Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „ Veit ég viðu falla “ BOKMENNTIR Endurminnirigar BARNDÓMUR eftir Jakobinu Sigurðardóttur. Mál og menning - 105 bls. 2.980 kr. SÖNGUR heiðarálftarinnar - ís- lensk haustdýrð. Hvorttveggja kemur upp í hugann við lestur Barn- dóms, hinstu kveðju Jakobínu Sig- urðardóttur til lesenda sinna. Þó er þar hvorki minnst á haust né álftir, heldur eru það bemskan og undur hennar sem ráða ferð. Barndómur er heildstætt lista- verk þar sem frásagnargaldurinn og stílþrif bera meistaralegt hand- bragð. Sögusviðið er Hælavík á Homströndum og tíminn er bernska höfundar. Lesandinn er leiddur á vit liðins tíma með gamalli konu sem vitjar bernskubæjar síns; geng- ur þar um gættir og þreifar fyrir sér í mistri minninganna. Tíminn hefur lagt gleymskublæju yfír margt sem var; „hafþokan gengur í Iið með tímanum" og byrgir sýn „gamalli konu á reiki um löngu liðna stund“ (65). En hin dapra sjón skerpist þegar sögumaður smýgur inn í vitund Jakobínu litlu, stúlku- barnsins í Hælavíkurbænum, og rifjar upp löngu liðna atburði með upplifun og skilningi barnsins. Um leið verður heimurinn brotakennd- ari og illskiljanlegri barnshuganum. Sjónarhornið lækkar, húsgögnin stækka og tifíð í klukkunni „hans pabba“ magnast upp. Eftir því sem stúlkukomið þroskast og mannast, verður skynjun þess heildstæðari og skilningurinn dýpri, uns það í sögulok nær að draga lærdóma og skyggnast inn í leyndardóma hinna fullorðnu. Hvergi fatast Jakobínu flugið í leik sínum með tímaskynjun og sjónarhom. Leynir sér ekki hvílíkt vald hún hefur yfir frásagnar- tækni og stíl, svo unun er á að líta. Saman við þroskasögu stúlkunnar fléttast svo ómetanleg- ur fróðleikur um líf og störf íslensks alþýðu- fólks fyrr á tíð; híbýla- og búskaparhætti, þjöðmenningu og dægradvöl. Að baki öllu því vakir óræð saga um örlög og ástir. Handrit að þessu verki lá fyrir við andlát skáldkonunnar í byrjun árs. í frétt frá útgef- anda er því lýst sem „fallegri, lítilli bók um lífíð“. Undar- leg er sú árátta, bæði útgefenda og gagnrýnenda að líkja skáldverk- um kvenna einatt við eitthvað smátt og snoturt, jafnvel þó um sé að ræða skáld með merkan rithöfunda- feril, eins og Jakobínu. Hér skal fallist á þann dóm að sagan sé fal- leg. Það er hún. En það er ekkert „lítið“ í þessari sögu nema umfang hennar. Nær væri að tala um hámá- kvæma hnitmiðun í máli og stíl þar sem engu er ofaukið, því hér er sögð mikil saga á fáum blaðsíðum. Jakobína Sigurðardóttir var ekki afkastamikill höfundur, sé talið í bókatitlum. Engu að síður markaði hún spor í íslenska bókmenntasögu, og oft er til skáldverka hennar vitn- að sem skólabókardæma um að- ferðir í skáldskap. Jakobína var jafnvíg á ljóðmæli, smásögur og stærri skáldverk, en af skáldsögun- um hafa Dægurvísa (1965), Lifandi vatnið (1974) og I sama klefa (1981), trúlega vakið mesta at- hygli. Frumleiki og nýstárleg nálg- un hafa ævinlega sett mark sitt á verk Jakobínu. Kvenfrelsisrödd hennar hefur einnig hljómað í þeim velflestum, þó aldrei hafí hún yfir- gnæft annað. Næm tilfínning fyrir umhverfinu og sam- hygð með því sem lifir, birtist okkur aftur og aftur, og tvinnast sam- an við viðleitni til að skynja og nálgast með skilningi hinstu rök til- verunnar. í nýútgef- inni bók hennar gætir alls þessa. Barndómur er enn ein perlan úr sjóði merkrar skáldkonu, sem m.a. skynjaði feg- urð mannlífsins í mold- arryki bæjarganganna í Hælavík. Þetta er saga um „andóf geng- ins fólks gegn andleysi örbirgðar og strits" (100). Og yfir öllu hvílir viska, frið- sæld og djúp kyrrð: Veit ég viðu falla með veggjum og þekju hljóðlega og hægt að hvílu moldar. Geymir græn þúst gengins lífs, týndu minni manna. (Jakobína Sigurðardóttir: „Einu sinni var“) Ólína Þorvarðardóttir Jakobína Sigurðardóttir Vald örlaganna Jörfagleði boðið á menningar- hátíðí Þýskalandi SVÖLULEIKHÚSINU hefur verið boðið með sýningu sína Jörfa- gleði, sem sýnd er í Borgarleikhús- inu um þessar mundir, á menning- arhátíð í Þýskalandi. Menningarhátíðin fer fram í ágúst á næsta ári í Bielefeld, Kre- feld og Bruhl. Ahugi er á ís- lenskri menningu í Þýskalandi, en á sl. ári var menningarhátíð Reykjavíkurborgar í Bonn. Sýning þessi, sem er fjölmenn, byggir á sögulegum grunni og segir af fólki sem fer til skemmtunar að Jörfa í Dalasýslu og verður síðasta sýn- ing í kvöld, fímmtudagskvöld, kl. 20. Höfundar eru Hákon Leifsson og Auður Bjarnadóttir. Hákon samdi tónlistina, danshöfundur er Auður Bjarnadóttir og leikmynda- og búningagerð annaðist Sigurjón Jóhannsson. --------------- Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Dóru Hafsteinsdóttur ritstjóra og Sigríði Harðardóttur ritstjóra: „í grein Braga Ásgeirssonar, „Frumheijalist við Fríkirkjuveg", sem birt var í Morgunblaðinu sunnudaginn 20. nóvember, er fullyrt að stofnanda Listasafns íslands, Björns Bjarnasonar, sé ekki getið í Islensku alfræðiorða- bókinni. Þetta er rangt._ Undir uppflettiorðinu Listasafn íslands segir orðrétt: „Listasafn í Rvík; stofnað í Khöfn 1884 af Birni Bjarnasyni (1853-1918)...“ NÚ FER að hefjast siðara sýning- artímabil á óperunni Valdi örlag- anna i Þjóðleikhúsinu. Sýningar verða átta talsins og er sú fyrsta föstudaginn 25. nóvember. „Vald örlaganna var frumsýnt um miðjan september og sýnt átta sinnum fyrir fullu húsi og við mikla hrifningu, þar til gera þurfti hlé vegna annarra verk- efna söngvaranna. Kristján Jóhannsson syngur hlutverk Alvaros á öllum sýning- unum á síðara sýningartímabil- inu. Átta ár eru síðan Kristján Jóhannsson söng síðast í óperu hérlendis, en það var einmitt í Þjóðleikhúsinu í óperunni Toscu. Það telst mikill viðburður að fá Kristján hingað nú, á hátindi frægðar sinnar, og einstakt tæki- færi fyrir íslenska óperuunnend- ur að njóta hæfileika hans,“ seg- ir fréttatilkynningu. Aðrir söngvarar í aðalhlut- verkum í Valdi örlaganna munu skiptast að nokkru leyti á í hlut- verkum sínum. Það er Keith Reed sem byijar í hlutverki Car- losar á móti Trond Halstein Moe og Elín Ósk Óskarsdóttir syngur hlutverk Leonóru á móti Ingi- björgu Marteinsdóttur, sem syngur átveimur sýningum, 4. og 6. desember." Ingveldur Ýr Jónsdóttir byrjar sem Preziosilla og Magnús Bald- vinsson syngur hlutverk ábótans, en Elsa Waage og Viðar Gunn- arsson syngja hlutverkin á móti þeim. Stefán Arngrímsson hefur tekið við hlutverki Calatrava af Tómasi Tómassyni og Jóhann Sigurðarson tekur við hlutverki borgarstjórans af Ragnari Dav- íðssyni. Önnur hlutverkaskipan er óbreytt frá fyrri sýningum. Aðalstjórnandi að þessu sinni verður Rico Saccani, Mauricio Barbacini stjórnar 4. og 6. desember og Gunnsteinn Ólafs- son 2. desember. Sýningar á Valdi örlaganna eru 25., 27. og 29. nóvember og 2., 4., 6., 8. og 10. desember. Upp- selt er á nokkrar sýninganna en einhver laus sæti á öðrum. Ósótt- ar pantanir eru seldar daglega. Nýjar bækur Að vera Islendingrir eftir Gylfa Þ. Gíslason AÐ VERA íslendingur — vegsemd þess og vandi eft- ir Gyjfa Þ. Gíslason, fyrrv. ráðherra, er komin út. Bók- in er ætluð ungum íslend- ingum á hálfrar aldar af- mæli íslensks lýðveldis. „Nú standa íslendingar frammi fyrir nýjum vanda- málum, á sviði atvinnu- mála, tækni og samskipta Gylfi Þ. Gíslason við aðrar þjóðir. Það er meiri vandi en áður að vera íslendingur í slíkum heimi. Þennan nýja vanda þurfa allir íslendingar að skilja, sérstaklega unga fólkið,“ segir í kynningu útgefanda. Útgefandi er Setberg. Bókin er 160 bls. og kostar 1.490 krónur. Skáldsaga Megasar FYRSTA skáldsaga Megas- ar nefnist Björn og Sveinn. Aðalpersónur sögunnar eru feðgarnir Axlar-Björn og Sveinn Skotti. „Þeir hafa verið nokkurs konar þjóðardýrlingar frá því þeir voru uppi enda þótt menn hafi afsannað ýmis atriði í hinum ástsælu þjóð- sögum um þá. Lykillinn að Megas ur,“ segir í kynningu útgef- anda. Björn og Sveinn eru ný- lunda í höfundarverki Meg- asar því hann hefur hingað til tamið sér form dægur- lagatextans. Útgefandi er Mál og menning. Björn og Sveinn er 384 bls. unnin í G. Ben. þessu verki er óperan Don Giovanni prentstofu - Eddu hf. Höfundur eftir Mozart, en þangað sækir höf- gerði kápuna ásamt Margréti Lax- undur bæði söguþráð og efnisáhersl- ness. Verð 3.380 krónur. Lárus hómópatí ÚT ER komin bókin Lárus hómópati, ævisaga Lárusar Pálssonar eftir Guðrúnu P. Helgadóttur rithöfund og fyrrverandi skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. Lárus Pálsson er þekkt- astur fyrir lækningar sínar, en hann lagði stund á hómópatíu, sem er sérstök grein náttúrulækninga. Hann átti í hörðu stríði við illvíga sjúkdóma sem heijuðu á landsmenn og lærðir læknar voru honum andsnúnir. En hann var elsk- aður af alþýðu, sem hann hjálpaði með lækningum sínum. Lárus lagði stund á búskap oog útgerð. Seinni hluta ævinnar bjó hann í Reykjavík og stundaði ein- göngu lækningar. Alltaf stóð styr um Lárus. Hann lét þjóðmál til sín taka og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit. Hann beitti sér fyrir mörgu því sem horfði til betri og hollari lífshátta og lagði áherslu á margt sem nú þykir sjálfsagt; hreinlæti, útiveru, hreyfingu og hollt mataræði. í einkalífi kynntist Lárus sorgum og gleði, en þrátt fyrir áföll var hann gæfumaður. Guðrún P. Helgadóttir er dótturdótt- ir Lárusar. Útgefandi er Skerpla. Lárus hómópati er 224 bls. Bókin er prýdd fjölda mynda. Steindórsprent Gut- enberg prentaði. Bókin kostar 2.980 krónur. Guðrún P. Helgadóttir Oskars saga Halldórssonar ÚT ER komin Ósk- ars saga Halldórs- sonar eftir Ásgeir Jakobsson. Óskar Halldórsson var landsfrægur at- hafnamaður og varð snemma þjóð- sagnapersóna. Hann var að sögn margir menn í einum og engum líkur. Af honum lifa enn sögur og varð hann fyrirmynd Halldórs Lax- ness að íslandsbersa í Guðsgjafa- þulu. í kynningu útgefanda segir um Óskar: „Hann var spekúlant spekúlantanna, varð fjórum sinnum gjaldþrota, en hann borgaði allar sínar skuldir. í þeirri sögu, sem hér er sögð, kynnist lesandinn Oskari Halldórssyni sem garðyrkjumanni, búfræðingi, lifrar- bræðslumanni síldarspekúlant, frumkvöðli að stofnun Síldar- verksmiðju ríkis- ins, hafnargerðar- manni, skipamiðl- ara, stjórnmálamanni og greinahfö- undi, heimslystarmanni og mein- lætamanni, eiginmanni og föður og elskhuga". Útgefandi er Setberg. Bókina prýða 100 myndir. Hún er 384 bls. og kostar 3.580 krónur. Ásgeir Jakobsson Óskar Halldórsson 60 ára saga Iðju BJARMI nýrrar tíðar, Saga Iðju, félags verksmiðjufólks eftir Ingólf V. Gíslason, er komin út og í bókinni er rakin 60 ára saga Iðju, 1934-1994, sagt frá örðug- leikum sem mættu braut- ryðjendum félagsins og verkföllum sem háð voru til að tryggja verkafólki rétt til samtakamyndunar. Sagt er frá pólitískum átökum innan félags og í verkalýðshreyfíng- unnni og gerð ítarleg grein fyrir Ingólfur V. Gíslason kjarabaráttu. Fram kemuir hvernig handverk vék smám saman fyri verksmiðjuvinnu. Rakin er samvinna Iðju og atvinnurekenda fyrir bættri stöðu iðnaðarins í íslensku þjóðfélagi. Ritstjóri Safns til iðnsögu íslendinga, sem bókin er hluti af, er Jón Böðvarsson. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Um 250 myndir prýða ritið sem er 446 blað- síður. Verð 3.990 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.