Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Móðir vor, þú sem ert BOKMENNTIR G u ö í r æ ð i VINÁTTA GUÐS Kvennaguðfræði eftir Auði Eir Vilhjálmsdóttur Kvennakirkjan, 1994 -163 síður. ÉG HELD að það megi fullyrða að útkoma þessarar bókar sé tíma- mótaviðburður í kristnisögu okkar aldar. Höfundur hennar, séra Auð- ur Eir, prestur í Kirkjuhvolspresta- kalli í Rangárvallaprófastsdæmi, á einmitt 20 ára vígsluafmæli nú í ár. Það eru því ekki nema tveir áratugir síðan fyrsta íslenska kon- an skrýddist hempu og messu- skrúða og veitti söfnuði sínum heilög sakramenti. Hún hefur ekki staðið í stað þessa tvo áratugi. Bókin er að hluta til lýsing á því hvar hún og vinkonur hennar í kvennakirkjunni eru staddar í guðfræði sinni og í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á andlega sviðinu, því sviði þar sem táknin, hugtökin og forn- myndir mannlegrar hugsunar draga marklínur milli þess raun- verulega og óraunverulega — milli þess sem er endanlega rétt og rangt. E.t.v. er þetta einmitt mikil- vægasta svið kvenréttindabarátt- unnar. í bókinni lýsir höfundur hvemig hún kynntist kvennaguðfræðinni fyrst, hve hún kom henni mikið á óvart og hvemig hún smám saman heillaðist af henni. Hún var þá fulltrúi íslensku þjóðkirkjunanr á þingi Heimsráðs kirkna. Þar hitti hún konur sem vora að leggja drög að kvennaguðfræðinni, sem er einn meiður hinnar svokölluðu kontextuell guðfræði, eða guð- fræði staða og stunda eins og ég mundi nefna þá tegund guðfræði á íslensku. Undir þessa guðfræði heyrir frelsunarguðfræðin, sem aðallega hefur gert sig gildandi í Suður-Ameríku og guðfræði svartra, sem á sterkan hljómgrann í mannréttindabaráttu svartra í Suður-Afríku. Þar er tekið mið af stöðunni eins og hún er á hveijum tíma, stöðu hins undirokaða og þjakaða og afstaða guðfræðinnar og fagnaðarerindið miðast við þessar aðstæður og hugtök. Orð- ræða þessarar guðfræði, staða og stund styðst því við greiningu á aðstæðum hveiju sinni. Þar hefur félagsfræðin, sálfræðin og sum- staðar marxisminn orðið aðferðar- fræði guðfræðinga sem vinna á heimaplani, eða í hlaðvarpanum, en ekki í fílabeinstumi háskólanna. Hjartsláttur allrar guðfræði og staða og stunda er heilög vanþókn- un á mannréttindabrotum og ákall til kristinnar kirkju um að standa við hlið þess sem liggur særður við veginn. Þar er Kristur miskunns- ami Samveijinn, gistihúsið er kirkj- an, borgunin fyrir aðhlynningu hins ógæfusama er hjálpræðið og olían og vínið sem hellt er í sárin og græðir er sakramentið. Kvennaguðfræðin miðar að því að styrkja sjálfsmynd og vitund kvenna um fullkomið manngildi sitt. Hún viðurkennir ekki það feðraveldi sem kirkjan hefur í gegnum aldimar tekið upp og skýt- ur upp kollinum víða í Biblíunni. En þær benda réttilega á að ekk- ert af því sem Jesús sagði og gerði getur réttlætt það að konur séu annars flokks meðlimir kirkjunnar. Straumar MYNPLIST Portið í Ilafnarfiröi MÁLVERK OG HÖGGMYNDIR Antonio Hervás Amezcua. Opið alla daga (nema þriðjud.) kl. 14-18 til 20. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ HEFUR löngum verið á það bent, að erlendir listamenn sem hingað rekast hafa á stundum nokkuð aðra sýn á landið en við sem ölum hér manninn. Það er því ætíð áhugavert að kynnast hvem- ig þessir gestir túlka landið í verk- um sínum, og oftar en ekki er framsetning þeirra gjörólík því sem við eigum að venjast hjá ís- lenskum listamönnum. Einnig er vert að hafa í huga, að með tilkomu gestavinnustofa sem era reknar í samvinnu bæjar- félaga og samtaka listafólks, hefur umferð erlendra listamanna hing- að aukist til muna hin síðari ár; þeir era ekki lengur aðeins tíma- bundnir ferðalangar með opinn huga og ljósmyndavélar, heldur hafa þeir nú oft aðstöðu til að dvelja hér ögn lengur, og jafnvel vinna strax úr þeim áhrifum, sem þeir verða fyrir hér á landi. K _ í'fy'ýií; blabib -kjarnimálsins! 1 ífíMW&' ... fl IS IInrÉWii Blab allra landsmanna! LISTIR er svo saklaus að hún veit ekki að slíkar nornir era til. Þær norn- ir sem hún vill læra af era ekki þrælar. Þær baða sig naktar og hlæjandi í fersku vatninu og finna að þær skapa sitt eigið líf, sinn eigin veraleika sem er réttlátur og fagur. Umræðan um kynferði heilagrar þrenningar er einkar merkilegt umhugsunarefni og reyndar svo flókið að ómögulegt virðist að fá botn í það, en Auður setur þar fram athyglisverða lausn. Hins vegar finnst mér hún ekki eins sannfærandi í guðfræði sinni um Maríu guðsmóður. En hún er sátt við að Jesús var karl- maður - sem betur fer. Bók Auðar er einlæg og per- sónuleg, byggð upp af guðfræði- legri þekkingu og reynslu konu sem nýtur þess að lifa fyrir sjálfa sig og aðra. Styrkur guðfræðinnar liggur í því innsæi sem hún hefur í félagssálfræði (sem hún að vísu stundum kallar kvennasálfræði), enda hefur hún viðað að sér heim- ildum víða að og dvalið við erlend bókasöfn og rætt við vinkonur víða um heim. í lok bókarinnar era uppbyggi- legar og styrkjandi kaflar, reyndar bæði fyrir karla og konur. Þar kemur fram að Auður er góður guðfræðingur og reyndur sálu- sorgari. Sem heild er bókin eitt merkasta framlag til íslenskrar nútímaguðfræði sem komið hefur fram lengi. Það hefur stundum verið sagt um íslensku þjóðkirkjuna að hún sé rúm. Hún er öllum þeim opin sem vilja hafa Krist að leiðtoga lífs síns. Það er ekki að efa að margar konur sem styrkja vilja sjálfsmynd sína og efla sig sem einstaklinga hafa mikið að hugsa um við lestur þessarar bókar. Kvennakirkjan er hreyfíng innan þjóðkirkjunnar og hún er eitt dæmi um það að þjóðkirkjan getur verið rúm og sterk um leið. Pétur Pétursson Antonio Hervás Amezcua er fæddur í Andalúsíu á Spáni, og kom fyrst hingað á síðasta ári fyrir tilstilli spænsku ræðismanns- skrifstofunnar. í þeirri ferð hefur hann greinilega hrifist af aðstæð- um, því hann kom síðan aftur á liðnu sumri og fékk þá inni í gesta- vinnustofu Listamiðstöðvarinnar í Straumi við Hafnarfjörð. Þar hefur hann getað unnið að list sinni, og sýningin því á vissan hátt afrakst- ur tveggja sumra á íslandi. Það kemur ekki á óvart, að gesturinn sér landið á ólíkan hátt. og innlendir listamenn, og það kemur sterklega fram í verkum hans; hér er landið oft á mörkum draumheima og raunveruleika, en um leið er birtan skarpari, og lit- imir nokkuð aðrir en við eigum að venjast. Hér ríkja mildir litir og heitir, sem ekki sjást oft í ís- lenskum landslagsmyndum. Sýningunni gefur Antonio yfír- skriftina „Straumar" og vísar þannig til þeirra áhrifa sem hafa mótað verkin. Uppruni iitavalsins byggist hins vegar ljóslega á reynslu listamannsins af birtu Miðjarðarhafsins, en það flæði sem er að fínna í mörgum myndanna minnir um margt á þekktari landa hans, t.d. Salvador Dali, sem hafði ANTONIO Hervás Amezcua: Sunnan jökla, íslandi 1994. undravert vald á birtu litanna. Þessi framsetning hentar einkar vel fyrir túikun sumarnæturinnar, sem kemur víða fram í myndunum. Hér er ekki vert að vísa til ein- stakra verka á sýningunni, en þar er bæði að finna olíumálverk og höggmyndir, auk nokkurra verka sem eru unnin með blandaðri tækni. Sumt er einkar skemmti- lega sett saman, á meðan annað er síðra; helsti kostur sýningarinn- ar er þó fjölbreytni þeirrar sýnar, sem Antonio Hervás Amezcua hefur náð að koma fram í verkun- um. Það er ávallt gott að sjá þann- ig hvernig landið birtist þeim, sem hingað rata. Eiríkur Þorláksson Þær ganga svo langt að kalla Guð móður og sumir kvenkenna Krist og tala um Jesú Kristu - en svo langt gengur séra Auður ekki sem betur fer. Það er þróun og gróska í kvennafræð- unum á ýmsum svið- um hug- og félagsvís- inda og ég vil bæta við guðfræðinni, því þar hefur um árabil verið unnið mjög merkt starf við að greina hin gömlu rit og trúaijátningar út frá sjónarhomi kynferðis (gender) og hin nýju sjónarmið hafa varpað nýju og fersku ljósi á frumheimild- imar. Þessar rannsóknir hafa hlot- ið viðurkenningu innan háskól- anna, en þar með er ekki sagt að staða kvenna innan hinna ýmsu kirkjudeilda hafi breyst. Orð Páls postula hafa í aldanna rás verið notuð til að tryggja völd og áhrif karla bæði innan kirkju og í samfé- laginu í heild. Tekist er á um það hvort konur geti gegnt prestsemb- ættum og það er ekki langt síðan fínnska lútherska kirkjan og enska biskupakirkjan leyfðu það að kon- ur fengju vígslu. í Svíþjóð hefur í áratugi verið deilt um rétt kvenna til hins heilaga predikunarembætt- is og þessar deilur hafa veikt stöðu kirkjunnar og fælt frá henni margt gott fólk. Það er varla nokkuð eins átakanlega ömurlegt í söfnuði sem kennir sig v.ið Krist að karl og kona geti ekki staðið jöfn frammi fyrir Guði í bæn og lofgjörð. í mörgum kirkjudeildum hafa deilur um þessi atriði verið eins og krabbamein á líkama kirkjunn- ar, en ekki hér hjá okkur. Opinber- lega hefur ekki verið barist gegn kvenprestum og það vekur þá auð- vitað upp spurningu um það hvort sérstök Kvennakirkja sé nauðsyn- leg. Um það sýnist sitt hveijum eins og um margt annað þegar rætt er um konur og kynferði. Konur era nú um helmingur nemenda í guðfræðideild Há- skóla íslands og meðal þeirra eru margir af efnilegustu nemend- unum. Það er því spá mín að eftir önnur 20 ár verði aftur tímamót í kirkjunni. í fyrri hluta bókar- innar er gott sögulegt yfírlit. Gjaman hefði mátt nefna íslenska guðfræðinginn Magn- ús Eiríksson, sem skrifaði um frelsi og jafnrétti kvenna á undan John Stuart Mill. En þann- ig vill það verða. Það sem er manni nálægt sést manni yfír og það era fleiri sem gleymt hafa að geta þessa róttæka landa okkar þegar við á. Hann dvaldi embættislaus í Kaupmannahöfn mestan hluta ævi siniiar. Auður skrifar: „Konur hafa ekki sérstakari hæfileika en karlar tii að byggja nýjan heim. En karlar hafa heldur ekki meiri hæfíleika til þess en konur. Konur hafa hins vegar tækifæri til að hugsa nýjar hugsanir um framtíðina vegna þess að þær era nývaknaðar af löngum svefni, þær eiga ferskar og sterkar hugmyndir sem eru ekki mótaðar í aldagömlum kerf- um.“ Þetta er vel yfírvegað við- horf, sem einn af frumkvöðlum félagsfræðinnar, Frakkinn Aug- uste Comte, setti fram fyrir um einni og hálfri öld, en hljómar sem nýtt í þeirri stöðu og á þeim tíma sem mannkynið er á nú. Höfundur lýsir hinum ýmsu við- fangsefnum og kenningum kven- naguðfræðinga og sumt kemur mjög á óvart og hlýtur að teljast á mörkum þess að vera kristin guðfræði, t.d. áhuginn á lífsskiln- ingi og atferli norna. En þær nom- ir sem hún á við era ekki sval- landi djöfladýrkendur sem stjórn- að er af gerspilltum karlrembum sem stunda svartar messur. Auður Auður Eir Vilhjálmsdóttir krónum ------^---------- i Sinfoníunnar í Háskólabíói __________ es' i : 62 22 55 ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.