Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIGERLA ÓLAFSDÓTTIR + Sólveig Erla Ól- afsdóttir var fædd í Reykjavík 28. júlí 1928. Hún lést á Borgarspítal- anum 8. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Steinunnar Jónínu Þorláksdóttur, f. 17.9. 1903, d. 27.2. 1973, ættuð úr Húnaþingi, og Ólafs Ágústs Guð- mundssonar, skó- smiðs, f. 22.3. 1894, d. 22.6.1970, ættað- ur af Suðurlandi. Sólveig Erla átti einn bróður, Guðmund, tannlækni, f. 10.1.1930. Sólveig Erla stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1947. Hún var afgreiðslustúlka í Tóbakshús- inu í Austurstræti og síðar í verslun H. Toft við Skólavörðu- stíg. En lengst starfaði Erla hjá Happdrætti DAS, samfleytt í 35 ár. Erla giftist ekki og eign- aðist ekki börn. Hún hélt heim- ili í rúm 20 ár með Helga S. Einarssyni, f. 23. október 1913. Úför Sólveigar Erlu fer fram frá Fossvogskapellu í dag. MIG LANGAR að minnast nokkrum orðum frænku minnar, Sólveigar Erlu Ólafsdóttur, sem lést á Borgar- spítalanum 8. nóvember sl., 66 ára gömul, eftir tveggja ára erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Erla, eins og hún var jafnan nefnd, ól allan sinn aldur hér í Reykjavík, og meira að segja nánast alla ævi í sama húsinu, á Grettisgötu 70. Foreldrar hennar luku byggingu þess húss og fluttu þangað 1930. Þar bjuggu þau síðan alla tíð, og Ólafur starf- aði þar einnig, á skósmíðaverkstæði sínu, allt til dauðadags. Sama ár, 1930, fæddist þeim hjónum sonur, Guðmundur, nú tannlæknir í Reykjavík. Systkinin ólust síðan upp í þessu húsi við mikla ástúð foreldranna og allt til þessa dags hafa þau bæði haldið tryggð við þennan stað; Guðmundur stofnaði þar heimili sitt á sínum tíma og árum saman hafa börn hans búið í húsinu ásamt Erlu. Ekki þekki ég byggingarsögu hússins á Grettisgötu 70. Ég þykist þó vita að til að koma því upp hafi Ólafur þurft bæði atorku og ráð- deild. Hitt veit ég líka að þeim verk- um hans hefur fylgt góður hugur og frómar óskir um að byggingin mætti hýsa fagurt mannlíf og verða til góðs. Þær óskir rættust, því margir hafa notið skjóls í húsinu. Þar bjuggu aldraðir foreldrar Ólafs, Margrét Sigurðardóttir og Guð- mundur Guðmundsson, og náði Margrét hárri elli og naut aðdáun- arverðrar umhyggju og hjúkrunar. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), ’er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Tvær systur Jónínu og fjölskyldur þeirra bjuggu einnig í húsinu og móðir Jónínu, Sæ- unn Kristmundsdóttir, um tíma, svo þar var oft margt um manninn og það svo að þeir sem ungir eru í dag myndu vart trúa því. Ég tel að gæfa hafi ávallt fylgt þessu húsi og íbú- um þess og bið þess að svo megi verða um alla framtíð. Þótt margir væru í húsinu fór ekki milli mála hveijir væru húsráðendur. Þau Jón- ína og Ólafur eru mér mjög minnis- stæð. Þau báru bæði sterkan per- sónuleika og heimili þeirra varð strax menningarheimili, eins og best gerðist í Reykjavík. Þar var tónlist höfð í hávegum og bækur og vel fylgst með þjóðmálaumræðu. Þar var ávallt gestkvæmt og gest- risni mikil. Þótt margir nytu góðs af jákvæðu lífsviðhorfi þeirra hjóna, var þeim efst í huga að búa börnum sínum gott atlæti; þau gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir alla að eiga gott bernskuheimili. Ég á ákaflegar fagrar minningar um þessa fjölskyldu og tel það gæfu mína að hafa fengið í bemsku að kynnast því góða fólki og þeim brag sem ríkti á heimilinu. Óneitanlega skipar Erla veglegan sess í þeim minningum. Hún var glæsileg og falleg stúlka, lífsglöð og hafði yndi af tónlist, góðum fatn- aði og fögrum hlutum. Hún lék vel á píanó, hafði góða söngrödd og kunni bæði að flytja og njóta tónlist- ar. Á þessum árum voru nýjustu dægurlögin, og reyndar alls konar tónlist, gefin út á prenti, með nótum og texta. Þetta notfærði hún sér, hefur eflaust fylgst vel með og átti gott nótnasafn. Þegar ég rifja upp þessi löngu liðnu ár, er mynd Erlu óaðskiljanlega tengd tónlist og þvi fegursta í lífinu. Ekki aðeins þeirrar fegurðar sem auga og eyra nemur, heldur einnig þeirrar sem undir býr. Því miður urðu fundir okkar stopulir síðar á ævinni og kenni ég um vanrækslu minni. En ávallt var gott að mæta henni þótt í önn dags- ins væri og hún hafði lag á að gera hvem fund að fagnaðarfundi. Alla tíð hef ég borið hlýjan hug til Erlu frænku minnar. En Sigurbjörg systir mín, sem nú er látin, og Erla fundu þrátt fyrir mikinn aldursmun hvor hjá annari vináttu sem þær ræktuðu vel og entist til æviloka. Mér er minnisstætt hve hún sem stelpa leit upp til þessarar eldri frænku sinnar og langaði að líkjast henni. Margt er líkt með skyldum og vin- átta þeirra var góð þegar báðar voru fullorðnar og ég hef það til marks um góðvild og barngæsku Erlu hve vel hún strax tók þessari litlu frænku sinni og var henni góð. Það kæmi mér mjög á óvart hafi Erla ekki einnig reynst öðrum börn- um í fjölskyldunni vel og þau öðlast vináttu hennar. En sjálfri varð henni ekki barna auðið. Árið 1968 hóf Erla sambúð með Helga S. Ein- arssyni bifreiðarstjóra og héldu þau saman heimili á Grettisgötunni í rúm tuttugu ár, eða meðan honum entist heilsa. Erla gekk í Austurbæjarskólann og síðan í Kvennaskólann í Reykja- vík, og lauk prófi þaðan vorið 1947. Að skólagöngu lokinni starfaði hún í ýmsum verslunum í Reykjavík, uns hún hóf störf hjá Happdrætti DAS, fljótlega eftir að það var stofnað á sjötta áratugnum. Þar starfaði hún síðan í 35 ár. Hún var með afbrigðum samviskusöm og rækti störf sín af kostgæfni og trú- mennsku, auk þess sem nálægð hennar var hveijum vinnustað til framdráttar vegna góðrar fram- komu, háttvísi og glæsileiks sem reyndar vakti athygli hvar sem hún fór. MINNINGAR Hún sómdi sér því vel á manna- mótum. Vel hefði farið svo glæsi- legri og gáfaðri konu að hafa sig meira í frammi en Erla gerði jafn- an. En meðfædd hlédrægni, lítil- læti, hógværð og hófsemi gerðu það, að verkum að samkvæmi voru henni lítt að skapi, einkum eftir að árin tóku að færast yfir. Erla gerði held- ur ekki víðreist um dagana; var alla tíð heimakær og naut frístunda sinna best heima og í þröngum hópi meðal sinna nánustu. I störfum sínum í miðbæ Reykjavíkur var hún hins vegar daglega í hringiðu mann- lífsins áratugum saman og hafði samskipti og kynni af mörgum um dagana og sinnti viðskiptavinum af 'alúð. Hún var greind, mann- glögg, og stálminnug. Erla hafði góða kímnigáfu og var ávallt glað- vær og hláturmild, en engum sem þekkti hana duldist að undir niðri bjó alvara, ríkt geð og heitar tilfinn- ingar, en ekkert var fjarri henni en að fiíka því. Ávallt hafa verið miklir kærleikar með þeim systkinum Erlu og Guð- mundi og fjölskylda hans öll var henni mjög kær, eins og nærri má geta. Guðmundur er kvæntur Sig- urbjörgu Jónsdóttur og ég hygg að á engan sé hallað þó ég fullyrði að enginn hafi verið Erlu sá vinur í raun sem hún. Aðdáunarvert er hve vel þau hjón reyndust Erlu í veikind- um hennar síðustu árin, en undir þeim kringumstæðum reynir mjög á fólk, bæði um mannkærleika og skyldurækni. Ég lýk þessum orðum með sam- úðarkveðjum frá mér og Guðrúnu konu minni til Helga S. Einarson- ar, Guðmundar og Sigurbjargar og fjölskyldna þeirra. Við þökkum Erlu góða vináttu hennar alla tíð. Hvíli hún í friði. Sverrir Sveinsson. Hún Erla föðursystir okkar er látin. Stríð hennar við illvígan sjúk- dóm stóð í rúm tvö ár. Veikindi Erlu voru henni mjög erfið og lögð- ust þungt á okkur sem vorum tengd henni. Hún hefur nú hlotið hvíld en eftir situr tómleiki og söknuður í hjarta okkar. Erla frænka var okkur fjölskyld- unni sérstaklega náin. Erla eignað- ist ekki börn sjálf og því fannst okkur systkinunum við eiga svo mikið í henni. Henni þótti ákaflega vænt um okkur og fylgdist vel með öllu sem við vorum að bjástra. Við fráfall Erlu reikar hugur okkar aft- ur í tímann. Erla og Helgi, sambýl- ismaður hennar, voru tíðir gestir hjá okkur og var hátíð í hvert sinn sem Erla kom. Við hlupum á móti henni full eftiivæntingar til að sjá hvort hún hefði komið með eitthvað handa okkur. Aldrei urðum við fyr- ir vonbrigðum því alltaf hafði hún tekið með sér smávegis glaðning. Ekki voru heimsóknirnar færri til Erlu og Helga á Grettisgötuna. Heimilisandinn þar einkenndist af einstakri gestrisni og glaðværð. Það var Erlu alltaf kappsmál að hafa sem rausnarlegastar veitingar og sparaði hún þær ekkert. Við hátíð- leg tækifæri bauð hún okkur fjöl- skyldunni í glæsileg kaffíboð og maður undraðist alltaf það lítillæti sem hún sýndi með því að biðjast afsökunar á veitingunum. Ósjaldan átti maður leið hjá og leit þá inn hjá Erlu en það var alveg sama hversu stutt maður stoppaði, alltaf fékk maður kaffi og með því. Rausnarskapurinn kom fram í fleiru. Gjafirnar sem hún gaf okkur krökkunum voru alltaf sérstaklega veglegar. Á hveijum einustu jólum kom pakki frá Erlu sem bar af öðrum pökkum með glæsilegum umbúnaði og innihaldið var ávallt bæði mjúkt og hart. Hún kunni að gleðja börnin enda er minningin um gjafirnar frá henni enn skýr í huga okkar. Jafnvel eftir að hún var orð- in veik var hún enn að hugsa hlý- lega til okkar og barna okkar með góðum gjöfum. Erla hafði sterkan persónuleika. Hún var alltaf svo lífleg og kunni vel að meta lífsgleði og kímnigáfu hjá öðru fólki. Henni var tamt að hrósa öðrum og fengum við systkin- in okkar skerf af því. Aldrei heyrð- FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 41 ist Erla hallmæla nokrum en oft heyrði maður á tali hennar hversu lítið álit hún hafði á sjálfri sér. Þar dæmdi hún sjálfa sig allt of hart því hún var hæfileikamanneskja. Erla var einstaklega glæsileg kona. Hún hafði unun af að klæð- ast fallegum fötum og hugsaði allt- af einkar vel um útlit sitt. Heimili hennar ber líka vott um hversu smekkleg hún var. Hún var mjög elsk að tónlist og spilaði sjálf geysi- vel á píanó, jafnt eftir eyranu sem eftir nótum. Hún settist oft við hljóðfærið og spilaði ýmis dægurlög og það var fastur liður í fjölskyldu- boðum við hátíðleg tækifæri að Erla spilaði undir söng. Þær stund- ir eru ógleymanlegar. Elsku pabbi og mamma, ykkar missir er mikill. Þið önnuðust Erlu af sérstakri umhyggju og ósérhlífni í veikindum hennar og fyrir það var hún vissulega þakklát. Kæri Helgi, við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari skilnað- arstund. Elsku Erla. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Síðustu misseri voru þér sannarlega erfið en aldrei þreyttist þú á að þakka fyrir hvert smæsta viðvik sem fyrir þig var gert. Alltaf fannst þér sem þú værir að íþyngja okkur hinum með veikindum þínum. En nú ert þú farih og það er komið að okkur að þakka þér alla ástúðina og örlæt- ið. Far þú í friði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sðlin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Ólafur, Nína, Pétur og Bryndís. í hendi guðs er hver ein tið í hendi guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Joch.) Það eru aðeins góðar minningar tengdar kynnum mínum við Erlu. Hún var traustur vinur vina sinna, glæsileg, vel gefin og mikill fagur- keri. Við vorum sessunautar árin okk- ar fjögur í Kvennaskólanum í Reykjavík og bundumst þar vináttu- böndum. Kvennaskólaárin voru ljúf- ur tími náms og starfa þar sem gleðin og kátínan var nær óbrigð- ult innlegg í dagana. Oft áttum við eftir að minnast á spaugileg atvik bæði úr skólalífinu sem öðru. Mér eru minnisstæðar margar bíóferðir okkar Erlu og hvað við höfðum gaman af að rifja upp á heimleið- inni falleg lög eða tónlist úr mynd- unum. Oftar en ekki var það hún sem mundi eftir réttu tónunum enda gædd ríkum tónlistarhæfileikum. Þau voru ófá skiptin sem ég fór heim með Erlu að loknum skóladegi til þess að hlusta á hana leika á píanó bæði erfið nótnaverk og eins jass leikinn af fingrum fram. Æskuheimili Erlu á Grettisgötu 70 var fágað menningarheimili þar sem eðlislæg prúðmennska og gest- risni sátu í fyrirrúmi. Hina góðu eðliskosti foreldranna hlaut Erla í vöggugjöf og var að þeim hlúð af miklu ástríki. í þessu kærleiksríka umhverfi bjó hún til hinstu stundar. Erla vann árum saman hjá Happadrætti DAS og var þar traustur og ötull starfsmaður. Erfið veikindi manns hennar og síðar hennar sjálfrar voru tímar sem á reyndu. Guðmundur, bróðir Erlu, Sigurbjörg, kona hans, og þeirra fjölskylda stóðu við hlið Erlu í blíðu og stríðu og var umhyggja þeirra fyrir henni einlæg og fölskvalaus. Blessuð sé minning hennar. Ástvinum Erlu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðbjörg Lilja Maríusdóttir. Samstarfskona til fjölda ára er látin eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Hún var með fyrstu stúlkum er réðust til starfa þegar Happdrætti DAS var stofnað og starfaði f aðalumboði þess í samtals 33 ár. Það eitt sýnir hversu ötul og örugg hún var í starfi og henni er hér með þakkað af alúð og þar með allt það er hún lagði málefnum aldraðra lið á sínum langa starfs- ferli. Hún var sérlega góður sam- starfsfélagi og það var t.d. aðdáun- arvert hve vel hún mætti nýjum stúlkum og leiðbeindi fyrstu sporin og þá ekki sízt ungum sumarstúlk- um. Erlu er sárt saknað af okkar litla og samhenta samstarfshópi er starfaði saman sem lítil fjölskylda í yfir þrjá áratugi. Erla ólst upp á Grettisgötu 70 í miklu ástríki. Föður sinn missti hún 1970 og móður sína 1973 en miss- ir hennar reyndist Erlu nær óyfir- stíganlegur, svo náið hafði verið á milli þeirra mæðgna. Erla eignaðist ekki barn sjálf, en þær tilfinningar hennar beindust að bróðurbörnum hennar sem henni þótti óumræðan- lega vænt um. Erla bjó í sambúð með bróður mínum, Helga Einarssyni bifreiða- stjóra, eftir að hann varð ekkjumað- ur og stóð sambúð þeirra með ágæt- um þar til veikindi beggja skildu þau að. Ég veit að Helgi tregar Erlu sína sárt, en hann dvelur á Kumbaravogi, 81 árs að aldri. Ég og kona mín færum ástvinum öllum innilega samúð og óskum Erlu góðrar heimkomu í Guðs ríki. Baldvin Jónsson. INGIBJORG JONA MARELSDÓTTIR + Ingibjörg Jóna Marelsdóttir fæddist í Einarshöfn á Eyr- arbakka 29. ágúst 1925. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hall- grimskirkju í gær (ekki Há- tjigskirkju eins og misritaðist hér í blaðinu). HÚN Ingibjörg okkar hefur kvatt þessa tilvist. Það eru rúm tvö ár síðan hún hætti að starfa sem að- stoðarmaður sjúkraþjálfara á legu- deild Borgarspítalans í Heilsuvernd- arstöðinni. Þá var hún fullfrísk, en hlakkaði til að njóta samvista við maka sinn Friðþjóf, sem ætlaði að minnka við sig vinnu. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hinn erfiði sjúkdómur MND greip inn í og var ótrúlega fljótur að ná yfir- höndinni. Við söknum glaðværðar Ingi- bjargar. Það er upplífgandi á lang- legudeild að vinna með starfs- manni, sem slær á léttá strengi og sér spaugilegu hliðarnar á tilver- unni í öllu amstrinu. Ingibjörg starf- aði með okkur í Sjúkraþjálfun Borg- arspítalans um 17 ár. Á þessum árum starfaði fjöldi sjúkraþjálfara tímabundið á Heilsuverndarstöðinni í „Hjáleigunni“ eins og þær stöllur, hún og Heiða samstarfskona henn- ar öll árin, kölluðu þessa fjarlægu deild. Alltaf var okkur sjúkraþjálf- urunum jafn vel tekið, aldrei æðru- orð þrátt fyrir mjög ör manna- skipti, tilætlunarsemi og mikla stjómsemi oft á tíðum. Við samstarfsfólk Ingibjargar í Sjúkraþjálfun Borgarspítalans þökkum hjartanlega fyrir samfylgd- ina og mjög gott samstarf. Frið- þjófi. bömum, barnabörnum, öðram ættingjum, tengdafólki og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (J.H.) F.h. samstarfsfólks í Sjúkra- þjálfun Borgarspítalans, Kalla Malmquist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.