Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ilÐUSTU MOTTOKUDAÚA _ JÓLAPANTANA PÖNTUNARSÍMI 52866. Margrét Jóns- dóttir sýnir á Akranesi MARGRÉT Jónsdóttir heldur sýn- ingu á Melteigi 4 (kjallara), Akra- nesi á morgun föstudag 25. nóvem- ber. Til sýnis eru styttur og vasar úr leir. Margrét hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt i þrem- ur samsýningum á Akranesi. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14-19. -----------.......... Listasmiðja fyrir börn NORRÆNA húsið auglýsir eftir nokkrum ungum myndlistarmönnum á aldrinum 7-9 ára til að vinna að jólasýningu í anddyri hússins. Starf- rækt verður listasmiðja laugardaginn 27. nóvember undir leiðsögn Guð- bjargar Lindar Jónsdóttur. Sunnudaginn 28. nóvember kl. 14.30 verður síðan opnuð sýning á þessum verkum í anddyri Norræna hússins. í framhaldi af sýningaropnun verður hin árlega bamabókmennta- vaka IBBY-bamabókaráðs íslands. Börn sem hafa áhuga á að vera með í listasmiðjunni vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 17030 fyrir kl. 12 á föstudag. Unnið verður í tveimur hópum 10-12 ára og 13-15 ára. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrunamenn sýna gamanleik Syðra-Langholti, Morgunblaðið. LEIKDEILD Ungmennafélags Hmnamanna frumsýndi gamanleik- inn Glímuskjáifta 19. nóvember í Félagsheimilinu á Flúðum. Þetta leikrit er skrifað eftir hand- ritinu Orustan á Hálogalandi, en í breyttri og styttri leikgerð leikstjófe ans^ Harðar Torfasonar. Áhorfendur skemmtu sér vel enda leikritið bráðsmellið og var ekki ann- að að sjá en leikendur, þó fáir séu mikið sviðsvanir, fæm vel frá sínum hlutverkum. Bombur og kynbombur KVIKMYNPIR Bíóborgin/Bíóhöll- in/Borgarbíó SÉRFRÆÐINGURINN („THE SPECIALIST") ★ V2 Leikstjóri Louis Llosa. Aðalhlut- verk Sylvester Stallone, Sharon Stone, James Woods, Rod Steiger, Eric Roberts. Bandarisk. Warner Bros 1994. ÞAÐ HEFUR ekki farið fram- hjá bíógestum að nýjasta bragð kvikmyndaiðnaðarins tii að lokka fólk á sýningar er sprengingar og aftur sprengingar. Enda tilkomu- miklar á breiðtjaldi með tilheyr- andi braki og brestum í THX. Sú ágæta mynd, Ógnarhraði, ein- kenndist nokkuð af þessum fyrir- gangi og nú er verið að sýna tvær myndir til viðbótar af svipuðum toga, í loft upp og Sérfræðinginn. Báðar heldur þunnildislegar. Sérfræðingurinn hefst á atriði þar sem aðalkarlpersónur mynd- arinnar, Ray Quick (Sylvester Stallone) og Ned Trent (James Woods), manndráparar á vegum CIA, enda sendiför til Kólombíu sem hatursmenn og em báðir leyst- ir frá störfum með skömm. Árin líða og þegar eiginlegur söguþráð- ur tekur við er sprengingasérfræð- ingurinn Quick orðinn verktaki en Trent gerst leigumorðingi og ör- yggisráðunautur stórglæpamanna, feðganna Joe (Rod Steiger) og Thomas Leons (Eric Roberts). Til sögunnar kemur glæsikonan May Munro (Sharon Stone), hún á harma að hefna gagnvart Leonun- um og ræður Quick til að sprengja þessi illfygli í loft upp. Það fer eftir áætlun uns Trent kemst á sporið. En er Munro treystandi? Myndin er blanda gallharðrar átakamyndar þar sem ekkert er til sparað en hlunkast þess á milli niður í þunglyndislega tilvistar- kreppu aðalleikaranna tveggja. Með tilheyrandi, niðurdrepandi angistartónlist, sem er tvímæla- laust versti ljóður myndarinnar - ásamt „ástarsenum" Stone og Stallone. Þær era sér kapítuli út af fyrir sig og slá jafnvel út eyðn- iauglýsinguna frægu í náttúru- leysi. Það er hörmung að sjá til Stallone í ástarbrímanum, gjör- samlega tjáningarlaus, þrátt fyrir ógæfulega tilburði, og Stone, ein kynþokkafyllsta leikkona sam- tímans, er úti á þekju í atlotunum. Harðhaussímynd Stallones á ekki samleið með kynbombum, því síð- ur bólbrögðum. Sprengingamar era flottar en lýjandi. Flest átakaatriðin vel út- færð og Stallone í essinu sínu þeg- ar Stone er ekki með í slagnum og fær að sprengja fjendur sína upp í heiðið hátt. Stone er lítil leik- kona sem hefur komist langt á lín- unum, Woods er litlaus, þessi ágætisleikari fær ekkert orðið að moða úr annað en lítt eftir sótt aukahlutverk. Steiger ofleikur sem aldrei fyrr og Roberts mannvonsk- an uppmáluð - að venju. Leik- stjómin tæpast til staðar enda eiga þær það sammerkt, Sérfræðingur- inn og hin hávaðamyndin, / loft upp, að leikstjórar þeirra eru við- vaningar með þokkalegar B-mynd- ir að baki - og að vera mistök. Hollywood ætti að flýta sér hægar í leikstjóravali spennumynda; það byija ekki allir með sama glæsi- brag og McTiernan, Harlin, Andrew Davis og Jan De Bont. Sæbjörn Valdimarsson Kjarvalsstaðir Málþing um list Errós MENNINGARMALANEFND Reykjavíkur boðar til opins mál- þings á Kjarvalsstöðum um list Errós laugardaginn 26. nóvember kl. 10. Þar sem flutt verða fjögur erindi um ólíka þætti í list Errós. Franski rithöfundurinn og gagnrýnandinn Alain Jouffroy flytur erindi sem hann nefnir: Erró hinn mikli. Alain Jouffroy er þekktur sem einn helsti hug- myndafræðingur evrópska frá- sagnarmálverksins. Hans-Joachim Neyer, listfræð- ingur og forstöðumaður Wilhelm- Busch-listasafnsins í Hannover, fjallar um karikatúrinn í verkum Errós. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð- ingur og safnvörður við Listasafn íslands, ræðir um surrealismann í list Errós og Gunnar B. Kvaran, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, flytur er- indi um frásögnina í verkum Errós. Að loknum erindum verða opnar umræður og fyrirspurnum svarað. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur, mun setja málþingið, en fundarstjóri verður Halldór Guð- mundsson. Máiþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Smllingar í heimsókn FJÖLLIST Háskölabíó KÍNVERSKA RÍKISFJÖLLEIKAHÚSIÐ 50 kínverskir Hstamenn sýna í Háskólabíói. 22. nóvember. ÞAÐ ER óhætt að segja að góða gesti hafí borið að garði þessa haust- daga. Hópur kínverskra listamanna sýnir kúnst sína, sem löngu er anná- luð um heimsbyggðina. Hafí einhver haldið að sú kúnst líkist honum Billy gamla Smart og hans sirkus sem þjakar biðlund okkar hveija jólahá- tíð, þá ætti sá hinn sami að hugsa upp á nýtt. Kínverska fjölleikahúsið sýnir atriði sem maður á fremur erf- itt með að hugsa sér möguleg. Það sem vekur strax athygli á sýn- ingunni er hið gríðarlega vaid sem hver og einn þeirra hefur yfir líkam- anum — alltént er þetta í eina skipti sem ég hef séð menn „stökkva hæð sína“ þótt sé í þeim herklæðum sem þeir vinna í. Stúlka sem brýtur sig saman á alla enda og kanta, berandi ljósastikur á hveijum útlim og andliti á meðan hún snýr sér á pallinum, rétt eins og hún sé gerð úr gúmmíi held ég þó að sé furðulegasta og eftir- minnilegasta atriði sýningarinnar. Önnur stúlka dansar á slakri línu, sveiflar um leið sverðum, tekur heljar- stökk afturfyrir sig, gengur með aðra stúlku á öxlunum út á línuna þar sem þær leika listir sínar. Menn henda á loft öllum mögulegum tækjum og tólum, hringsnúast í hröðum dansandi átökum með sverð svo það er furðu- legt að þau skuli halda höfði á öxlun- um. Og menn láta diska dansa, hnífapör fljúga, dansa með stangir sem era á hæð við flaggstangir, sveifla kimum, krúsum, og heljar- miklum blómapottum og dansa á borðum. Það er enginn venjulegur dans, því stúlkumar sem það gera, liggja á bakinu með fætur upp í loft, ofan á hveijum borðin era sem hringsnúast og hendast í loft upp. Það skemmtilegasta við sýninguna er að hún er mjög leikræn frá upp- hafi til enda. Húmorinn erþáttur sem kínversku listamennirnir leika sér mikið með í tjáningu sinni og ná með því veralega góðu sambandi við áhorfendur. Allur umbúnaður sýningarinnar er geysilega fallegur. Búningar eru litríkir og failegir og Kínveijar eru ófeimnir við að nota liti í lýsingu; gulir, rauðir, grænir, bláir, bleikir og lillaðir litir gefa sýningunni oftar en ekki ævintýralegan blæ — enda er hér hreint ævintýri á ferðinni. Á fyrstu sýningunni hér í Reykjavík urðu þijú smáslys og það var ekki laust við að maður andaði léttar, því það sem fram fór á sviðinu virtist svo langt utan við mannlega mögu- leika. Það var semsé greinilegt að þrátt fyrir allt var þetta mennskt fólk að sýna lifandi list. List sem er svo stórbrotin að ekkert annað en snilld nær að lýsa sýningu hópsins. Lifandi tónlist er leikin undir; kín- versk tónlist sem er ákaflega falleg og skemmtileg, skapar stemmningu í kringum hvert atriði — og ekki létu viðbrögð úr salnum á sér standa. Þéttsetinn salur Háskólabíós and- varpaði, hló, hrópaði og undraðist upphátt, í kór og ég held ég hafi ekki setið inni í annarri eins stemmn- ingu í sal áður. Þessi sýning er ekki bara þess virði að sjá hana. Það ætti enginn að láta hana framhjá sér fara. Þetta er stór hópur listamanna með gríð- arlegan farangur og getur orðið heljar löng bið á því að hann komi aftur. Súsanna Svavarsdóttir í minningu Fróða Dagskrá í Þjóðleikhúsinu tileinkuð krabbameinssjúkum börnum SKEMMTIDAGSKRA í minningu Fróða Finnsonar verður í Þjóðleikhúsinu laug- ardaginn 26. nóvember. Dagskráin, sem hefst klukk- an 14, er tileinkuð öllum krabbameinssjúkum böm- um. Það eru listamenn og starfsfólk Þjóðleikhússins, ásamt vinum og velunnurum Fróða, sem standa að dag- skránni en allur ágóði' rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Fróði er einn þeirra mörgu bama og unglinga sem hafa þurft að beij- ast lengi við banvænan sjúkdóm og lúta í lægra haldi. Saga hans er dæmisaga um baráttuþrek og lífsvilja, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum dagskrárinnar. Hilmir Snær Guðnason Fróði Finnsson Kristján Jóhannsson Að dagskránni koma fjölmargir listamenn: Kristján Jóhannsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Siguijóns- son,_ Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir, Ölafía Hrönn Jónsdóttir, Felix Bergsson, Hjálmar Hjálmarsson, Egill Ólafsson, Örn Árnason, Rób- ert Arnfinnsson, Helga Bac- hmann, Arnar Jónsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Benedikt Erlings- son, Halldóra Björnsdóttir, hljóm- sveitin Nýdönsk, Jónas Þórir, Lára Rafnsdóttir, dansarar úr Listdans- skóla íslands, strengjakvartett, félagar úr Þjóðleikhúskórnum og hljómsveitin Kolrassa krókríðandi. Persónur úr „Gauragangi“ eftir Ólaf Hauk Símonarson koma fram milli atriða, ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni leikara sem er fulltrúi Fróða og stiklar á stóru í sögu hans. Fróði Finnsson lést 30. september síðastliðinn á tut- tugasta aldursári en hann var einkabarn Eddu Þórar- insdóttur, leikkonu og for- manns Félags íslenskra leikara, og Finns Torfa Stefánssonar tón- skálds. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Miðasala er í Þjóð- leikhúsinu. Miðaverð er kr. 1.000 og eins og fyrr segir rennur allur ágóði til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.