Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KAUPHÆKKANIR OG VÍSITALAN KJARASAMNINGAR eru almennt lausir um áramótin og hafa verkalýðsfélögin gert kröfu til beinna launa- hækkana. En þá blasa við áhrif þeirra breytinga á láns- kjaravísitölunni, sem ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar beitti sér fyrir í ársbyrjun 1989, þegar launavísital- an var tekin inn í hana. Gamla vísitalan var samsett úr byggingavísitölu að einum þriðja hluta og framfærsluvísi- tölu að tveimur þriðju. Nýja vísitalan er samsett að einum þriðja hluta af launavísitölu, einum þriðja af byggingavísi- tölu og einum þriðja af framfærsluvísitölu. Laun vega þungt í byggingavísitölu og er áætlað, að áhrif launa vegi milli 50 og 60% í núverandí lánskjaravísitölu. Beinar launahækkanir hafa því stórfelld og skjótvirk áhrif á láns- kjaravísitölu. Harðvítugar deilur urðu á sínum tíma vegna breyting- anna á lánskjaravísitölunni, m.a. óttuðust sparifjáreigend- ur um sinn hag og verkalýðsforustan um tengingu launa og lánskjara. í samþykkt miðstjórnar ASI um málið sagði m.a.: „Tvöfaldað vægi launa í lánskjaravísitölu setur ein- stakling í þá aðstöðu, að samhliða hverri 10% kauphækk- un hækka verðtryggð lán um 5%. Sama staða blasir við atvinnurekandanum. Þegar hann samþykkir kauphækkun er þar með ákveðin hækkun fjármagnskostnaðar fyrirtæk- isins. Þessi breyting mun því óhjákvæmilega torvelda samningagerð.“ Allt er þetta komið á daginn og er staðfest í úttekt Talnakönnunar á lánskjaravísitölunni fyrir Verkamanna- félagið Dagsbrún. Þar segir m.a.: „Helztu rök launþega gegn lánskjaravísitölunni nú eru þau, að ekki sé hægt að ná fram neinum kjarabótum án þess að það komi jafn- harðan fram í hækkuðum höfuðstól lána. Það er rétt, því launahækkun ein og sér, t.d. um 10%, myndi valda því, að lán hækkuðu um 5-6%. Þá er ekki reiknað með óbein- um áhrifum á verðlag almennt." í úttektinni er tekið dæmi um launþega með milljón króna árstekjur, sem fengi 10% kauphækkun. Árslaun hækkuðu um 100 þúsund, en höfuðstóll fjögurra milljóna króna skuldar, sem er meðal- tal af skuldabyrði heimilanna, hækkaði um 320 þúsund krónur og árleg greiðslubyrði um 50 þúsund krónur. Þá er ekki reiknað með, að 10% launahækkun hafi nein áhrif á verðlag, sem er að sjálfsögðu algerlega óraunhæft. Ávinningur launþegans af kauphækkuninni yrði því enn minni. Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur verið umræða um afnám eða breytingar á lánskjaravísitölunni vegna komandi kjarasamninga. í úttekt Talnakönnunar er fjall- að um ýmsa kosti í því sambandi. Þar er talið ólíklegt, að vísitölubinding verði tekin af lánum, sem þegar hafa verið tekin. Afleiðingar kauphækkana nú kæmu því fram á kjarabótum og lánabyrði, en afnám hennar hefði áhrif til framtíðar. Verði gamla vísitalan tekin upp á ný hefði það þau áhrif, að lánskjaravísitalan hækkaði aðeins um rúman þriðjung í stað 50-60%, en hagur launþega yrði aðeins til skamms tíma. Hringl með vísitöluna skapaði ótrú á verðbréfum og dregið gæti úr lánstrausti ríkis- sjóðs innanlands og utarf. Þó gæti þessi breyting verið liður í áætlun um að draga úr notkun vísitölunnar, en meginatriði væri þó að verðlag væri áfram stöðugt. Þriðji valkosturinn er að mati Talnakönnunar, að af- nema vísitölu af framtíðarskuldbindingum, en það myndi hafa í för með sér hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði fyrstu árin af óverðtryggum lánum. Greiðslubyrði af verð- tryggðum lánum er jafnari. Augljóst er, að afnám lánskjaravísitölunnar er ekki einfalt mál og bætti ekki kjör launþega í náinni framtíð. Ýmsir hagfræðingar aðhyllast afnám hennar og virðist það koma til greina þegar til framtíðar er litið, en líklega tekur áratugi fyrir áhrif hennar að fjara út. Hringl með lánskjaravísitöluna gengur hins vegar ekki, því afleiðing- arnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir þjóðarbúið. Lánskjaravísitalan setur launþegahreyfinguna vissu- lega í klemmu og þarf að leita leiða til að bæta kjörin án þess að valda verðbólguskriðu. Ýmsar leiðir koma þar sjálfsagt til álita, og nauðsynlegt að menn einbeiti sér að því að finna þær. Hvorki breytingar á lánskjaravísi- tölu né afnám vísitölutengingar launa eru leiðir, sem lík- legar eru til árangurs við núverandi aðstæður. SAMEINING VIÐ DJÚP Morgunblaðið/RAX ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ósvör sem er miðpunkturinn í samvinnu/sameiningarumræðunni við ísafjarðardjúp um þessar mundir heitir eftir gömlu verbúðinni í Ósvör sem Bolungarvíkurkaupstaður hefur endurbyggt og margir ferðamenn skoða á ferð sinni í Víkina. Nú vilja allir ganga að eiga Osvör ÞRJÚ sjávarútvegsfyrirtæki voru stofnuð í Bolungar- vík eftir gjaldþrot Einars Guðfínnssonar hf. Bæjar- stjóm beitti sér fyrir stofnun al- menningshlutafélags, Útgerðarfé- lagsins Ósvarar hf., í þeim tilgangi að byggja upp nýtt sjávarútvegsfyr- irtæki á staðnum. Félagið keypti togarana Dagrúnu og Heiðrúnu með kvóta af þrotabúinu en skipin hefðu annars farið til hæstbjóðenda í Hafnarfirði og Grindavík. Ætlunin var að fyrirtækið keypti einnig físk- vinnskihús EG en Þuríður hf. í Bolungarvík bauð betur og keypti fasteignir og vélar. Frá þeim degi hefur verið ákveðin spenna milli þessara fyrirtækja og bæjarbúa.r skipt sér að nokkru leyti í tvær fylk- ingar. Þriðja fyrirtækið er Gná hf. sem keypti loðnuverksmiðju EG. Þuríðarmenn hafa keypt fisk af Ósvör en meginhluti aflans hefur verið seldur á fiskmörkuðum og til frystihúsa og rækjuverksmiðja á ísafírði og víðar. Forsvarsmenn Þuríðar hafa gagnrýnt þetta harð- lega og sagt Osvör bijóta gegn upphaflegum markmiðum sínum um að halda uppi vinnu í Bolungar- vík en stjómendur Ósvarar segjast verða að fá hæsta verð fyrir aflann og nýta kvóta sinn sem best til Sú óvænta staða er komin upp að Útgerðarfélagið Ósvör sem bæjarstjóm Bolungarvíkur stofnaði til að halda skipum og kvóta Einars Guðfinnssonar hf. í bænum er orðið eitt eftirsóttasta fyrirtækið í þeim hræringum sem eru í sjávarútvegi við Djúp, segir Helgi Bjamason. Þijár fyrirtækjablokkir vilja kaupa Ósvör eða eiga vi.ð það nána samvinnu Þrjár greinar EG saman í eina sæng? þess að geta staðið við skuldbind- ingar sínar og haldið skipunum. Bakki og Þuríður vilja sameinast í byijun september þegar um- sóknarfrestur um aðstoð sam- kvæmt Vestfjarðaáætlun var að renna út óskaði stjóm Þuríðar form- lega eftir viðræðum við Ósvör um samstarf. Stjórn Ósvarar hafnaði því, sagði að ekki lægju fyrir sýni- legar eða tölulegar niðurstöður um hagkvæmni sameining- ar. í framhaldi af því tóku Þuríður og rækjuverk- smiðjan Bakki í Hnífsdal upp viðræður um sam- starf eða sameiningu og sendu sam- eiginlega umsókn um þátttöku í Vestfj arðaáætlun. Síðar kom Gná hf. til sögunnar. Sameiginlega ósk- uðu þessi þijú fyrirtæki eftir að á það yrði látið reyna hvort unnt væri að mynda öflugt sjávarútvegsfyrir- tæki í tengslum við Vestfjarðaáætl- un. Bæjarstjóm samþykkti fyrir sitt leyti að fram færi hagkvæmnisat- hugun á stofnun fyrirtækis sem hefði það að markmiði að stórauka rækjuvinnslu, efla fiskvinnslu og auka umsvif í Bolungarvík. Hún setur m.a. þau skilyrði fyrir sölu hlutabréfa sinna eða sammna við önnur fyrirtæki að samkomulag náist um tryggingar, að væntanlegt fyrirtæki verði með heimilisfesti og rekstur í Bolungarvík og að veiði- heimildir og skip verði ekki seld af staðnum. Það er athyglisvert að ef af sam- runa eða samvinnu þessara fjögurra fyrirtækja verður má segja að hinar þijár greinar sjávarútvegsfyrirtæk- is EG í Bolungarvík, það er útgerð, fiskverkun/rækju- -------- vinnsla og loðnu- bræðsla, tengist saman á nýjan leik. Bræðumir Einar og Elías Jónatans- _______ synir, sonarsynir Einars Guðfinnssonar, ættu aðild að nýju samsteypunni auk þess sem aðrir afkomendur Einars kunna að eiga í Ósvör hf. Staðfestir rétta ákvörðun Fyrirtæki á ísafirði hafa einnig óskað eftir samvinnu við Ósvör, meðal annars um löndun gegn því að leggja fram aukið hlutafé. Eru það annars vegar íshúsfélag ísfírð- inga og Togaraútgerð ísafjarðar og hins vegar Hraðfrystihúsið Norðurt- angi og rækjuverksmiðjan Ritur. Ákveðin viðurkenning fyrir Ósvör Þannig vilja þijár fyrirtækjablokkir kaupa útgerðarfélagið eða fá það til samstarfs. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður Ósvarar, segir að þessi áhugi bendi til þess að bæjarstjóm hafí gert rétt í því að halda skipum og veiðiheim- ildum í bænum og stofna Ósvör. Ólafur segir að ekki hafí verið hægt annað en að skoða ósk Þuríð- ar, Bakka og Gnár. Hins vegar yrði að setja ákveðin skilyrði. Bær- inn væri búinn að leggja mikið fé í atvinnulífíð og hefði ekki efni á því að hrasa. Miklir möguleikar Valdimar Lúðvík Gíslason, stjórnarformaður Þuríðar, segir að ætlun fyrirtækjanna sé að mynda öflugt og traust fyrirtæki í Bolung- arvík. Þuríður sé tilbúin til þess að gera það í samvinnu við fyrirtæki í nágrannabæjum ef þau vilji það. Hann segir samstarf Bakka og Þuríðar vænlegt til árangurs. Fyrir- tækin séu ólík og geti bætt hvort -------- annað upp. Nefnir hann að Bakki sé með full- komna rækjuverk- smiðju í Hnífsdal en fullnýttan húsakost og hafi auk þess mjög góð sambönd til hráefnisöflunar og sölu afurðanna. Þuríður sé með vinnslu á bolfíski og rækju og eigi vannýtt- ar fasteignir og vélakost. Þau hafi hins vegar þann veikleika að ráða ekki sjálf yfir veiðiheimildum og vilji þess vegna kaupa hlutabréf bæjarins í Ósvör. Gná hf. kemur þannig inn í þetta að fyrirtækið hefur haft samstarf við Þuríði um loðnufrystingu og á auk þess hluta- bréf í því fyrirtæki. Elías Jónatans- son, framkvæmdastjóri, segir að Gná geti einnig haft hagsmuni af því að skipta við sömu báta og Bakki, loðnubátarnir væru gjarnan einnig á rækjuveiðum. Valdimar segir að þó Bakki og Þuríður myndu sameinast væri ljóst að Gná og Ósvör yrðu áfram sérstök hlutafé- lög. Hins vegar næðist ákveðin hagræðing fram með því að reka öll fyrirtækin sem eina heild. Þá yrði reynt að auka fullvinnslu sem Aðalbjörn Jóakimsson í Bakka væri að þreifa sig áfram með. Valdimar viðurkennir að fjárhag- ur fyrirtækjanna sé ekki sterkur, nema helst hjá Bakka, en það gæfí þeim mikinn slagkraft þegar mögu- leikar allra fyrirtækjanna færu að vinna saman. Hann segir að fjár- sterkir aðilar séu tilbúnir að koma inn í fyrirtækið þegar það verður orðið rekstrarlega góð eining. Valdimar segist ánægður með við- brögð bæjarstjórnar, skilyrði henn- ar falli að einu og öllu að hugmynd- um þeirra félaga. Heimavínnan unnin Elías Jónatansson segir að nú sé setið yfir heimavinnunni. Milli- uppgjör fyrirtækjanna eru væntan- leg í þessari viku og segir hann að verið sé að stilla upp reiknilíkönum fyrir hugsanlegt fyrirtæki. Ef mönnum litist á útkomuna yrði málinu þokað áfram. Fjárhagsstaða fyrirtækjanna er mismunandi og telur Elías ljóst að þau eigi ekki næga peninga til að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyrirtæki. Áríð- andi sé að vekja áhuga fyrirtækja og annarra fjárfesta á því að ganga til liðs við þá. í framtíðinni sér hann fyrir sér sjávarútvegsfyrir- tæki sem gæti aflað sér hlutafjár á almennum hlutabréfamarkaði. „Ég tel líklegt að hér við ísafjarðar- djúp myndist 2-4 blokkir fyrir- tækja í sjávarútvegi. Annars staðar á landinu hafa fyrirtæki verið að sameinast og mynda fyrirtækja- blokkir. Þannig fýrirtæki vantar á Vestfirði. Sjávarútvegsfyrirtæki eru orðin það flókin iðnfyrirtæki að þau standast ekki samkeppni nema þau nái ákveðinni stærð og hafi svigrúm til að þróa afurðir fyrir nýja markaði," segir Elías. Björgvin Bjamason, fram- kvæmdastjóri Ósvarar, segist ekki gefa þeim fyrirtækjum einkunnir sem óskað hafa eftir samvinnu við Ósvör. Áhugi þeirra sé þó ákveðin viðurkenning fyrir útgerðarfélagið og sýni að það hafi það sem til þurfí til að slík samvinna gangi upp. Hann segist ekki sjá að stækk- un eininganna væri alltaf til hags- bóta en Osvör sé til í viðræður við aðila sem hafi eitthvað fram að færa og geti komið því vel. Framkvæmdastjóri Ósvarar seg- ir að stjórnendur fyrirtækisins verði að vera trúir sínu upphaflega mark- miði og halda áfram vel á spöðunum til að reksturinn gangi upp. Vand- inn hafi aukist vegna kvótasam- dráttar. Hann segir nauðsynlegt að endurnýja skipakostinn. Hagkvæmt sé að skipta öðru skipinu út fyrir frystitogara en Þróunarsjóður sjáv- arútvegsins hafi komið í veg fyrir kaupin á gömlu Guðbjörginni með því að neita veðflutningum. Auk útgerðarinnar er Ósvör með nokkra fískverkun í Bolungarvík. Samvinna við ísfirðinga líklegri niðurstaða Eftir samtöl við stjórnarformann og framkvæmdastjóra Ósvarar og fleiri af þeim vængnum í Bolungar- vík sýnist ljóst að hugur þeirra standi helst til þess að reka fyrir- tækið áfram. Mönnum líst ekki meira en svo á fjárhagsstöðu fyrir- tækjanna þriggja sem vilja kaupa og bent er á að þau hafi ekki veiði- heimildir sem Osvör þurfi mest á að halda. Eins og fram kemur hjá bæjarstjóranum telur bæjarstjórn- in þó ekki stætt á öðru en að halda þessum möguleika opnum. Á mönnum er hins vegar að heyra að samvinna við fyrirtæki á ísafirði sem gætu lagt fram hlutafé og kvóta gæti vel komið til greina. Víða liggja þræðir . . Vélbáta- ábyrgðarfélag Isfirðinga Fiskmarkaður Vestfjarða CjÞuríður^) Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki eru feitletruö og feit- og skáletruó Útvegsfyrirtækin tengjast mikið Svo til öll helstu fyrirtæki í sjávarútvegi við ísafjarðardjúp og þjónustufyrirtæki þeirra tengjast eignar-, stjómunar- eða fjölskyldu- böndum. Helgi Bjamason og Úlfar Ágústs- son tóku saman dæmi um tengslin. VÐ athugun á innbyrðis tengslum sjáyarútvegsfyr- irtækja við ísafjarðardjúp kemur fram að mörg helstu fyrirtækin á ísafírði og í Hnífs- dal eru enn í höndum stofnendanna eða afkomenda þeirra. Helstu breyt- ingarnar eru þær að á síðustu árum hafa þessar tiltölulega fáu fjölskyldur fengið meginhluta sjávarútvegsins á svæðinu í sínar hendur. Fjölskyldurn- ar tengjast síðan beint og óbeint, meðal annars sjást fjölskyldubönd milli stóru frystihúsanna. Fyrirtækin og stjómendur þeirra eiga saman mörg þjónustufyrirtæki og eru víða saman í stjórnum þeirra svo og stjórn- um hagsmunasamtaka. Meiri breytingar hafa orðið í Súða- vík og Bolungarvík. Frosti í Súðavík var í eigu Súðvíkinga þar til fyrir nokkrum árum að nokkrir Isfírðingar fírðust þar hluthafar og stjórnendur. Bolungarvík breyttist landslagið við gjaldþrot fjölskyldufyrirtækisins Ein- ars Guðfínnssonar hf. og vom stofnuð þijú fyrirtæki upp úr því. Eitt þeirra, Gná hf. sem rekur loðnubræðslu, er í eigu afkomenda Einars. Erfiðara er að benda á tengsl Ósvarar sem er almenningshlutafélag í meirihluta- eigu bæjarsjóðs og Þuríðar sem rekur frystihúsið og rækjuvinnsluna við önnur sjávarútvegsfyrirtæki á svæð- inu þó eigendur Gnáar eigi hlut i síð- arnefnda fyrirtækinu. Hér á eftir fara nokkur dæmi um fjölskyldutengsl milli fyrirtækja við Djúp. • Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu og stjómarformaður Hrannar hf. sem til skamms tíma átti meirihlutann í íshúsfélagi ísfírð- inga, á með systkinum sínum 20% hlutabréfa í hinu stóra frystihúsinu á ísafirði, Norðurtanga. Systkini hans em sömuleiðis hluthafar í báðum fyr- irtækjunum og eru sum starfsmenn hjá Norðurtanganum, m.a. Hörður skipstjóri á Guðbjarti. Arnar Kristins- son, framkvæmdastjóri rækjuverk- smiðjunnar Básafells, er systursonur Ásgeirs og á sú fjölskylda því hlut í Hrönn og Norðurtanganum. Þá má geta þess að Guðbjörg Ásgeirsdóttir Guðbjartssonar er verkstjóri í íshúsfé- laginu. • Fjölskyldubönd liggja einnig milli frystihúsanna í gegn um Jón Krist- mannsson stjórnarmann í íshúsfélag- inu en hann er tengdasonur Jóns B. Jónssonar eins af stofnendur Gunn- varar, og Rúnar Guðmundsson stjórn- armann í Norðurtanga. En þeir em systkinasynir. • Halldór Jónsson, útgerðarstjóri rækjuverksmiðjunnar Rits, er bróðir Eggerts stjórnarformanns og Péturs stjórnarmanns í Norðurtanga. Föð- urbróðir þeirra, Óskar Eggertsson, er framkvæmdastjóri Pólsins. Bróð- ursonur Jóns og Óskars, Hörður Ing- ólfsson, er í stjórn Póls-rafeindavara. • Aðalbjörn Jóakimsson, eigandi rækjuverksmiðjunnar Bakka, er stjórnarformaður Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. Kristján bróðir hans er skipstjóri á Páli Pálssyni. Óskyldur nafni hans, Kristján G. Jóakimsson sjávarútvegsfræðingur hjá Norður- tanganum, er stjórnarformaður Mið- fells sem gerir út Pál Pálsson. • Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta í Súðavík, Að- albjörn í Bakka og Kristján skipstjóri eru bræðrasynir. Páll Halldórsson afleysingaskipstjóri á Páli Pálssyni er bróðir Ingimars. • Matthías Bjarnason alþingismaður er stjórnarformaður umboðs- og heildverslunarinnar Sandfells og situr í stjórn Vélbátaábyrgðarfélags Isfirð- inga. Hinrik sonur hans er fram- kvæmdastjóri Vélbátaábyrgðar- félagsins og stjórnarformaður Bása- fells. Bróðursonur Matthíasar, Auð- unn Karlsson, er stjórnarformaður Frosta í Súðavík. • Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtanga, og Ólafur B. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri útflutn- ingsfyrirtækisins ísfangs eru bræður, systursynir Einars Guðfínnssonar í Bolungarvík. Þeir eru þvi frændur Einars og Elíasar Jónatanssona Ein- arssonar, sem eiga loðnuverksmiðjuna Gná. Þeir og Einar Garðar Hjaltason, eigandi Fiskmarkaðar Vestfíarða, eru aftur bræðrasynir. Mörg dæmi um fjölskyldu-, eigna og stjórnunartengsl eru sýnd á með- fylgjandi teikningu. Við skoðun þess- arra upplýsinga sést að útvegsfyrir- tækin hafa mikla samvinnu á þjón- ustusviðinu. Því vaknar sú spurning, eins og hejmildarmaður á ísafirði orð- ar hana: Úr því mennirnir sitja svona mikið saman í fjölskylduboðum og á stjórnarfundum, af hveiju geta þeir ekki náð víðtækri samvinnu fyrirtækj- anna sjálfra? 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.