Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Útflutningur á fiski - og fólki EKKI einu sinni, heldur tvisvar á örfáum árum hefur mér hlotnast sá I óvænti heiður að verða númer á aðal- I fundum Landssambands íslenskra útvegsmanna, síðast núna á dögun- um. í bæði skiptin hafa Kristján Ragnarsson sjálfur og Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra vitnað til Ur mín, beint og óbeint í ræðum sínum til fundarins. Kristján nefnir mig í sömu andránni og þá aðila, sem hon- um virðist einna mest uppsigað við, — Alþýðuflokkinn og ritstjóra Morg- unblaðsins — en sjávarútvegsráðherr- ann bendlar mig við draugagang. Hvort tveggja er að sjálfsögðu alvörumál fyrir mig, þeg- ar í hlut eiga jafn skyggnir og farsælir menn í hvívetna. Það er gagnrýni vert í þessari umfjöllun þeirra, úr því að þeir á annað borð tóku málið til meðferðar, að þeir skyldu ekki með rökum ræða það efni, sem ég hef á undanfömum mán- uðum kynnt í þjóðmála- urriræðunni. Ég hef þar lagt fram all viðamikla greiningu á vandanum, sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í atvinnumálum. Við þá greiningu hef ég bætt skoðun- um um, hvemig skuli brugðist við vandanum, sem greiningin leiðir í ljós. Þetta geri ég eingöngu í þeim fróma tilgangi að reyna að liðsinna mönnum, sem skipa ábyrgðarstöður og hafa atvinnu af því að taka samfélagslega mikilvægar ákvarðanir. Ég hef áhyggjur af þróun þessa samfélags, sem böm mín og bamaböm verða vonandi hluti af miklu lengur en ég. Hver má eða má ekki ræða þjóðmálin Þessu mætir Kristján Ragnarsson ekki með viti borinni umræðu. Hann beitir sömu aðferðum núna og hann gerði á aðalfundi LÍU fyrir nokkmm áram. Þau vinnubrögð mátti oft sjá í gamla Þjóðviljanum og vora eflaust lærð í austurvegi. í stað þess að ræða efni málsins reynir hann að gera lítið úr mér og gefur raunar í skyn, að ég eigi ekkert með að blanda mér í þjóðmálaumræður. Astæðan, sem hann tilgreindi hér á áranum var sú, að ég stjómaði þá fyrirtæki, sem rek- ið var með stórtapi. Núna, þegar fyrir- tækinu vegnar betur, er sú ástæða fram talin, að fyrirtækið búi við of hagstætt rafmagnsverð. Ruglrök- semdafærsla af þessu tagi er ekki svara verð. Greiningar mínar og mál- flutningur liggja fyrir og vilji Kristján Ragnarsson vera viðtalshæfur for- ystumaður þeirra samtaka, sem hann fer fyrir, verður hann að ræða efni málsins í stað þess að ergja sig út í mig. Ég skipti engu máli í þessu sam- bandi, en það gerir málefnið svo sann- arlega. Kristjáni til huggunar skal þess getið, að mér þykir félagsskapurinn ' með Morgunblaðinu í ræðu hans vera góður. Ekkert blað hefur lagt- meira til viti borinnar umræðu um atvinnu- mál. Þar sem ber í milli sjónarmiða ritstjóra Morgunblaðsins og Kristjáns Ragnarssonar er sá munur á umræð- unni, að Morgunblaðið hefur rökstutt mál sitt vandlega, en það hefur Krist- ján ekki gert. Blind og að miklu leyti ímynduð hagsmunagæsla hefur kom- ið í staðinn fyrir rökræðu. Þegar Kristján spyrðir mig í ræðu sinni saman við Alþýðuflokkinn má sjá jákvæðar hliðar á því, þegar grannt er skoðað. Þótt Alþýðuflokk- urinn sé á flestan veg illa haldinn um þessar mundir og þar á ofan á göngu inn í Evr- ópubandalagshamrana verður það ekkert frá honum tekið að hafa staðið vörð um eign þjóð- arinnar, en ekki sægreif- anna, á auðlindinni í haf- inu við ísland. Það eru kratamir, sem eiga mest- an heiður af fyrstu grein fiskveiðistjómarlaganna, þar sem þessi eignarrétt- ur þjóðarinnar er stað- festur. Það ákvæði vogar enginn stjórnmálamaður sér að fella úr gildi úr þessu, þótt æði margir séu í því liði þeirra Krist- jáns og Þorsteins, sem vilja ómerkja ákvæðið með öðrum ráðum. í því efni þykir mér stefna Alþýðuflokksins betri en afstaða ann- arra flokka. Meginsjónarmiðin Þegar litið er í sjónhendingu yfir þau viðhorf, sem fram komu á nefnd- um fundi LÍU, kemur skýrt í Ijós hið algera skilningsleysi þessara forystu- manna í sjávarútvegi á stöðu hans og skyldum við samfélagið. Kristján segir í ræðu sinni: „Er ekki kominn tími til, að við áttum okkur á því, að tilvera þessarar þjóðar byggist á físk- veiðum og þær munu áfram verða burðarásinn í atvinnulífínu? Það er því niðurrifsstarf við sjávarútveginn og íslenskt atvinnulíf að klifa á nauð- syn þess að draga mátt úr sjávarút- veginum með nýjum skattgreiðslum. Nær væri fyrir Alþýðuflokkinn, rit- stjóra Morgunblaðsins og forstjóra Jámblendifélagsins, svo einhveijir séu nefndir, að ræða hvemig best væri hlúð að þeirri atvinnustarfsemi sem þjóðin byggir afkomu sína á.“ Afstaðan er skýr: Við eigum að halda áfram að vera hráefnaframleið- endur með öll okkar brothættu egg í einni og sömu körfunni. Við eigum sem þjóð að halda áfram að bjarga útvegsmönnum frá þroti þegar illa árar og láta þá og sjómenn eiga hagn- aðinn óskertan, þegar auðlindin í haf- inu er gjöful. Við eigum að láta sveifl- umar til sjávarins halda áfram að kreista líftórana úr því, sem eftir er af atvinnugreinunum í landi, eins og gerst hefur linnulaust undanfarna áratugi. Við eigum að láta lífskjör fólksins í landinu smáfjara út og sætta okkur við að hafa ekki efni á því velferðarsamfélagi, sem við nú búum við — hvað þá öðru betra. Skammsýnin, þröngsýnin — mér Ég hef hvergi gert til- lögu um að rýra hlut útgerðarinnar á nokk- urn hátt annan en þann, segir Jón Sigurðsson, en að koma á sam- keppni innan greinar- innar. liggur við að segja blindan — sem í þessum viðhorfum felst er öldungis skelfileg. Hún vísar ekkert nema nið- ur á við. Útvegur — burðarás atvinnulífsins Allir viðurkenna mikilvægi útvegs- ins. Jafnvel illþýði eins og ég hef gert það í öllum mínum skrifum. Skoðanir mínar á hvers sé þörf til að við getum náð flugi fyrir íslenskt atvinnulíf fela einmitt í sér aðferð til að útvegurinn verði í alvöranni „burðarásinn í atvinnulífinu" pins og Kristján Ragnarsson kallar eftir. En þá væri sjávarútveginum beitt eins og eimreið í þágu atvinnulífsins alls, en ekki einungis í þágu útgerðanna í landinu. Það er vert að árétta í þessu sam- bandi, að ég hef hvergi gert tillögu um að rýra hlut útgerðar á nokkum veg annan en þann að koma á sam- keppni innan greinarinnar, sem verð- launar þá, sem reka sína útgerð vel, en grisjar út hina, sem gera það ekki. Það er jafnframt leið til að styrkja útgerðina sem atvinnugrein. Þrátt fyrir þetta ræðir Kristján Ragnarsson ekki málið efnislega. Hann drepur því á dreif með upphróp- unum, sem koma kjama málsins ekk- ert við. Með því gefur hann til kynna, að hann kæri sig ekkert um að útveg- urinn sé burðarásinn í neinu atvinnu- lífi nema sjálfum sér. Þetta er blind hagsmunagæsla þegar þörf er fyrir opna framtíðarsýn fyrir atvinnulífið í heild. Og í þessu tekur sjávarútvegsráð- herra þátt. Hann telur, að einhveijir veiðileyfagjaldsdraugar hafi verið kveðnir niður á sl. vori með lagasetn- ingu um fískveiðistjórnun, sem í raun engan vanda leysti. Sannleikurinn er sá, að það hafa engir uppvakningar verið á ferli kringum þá Þorstein Pálsson og Kristján Ragnarsson. Það er ungt og bráðlifandi fólk, um 20.000 ungir menn og konur, sem horfa kvíð- in fram á árin framundan þegar þau koma út úr skóla til fundar við at- vinnulíf, sem hefur engan þann vöxt, sem þarf til að taka við því til starfa. Hvert ætla þeir félagar, Kristján Ragnarsson og Þorsteinn Pálsson, að vísa þessu fólki? Núverandi viðhorf þeirra fela í sér stefnu um að flytja mikið af því út. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins. mraarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147 17., 18.0219. nóvember í Því tilefni veitum viö 15% atslátt af öiium peysum oö biússum Opið laugardaga frá kl. 10-16 Jón Sigurðsson Það hálfa væri nóg I STARFI með börnum uppgötvar maður margt. Til dæmis hvað börn eiga á ákveðnu þroskastigi erfitt með að setja sig í spor annarra og hvað þau, undir 7 ára aldri, eiga erfitt með að skilja reglur. Ef þau fara í leiki, sem byggj- ast upp á ákveðnum reglum, þá reyna þau yfirleitt að breyta reglunum sér í hag. Þeir sem vinna uppeld- isstarf með börnunum telja það mikilvægt atriði í undirbúningi fyrir líf barnsins að það öðlist færni til að setja sig í spor ann- arra og meðtaki hlutverk reglna. Þetta kemur til dæmis oft fram hjá yngri börnum í leiknum „stikk“. Þá halda börnina að þeg- ar þau nást'geti þau breytt regl- unum og verið stikkfrí nánast hvar sem er. Oft á tíðum skapar þetta mikil vandræði í leiknum vegna þess að eldri börnin sætt- ast ekki á að breyta reglunum. Þau eldri sættast ekki á hugsana- gang þeirra yngri enda yfirleitt komin lengra áleiðis á þroska- brautinni. Samstarf Mér hefur oft á tíðum komið þessi samlíking í hug þegar ég horfi upp á vinnubrögð þing- mannsins Jóhönnu Sigurðardótt- ur. í september síðastliðnum hvarf Jóhanna úr þingflokki Al- þýðuflokksins. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fleiri félagar hennar t.d. úr Alþýðuflokknum og þingflokki hans fylgdu ekki þessum „heiðarlega og duglega“ stórnmálamanni eftir sem fyrir örfáum mánuðum vildi verða for- ingi flokksins og sóttist stíft eftir því á flokksþingi. Enginn úr þing- flokknum hafði áhuga á að fylgja henni eftir. Ég tel það vera vegna þess að við í þingflokknum horfðum upp á ótrúleg vinnubrögð hennar sem einkenndust af lítilli samstarfs- fýsi, ótrúlegri sjálflægni og að geta sjaldnast eða aldrei sett sig í spor annarra í samstarfi. Þetta hafa þeir aðilar aldrei tjáð sig um opinberlega. Ábyrgð Eftir að þingmaðurinn hóf að vera sjálfstæður í eigin flokki tel ég að stjórnarandstaðan á Alþingi hafi uppgötvað á sinn hátt þessi skrítnu vinnubrögð þingmannss- ins. Skyndilega hóf Jóhanna að dæla inn á Alþingi þingmálum um skattamál, um endurskoðun fæðingarorlofs, jafnréttismál og fleiri mál. Það var engu líkara en hér væri á ferðinni stjórnarand- stöðuþingmaður en ekki þingmað- ur sem hefði haft framkvæmdar- vald á höndum í ríkisstjórninni undanfarin 7 ár. í ræðustól veit maður aldrei hvort hún talar sem þingmaður í eigin flokki, fyrrverandi ráðherra, stjórnarliði eða stjórnarandstæð- ingur. Hún ber enga ábyrgð. Það er ekki henni að kenna hvernig skuldastaða heimilanna hefur versnað svo um munar. Það er Framsóknarflokknum að kenna. Hún ber ekki ábyrgð sem jafnrétt- isráðherra undanfarin 7 ár að staða kvenna hefur versnað og launamisrétti aukist. Hún ber enga ábyrgð á þessum málum þrátt fyrir setu í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Steingríms Her- mannssonar og Þor- steins Pálssonar. Þetta eru dæmi um stíl á vinnubrögðum Jó- hönnu Sigurðardóttur. Það getur enginn tekið það af þing- manninum að hann hefur um árabil verið einn duglegasti og af- kastamesti ráðherra þessa lands. Jóhanna hafði ætíð stuðning fé- laga sinna til að koma fram mál- um en hún er fljót að sparka í þá þegar hún hafði tækifæri til. Dæmi um það má nefna. Guð- mundur Árni Stefánsson studdi hana með ráðum og dáð innan flokksins í baráttumálum hennar. Þegar Jóhanna tilkynnti um hugs- anlegt sérframboð sitt stóð Guð- mundur í orrahríð í fjölmiðlum. Þá lét hún þess getið að hún ætl- Vinnubrögð Jóhönnu Sigurðardóttur ein- kenndust af lítilli sam- starfsfýsi, segir Petr- ína Baldursdóttir, og ótrúlegri sjálflægni. aði að standa fyrir bættri siðbót í stjórnmálum. Á afar kurteisleg- an máta sparkaði hún í sinn helsta stuðningsmann þegar hann hefði þurft á stuðningi að halda. Þann- ig launar Jóhanna stuðning! Stikk Hún ber ekki ábygð. Hún sakar ríkigstjórnina sem hún hvarf úr fyrir 4 mánuðum að hafa aukið launamun í þessu landi. Það búi tvær þjóðir hér. Hún ætlar að bjarga þessu fólki með framboði sínu. Ég spyr: af hverju er hún ekki búin að því? Er ekki skrítið að hafa verið ráðherra í 7 ár og engu fengið áorkað í þessum efnum hafandi allar forsendur til þess? Það er hreint ótrúlegt ef 20% þjóðarinnar ætlar að láta glepjast og telji að Jóhanna geti töfrað fram lausnir á þjóðmálum si svona. Það er ábyrgðarleysi að starfa eins og hún gerir. Alls ekki trú- verðugt og eykur ekki virðingu fyrir viðkomandi. Það er einfaldlega ekki hægt að vera „stikk“ á gjörðum sínum þegar manni dettur í það í hug. Alveg eins og börnin verða að læra að í leiknum gilda ákveðnar reglur sem þau verði að Iúta, jafn- vel þó það sé þeim í óhag, verður persónan Jóhanna Sigurðardóttir að skilja að í stjórnmálum ber hver stjórnmálamaður ábyrgð á gjörðum sínum og fortíð. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins í Rcykjaneskjördæmi. Petrína Baldursdóttir 94026 Word eámskeið og verkfræöiþjónustan /uskóli Halldórs Kristjanssonar Tölvu-i _ Tölvuskóli Halldórs Kristjá Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.