Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • HUGINN og Muninn segja frá ásum heitir ný myndabók eftir Erik Hjorth Nielsen. í bókinni er fróð- leikur úr goðafræðinni. Hrafnar Óðins segja ungum sínum frá jötn- um og ásum. Ungarnir fá líka vitn- eskju um heimstréð Yggdrasil og hætturnar sem að því steðja og um örlaganornimar og hlutverk þeirra. Hildur Hermóðsdóttir þýddi söguna sem erskreytt litmyndum á hverrí síðu ogætiuð börnum á öllum aldrí. Bókin er 28 síður, prentuð íDan- mörku oggefin út af Máii ogmenn- ingu. Verð hennar er 890 krónur. • BALLETT — fyrstu árin heitir bók er fjallar um undirstöðuatriði í ballett, allt frá einföldustu sporum til hinna flóknari, og fjöldi litljós- mynda skýrir æfingarnar. Höfund- urinn er Darcy Busseii, þekkt dan- smær við Konunglega ballettinn í London. Þóra Sigríður Ingólfs- dóttir þýddi bókina en Nanna Óiafsdóttir, listdanskennari og dansskáld las yfir, gaf góð ráð og skrifaði eftirmála. Útgefandi erMál og menning. Bók- in er 65 bls., prentuð á Ítalíu og kostar 1.990 krónur. • Nornadómur heitir ný bók eftir Vilborgu Davíðsdóttur, sjálfstætt framhald af sögunni Við Urðar- brunn sem kom út á síðasta ári. Söguhetjan, Korka Þórólfsdóttir, hefur nú losnað úr ánauð, en samfé- lagið setur leysingjum þröngar skorður. Hún siglir með víkingnum Atla til Orkneyja og vill komast heim til íslands og bjarga hálfsyst- ur sinni frá harðræði eigínmanns sem engu eirir, en dómur örlaganna ræður. Helgi Sigurðsson gerði kápu bókar- innarsem ergefin út afMáli og menningu og prentuð hjá G. Ben- Eddu hf. Bókin er 177 bis. ogkost- ar 1.880 krónur. • Hvergi óhult - Saga móður í ótrúlegri eldraun á vígvöllum Iraks og Kúrdistans er eftir Susan Francis og Andrew Crofts en ís- lenska þýðingu gerði Ingunn As- dísardóttir. í kynningu segir: „Fyrir hartnær fjórum árum varð ung bresk stúlka ástfangin af íröskum pilti og flutti með honum til íraks. Þrátt fyrir fátækt og erfiðleika við að fóta sig í framandi landi var hjónabandið gott og fjölskyldan óx og dafnaði. En þegar Saddam Hussein komst til valda tók að syrtá í álinn, skort- ur og skömmtunarkerfi hélt innreið sína og sprengjur og grimmdarverk urðu daglegt brauð. Þó tók fyrst steininn úr eftir að Persaflóastríð- ið braust út og Kúrdaofsóknirnar hófust.“ Útgefandi erForlagið. Bókin er 215 bls. aðstærð, auk myndasíðna. Hún erprentuð íPrentsmiðjunni Odda hf. og kostar 2.980 krónur. • Orðabók barnanna er komin út. Bækurnar eru fjórar og hver fyrir sinn aldursflokk. í þessum harð- spjaldabókum er fjöldi litríkra teikninga. Skýrt letur og myndir úr daglegu lífi barna. Þetta eru myndaorðabækur fyrir lítil börn og uppalendur. Útgefandi erSetberg. Bækurnar eru Orðabók barnanna fyríreins árs börn. Orðabók barnanna fyrír tveggja ára börn. Orðabók barn- anna fyrír þriggja ára börn. Orða- bók barnanna fyrir fjögurra ára börn. Hver bók kostar 570 krónur. • Mannslíkaminn í máli og myndum í þýðingu Jóns O. Ed- walds er komin út. í bókinni er lík- ama okkar lýst í máli og myndum, byggingu hans, líffærum og starf- semi einstakra líffæra. Auk beinna staðreynda flytur bókin ýmsan fróð- leik sem veitir svör við spurningum barna og unglinga. Bókin höfðar einkum til barna og unglinga. Útgefandi er Setberg. Bókin er ístóru broti með 500 litmyndum og teikningum. Hún er 96 bis. og kostar 1.970 krónur. Sjö í Sal MYNDLIST Hafnarborg MÁLVERK, HÖGGMYNDIR OG GRAFÍK Samsýning. Opið alla daga (nema þriðjud.) kl. 12-18 til 21. nóvember. Aðgangur ókeypis Á sýningunni eru þannig reyndir listamenn á ferð, sem hafa sumir hverjir unnið lengi að því að fræða og leiðbeina næstu kynslóð lista- manna; þó er þeirra eigin sýningar- ferill engan veginn jafn umfangs- mikill í öllum tilvikum og ætla mætti um þá, sem eru í slíkum lykilstöðum, og kemur það nokkuð á óvart. ÞAÐ eru ýmsar ástæður sem til- greina má fyrir því að ákveðinn hópur listamanna ákveður að efna til samsýningar. Oft kemur tii sam- eiginlegur listmiðill, svipuð við- fangsefni, bakgrunnur eða aldur; að þessu sinni á listafólkið sér sam- eiginlegan vinnustað, en fram á þetta ár hafa þau öll verið kennar- ar við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þetta eru þau Bjarni Daní- elsson, Björgvin S. Haraldsson, Edda Óskarsdóttir, Gunnlaugur St. Gíslason, Helga Júlíusdóttir, Lísa K. Guðjónsdóttir og Pétur Bjama- son. Sýningin er, þrátt góð tilþrif sumra sýnendanna, fremur ósam- stæð í heild sinni. í raun er hér allt slétt og fellt, enda augljóslega fagmenn á ferð; samt virðist vanta einhvern þann neista, sem gæti gert þetta að góðri samsýningu. Flestir þeir sem sýna hér vinna á einhvern hátt út frá hlutveruleik- anum, og mest er um tilvísanir til náttúrunnar, einkum í málverkun- um. Gunnlaugur St. Gíslason er löngu kunnur að hæfni sinni í með- ferð vatnslitanna, eins og myndirn- ar hér sýna glögglega; þó eru þær í flestu kunnuglegar, og þannig reynir ekki á nýja þætti í verkum hans. Björgvin S. Haraldsson sýnir rúman tug olíumálverka, þar sem smágerð náttúran birtist í fjöl- breyttu litskrúði; myndirnar rísa hins vegar sjaldnast á móti áhorf- andanum, þar sem listamaðurinn virðist halda aftur af litnum, þann- ig að áhrifin verða nokkuð dempuð fyrir vikið. Lísa K. Guðjónsdóttir sýnir hér einþrykk, en það er aðeins á stöku stað sem glittir í þann tærleika, sem einkenndi slík verk hennar á sýningu í Gallerí Allra Handa á Akureyri fyrr í haust; hér á eftir að vinna betur úr þessum við- kvæma miðli. Verk Eddu Óskarsdóttur koma einna best út á þessari sýningu, einkum hið mikla flæði í vegg- myndunum. Þar er myndaflokkur- inn „Flæði“ (nr. 21) 'mest áber- andi, en einnig er rétt að benda á stórt verk á neðri gangi, sem tekur sig afar vel út. Helga Júlíusdóttir sýnir hér nokkrar myndir án titils, sem eru afar einfaldar að allri gerð, og dauf- ar að sama skapi; ljósmyndaverk Bjarna Daníelssonar vekja heldur ekki mikinn áhuga, þrátt fyrir birtu litanna. Loks á Pétur Bjarnason nokkur verk á sýningunni, sem eru öllu þyngri en þær höggmyndir á opin- berum stöðum, sem helst tengjast honum, svo sem á Akureyri og neðst við Skúlagötu í Reykjavík; þár er þó ein undantekning á, þar sem verkið er í viðkvæmri spennu jafnvægisins. Það er auðvelt að álykta, að kennarar við verðandi listaháskóla skuli vera í framvarðarsveit lista- manna, hver á sínu sviði, en sú er ekki raunin, sé litið til sýningarinn- ar í heild. Þannig er tæpast hægt að segja, að „Sjö í Sal“ rísi undir væntingum að þessu sinni. Hlutverk listkennara í listalífinu hér á landi hefur sjaldan verið rætt, enda blandast í þeim í misj- öfnum hlutföllum staða listamanns, kennara og mótanda listastefnu hvers tíma, þannig að erfitt er að segja til um, hvert hlutverkið skuli hafa mest vægi. Slík umræða gæti þó orðið áhugaverð, einkum þegar breyting er framundan á skipulagi mála á þessu sviði með tilkomu Listaháskóla íslands. Eiríkur Þorláksson Nýjar bækur Orðabók um íslenska málnotkun ÚT ER komin bókin Orðastaður - orðabók um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jóns- son, málfræðing hjá Orðabók Háskóla Is- lands. Orðabókin er mikið verk, 698 blað- síður auk 32 síðna for- mála, og er afrakstur margra ára vinnu Jóns Hilmars og aðstoðar- manna hans. „Um orðtengsl og málnotkunardæmi fjallar hin nýja bók Jóns Hilmars. Engin íslensk orðabók af þessu tagi hefur áður verið til, og er með Orðastað bætt úr brýnni þörf í skólum, atvinnulífi og á heimilum fyrir orðabók sem leiðbeinir um notkun málsins í ræðu og riti og birtir umhverfí orð- anna í orðasambönd- um og samsetning- um,“ segir í kynningu. í bókinni eru 11 þúsund uppflettiorð og eru þar sýnd um 45 þúsund orðasambönd, um 15 þúsund notk- unardæmi tilgreind og tiltekin um 100 þús- und samsett orð. Útefandi er Mál og menning og er bókin prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf Orða- staður - orðabók um íslenska málnotkun fæst fyrst í stað á sérstöku kynningarverði 7.900 kr. Jón Hilmar Jónsson Minningarbrot Þórarins Eldjárns ÉG man — 480 glefsur úr gamalli nútíð eftir Þórarin Eldjárn er komin út. í bókinni rifj- ar Þórarinn upp liðinn tíma. Hér er ekki um venjulegar æviminn- ingar að Tæða, heldur minningabrot sem hvert um sig er til þess gert að vekja upp minningar hjá lesanda, sem síðan getur spunn- ið við þær sína eigin sögu. í kynningu segir m.a.: „Hér er kannski ekki um sagnfræði að Þórarinn Eldjárn ræða — nema ef vera skyldi sagnfræði ein- staklings sem í gegn- um svipmyndir frá bernsku og unglingsár- um verður saga allra þeirra sem muna sama tíma. Saman mynda brotin 480 talsins skemmtilega mynd lið- ins tíma.“ Útgefandi er For- lagið. Ég man er 112 bis. að stærð og prent- uð í G-Ben. - Eddu. Margrét Laxness gerði kápu. Bókin kostar 1.980 krónur. Morgunblaðið/Björn Blöndal FRÁ hljómleikum strengja- sveitanna í íþróttahúsinu í Keflavík. Á litlu myndinni af- hendir Kjartan Már Kjartans- son skólasljóri Tónlistaskólans í Keflavík Eiríki Árna Sig- tryggssyni tónskáldi blómvönd í lok tónleikanna. Vel heppnað strengjanem- endamót í Keflavík Keflavík. Morgunblaðið. „MÓTIÐ tókst í heild ákaflega vel og við höfum ákveðið að halda aftur mót að tveimur árum liðnum," sagði Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlist- arskólans í Keflavík, um æfinga- og strengjanemendamót sem fram fór í Keflavík um síðustu helgi. Þar voru saman komnir til æfinga og hljómleikahalds um 170 nemendur ásamt foreldrum víðs vegar af landinu. Kjartan Már sagði að mótsdag- arnir hefðu að mestu farið í þrot- lausar æfingar tveggja stórra strengjasveita undir stjórn Ing- vars Jónssonar og Bernharðar Wilkinssonar. Á kvöldin hefðu verið kvöldvökur, nemendur hefðu farið í Bláa lónið og ýmis- legt fleira gert sér til skemmtun- ar. í tengslum við mótið hefðu verið haldnir tvennir tónleikar. í Keflavíkurkirkju þar sem þær Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari, Bryndis Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari hefðu haldið skemmtilega tónleika. Síð- an hefðu strengjasveitirnar hald- ið tónleika í íþróttahúsinu sem einnig hefðu tekist vel og fengið frábærar viðtökur og sérsta- kelga nýtt verk eftir Eirík Árna Sigtryggsson tónskáld og kenn- ara sem þar var frumflutt. Nem- endur og foreldrar voru sumir langt að komnir, frá Egilsstöð- um, Húsavík, Mývatni, Akureyri og ísafirði. Sjónleikurinn Sjö stelpur Húsavík. Morgunblaðið. LEIKKLUBBUR Framhaldsskól- ans á Húsavík frumsýndi sunnu- daginn 13. nóvember sl. sjónleik- inn Sjö stelpur eftir Erik Thor- steinson í þýðingu Sigmundar Ern- is Arngrímssonar í leikstjórn Sig- urðar Hallmarssonar. Leikritið fjallar um eitt af vandamálum unglinga og vekur til umhugsunar um hvernig eigi að taka á því. Hinar sjö stelpur leika: Þorbjörg Bjömsdóttir, Eyrún Ýr Tryggva- dóttir, Júlía Sigurðardóttir, Eva Dís Þórðardóttir, Margrét Sve’rris- dóttir, Elsa Þóra Árnadóttir og Nanna Björg Hafliðadóttir. Með önnur hlutverk fara Halla Rún Tryggvadóttir, Björn Þórhallsson, Björgvin Björgvinsson, Hjálmar Ingimarsson og John Ingi Matta. Um sviðshönnun sá gamall nemandi skólans, Hallmar Sig- urðsson, leikstjóri og ljósum stjórnaði Jón Arnkelsson. Morgunblaðið/Silh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.