Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐARATKVÆÐIÐ í IMOREGI Bréfsprengj- ur og hótanir Brundtland og leiðtogi já-manna fengu byssukúlur í pósti Ósló. Morgunblaðið. KOSNINGABARATTAN fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ESB- aðild í Noregi harðnar eftir því sem nær dregur kjördeginum. Fremur ógeðfelld atvik hafa átt sér stað seinustu daga og virðast einkum beinast að stuðningsmönnum aðild- ar, en andstæðingamir segjast einnig hafa fengið sinn skammt. Á þriðjudag fengu bæði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra,: og Inge Lonning, formaður Evrópu- hreyfingarinnar, byssukúlur í pósti. I báðum tilvikum var um riffíl- skot af algengri gerð að ræða og fylgdi engin orðsending. Morgun- blaðið spurði Lonning hvort honum hefði orðið illa við er hann opnaði umslagið með sendingunni. Hann tók því fjarri. „Það verður alltaf til geðtruflað fólk, sem gerir svona lagað. Kosningabaráttan verður til þess að afbrigðileg hegðun brýzt út, þannig að eftir 28. nóvember býst ég við að sálarástand manna komist í samt lag,“ sagði hann. Lonning viðurkenndi hins vegar að skemmdarverk á eignum Evr- ópuhreyfmgarinnar, sem hefur meðal annars orðið fyrir rúmlega tveggja milljóna króna tjóni vegna þess að 2.000 kosningaveggspjöld hafa verið eyðilögð, væru tæplega verk geðsjúklinga eingöngu. Olav Versto, stjómmálaritstjóri Verdens Gang og eindreginn stuðningsmaður ESB-aðildar, fékk bréfsprengju í pósti um seinustu helgi. Honum fannst pakkinn gmnsamlegur og kveikti í honum í garðinum við hús sitt, þar sem sprengiefnið brann og skaðaði eng- an. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. Nei-menn fá líka hótanir Talsvert hefur verið um að stuðningsmenn ESB-aðildar hafi fengið nafnlausar hótanir í síma. Á seinustu dögum hafa talsmenn andstæðinga aðildar skýrt frá því að þeirra liðsmenn hafi jafnframt fengið hótanir af ýmsu tagi. Kristen Nygaard, einn af leið- togum Evrópuandstæðinganna, varaði í gær Gro Harlem Brandt- land við því að láta í það skína að byssukúlan í póstinum hefði komið frá liðsmanni samtaka hans. „Nei við ESB“, eins og samtökin heita, hefði aldrei og myndi aldrei beita slíkum baráttuaðferðum. „Við höfum hikað við að segja frá því fyrir hveiju við sjálf höfum orðið,“ sagði Nygaard í samtali við VG. „Nei við ESB hefur fengið bréf, sem ekki era mikið geðfelld- ari og við höfum líka orðið fyrir tilraunum til skemmdarverka, sem hafa aðallega verið hlægilegar. En við höfum kosið að segja ekki frá þessu til að ýta ekki undir slíka framkomu.“ Forsvarsmenn Evrópuhreyfing- arinnar og Nei við ESB gáfu í gærkvöldi út sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem þeir skoraðu á stuðn- ingsmenn hvors málstaðarins sem væri, að láta af skemmdarverkum og hótunum. Reuter INGE Lonning, formaður norsh»7Evrópuhreyfingarinnar, sýnir fréttamönnum bréf sem hann fékk byssukúlu í. IVKiele EIRVÍK # heimilistæki hf. _____Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík, sími 91 -880200. Þarf að breyta EES-samningnum? Kjartítn Jóhannsson: EES-samningurinn getur staðið óbreytt- ur þótt aðildarríkjum EFTA fækki. Hans van den Broek: EES-samningurinn er uppsegjanlegur með tólf mánaða fyrir- vara. Grethe Knudsen, viðskipta- ráðherra Noregs, sagði í sam- tölum við norska fjölmiðla í gær að ummæli van den Broek um uppsegjanleika EES yllu sér vonbrigðum. „Hann var varkár í yfirlýsingum en ég tek það sem þýðingarmikil skilaboð að hann sjái ástæðu til að leggja áherzlu á hugsan- lega uppsögn samningins," sagði Knudsen í samtali við Dagens Næringsliv. Hún vildi ekki tjá sig um hvort hún teldi líklegt að ESB myndi segja samningnum upp, felli Norð- menn EES-aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu, en sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem þessi tónn væri í framkvæmdastjóm ESB. Dvínandi áhugi í Brussel Fréttaritarar norsku blaðanna í Brussel segja að þar á bæ fari áhug- inn á EES-samningnum mjög dvín- andi. Dagbladet segir að í Brussel reikni enginn með að Noregur og ísland geti staðið undir eftirliti með efndum á samningnum. Aftenposten segir að dvínandi áhugi sé á því á Evrópuþinginu að viðhalda EES-samningnum, verði Noregur og ísland ein eftir í EFTA. Blaðið hefur eftir þingmönnum að jafnvel þótt samningnum yrði breytt, gæti reynzt erfítt að fá‘"þingið til að samþykkja hann. Fréttaritari blaðsins, Morten Fyhn, minnir á að spænski Evrópu- málaráðherrann, Carlos Westerdorp, hafi farið fram á að EES-samningur- inn verði tekinn upp. Nú hafi formað- ur utanríkismálanefndar Evrópu- þingsins, Spánverjinn Abel Matutes, beðið þýzku ríkisstjómina, sem fer svo að aðeins Noregur og ísland verði eftir í EFTA. Aftenposten segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að hugmynd Jacqu- es Delors, forseta framkvæmdastjóm- ar ESB, um að Austur-Evrópuríkin geti fengið aðild að EES áður en þau verða tekin inn í sambandið, muni ekki ná fram að ganga. í undirbún- ingi fyrir leiðtogafund ESB í Essen í Þýzkalandi í næsta mánuði sé ekki gert ráð fyrir þeim möguleika. Aust- ur-Evrópuríkin vilji hann heldur ekki sjálf. Þau líti á EES- aðild sem hliðar- spor á leiðinni inn í ESB. Ekkert ósamkomulag hjá EFTA Dagens Næringsliv vitnar til orða Kjartans Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra EFTA, á blaðamanna- fundi í Ósló fyrir skömmu, þar sem hann sagðist telja að EES-samning- urinn gæti staðið óbreyttur þótt fækkaði í Fríverzlunarsamtökunum og aðeins þyrfti að breyta innra fyrir- komulagi stofnana EFTA. Fréttarit- ari blaðsins í Brussel, Tellef Ögrim, segir að starfsmenn framkvæmda- stjórans honum ekki sammála, því að í skýrslu, sem fimm lögfræðing- Morgunblaðið spurði Inge Lönning, formánn norsku Evr- ópuhreyfingarinnar, hvort ekki væri með sífelldum áróðri um að EES-samningurinn yrði gagnslaus ef ESB-aðild yrði ekki samþykkt, verið að grafa undan trúverðugleika samn- ings, sem Norðmenn gætu þurft að sætta sig við ef þeir gengju ekki í ESB. Lönning sagði að hvemig sem færi, yrði ekki mikil pólitísk þungavigt í því, sem eftir yrði af EFTA. „Texti EES-samningsins er fyrir hendi, en lagatexti er eitt og spumingin um pólitísk áhrif og hags- muni annað. I mínum augum er aug- ljóst að verði ísland og Noregur ein eftir í EFTA verða það fámenn sam- tök. Auk þess eru erfíðleikar í sam- skiptum Islands og Noregs. ESB- megin eru ríki með 380 milljónir íbúa. Þetta ójafnvægi mun valda vandræð- um á komandi árum. Það er allsendis óvíst að ESB muni gefa EES for- gang.“ Lönning bætti við að það væri alls ekki ömggt að EES-samningur- inn héldi af Noregs hálfu, ef aðild yrði felld. „Tveir flokkar á Stórþing- inu (Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn, innsk. Mbl.) hafa sagt að þeir muni beijast gegn EES- samningnum á öllum vígstöðvum og reyna að fá hann felldan úr gildi. Þurfí að semja um EES upp á nýtt, gæti ríkisstjórnin þurft að leita eftir samþykki þingsins fyrir breyttum samningi. Til þess gæti þurft sam- þykki þriggja fjórðu hluta þing- manna samkvæmt 93. grein stjórnar- skrárinnar. Fari svo, verða nei-flokk- amir í aðstöðu til að hindra sam- þykkt samningsins.“ Ummæli talsmanns framkvæmdast]' ómar ESB á Evrópuþinginu um framtíð EES- samningsins hafa valdið taugatitringi í Nor- * egi. Olafur Þ. Stephensen skrifar frá Osló að margir séu uggandi um að taka þurfí samninginn upp að nýju. ar, undir forystu fyrrverandi yfír- manns lagadeildar EFTA, Sven Nor- berg, skíluðu á síðasta ári, komi fram að fækki mikið í samtökunum verði að semja um EES upp á nýtt. Per Mannis, norskur yfírmaður skrifstofu EFTA í Brussel, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær að ekki væri neinu ósam- komulagi fyrir að fara milli Kjartans Jóhannssonar og lögfræðinga EFTA. Sven Norberg væri fyrrverandi lög- fræðingur EFTA og nú dómari við EFTA-dómstólinn. „EFTA hefur aðra lögfræðinga núna, sem hafa skoðað hlutina í núverandi Ijósi og gera eng- an ágreining við skoðanir fram- kvæmdastjórans," sagði Mannis. Hvað ummæli Hans van den Broek varðaði, sagði Mannis að fram- kvæmdastjórinn hefði ekki gefíð skýr- ar yfirlýsingar. „Eg tel að fram- kvæmdastjóm ESB . hafi já- kvæða og sanngjarna afstöðu til EES,“ sagði hann. „EFTA- stoðin mun veikjast, en við telj- um að formlega getum við upp- fyllt samninginn. Hér hjá EFTA viljum við ekki skapa óþarfa óvissu um framtíðina. Eins og andrúmsloftið er í Noregi núna er hins vegar eðlilegt að óvissan sé dregin fram í dagsljósið.“ Nei-flokkar á móti EES UMMÆLI Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hafa valdið taugatitringi í Noregi. Van den Broek sagði í umræðum á Evr- ópuþinginu í fyrradag að stofnanayf- irbygging EES-samningsins yrði allt- of þung í vöfum og þyrfti breytinga með, færi svo að aðeins Noregur og ísland yrðu eftir í EFTA, Fríverzlunar- samtökum Evrópu. Hann benti jafnframt á að EES-samning- urinn væri uppsegjanlegur með tólf mánaða fyrirvara. „Efnisatriði EES-samningsins munu halda sér. En hvemig, það veit ég ekki,“ sagði van den Broek. með formennsku í ráðherraráði ESB, um skýrslu um framtíð samningsins, sem skilað verði í desember. Blaðið vitnar í Gary Titley, brezkan Evrópu- þingmann, sem segir að EES-samn- ingurinn verði eins og fótboltalands- leikur milli Brasilíu og Færeyja, fari Pólitísk skilaboð? UNGIR andstæðingar aðildar Norðmanna að Evrópusambandinu á mótmælagöngu í Tromso. Norðmenn ugg- andi um EES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.