Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tungnaár- jökull í framhlaupi TUNGNAÁRJÖKULL vestan í Vatnjökli er í framhlaupi og orðinn mjög sprung- inn. Jökulröndin, þar sem jökullinn skríður fram við Jökulheima á breiðu svæði, er há og hrikaleg og hausanir, þar sem hann fer yfir hæðir, standa upp úr jöklinum með gapandi stórsprungum. Greinilega má sjá að jökullinn er allur á hreyfingu, hann er kolsprunginn alla leiðina frá Pálsfjalli og niður að jökul- rönd. Mælingafólk frá Orkustofnun mældi um síðustu helgi 10-12 metra framskrið á dag en ennþá virðist jökull- inn hrannast meira upp en síga fram. Af rannsóknum undanfarinna ára, undir forustu Helga Björnssonar jökla- fræðings, er orðið ljóst að allir skriðjö- klar sunnan og vestan í Vatnajökli hlaða á sig meiri snjó en þeir losna við í árn- ar, safna því upp kryppu inni á jöklin- um, sem endar með að undan lætur og allur jökullinn skríður fram með tilheyr- andi sprungum og jafnvel flóðum. Tungnaáijökull hljóp síðast 1942. Talið er að síðan hafi hann verið að hörfa um alls þijá og hálfan kilómetra á þessum 50 árum. Gátu félagar í Jökla- rannsóknafélaginu, sem fylgst hafa með þessu og árlega farið þarna upp Tungnaáijökul á Grímsfjall til rann- sókna, þekkt hæðir framan í jöklinum sem höfðu verið orðnar að auðum sand- hólum, en nú skaga sem gígantískir jök- Morgunblaðið/EPá JÖKULRÖNDIN skríður fram og hrynja ísklettar úr henni. Bílar og menn verða fjarska litlir við svona aðstæður. ulhausar, alsettir djúpum sprungum, upp úr jöklinum þegar hann sígur með miklum þunga fram yfir þær. Röndin er víðast há og hrynur úr henni. Má heyra stöðuga smelli og skruðninga í jöklinum í framskriðinu. Þarf fólk að vara sig að koma ekki of nálægt, því ísklettar geta hrunið hvenær sem er. Ekki virðist þetta þó hreint framskrið því greina mátti rauð mælingaflögg sem sett voru í lok september uppistandandi langt uppi í jöklinum og virðist því jök- ullinn hafa oltið þar fram undir yfir- borðinu. Bryndís Brandsdóttir var um helgina að mæla jarðskjálfa, sem bæði mælast í jöklinum sjálfum þegar hann ryðst fram og spryngur, og einnig skjálfta í jarðlögunum, bæði inni undir jökli og eins norður af Jökulheimum. Mældist einn um helgina þrír og hálfur á Ric- hter-kvarða á mælum veðurstofunnar. Ekki verður á næstu árum hægt að fara hefðbundna leið upp Tungnaáijök- ul, svo umturnaður sem hann er. Hve langt hann á eftir að hlaupa fram er erfitt að spá. Hægt er að komast að röndinni inn af skála Jöklarannsóknafé- lagsins i Jökulheimum á best útbúnum fjallabílum. Samkomulag um sameiningu Borgarspítala o g Landakots í Sjúkrahús Reykjavíkur Samkomulag um samn- ingsstjóm á Sjúkrahúsinu SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðisráðherra kveðst afar ánægður með það samkomulag sem nú hefur verið staðfest af samningsaðilum, um sameiningu Borgarspítalans og Landakotsspítaia. Akveðið hefur ver- ið að eftir sameiningu, hinn 1. jan- úar 1996, heiti sjúkrahúsið Sjúkra- hús Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist sömu- leiðis vera ánægð með að þetta mál skuli nú komið í höfn eftir að vera búið að velkjast í kerfinu í nokkur ár. Sighvatur sagði að samningurinn hefði verið kynntur í ríkisstjórn á þriðjudagsmorgun og samþykktur. Sömuleiðis hefði borgarráð sam- þykkt samninginn síðdegis í fyrradag og búið væri að kynna hann fulltrú- um starfsmannafélaga, sem væru ánægðir, eins og stjómendur sjúkra- húsanna. „Ekki síður er ég ánægður með samninginn við borgarstjórann í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, um að stefnt verið að því að taka upp samningsstjómun við rekst- ur Sjúkrahúss Reykjavíkur," sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið 1 fyrradag. Sjúkrahúsið fær ákveðna fjárhæð Samningsstjómun felur það í sér, að sjúkrahúsið og eigendur þess, þ.e. ríki og borg, munu gera samning við stjómendur sjúkrahússins, um þá fjárhæð sem sjúkrahúsið hefur til ráðstöfunar á einu ári, eins og ráð- herrann lýsti hér í samtali við Morg- unblaðið fyrr í haust. Verði sjúkra- húsið rekið fyrir lægri fjárhæð, en umsamda íjárhæð, kemur slíkt sjúkrahúsinu til góða. Náist það ekki, verði sjúkrahúsið sjálft að leysa þann vanda. Sighvatur sagði að þegar yrði sett ný stjóm yfir sameinuð sjúkrahúsin, frá 1. janúar 1995 og hún fengi m.a. það verkefni að gera drög að samningi um samningsstjómun á hinu nýja Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Þetta þýðir það, að hér verður einn öflugur spítali, þar sem hægt verður að skipuleggja og framkvæma á mun skynsamlegri hátt en nú tíðk- ast. Landakotsspítali verður nú meira nýttur fyrir biðlistaaðgerðir og fleira og læknar af Borgarspítala geta nú flutt biðlistaaðgerðir sínar vestur á Landakot, sem er mjög vel til þess fallið. Það mun skapa aukið svigrúm fyrir bráðaþjónustu á borgarspítalan- um og skapa honum ýmsa aðra möguleika sem hann hefur ekki haft hingað til,“ sagði heilbrigðisráðherra er hann var spurður hvaða hag hann sæi fyrst og fremst í sameiningunni. Allir mega vel við una Ingibjörg Sólrún sagði að und- anfarin ár hefði ríkt mikil óvissa fyrir báða spítalana. Borgarspítalinn hefði í ársbyrjun 1992 tekið að sér bráðavaktir en ekki losnað við aðra starfsemi á móti sem hann hefði þurft, og það hefði orsakað mikið álag á spítalann. Sömuleiðis hefðu mál starfsfólks Landakotsspítala og framtíðarstaða þess verið í mikilli óvis_su. „í þetta er nú komin niðurstaða sem ég held að allir megi vel við una og ég er mjög ánægð með,“ sagði hún. Fyrirvari um lífeyr- isskuldbindingar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sendi fjármálaráð- herra og heilbrigðisráðherra bréf í fyrradag í tilefni af drögum að samningi um sameiningu Borgar- spítala og Landakotsspítala, þar sem bent er á að borgaryfirvöld hafi fyrirvara um að fallist verði á þann skilning að reikna beri þann hluta lífeyrisskuldbindinga starfsmanna Borgarspítalans, sem stofnuninni sé gert að endur- greiða, sem rékstrarkostnað við ákvörðun rekstrartekna spítalans. Ingibjörg Sólrún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þarna væri í rauninni um gamalt deilu- mál milli borgarinnar og fjármála- ráðuneytisins að ræða. Ráðuneyt- ið hefði haldið því fram að sá sem stofnar til lífeyrisskuldbindinga eigi að greiða þær, en borgin hafi litið svo á að lífeyrisskuld- bindingar sem falli til vegna Borg- arspítalans séu liður í rekstri spít- alans. „Lífeyrissjóður borgarinnar stendur undir helmingi lífeyris- greiðslna til þeirra sem fá eftir- laun frá Borgarspítalanum, en síðan þarf spítalinn að greiða helminginn. Við höfum litið svo á að þetta sé hluti af rekstrarum- fangi spítalans og eigi þar af leið- andi að greiðast af ríkinu eins og annar rekstur. Við höfum vísað til þess að t.d. litið er á þær lífeyr- isskuldbindingar sem falla til vegna Landakotsspítala sem hluta rekstrarkostnaðar spítalans og þær greiddar af ríkinu. Það sama ætti að gilda um Borgarspítal- ann,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði að borgaryfirvöld settu þann fyrirvara í bréfinu til ráðherra að fallast verði á þennan skilning borgaryfirvalda til þess að af sameiningu spítalanna geti orðið. „Við getum ekki farið að bæta á okkur borgarstarfsmönnum og þar með skuldbindingum fyrir rík- issjóð. Þetta mál verður að leysa, og ef við hugsum okkur að þessi rekstur fari yfir til ríkisins þá er alveg klárt að lífeyrisskuldbind- ingamar falla þá á ríkið,“ sagði hún. Forstöðumaður rannsóknarstofu Hollustuvemdar segir unnið að hertu gæðaeftirliti í kjúklingarækt Salmonellamengrin á Islandi allt of mikil FRANKLÍN Georgsson forstöðu- maður rannsóknarstofu Hollustu- vemdar ríkisins segir að salmon- ella mengun í kjúklingum á íslandi sé allt of mikil. Hafa úttektir á bakteríunum salmonella og cam- pylobacter í hráum frystum alifugl- um verið gerðar á vegum Hollustu- vemdar með reglulegu millibili frá 1984 en báðar valda iðrasýkingum með svipuðum sjúkdómseinkenn- um. Litið til Svía og Norðmanna Um áramótin 1989-1990 reynd- ust 27% sýna sem rannsökuð voru innihalda salmonella, ári síðar var hlutfallið 6%, það lægsta sem mælst hefur, og um síðustu áramót reynd- ust 18% sýna jákvæð. Rannsóknir á tíðni campylobacter í kjúklingum hérlendis gefa til kynna mjög háa tíðni. Í könnun frá 1991 reyndust 88% sýna jákvæð og segir í skýrslu um rannsóknir Hollustuvemdar frá 1991-1994 að hugsanlega sé um Evrópumet að ræða. Fram kom í Morgunblaðinu síð- astliðinn föstudag að könnun sem gerð var á kjúklingakjöti í Evrópu hafi leitt í ljós 40% líkur væru á að kjötið innihéldi bakteríur sem valdið geti iðrasýkingum og reynd- ist ástandið best í Svíþjóð og Nor- egi. „Við viljum stefna á það sama og Norðmenn og Svíar en þeir eru með mjög gott eftirlit í alifuglaeld- inu,“ segir Franklín Georgsson. „Þeir tryggja að hjörð sé ekki leidd til slátrunar ef fuglamir em með salmonella. Þá er gripið til sér- stakrar hreinlætisslátrunar þar sem fuglarnir eru strax steiktir eða soðnir á eftir og nýttir í kjúklinga- rétti og fara þannig út á markað- inn',“ segir hann. Eftirlit í eldi og vinnslu Franklín segist telja óraunhæft að Hollustuverndin taki sýni í „tíma og ótíma“ af fullunnum kjúklingum og búið sé að skapa grundvöll til þess að efla innra gæðaeftirlit í alifuglaeldi og -vinnslu og þar sé til dæmis hægt að taka umhverfissýni til þess að henda reiður á bakteríum. Einnig segir í skýrslu Hollustuverndar að þótt sett hafi verið reglugerð og skapaðar starfsreglur láti árangur af bættu eftirliti enn á sér standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.