Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 25 Saga íþrótta í Reykjavík BOKMENNTIR Sagnfræði ÍÞRÓTTIR f REYKJAVÍK Saga íþrótta í Reykjavík og Iþrótta- bandalags Reykjavíkur, skrásett af Sigurði Á. Friðþjófssyni. Bókin er 537 bls. og gefin út af ÍBR í tilefni af finuntiu ára afmæli bandalagsins árið 1994. UPPHAF íslenskrar íþrótta- hreyfingar er samstíga sögu sjálf- stæðisbaráttunnar hér á landi. Því til staðfestu skal á það bent að fáni eins elsta íþróttafélags íslend- inga, Glímufélags Reykjavíkur, sem sýndi hvítan fálka á bláum grunni, var til langs tíma tákn ís- lenskrar sjálfstæðisbaráttu. Fyrsta kennslubókin í íþróttum sem gefin var út. á íslensku var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1836 og nefndist í þýðingu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar „Sund- reglur prófessors Nachtegalls, auknar og lagaðar eptir íslands þörfum af útgefendum Fjölnis.“ Ennfremur skal á það minnt, að það var reykvísk íþróttahreyfing sem fyrst hélt 17. júní, fæðingar- dag Jóns Sigurðssonar, hátíðlegan nokkru áður en sá dagur var gerð- ur að þjóðhátíðardegi Islendinga. Einnig voru það íslenskir íþrótta- menn með Jóhannes Jósefsson í broddi fylkingar, sem fyrst vöktu athygli erlendra þjóða á þjóðfrelsis- baráttu íslendinga með þátttöku sinni á ólympíuleikunum í Lundún- um árið 1908 og í Stokkhólmi árið 1912. Sigurður Á. Friðþjófsson, höf- undur bókarinnar „íþróttir í Reykjavík“ sem hér er til umfjöllun- ar, bendir ennfremur og réttilega á, að ennþá séu íþróttir „aflgjafí þjóðerniskenndar eins og sést best á þeim samhug sem verður með þjóðinni þegar afreksmönnum okk- ar vegnar vel“. Það má því fullyrða að hugmyndir manna um þjóðerni og líkama eigi í flestum tilvikum eitthvað sameiginlegt, menn rækta líkama sinn og sál til jafns við þjóð- erni og sjálfstæði. Þessu má finna stað í íslensku máli, í orðum eins og „þjóðarsál" og „þjóðarlíkami“. „íþróttir í Reykjavík“ er ekki aðeins sága íþróttaiðkunar í Reykjavík heldur einnig saga ís- lenskrar íþróttahreyfingar, stjórn- arsaga ÍSÍ og ÍBR og einstakra félaga. Hún er átakasaga, saga stefnumörkunar í íþróttamálum, mannvirkjasaga, saga húsbygg- inga og annarra framkvæmda og öðrum þræði er hún leiðtogasaga. Meginþráðurinn er þó sá, hvernig skipulagi er komið á íþróttaiðkun Islendinga, stofnun einstakra félaga, hér- aðssambanda, banda- laga, sérsambanda og skiptingu landsins í íþróttahéruð. Efnistök Sigurðar eru hefðbundin og fel- ast einkum í því, eins og hann sjálfur kemst að orði í eftirmála „að safna saman sem mestum upplýsingum um sögu íþróttahreyf- ingarinnar í Reykjavík og setja þær fram á sem læsilegastan hátt.“ Hann skiptir viðfangsefni sínu niður í níu aðalkafla, með fjölda undirkafla sem í meginatrið- um má þó skipta í tvennt, annars- vegar íslensk íþróttasaga fram að stofnun íþróttabandalags Reykja- víkur árið 1944 og hinsvegar saga ÍBR í fimmtíu ár, fram til ársins 1994. Af því tilefni er þessi saga komin á prent og er óhætt að fagna útgáfu hennar. Þetta er greinargóð frásögn, hún er viðbót við sögu höfuðstaðarins og almennt séð eyk- ur hún við íslenska menningarsögu. Fyrri hluti þessarar sögu er mun skemmtilegri aflestrar en sá síðari. Þá var íþróttastarfsemin fálm- kenndari og byggðist meira á hug- myndum, framlagi og ábyrgð ein- stakra manna og félaga. Samskot og safnanir voru tíðar og ekki virð- ist mikið hafa komið úr opinberum sjóðum. íþróttalögin frá 1940 marka þáttaskil í íþróttasögunni en með þeim jókst stuðningur ríkis- valdsins við íþróttaiðkun lands- manna. Sá kafli bókarinar er sér- lega fróðlegur, einkum er hlutur Péturs Halldórssonar alþingis- manns og Hermanns Jónassonar forsætisráðherra drjúgur en átök þeirra á Alþingi stóðu einkum um það hvort UMFÍ og ÍSÍ yrði gert jafn hátt undir höfði innan ramma laganna. Stærsti galli þessarar bókar er vöntun á tilvísanaskrá og að notkun heimilda er ekki nógu nákvæm. í því efni skortir talsvert á samræmi milli einstakra tilvitnana en til þeirra er vísað af mismikilli ná- kvæmni. Hvorttveggja veldur því að erfiðara er að nota þetta annars ágæta rit sem áreiðanlega heimild til frekari rannsókna á íslenskri íþróttasögu og menningarsögu. Áftast í bókinni er nafnaskrá og þar fyrir framan óvönduð heimilda- skrá þar sem getið er einstakra bóka, blaða, tímarita, viðtala við forystumenn í íþróttahreyfingunni og annarra prentaðra sem óprent- aðra heimilda sem höf- undur notar við ritun bókarinnar. Þar ætti, ásamt vandaðri heim- ildaskrá, að vera ná- kvæm og númeruð til- vísanaskrá með ár- tölum og blaðsíðu- tölum. Reyndar segir höfundur í eftirmála að þetta sé „ekki vís- indalegt sagnfræðirit" en meginatriðið hafi verið að safna saman sem mestum upplýs- ingum „og setja þær fram á sem læsilegast- an hátt“. Ennfremur segir þar: „Því hef ég kosið að geta ætíð jafnóðum í frásögninni hvaðan ákveðnar tilvitnanir eru fengnar í stað þess að vísa í tilvísanaskrá." Þetta þýðir að tilvitnana er getið um leið og til þeirra er vitnað en ekki vísað í skrá aftan við hvern kafla eða frásögnina alla. Það er eins og höfundur dragi dálítið í land með þessum orðum og þessi aðferð hans rýrir sagnfræðilegt gildi bókarinnar til muna. Það ger- ir bók ekki ólæsilegri þótt fínna megi í henni nákvæma og vei unna tilvísanaskrá. Nægir að benda á nýútkomið rit um sögu Reykjavíkur því til staðfestu. Þar fer saman læsilegt og vel skrifað sagnfræðirit ásamt tilvísanaskrá. P.S. Stjórnarsaga íslenskrar íþrótta- hreyfingar er dæmigerð karlasaga, saga um samskipti athafnasamra karlmanna með áhuga á íþróttum. Hvergi nema í einu tilfelli, í stjórn- arsögu ÍBR, kemur kona þar fyrir, frá árunum 1984-1990! Jón Özur Snorrason. Nýjar bækur Astarsaga eftir Sjón SKALDSAGAN Augu þín sáu mig er ástarsaga eftir Sjón. Hún gerist í smábæ í Neðra-Saxlandi árið 1944. Dularfullur maður er ný- kominn á gistiheimili staðar- ins. Hvert er erindi hans, og hvaða leyndardómi býr hann yfir? I kynningu útgefanda segir: „Á þessum grunni rís þessi nýja ástarsaga eftir Sjón. Sag- an er í senn spennandi, sögulega grunduð og dularfull. Hughvæmni höfundar og stílgáfa nýtur sín hér vel, auk þess sem hann sýn- ir á sér nýja hlið, hlið sögu- manns sem hefur bæði tök á efni sínu og lesendum." Sjón hefur áður samið leikrit, ljóð og tvær skáld- sögur, Stálnótt og Engill, pípuhattur og jarðarber, en Augu þín sáu mig er stærsta verkefni hans til þessa. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er unnin í G. Ben. prentstofu hf. Roberg Guillemette og Sjón gerðu kápuna. Verð 3.380 krónur. Sjón. Skáldsaga um listakon- una Ragnheiði Birnu ÞETTA er allt að koma eftir Hallgrím Helgason, er skáld- saga um listakonuna Ragn- heiði Birnu. „Höfundur segir hispurs- laust og vandlega frá erfiðri baráttu Ragnheiðar og leit hennar að hinum hreina tóni. Lesendur kynnast mörgu af því góða fólki sem lagði henni lið í blíðu og stríðu af fádæma ósérhlífni. Sagan er byggð á ítarlegum viðtölum við Ragnheiði sjálfa um ástir hennar og áhugamál auk vitnisburðar sam- Hallgrímur Helgason. ferðamanna hennar,“ segir í kynningu útgefanda. Hallgrímur Helgason hef- ur séð um „Útvarp Manhatt- an“, skrifað fjölda greina í blöð og haldið myndlistar- sýningar hér heima og er- lendis. Áður hefur hann skriýað skáldsöguna Hellu. Útgefandi er Mál og menning. Þetta er allt að koma er 434 bls. unnin í G. Ben prentstofu-Eddu hf. Höfund- ur gerði kápuna ásamt Torfa Frans Ólafssyni. Verð 3.380 krónur. Öðrum þræði ANNA Eyjólfsdóttir er með sýn- ingu á þrívíddarverkum í austur- sal Listasafns Kópavogs, Gerðarsafni. Sýninguna nefnir hún „Öðrum þræði“. Anna stundaði nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík 1986-88, Myndlista-og handíða- skóla íslands 1989-91 en fór þá utan og nam við Listaakadem- íuna í Diisseldorf til ársins 1993. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Um sýuinguna segir Anna: „ Aðaluppistaðan í verkunum eru einnota herðatré. í efnisleit á ókunnum stað fyrir nokkrum árum urðu til hugmyndir úr ein- nota herðatrjám. Þessi sýning er að hluta til afrakstur þeirra. Með þetta nú- tímalega efni er ég að vinna með mynstur sem eru þjóðleg og tengj- ast meðal annars víravirki, út- skurði, vefnaði og útsaumi. Til dæmis er verkið Átta blaða rós eins og mynstur sem pijónað hefur verið á ís- landi síðan í grárri forneskju. Þetta er því nútíma útfærsla á gömlum mynsturhefðum. Nöfnin á verkunum hef ég valið sérstaklega til að mynda órofa heild í mynsturgerðinni". Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-18. Síðasti sýningardagur er næstkomandi sunnudag. Boðaföll MYNPLST Listaskáli alþýöu MÁLVERK GUNNAR KR. JÓNASSON Opið frá 14-18 alla daga. Til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er undiralda baráttu og sviptinga í hinum stóru birtumiklu dúkum Gunnars Kr. Jónassonar. Listarmaðurinn kemur frá Ak- ureyri og hefur hlotið menntun sína í Myndlistarskólanum þar. Hann er annars útlærður járnsmiður frá „Slippnum" á Akureyri og vann þar í nokkur ár, en frá 1983 hefur hann rekið auglýsinga- og teikni- stofuna Stíl í félagi við Guðmund Ármann myndlistarmann og yfírt- ók alfarið rekstur hennar 1989. Að loknum löngum vinnudegi á stofunni, snýr Gunnar sér að fijáls- um athöfnum tjáþarfarinnar, og honum er það augljóslega viss út- rás eftir hina bundnu vinnu, en hvað sem öðru líður býr drjúg al- vara og metnaður að baki hinum ábúðarmiklu athöfnum. Hann hef- ur svo sjálfsagt orðið fyrir áhrifum af félaga sínum, sem hefur verið athafnasamur í myndlistinni norð- an heiða um langt árabil. Á sýningunni eru 18 myndverk máluð með akryllitum á striga og virðast flest af nýrri toga. Ferlið er óhlutlægt flæði og formin eins og hverfast um myndflötinn eftir því sem hugarflugið býður, og á stundum minna ólgandi formin ekki svo lítið á hreyfingar á haf- fleti, jafnvel boðaföll er hafaldan brýtur á sketjum. Ekki þó bókstaf- lega, því hér er gripið til líkinga- máls og svo minna litirnir á flest annað en haf, því mikið ber á gul- leitum brotnum samhljómum. Ein- kenni þeirra eru svo miklar form- rænar vangaveltur en frekar laus- mótað yfirbragð. Það er erfitt hlutverk sem Gunn- ar hefur markað sér, því þessi teg- und myndlistar gerir miklar og óvægnar kröfur til iðkenda sinna, og menn ná trauðla tökum á hinum dýpri lífæðum hennar nema þeir helgi sig listinni óskiptir um ára- bil. Þá útheimta vinnubrögðin mik- inn sjálfsaga og markvissar rann- sóknir á hlutfallafræðinni, þanþoli, og yfir höfuð öllum lögmálum myndflatarins, ef úr eiga að verða GUNNAR Kr. Jónasson við eitt verka sinna. svipmiklar og fastmótaðar mynd- heildir. En það er lofsvert þegar nýliðar færast mikið í fang, sem ber vott um áræði og metnað, því blindboð- arnir eru ólíkt fleiri en sigli þeir lygnan sjó. Svipmikilla tilþrifa gæt- ir í sumum myndverkanna, og þá helst „Hljómi“ (9), „Stemmu“ (16) og „Hélu“ (18), en á heildina litið ber framkvæmdin keim af full óheftum leik og enn er nokkuð í land hvað efniskennd í lit og af- markaða stígandi áhrærir. Þetta er þó eftirtektarverð og fullgild frumraun og miklu skiptir að það felst dijúg reynsla og lær- dómur fyrir Gunnar að sjá verk sín í hinum ágætu sýningarsölum. Bragi Ásgeirsson. Fleece fóðraðar Neoprene andlitsgrímur. Verð aðeins kr. 1.690 5% sta&greibsluafslóttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. HtÚTILÍFTír GLÆSIBÆ SÍMI 812922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.