Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 30 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SILDARSTOFNAR Á UPPLEIÐ AUÐLINDIR hafsins hafa fyrst og fremst borið uppi þá byltingu, sem orðið hefur í lífskjörum þjóðarinn- ar á þessari öld. Þjóðin hefur brotizt úr fátækt og ör- birgð fyrri alda til ríkidæmis. Lífskjör og velferð eru með því bezta sem þekkist. Ljóst er, að fiskurinn í sjón- um er sá grunnur, sem lífskjörin munu byggjast á í nánustu framtíð, þótt fleiri og fleiri stoðum hafi verið og verði skotið undir efnahagslífið. Umgengnin við líf- ríki sjávar getur því skipt sköpum um velferð lands- manna. Eitt mesta efnahagsáfall síðustu áratuga var hvarf Norðurlandssíldarinnar og hafði það í för með sér veru- lega uppstokkun í íslenzkum sjávarútvegi, svo og í hefð- bundnum lífsháttum allra þeirra, sem byggðu afkomu sína á síldinni. Síldarbæirnir svonefndu, ekki sízt Siglu- fjörður, urðu fyrir verulegu áfalli. í kjölfar þessa opnuð- ust augu manna fyrir hættunum af ofveiði og fyrir nauð- syn þess, að beita öllum tiltækum ráðum til að byggja fiskstofnana upp. Ein afleiðing þess að Norðurlandssíldin hvarf var sú, að ráðstafanir voru gerðar til að vernda íslenzku sumar- gotssíldina, sem einnig er nefnd Suðurlandssíld, en henn- ar virtust bíða sömu örlög og norsk-íslenzku vorgotssíld- arinnar. Algert veiðibann var sett á Suðurlandssíldina árin 1972-1975, en síðan voru veiðar leyfðar á ný en undir ströngu eftirliti. Aflakvótarnir voru litlir í fyrstu, en jukust smátt og smátt. Nú er hrygningarstofninn talinn yfir hálf milljón tonna og leyft er að veiða um 120 þúsund tonn. Þetta er frábær árangur og sönnun þess, hversu árangursrík vísindaleg veiðistjórnun getur verið. Suðurlandssíldin færir nú milljarða í þjóðarbúið á ári hverju. Þau tíðindi gerðust sl. sumar að vart varð að nýju við norsk-íslenzku vorgotssíldina innan íslenzkrar fiskveiði- lögsögú. Það snart streng í brjóstum allra, sem muna gósentíð Norðurlandssíldarinnar. Þótt ekki tækist að veiða síldina sl. sumar eru sérfræðingar sammála um, að aðeins sé tímaspursmál, hvenær hún tekur að ganga á íslandsmið að nýju. Hrygningarstofn norsk-íslenzku vorgotssíldarinnar er nú áætlaður um 2,5 milljónirtonna. Árgangurinn 1992 er talinn mjög sterkur og mun bera uppi veiðar næstu árin. Uppeldisstöðvar norsk-íslenzku vorgotssíldarinnar eru við strendur Noregs. Norsk stjórnvöld sinntu ekki árum saman kröfum fiskifræðinga um stöðvun smásíldarveiða norskra skipa. Stofninn náði sér því ekki og var að hruni kominn. Þá var veiðibann sett á í nokkur ár og stofninn tók að rétta við. Veiðar voru heimilaðar á ný undir eftir- liti og aflakvótar hafa aukizt smátt og smátt og nema nú yfir 400 þúsund tonnum. Vorgotssíldin er flökkustofn og er talsvert síðan hún tók að rása út fyrir norska fiskveiðilögsögu, þótt hún hafi ekki enn hafið sínar fyrri göngur til íslands með sama hætti og fyrr. En vorgotssíldin er nú veidd á alþjóð- legu hafsvæði, í svonefndri síldarsmugu, milli fiskveiði- lögsögu íslands, Færeyja og Noregs. Hver sem er getur veitt síldina þar. Það eru því augljósir hagsmunir þess- ara landa að ná samkomulagi um veiðar þar, sem og á öðrum alþjóðlegum hafsvæðum á Norður-Atlantshafi. Viðræður eru hafnar milli íslendinga og Norðmanna um veiðarnar í Barentshafi, en þær snúast einnig um veiðar og hafréttarmál á víðum grunni og þá fyrst og fremst með tilliti til norsk-íslenzku vorgotssíldarinnar. Ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins um stjórnun fiskveiða lýsti því yfir eftir fund sinn í Kaup- mannahöfn nýlega, að beztu fréttirnar af stöðu fisk- stofna á Norður-Atlantshafi væru af íslenzku sumargots- síldinni, sem náð hefði hámarki fyrri stofnstærðar, svo og af norsk-íslenzku vorgotssíldinni. Þótt hún hefði ekki náð fyrra hámarki væri óhætt að slaka á þeim ströngu veiðitakmörkunum, sem verið hafa í gildi. Yfirlýsing ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknar- áðsins er einkar kærkomin. Hún er jafnframt staðfesting á því, hversu ríkulegan ávöxt vísindalegar stofnstærðar- rannsóknir geta borið ef veiðarnar eru miðaðar við niður- stöður þeirra. KISILiÐJAM I MYVATNSSVEIT Skiptar skoðanir um framhaldið eftir 2010 Það hefur aldrei veríð lognmolla í kringum Kísiliðjuna í Mývatnssveit þau tæpu þrjátíu ár sem hún hefur starfað. Það sama er uppi á teningnum nú eftir að upp komu deilur um hvort samkomulag hafí verið gert um að verk- smiðjunni verði endanlega lokað árið 2010 þegar núverandi námaleyfi hennar rennur út og eru skoðanir skiptar hvað það varðar. Margrét Þóra Þórsdóttir rífjar upp deilurn- ar, nú er þær blossa upp á ný. TALSMENN Kísiliðjunnar telja að samkomulag um lokun verksmiðjunnar 2010 sé ekki fyrir hendi en á hinn bóginn er bent á að að til að mynda Náttúrverndarráð hefði aldrei gefið grænt ljós á endurnýjun námaleyfis til svo langs tíma hefði ekki verið ljóst að starfseminni yrði hætt eftir að leyf- ið rennur út árið 2010. Ágreiningur í ríkisstjórn Núverandi námaleyfi var veitt í byijun apríl á síðasta ári og þá jafn- framt kynnt drög að nýjum lögum um verndun Laxár og Mývatns þar sem sagði m.a. að kísilgúrnám á botni Mývatns sé óheimilt; til ársloka 2010 sé þó heimilt að vinna kísilgúr innan tiltekins svæðis í Ytri-fióa. Fyrri lög um verndun Laxár og Mývatns eru frá árinu 1974. Ágreiningur er um þetta frumvarp innan ríkisstjórnarinn- ar. Þegar tilkynnt var um framleng- ingu námaleyfisins gat þáverandi umhverfisráðherra, Eiður Guðnason, þess að fyrir lægu drög að nýjum lög- um um verndun Laxár og Mývatns og hugðist hanú leggja frumvarpið fram á þingi vorið 1993, það var lagt fyrir ríkisstjórn 6. apríl það ár en frestað. Umhverfisráðherra og Hall- dóri Blöndal samgönguráðherra var falið að ganga endanlega frá málinu en milli þeirra tveggja náðist ekki sátt. Núverandi umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefur tvívegis reynt að fá frumvarpið samþykkt í ríkisstjórninni. Samgönguráðherra hefur neitað að staðfesta það á þeim forsendum að ef því yrði nú slegið föstu að verksmiðjunni yrði lokað eft- ir 2010 væri útséð um rekstur fyrir- tækisins; það yrði annars flokks og atvinnuöryggi starfsfólks stefnt í voða. Áhrif setflutninga Kísiliðjan í Mývatnssveit tók til starfa árið 1966 og var henni þá veitt námaleyfi til 20 ára eða til ársins 1986. Sverrir Hermannsson sem var iðnaðarráðherra árið 1985 veitti verk- smiðjunni vinnsluleyfi sem gilt.i frá 13. ágúst það ár og næstu 15 árin, til 2001. Áskildi ráðherra sér rétt til að endurskoða skilmála leyfisins yrðu breytingar til hins verra á dýralífi og gróðri við Mývatn sem rekja mætti til efnistöku verksmiðjunnar. Náttúr- verndarráð taldi að með veitingu ná- maleyfisins hafi iðnaðar- ráðherra sniðgengið ákvæði í lögum um vernd- um Laxár og Mývatns, þar sem segir að á svæðinu sé hvers konar mannvirkja- gerð og jarðrask óheimilt nema leyfí Náttúrverndarráðs komi til. Þá taldi ráðið ákvæði um endurskoðun skil- mála leyfisins of veik og væri til að mynda hvergi getið um hver meta ætti hvort breytingar hefðu orðið til hins verra á lífríki svæðisins. Magnaðar deilur komu upp í Mý- vatnssveit í kjölfarið en alla tíð hafði ríkt óeining meðal heimamanna um starfsemi Kísiliðjunnar. Andstæðing- ar úr hópi heimamanna ræddu við samtök Grænfriðunga á þessum tíma um ástand lífríkis Mývatns en þeir töldu að rekja mætti hnignun þess til starfsemi Kísiliðjunnar. Jafnframt því sem námaleyfi verk- smiðjunnar var framlengt um 15 ár var sett á laggirnar svokölluð sérfræð- inganefnd um Mývatnsrannsóknir. Niðurstaða rannsókna nefndarinnar, sem kynnt var í ágúst 1991, leiddi ekki í ljós samhengi milli starfsemi Kísiliðjunnar og aukinna sveiflna í dýrastofnum vatnsins. Tilflutningar sets innan vatnsins höfðu þó breyst verulega vegna dýpkunar á Ytri-flóa og vegna landriss, en nefndinni gafst ekki tími til að rannsaka hugsanleg áhrif þess á framvindu gróðurs og dýrasamfélaga í vatninu. Að þessari niðurstöðu fenginni var námaleyfi verksmiðjunnar framlengt um eitt ár og ný nefnd sett á laggirn- ar til að sinna frekari rann- sóknum. Þessi nefnd, set- flutninganefndin, beindi einkum sjónum að áhrifum setflutninga í Ytri-flóa. Fram kom í skýrslu nefndarinnar að setflutningar í vatninu réðust fyrst og fremst af vindknúnum straumum í vatninu, einkum suðvestlægum vind- um. Takmarkanir á námaleyfi í tvígang eftir þetta voru takmark- anir settar á námaleyfi Kísiliðjunnar; leyfið veitt til eins árs í senn og tak- markað við efnistöku í Ytri-flóa. Nið- urstöðu setflutninganefnarinnar var beðið með eftirvæntingu því á grund- velli hennar hugðist iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, byggja ákvörðun um hvort verksmiðjan fengi áframhald- andi námaleyfi og þá hversu lengi. Setflutninganefndin kom m.a. að þeirri niðurstöðu að nám í Ytri-flóa hefði ekki merkjanleg áhrif á lífríki sunnan Teigarsunds, þ.e. í Syðri-flóa, og í raun væri um tvö aðskilin vatna- svæði að ræða í Mývatni, Ytri-flóa og Syðri-flóa. Forráðamenn verk- smiðjunnar höfðu farið fram á að fá að færa kísilgúrnámið úr Ytri-flóa í þann Syðri þar sem fyrirsjáanlegt væri að hráefni myndi þrjóta að liðn- um tilteknum tíma og vildu þeir fá leyfi til námavinnslu í á svæði sem kallast Bolir og er í Syðri-flóa. í skýrslu setflutninganefndar kom fram að langvarandi vinnsla þar myndi hafa í för með sér veruleg- ar breytingar á lífsskilyrð- um í Mývatni og hafði hóp- ur bænda gefið í skyn við forráðamenn Celite Corp. að þeir myndu krefjast skaðabóta vegna þeirrar áhættu sem tekin yrði ef ný námasvæði yrðu tek- in í notkun. Námaleyfi veitt til 2010 Á grundvelli niðurstöðu rannsókna setflutninganefndarinnar var ákvörð- un þáverandi iðnaðarráðherra byggð að veita verksmiðjunni námaleyfi til 17 ára eða til ársins 2010 og tak- marka vinnslusvæðið við Ytri-flóa en jafnframt var námavinnslusvæði þar stækkað mjög. Á blaðamannfundi sem haldinn var í Mývatnssveit í byijun apríl á síðasta ári þar sem tilkynnt var um framleng- ingu námaleyfisins til ársins 2010 kom fram að það væri gert til að eyða óvissu sem ríkt hefði um framtíð fyrirtækisins. Atvinnueflingarsj óður Greint var frá því að stofnaður yrði einhvers konar atvinnueflingarsjóður en í hann skyldi renna fimmtungur levfisgjalds fyrir kísilgúrsnámið og væri tilgangur hans að efla atvinnulíf- ið í þeim sveitarfélögum þar sem íbú- arnir áttu hag sinn undir rekstri verk- smiðjunnar. Um er að ræða 130 krón- ur fyrir hvert tonn fram til ársins 2002 en 325 krónur á tonn eftir það. Á þessu ári nemur útflutningur Kísil- iðjunnar um 24 þúsund tonnum þann- ig að um 5-600 þúsund krónur renna í sjóðinn á fyrra tímabilinu en um það bil 2-3 milljónir á því síðara. Forráðamenn verksmiðjunnar telja sjóðinn ekki vera til mikilla afreka. Ný vinnslutækni Fram kom einnig að iðnaðarráð- herra ætlaði að beita sér fyrir rann- sóknum í samvinnu við hagsmunaað- iia á nýrri vinnslutækni við kísil- gúrnám úr vatninu. Forráðamenn verksmiðjunnar telja möguleika á að þróa nýja vinnslutækni við efnistök- una á þann hátt að kísilgúr verði dælt undan botni vatnsins, slík aðferð sé þekkt í Hollandi og Japan, en slíkt kosti vissulega mikið fé og þykir þeim einkennilegt að ráðamenn ætli að beita sér fyrir þróun nýrra aðferða við efnistökuna hafi það verið einlæg- ur ásetningur þeirra að loka verk- smiðjunni árið 2010. Kisiliðjan við Mývatn. í kjölfar umræðunnar nú hefur komið fram ótti manna við að verk- smiðjunni verði lokað mun fyrr en árið 2010, en í máli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar alþingimanns Fram- sóknarflokks á Norðurlandi eystra á Alþingi nýlega kom fram að sö- lusamningur við Celite corp. rennur út í lok árs 1996 og til þess geti kom- ið í kjölfar umræðunnar nú að hann verði ekki endurnýjaðu.r. Telur Jó- hannes Geir afar brýnt að málið verði afgreitt á Alþingi, ný lög um verndun Laxár og- Mývatns komi fyrir þingið svo hægt verði að höggva á þann hnút sem málið er í. Margir óttast að umræð- an nú verði til að beina augum erlendra náttúrverndarsam- taka að starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn sem gæti í versta falli fyrir Kísiliðjuna orðið til þess að henni ver- ið lokað löngu áður en námaleyfið rennur út. Bent á að íslendingar séu aðilar að Ramsar-sáttmálanum sem gekk í gildi árið 1975 en markmið hans er verndun votlendissvæða. Tvö svæði á íslandi eru á skrá sem Rams- ar-verndarsvæði, Mývatn og Þjórsár- ver. ísland hafi verið á svörtum lista Ramsar-sáttmálans vegna kísilgúrs- náms í Mývatni en féll af þeim lista eftir að fyrir lá ákvörðun um að kísilg- úrnámi yrði hætt af botni vatnsins eigi síðar en í lok árs 2010 eins og fram kom á áðurnefndum blaða- mannafundi. Ótti um að lokað verði fyrir 2010 Kílsiliðjan þróar nýja tækni FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 31 Minnimáttar- kennd og svartsýni réð ríkjum á landsfundin- um, að mati margra yngri kvenna <9% Kreppa Kvennalistans Kvennalistinn á við fylgiskreppu og margvísleg- an klofning að stríða. Ólafur Þ. Stephensen segir að eftir landsfund flokksins séu kvenna- listakonur litlu nær um það hvert beri að stefna. ENGIN kona virðist hafa komið ánægð af landsfundi Kvennalistans á Varma- landi um síðustu helgi. Því síður hafa þær konur, sem við er rætt, skýra mynd af því hvaða stefnu Kvennalistinn hafi nú og hvað hann ætli sér nákvæmlega í íslenzkum stjórnmálum. Klofningur og tilvistar- kreppa virðist hijá Kvennalistann — þar er hann reyndar ekki einn á báti meðal íslenzkra stjórnmálaflokka — og landsfundurinn fann ekki leið út úr þeirri kreppu, þrátt fyrir umræður, sem kvennalistakonur segja hafa ver- ið langar, krefjandi og þreytandi. Landsfundarfulltrúum var vissu- lega ljóst, þegar þær mættu að Varmalandi, að staða Kvennalistans er ekki sterk þessa dagana. Flokkur- inn hefur tapað fylgi í skoðanakönn- unum að undanförnu og nýtur nú álíka stuðnings og hann gerði í síðustu kosningum — en yfirleitt hefur Kvennalistinn fengið miklu meiri stuðning í skoðanakönnunum á milli kosninga en hann hefur svo hlotið í kosningunum sjálfum. Fylgi flokksins hefur hér um bil þurrkazt út á landsbyggðinni og er mun minna í Reykjavík og Reykjanesi en verið hefur undanfarin misseri. Þá á Kvennalistinn, samkvæmt síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar, hér um bil ekkert fylgi (aðeins 1,2%) á meðal 18 til 24 ára kvenna. Pirringur á landsfundi Auk þess að hafa áhyggjur af þess- ari fylgisþróun, eru margar kvenna- listakonur vonsviknar yfír því að flokkurinn hafi náð litlum árangri og enn ekki komizt í ríkisstjórn, 11 árum eftir að hann fékk fyrst konur kjörnar á þing. Viðmælendur orðuðu það svo að „pirringur“ hefði einkennt and- rúmsloftið á landsfundinum. Kvennalistakonur eru hins vegar alls ekki sammála um það hvernig á að komast út úr þessum vanda. Að því er virðist er að minnsta kosti um ferns konar klofning að ræða í röðum þeirra. Sumir klofningsþættirnir fara að einhveiju leyti saman, aðrir liggja þvers og kruss og skipta fiokknum í marga smáhópa. í fyrsta lagi — og þetta er líkast til mikilvægasti ágreiningurinn — er skýr og greinilegur klofningur milli höfuðborgar og landsbyggðar í Kvennalistanum. Hann kemur meðal annars fram í togstreitu milli sjónar- miða neytenda og landbúnaðar og skiptum skoðunum um sjávarútvegs- mál og kjördæmamál. Á landsfundin- um kom fram tillaga til ályktunar vegna upplýsinga úr skýrslu Rauða krossins um bág kjör ungra, ein- stæðra mæðra í Reykjavík. Lands- byggðararmurinn lagðist gegn því, að ályktað yrði um skýrsluna, vegna þess að hún snerti Reykjavík ein- göngu! Þetta fór ákaflega fyrir bijóst- ið á mörgum Reykjavíkurkonum, sem segja að þarna sé kvennabaráttan farin að víkja fyrir hreppapólitík. Deilur um Evrópusamstarf I öðru lagi er togstreita milli þeirra, sem vilja viðhalda óbreyttri stefnu varðandi Evrópusamstarfið, og hinna; sem vilja alþjóðasinnaðri stefnu. 1 þeirra hópi eru bæði konur, sem vilja ekki útiloka neina möguleika í Evr- ópusamstarfi, og nokkrir eindregnir siuðningsmenn Evrópusambandsað- ildar. Fram til þessa hefur Kvennalist- inn lýst eindreginni andstöðu við aðild bæði að Evrópska efnahagssvæðinu og ESB. Sú afstaða hefur verið rök- studd þannig að ESB aðhyllist „sóun- arhugmyndafræði" (þar er átt við fijálst markaðshagkerfi), að þar sé skortur á lýðræði og „karlveldi" sé ríkjandi, þ.e. að karlar stjórni flestu og konur séu lítt áberandi í stofnunum sambandsins. I umræðum um drög að kosninga- stefnuskrá Kvennalistans, þar sem vísað var til þessara röksemda, kom fram af hálfu margra kvenna, að þær ættu ekki síður við um ástandið á íslandi en í ESB, og þær vildu milda fyrri afstöðu flokksins í Evrópumálun- um. Sumar af þeim ungu konum, sem þykja einna líklegastar til að fara í framboð í höfuðborginni og lífga þar með upp á ímynd Kvennalistans, voru í þessum hópi. Þær eiga erfitt með að hugsa sér að fara í kosningabar- áttu með stefnu, sem höfðar alls ekki til stórs hluta kjósenda á suðvestur- horninu. Viðkvæði landsbyggðar- kvenna var hins vegar skýrt og ein- falt: Ef stefnunni í Evrópumálunum verður breytt, verður ekkert boðið fram úti á landi! Að lokum var umræðunum um ESB vísað aftur út í kjördæmaangana og þær eru í raun óafgreiddar. Þessi tog- streita fer ekki einvörðungu eftir landshlutum, því að núverandi þing- konur Kvennalistans í Reykjavík hafa t.d. ekki haggazt í andstöðu sinni við Evrópusambandið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem tekið hefur jákvæðari afstöðu til Evrópu- samstarfsins en aðrar forystukonur Kvennalistans, hafði sig lítt í frammi í umræðum um þessi mál á fundinum. Kynslóðabil Þriðja átakalínan er milli yngri kvenna í flokknum og þeirra eldri. Þessi kynslóðaágreiningur snýst ekki sízt um áherzlur í málflutningi og ímynd flokksins. Mörgum yngri kon- um, sem rætt var við, finnst að um- ræður á landsfundinum hafi borið keim af þvi að Kvennalistakonur séu að setja sig í spor „þolenda" fremur en að reyna að finna ný sóknarfæri. Minnimáttarkennd og svartsýni hafi ráðið ríkjum. I umræðum um sameig- inlegt framboð með öðrum stjórn- málaöflum hafi verið hamrað' á því að hinir flokkarnir séu að reyna að nota Kvennalistann. Fari flokkurinn í ríkisstjórnarsamstarf verði hann settur hjá og fái engin almennileg ráðuneyti. Viðhorfið til kvenna, sem mælt hafi gegn þessu, hafi verið að „einhveijir karlmenn væru bara búnir að tala þær til,“ eins og ein Kvenna- listakona orðaði það. Útkoman hafi orðið að hræðslan við breytingar hafi orðið ofan á, og haldið verði í núverandi ástand. „Nið- urstaðan varð sú að við skyldum bara deyja einar úti í horni með sæmd. Margar virtust ákveðnar í að þetta væri síðasta kjörtímabilið, og svo værum við að hætta,“ segir ein af yngri konunum. Þessi hópur yngri kvenna vill draga úr „á móti“-málflutningi Kvennalist- ans og hressa upp á ímyndina, meðal annars með nýjum frambjóðendum. Þær vilja hverfa frá ofuráherzlu á „menningarfemínismanum" eða mæðrahyggju, sem þær segja hafa verið ríkjandi í Kvennalistanum frá upphafi, og leggja þess í stað áherzlu á fjölbreytni kvenna, fremur en að þær séu allar með nákvæmlega sömu hagsmuni og sama reynsluheim. Þessar áherzlur fara að nokkru leyti saman við þau sjónarmið, sem áður er lýst og eiga hljómgrunn hjá Reyk- víkingum og þeim konum,_ sem eru hlynntar Evrópusamstarfi. í Kvenna- listanum er, líkt og í öllum hinum flokkunum, hópur sem vill ýta undir alþjóðahyggju, neytendapólitík og jafnvel markaðshugmyndafræði í hæfilegum skömmtum og telur lands- byggðararminn dragbít á að þessi sjónarmið nái fram að ganga. Samflot eða sérframboð? Fjórða ágreiningsefnið innan Kvennalistans, og það sem varð einna mest áberandi á landsfundinum, er hvort bjóða eigi fram í samfioti við aðra flokka í næstu kosningum eða áfram í eigin nafni. Þessi ágreiningur gengur þvert á öll hin deilumálin, sem rakin eru hér að framan. Jóna Val- | gerður Kristjánsdóttir, þingmaður Vestfjarða, hvatti eindregið til þess á fundinum að gengið yrði til samstarfs við Jóhönnu Sigurðardóttur og færði • meðal annars þau rök fyrir afstöðu ; sinni, að Jóhanna myndi höggva skörð ' í fylgi Kvennalistans. Um þetta urðu miklar umræður, og í þeim komu fram fjölmörg sjónar- mið. Sumar héldu því til dæmis fram að aðeins í samfloti með öðrum gæti Kvennalistinn orðið sterkur og komizt í valdaaðstöðu. Aðrar sögðu að með þessu væri verið að leggja Kvennalist- ann niður og það væri engan veginn víst að það væri tímabært. Stefna Jóhönnu lægi ekki fyrir — raunar mun hún hafa sagt í samtölum við þingkon- ur Kvennalistans að hún muni ekki leggja fram neina stefnuskrá fyrr en ■ í janúar — og ekki væri víst að fram- j boð hennar yrði sérstaklega hallt und- j ir kvenfrelsisstefnu. Daður Ólafs I Ragnars Grímssonar fer sömuleiðis • óendanlega í taugarnar á mörgum ’ kvennalistakonum — hann er í þeirra í augum ekki persónugervingur kven- { frelsis! Margar yngri kvennanna hefðu ekkert á móti því að vinna með fólki úr öðrum flokkum, sem hefur svipað- ar áherzlur og þær, til dæmis í neyt- enda- og alþjóðamálum, en Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson eru ekki þeir leiðtogar, sem þær geta hugsað sér að fylgja. Þær kvennalistakonur, sem studdu að Kvennalistinn tæki þátt í framboði Reykjavíkurlistans og störfuðu fyrir það í borgarstjórnarkosningunum, eru margar hlynntar sameiginlegu fram- boði, en það er þó ekki einhlítt. Bent er á að hefð sé fyrir því að Kvennalist- inn taki þátt í sameiginlegu framboði víða um land í sveitarstjórnakosning- um, en framboð á landsvísu sé annað og alvarlegra mál. * Svo eru þær líka til, jafnvel í þing- liði Kvennalistans, sem ekki vilja úti- j loka stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- : flokkinn, en telja að það væri gert . með því að fara í samflot með félags- i hyggjuflokkunum. Þetta eru ekki sízt , þær konur, sem líta svo á að Kvenna- j listinn sé ekki endilega vinstriflokkur, | þótt hann hafi hallazt að sjónarmiðum ( vinstrimanna í t.d. velferðarmálum. ' Margar kvennalistakonur kvarta \ hins vegar undan því að umræðurnar , á landsfundinum um samflot eða sér- I framboð hafi ekki verið nógu hrein- skilnar. Margar hafi ekki talað hreint út, og þegar umræðum um málið var að ljúka á laugardagsmorgninum hafi niðurstaðan í raun ekki legið fyrir, heldur hafi ein af þingkonunum dreg- ið saman andann í umræðunum og tekið af skarið. Ekki voru allar ánægð- ar með þessar málalyktir. Reyndar sæta þau vinnubrögð Kvennalistans að ræða sérhvert mál til þrautar og komast svo að sameigin- legri niðurstöðu, án atkvæðagreiðslu, vaxandi gagnrýni. Raunar voru greidd atkvæði tvisvar á landsfundinum og þótti mörgum þeim eldri það slæmt. Fundaform Kvennalistans, þar sem hver og ein tjáir sig í hópumræðum, er þungt í vöfum. „Þegar þetta var fundið upp voru þær annað hvort færri eða höfðu meiri tíma,“ sagði ein af yngri heimildarkonum blaðamanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.