Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 15 FRÉTTIR niuiguiiuiauiu/ mu ÞRÖSTUR Jónasson bóndi á Sílalæk í Aðaldal við rúning, en hann klippir um eitt þúsund fjár á nokkrum bæjum I Suður-Þingeyjarsýslu. Sjálfstæðisflokkurinn Norðurlandskjördæmi vestra Prófkjör um næstu helgi PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra fer fram 26. nóvember næstkomandi. Öllum 18 og eldri íbúum í Norður- landskjördæmi vestra er heimil þátttaka í prófkjörinu og eru fram- bjóðendur sjö talsins. Frambjóðendur eru Ágúst Guð- mundsson, Geitaskarði, sem sæk- ist eftir á 1.-2. sæti, ‘Friðrik Han- sen Guðmundsson, Reykjavík, sem sækist eftir 2.-3. sæti, séra Hjálmar Jónsson, varaþingmaður á Sauðarkróki, sem sækist ‘eftir 1. sæti, Sigfús B.L. Jónsson frá Söndum, Laugabakka, sem sæk- ist eftir 2.-4. sæti, Þóra Sverris- dóttir, Stóru Giljá, sem sækist eftir 4. sæti, Runólfur Birgisson, Siglufirði, sem sækist eftir 2. sæti og Vilhjálmur Egilsson þing- maður, Reykjavík sem sækist eft- ir 1. sæti. Eins og áður segir er öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, sem orðnir verða 18 ára við alþingiskosningarnar 8. apríl, heimil þátttaka í prófkjörinu. Því til viðbótar er 16 til 17 ára flokks- bundnum Sjálfstæðismönnum heimil þátttaka enda hafi viðkom- andi félög tilkynnt um þátttöku þeirra með að minnsta kosti viku fyrirvara. Öllum þátttakendum er skylt að undirrita stuðningsyfirlýs- ingu áður en þeim er afhentur kjörseðill. Níu kjörstaðir Kosið verður á níu stöðum og eru þeir opnir sem hér segir: Aðal- götu 15, Siglufirði, fyrir kjósendur á Siglufirði, milli kl. 10 og 21; Sæborg á Sauðarkróki, fyrir kjós- endur í Skefilsstaðahreppi, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Ríp- urhreppi og Sauðarkróki, milli kl. 10 og 21; í Höfðaborg, Hofsósi, fyrir kjósendur í Fljótahreppi, Hofshreppi, Hólahreppi og Viðvík- urhreppi, milli kl. 14 og 21; í Mið- garði, Varmahlíð, fyrir kjósendur í Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi og Ákrahreppi, milli kl. 14 og 21; Hótel Blönduósi, fyrir kjósendur í Vindhælishreppi, Engihlíðar- hreppi, Bólstaðarhlíðarhreppi, Svínavatnshreppi, • Torfulækjar- hreppi, Sveinsstaðahreppi, Ás- hreppi og Blönduósbæ, milli kl. 10 og 21; félagsheimilinu á Skaga- strönd, fyrir kjósendur í Skaga- hreppi og Skagaströnd, milli kl. 10 og 21; í félagsheimilinu Víði- hlíð fyrir kjósendur í Þorkelshóls- hreppi og Þverárhreppi, milli kl. 14 og 21; í félagsheimilinu Ás- byrgi fyrir kjósendur í Ytri- og Fremri-Torfustaðahreppum og Staðarhreppi, milli kl. 14 og 21; Brekkugötu 2, Hvammstanga, fyr- ir kjós'endur á Hvammstanga og Kirkjuhvammshreppi, milli kl. 12 og 21. Þátttakendur eiga að setja tölu- staf fyrir framan nöfn frambjóð- enda á prófkjörsseðlinum í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi framboðslistann. Til að seðilinn sé gildur þarf að tölusetja minnst fimm nöfn og mest sjö nöfn fram- bjóðenda. Haustrúningi að ljúka Laxamýri - Með tilkomu haust- rúnings hafa gæði ullar batnað að mun og klippa nú flestir bændur fé sitt um leið og tekið er á innistöðu. Fé var rekið fyrr inn en vana- lega í dölunum þar sem jarð- bönn gerði mjög víða og er venja að reyna að hefja rúning- inn áður en komið er mikið heymor í ullina. Nokkrir bænd- ur vildu bíða og sjá hvort ekki hlánaði og tæki upp en svo varð ekki og eru margir þeirra nú búnir að klippa. Margir rýja fé sitt sjálfir en sumir hafa það fyrir atvinnu að ferðast á milli bæja með klippurnar og skapa sér þannig töluverðar aukatekjur. ----» ♦ ♦--- Sauðfjárbændur Formaður ekki á búnaðarþing ARNÓR Karlsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, náði ekki kjöri sem fulltrúi sauð- fjárbænda á búnaðarþing nýrra bændasamtaka. í kosningu á fulltráafundi Landssamtakanna fengu Arnór og Einar Gíslason, bóndi á Syðra- Skörðugili, jafnmörg atkvæði. Einar var síðan valinn með hlut- kesti. Hann segir þessa kosningu endurspegla megna óánægju með störf stjómar Landssamtaka sauðfjárbænda. Einar sakar Arnór um að hafa greint bændum rangt frá alvarlegri stöðu sauðfjár- bænda. „Það segir mikið um óánægjuna þegar sitjandi formanni er ekki veitt heimild til að sitja fund nýrra bændasamtaka. Ef ég væri í hans sporum myndi ég segja af mér,“ sagði Einar. „Ég tel það óréttmæta gagnrýni að við höfum ekki greint rétt frá stöðu mála. Við fáum á okkur gagnrýni vegna þess að það er tekjusamdráttur hjá sauðfjár- bændum og miklir erfiðleikar í greininni. Við slíkar aðstæður er ekki óeðlilegt að það komi fram gagnrýni á þá sem eru í forystu hveiju sinni,“ sagði Arnór. á tilbobsveröi Hagenuk ST 900 KX er þráðlaus sími sem hentar vel við ólíkar aðstæður, á heimilinu jafnt sem vinnustaðnum. í honum er 20 númera skammvals- minni, endurval, stillanleg hringing og 24 stafa skjár. Hægt er að nota Hagenuk símann í rafmagnsleysi. Tilboösverð kr.: Hagenuk MT 2000 GSM farsíminn er traustur og fjölhæfur en jafnframt einfaldur í notkun. Skjárinn er óvenju stór og leiðbeiningarnar birtast jafnóðum og síminn er notaður. Trompið er svo innbyggður símsvari sem tekur við töluðum skilaboðum eða talnaboðum, ef hringt er í hann úr tónvalssíma. Hægt er að lesa eigið ávarp inn á símsvarann. Tilboðsverð kr.: 19.947,- 35.900,- Staðgr. m. vsk. Staðgr. m. vsk. Traust viðgerða- og varahlutaþjónusta. Greiðslukjör. £ hagenuk Söludeild Ármula 27, simi 91-63 66 80. Söludeild Kringlunni, simi 91-63 66 90. Söludeild Kirkjustræti 27, simi 91-63 66 70 , y 3 post- oq símstöövum um !and allt POSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.