Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskulegur eiginmaður minn, FINNBJÖRN HJARTARSON prentari, Norðurbrún 32, andaöist að kvöldi 14. nóvember. Helga Guðmundsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÁGÚSTSSON, Frostafold 4, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 16. nóvember. Útför hans og áður auglýst útför eiginkonu hans, INGIBJARGAR FRÍMANNSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Hilmar Sigurðsson, Kristín Guðmundsdóttir, Esther Sigurðardóttir, Örn Guðmundsson, Ágúst Karl Sigmundsson, Ágústína Ólafsdóttir, Frímann Kristinn Sigmundsson, Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Bára Sigurmundsdóttir, Ingvi Th. Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR VALDIMARSSON, Neðstaleiti 4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. nóvember. Soffía í. S. Sigurðardóttir, Halla Sigrún Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson, Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir, Sigurður Zófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Grimsey, til heimilis á Dalbraut 18, lést í Landspítalanum 13. nóvember síðastliðinn. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrfður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Steingrimur Friðfinnsson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, Styrmir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR KRISTINSDÓTTIR frá Núpi í Dýrafirði, Reynimei 63, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. nóvember sl., verður jarð- sungin frá Neskirkju föstudaginn 18. nóvember nk. kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam- lega bent á Minningarsjóð Víkings, sími 813245, eða Minningar- sjóð Skjóls, sími 688500. Viggó Nathanaelsson, Kristín Viggósdóttir, Hörður Jóhannsson, Rakel Viggósdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR EINIR GUÐMUNDSSON Guðmundur Einir Guð- mundsson fæddist í Hafnarfirði 22. júlí 1939. Hann lést á Landakotsspítala 4. nóvember siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson úr Hafnarfirði og Sig- urunn Konráðsdótt- ir frá Skagaströnd, sem lifir son sinn. Systkini hans eru: Svana, Gunnar Ingi, Þórir Konráð og Hafsteinn. Hinn 5. ágúst 1958 kvæntist Guðmundur Einir Marsibil Guðmundsdóttur. Þau slitu samvistum 1969. Börn Ijeirra eru: Guðmundur, f. 1958, Oðinn, f. 1960, og Björk, f.1962. Guðmundur stundaði nám í Hafnarfirði og var til sjós á sumrin. Hann lauk mótorvél- stjöraprófi á vegum Fiskifélags Islands árið 1966 og starfaði eftir það sem vélstjóri á fiski- skipum. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Af eilífðar Ijósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Á ÞESSARI stundu verða orð svo fátækleg, en okkur langar þó að minnast Guðmundar Einis Guð- mundssonar. Sá sem hefur lifað þannig að þeir sem eftir standa upplifa minninguna með bros á vör og gleði í hjarta hefur lifað góðu lífi. Þetta er það fyrsta sem kemur í hugann þegar við minnumst Einis eins og við köllum hann. Aldrei heyrðist hann hallmæla neinum eða bar hann kala til nokk- urs manns. Og þó að lífið hafí sýnt á sér margar hliðar vitum við að gleði og sorg eru ferðafélagar okk- ar allra. Það er mikill söknuður sem fyllir hjörtu okkar á þessar stundu. Orð okkar í minn- ingu Einis eru aðeins veikur ómur þess sem við vildum segja, því orð segja svo lítið. En við biðjum þess, og vitum að sá ómur mun berast þangað sem orð eru óþörf. Við reynum því að hugga okkur við það að hann hafí ekki þurft á lengri jarðvist að halda í þetta sinn, því að námið hans í manngæðum gat varla orðið meira hér á jörðu. Og þegar leiðir hafa skilið að sinni viljum við þakka fyrir samver- una, en vi hefðum kosið að hún hefði verið lengri. Við viljum ljúka þessum orðum okkar með bæn til Guðs um blessun og huggun til handa móður hans, systkinum, börnum og öðrum ást- vinum. Megi minningin um góðan dreng lýsa ykkur leiðina áfram og styrkja ykkur um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Konráðsdóttir og börn. Ástkær bróðir minn er látinn. Á svona stundum hrannast minning- amar upp, gleði og sorg, hamingja og andvörp. Allt birtist þetta aftur ljóslifandi. Einir bróðir minn var fæddur listamaður. Allt lék í höndunum á honum. Hann þráði að eignast hníf til þess að geta tálgað út myndir. Þá var hann lítill og reyndar áskotn- aðist honum hnífur í jólagjöf. Speg- ilgljáandi og nýr. Einir var í sjö- unda himni. En sá beitti var geymd- ur og aldrei fannst Einir hann verða stór nógu fljótt til þess að fá að tálga með hnífnum. Hann var alltaf að teikna og mála, þegar tími gafst til. Gráglettnar skopmyndir úr dag- legu lífi og umræðu urðu líka til í t Systir okkar og móðursystir, INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR, Seljahirö, áðurtil heimilis á Rauðarárstíg 11, sem lést 12. nóvember sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 18. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og systkinabarna, Bryndís Sigurðardóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Amalía Sverrisdóttir. t Útför SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR frá Arkarstapa á Mýrum, sem andaðist 12. nóvember, fer fram frá Borgarneskirkju laugar- daginn 19. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi. Halldór Jóhannsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN GUÐMUNDSSON, Bjarkarhlfð 2, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 19. nóvem- ber kl. 14.00. Sæunn Stefánsdóttir, Malen Sveinsdóttir, Hafsteinn Pótursson, Valborg Sveinsdóttir, Steinþór Þórðarson, Veigur Sveinsson, Stefán Bogi Sveinsson og barnabörn. höndum hans. En aldrei fór hann í myndlistarskóla. Lífíð var öðruvísi á þeim tímum sem við vorum að alast upp. Hann gifti sig ungur, sinni heittelskuðu og var ákaflega hamingjusamur. Hann fór í vél- stjóranám og lauk prófi og var hann vélstjóri mestan hluta ævinnar. Hann fór á sjó 13 ára gamall, vor- ið eftir fermingu. Nú mætti halda að verið væri að skrifa um aðra öld, en svo er ekki. Árið var 1953. En tíðarandinn var svo gerólíkur nútímanum. Sem betur fer hefur þessi barnavinna lagst af og íslenska þjóðin borið gæfu til þess að leyfa bömum að vera böm, þótt erfíð barnavinna þekkist enn úti á landi, þar sem annað er ekki hægt og allir verða að hjálpast að. Einir hélt áfram í skóla á vet- uma. Flensborg var gagnfræða- skóli þá. Hann átti létt með nám. Einir var líka í fímleikum hjá Hall- steini og duglegur á skíðum. Sterk- ur með afbrigðum og ef ekki var verið að kalla hann Elvis, var það Tarsan og hló hann að því. Hann var einn af þessum mönnum sem gifta sig fyrir lífstíð og þótt leiðir hans og konunnar skildu var hann alltaf í hjarta sínu giftur henni og elskaði börnin sín heitt. Hann var söngmaður góður. Spilaði á munn- hörpu, gítar og hljómborð og gat verið hrókur alls fagnaðar og var því eftirsóttur í allskonar vitleysu, eins og þá tíðkaðist. Eg held a það séu ákaflega fáir menn sem um er hægt að segja að eigi sér enga óvildarmenn. Einir bróðir minn var einn af þeim, hann var hæglátur, hógvær maður sem kom sér alstaðar vel. Á síðustu ámm hans var hann kominn í samband við börn sín og barnabörn og gladdist innilega yfír því. En hin dula, þögla listamanns- lund gerði hann oft að einbúa. Við- kvæmni hans var með ólíkindum. Þekktu þetta hans nánustu vel. Heimurinn er einhvem veginn fátækari nú þegar hann er ekki lengur hjá okkur. Ég sakna hans óumræðilega mikið og vona að hann sé meðal vina á öðm plani. Hlýja brosið hans og einlægnin lifir í minningunni. Fallegu, vel gefnu bömunum hans votta ég samúð mína og- þakkir fyrir hlýjuna sem hann naut frá þeim í veikindunum. Megi guð blessa þau öll. Móður minni og bræðmnum þremur sem eftir lifa em þetta erf- iðir tímar og sorgin þjakar, en minn- ingamar lifa um góðan dreng. Líka skal þess minnast að þeir einstak- lingar sem flest er til lista lagt og fá sem flestar vöggugjafir álf- kvennanna eiga oftast erfiðast í líf- inu. Brautimar liggja til allra átta og erfítt reynist oft að velja og margt sem glepur. En Einir bróðir minn var áreiðanlega einn af þeim sem guðimir elska. Með ástar- og saknaðarkveðjum, Svana systir. ERFIDRYKKJUR Erfidrykkjur Glæsileg kiilii- hláðborð Megir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR iítel Liruum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.