Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17.' NÓVEMBER 1994 25 Þetta er Issa BÓKMENNTIR Ljóöaþýðing SKUGGINN í TEBOLLANUM 200 hækur eftir Kobayashi Issa. Óskar Arni Óskarsson íslenskaði og ritaði inngang. Bjartur, 1994, prentun PÁV - 79 síður. 1.595 kr. JAPANSKA hækan hefur ásamt tönkunni lifað góðu lífi frá því í fornöld og haft dijúg áhrif á nú- tímaljóðlist. Bragform hækunnar er fimm, sjö og fimm atkvæði í þremur ljóðlínum. Forminu hafa menn ekki alltaf fylgt heldur reynt að líkja eftir anda og hugblæ eins og Óskar Árni Óskarsson gerir í Skugganum í tebollanum með ljóð- um meistarans Kobayashi Issa (1763-1827). Milli línanna Heimur hversdagsins og náttúr- an eru helstu yrkisefni hækuskálda, það sem finna má milli línanna boðskapur þeirra. Þeir spegla frem- ur en lýsá. Lesandinn verður að yrkja sjálfur. Tii þess þarf hann þó ekki að vera skáld heldur gæddur ímyndunarafli. Issa er mjög einlægur í skáldskap sínum, hann sér heiminn með nýjum hætti og óspillt- um. Hann er landnáms- maður hugans. Munkur pissar úti í á Hinu hversdagslega og því sem ekki hefur alltaf þótt eiga heima í ljóði gerir Issa þannig skil að úr verður tær skáldskapur. Fræg er hækan um munk að pissa úti i á. Önnur lýsir þeirri staðreynd að fyrsti snjórinn nær ekki alveg að hylja hundaskítinn. Issa ávarpar frosk með jafn einföldum og inni- legum hætti og kunningja: froskur litli, vertu óhræddur - þetta er bara ég, Issa Hækunum er raðað í kafla sem bera heiti árstíðanna. Á því fer vel. Náttúran er inn- blástur þessara ljóða, en - hugur skáldsins ræður ferðinni. Gangur ársins birtist lesandan- um, smæstu atvik dag- anna verða stór í krafti skáldskaparins: „plóm- utrén blómstra,/ læ- virkinn syngur,/ ég einn er daj)ur“. Óskar Árni Óskars- son skrifar greinargóð- an inngang um Issa og bendir á að skuggi átakanlegrar sögu skáldsins sjálfs sé aldr- ei langt undn í ljóðum þess. Þeirri sögu má kynnast í innganginum. Þýðing Óskars Árna er undan- tekningalítið góð, samfelldur svipur á ljóðunum hvað málbeitingu varð- ar. Það er aftur á móti hægt að segja um valið að margar hækurnar séu líkar þannig að í raun hefði mátt fækka þeim. En yfir þessu er ekki nauðsynlegt að kvarta. Ástæða er til að geta þess að bókin er einkar fallega út gefin. Jóhann Hjálmarsson Óskar Árni Óskarsson Uppþvottavél Favorit 473 w 4 þvottakerfi AQUA system Fyrir 12 manns Verð kr. 72.796,- Eldavél Competence 5000 F-w: 60 cm -Undir -og yfirhiti, blástursofn, blástursgrill, grill, geymsluskúffa. VerS kr. 65.415. Undirborbsofn • Competence 200 C - w.. Undir- og yfirhiti, og grill VerS á6ur kr. 45.800,- « ver6 nú kr. 31.477,- «*»SSÍ I. '■ .. ^ Lavamat 920 Nýja KRAFT þvottaefnid á lengsta frá SJÖFN fylgir hverrí vól, kerfi íramvS taktu þátt í AEG-KRAFT leiknum I Verð kr. 85.914, Kæliskápur, KS. 7231 nettólítrar, kælir 302 L, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum hæð 155, breidd 60, dýpt 60 Ver6 kr.68.322,- C Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. c Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröl. Ásubúö.Búöardal Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. 05 Ratverk, Bolungarvlk.Straumur.lsafiröl. _ Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavfk. c Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. ^ Skagfiröingabúö.Sauöórkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik. Kf. Þingeylnga, Húsavik. „q Urö, Raufarhöfn. Austurland: Svelnn Guömundsson, Egilsstööum. O Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. •G Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. E Mosfell, Hellu. Árvlrkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustrl. Brimnes, Vestmannaeyjum. ID Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavik. FIT, Hafnarfiröi i á öllum OKMSSONHF múla 8, Sími 38820 Nýjar bækur • MEIRA ó-ó Einar Áskell heitir nýjasta bók Gunillu Bergström. Nú hefur Einar ráðið sig sem barn- fóstru, en það gengur öðruvísi en hann ætlaði. Snáði vill hlusta á ó-ó sögu en ekki sögu um litla unga eða mýs. Þetta er sautjánda sagan um Einar Áskel. Útgefandi erMál og menning. Bók- in er30 bls., prentuð í Danmörku og kostar 890 krónur. • Smásagnasafnið Krókódíla- strætið er eftir einn þekktasta höf- und Pólveija á þessari öld, Bruno Schulz. Sögurnar byggir höfundur- inn að mestu á æskuminningum frá fæðingarbæ sínum í austanverðu Póllandi. Bækur Schulzeru í senn hlýjar og háðskar, jarðbundnar og framandi, fyndnar og átakanlegar, segir í kynningu. Stemmningunni í bókum hans hefur verið líkt við þann sérkennilega kraft sem mái- verk Marc Chagalls geisla frá sér. Útgefandi erMál ogmenning. Hannes Sigfússon íslenskaði. Káp- una gerði Robert Guillemette. Bók- in er 142 bls., prentuð íPrentsmiðj- unniOddahf. Verð krónur 1.780. • Allt um Ijósmyndun í þýðingu Örnólfs Thorlacius er komin út. Þetta er handbók fyrir þá sem vilja taka betri myndir, eftir heimsfræg- an ljósmyndara og kennara, John Hedgecoe. Bókin er fyrir byijendur og reynda áhugaljósmyndara. Efn- inu til skýringar eru 500 ljósmynd- ií, þar af 400 litmyndir. Útgefandi er Setberg. Hún er 224 bls. ogkostar 2.980 krónur. Opnum í dag Full búÖ aí glæsilegum jólafatnaði Opið sunnudag frá kl. 13-17. VERO MODA Laugavegi 95, S. 21444.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.