætur til fómar- lambanna Tókýó. The Daily Telegraph. HÁLFRI öld eftir að borgunum Hiroshima og Nagasaki í Japan var eytt með kjarnorku- sprengjum ætlar japanska stjórnin að greiða eftirlifandi fórnarlömbum hamfaranna bætur. Þykja þær hæfilegar 67.000 ísl. kr. og verðá í inn- leysanlegum skuldabréfum. Að auki munu fjölskyldur þeirra, sem látnir eru, fá útfararkostn- aðinn greidd- an. Tomiichi Murayama, forsætisráð- herra Japans, hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og eiga lögin að taka gildi í júlí á næsta ári, mánuði áður en þess verð- ur minnst, að hálf öld er liðin frá kjarnorkuárásinni. Auk þess hefur verið ákveðið að greiða fyrrum föngum og kon- um, sem neyddar voru til fylgi- lags við japanska hermenn, nokkrar bætur. Skeytingarleysi Þeir, sem bæturnar eiga að fá, eru allir sammála um, að þær séu smánarlega Iitlar og aðeins ætlað að bæta ímynd japönsku stjórnarinnar. Þeir, sem lifðu af árásirnar á Hiros- hima og Nagasaki, svokallaðir hibakusha, hafa lengi sakað japönsk stjórnvöld um skeyt- ingarleysi og þeir segja, að það hafi hafist strax nokkrum klukkustundum eftir árásina á Hiroshima. Þá kom herskip á vettvang og einn foringjanna notaði hátalara til að tilkynna, að sjúkraskip væri á leiðinni. Það kom hins vegar aldrei. Þeir, sem reyna að réttlæta árásarstefnu Japana í heims- styijöldinni, neita því, að Jap- anir hafi sjálfir leitt hörmung- arnar yfir sig og halda því fram, að Bandaríkjamenn eigi að greiða fórnarlömbum kjarn- orkusprengnanna bætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.