Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ V_ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 33 AÐSENDAR GREINAR Fjárfesting í útlöndum er öllum frjáls Arni Brynjólfsson TALIÐ er sjálfsagt að fyrirtæki og ein- staklingar, jafnvel líf- eyrissjóðir, fjárfesti er- lendis í mistryggum fyrirtækjum og bréf- um. - Þegar sömu aðil- ar fjárfesta heima verður að tryggja bak og fyrir, verðtryggja með hæstu vöxtum og helst með ríkisábyrgð. Um áhættufé til ný- framleiðslu er varla að ræða, þar á ríkið að blæða. Til þessa liggja ýmsar ástæður, t.d. vanmat á eigin getu og uppeldi við pólitíska fyrirgreiðsla úr sameiginlegum sjóðum. Við vilj- um ógjaman byija smátt, því er óþarfa áhætta tekin. - Það taka fáir mark á manni sem byijar í bíl- skúr. Verksmiðjurekstur í útlöndum Langt er síðan stofnaðar voru fiskréttaverksmiðjur í Bandaríkjun- um, helmingaskiptareglan gagn- vart SÍS var þá í fullu gildi og mótaðilinn var Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna (SH). Þarna hafa verið rekin myndarleg fyrirtæki mönnuð útlendingum. Um þetta leyti og til skamms tíma, mátti venjulegt fólk ekkert eiga í útlönd- um og mjög takmarkaðan gjald- eyri. Fróðlegt væri að vita, eftir öll þessi ár sem atvinnurekstur hefur verið stundaður þarna fyrir vestan og raunar um tíma í Bretlandi, hvaða ábata við höfum haft af þess- um rekstri. Okkur varðar þetta vegna þess að segja má að landinu hafi verið stjórnað í þágu þessa atvinnuvegar um áraraðir, genginu breytt til samræmis við þarfir sem reiknaðar eru út í höfuðstöðvum starfsgreinarinnar. Hvergi hefur safnast saman eins mikill auður í einni starfsgrein, mikið í ofíjárfest- ingum. og búinn bestu tækjum til veiða við strendur Ameríku, en fékk þar aldrei kvóta. Að þvi stóðu merkir fjárafla- menn, sem ekki athug- uðu fyrr en á fiskislóð var komið, hinum meg- in á hnettinum, að fisk máttu þeir ekki úr sjó draga. - Grandi hf. er með útgerð í Suður- Ameríku, sem lítið hef- ur heyrst af, en fróð- legt væri að heyra hveiju sú fjárfesting hefur skilað hingað heim til okkar, þar á meðal til Granda. Allt er betra í útlöndum Þetta eru í stuttu máli frásagnir af nokkrum fjárfestingum í útlönd- um sem raunar ber ekki mikið á, en væri fróðlegt að vita hvað hafá kostað og skilað. - Við erum hissa á að útlendingar skuli vera ófúsir til að fjárfesta „í okkar fagra landi, þar sem næg er orka og allt er svo hreint“. Við héldum að erlendir fjár- festar myndu verða í biðrðum þegar höftum var aflétt, en svo reyndist ekki vera. - Hvernig er hægt að búast við því að útlendingar fjár- festi hjá okkur þegar innlendir fjár- festar telja arðvænlegra að fjár- festa í vafasömum erlendum fyrir- tækjum? Verður nokkurn tíman líf- vænlegt í þessu landi ef áfram verð- ur allt betra í útlöndum, almenning- ur kaupir ódýrari vörur í verulegu íslensk fyrirtæki hrekj- ast úr landi vegna af- dalaháttar innfæddra, segir Arni Brynjólfs- son, og erlendum fyrir- tækjum settir afarkostir. Erlend útgerðarævintýri SH kaupir ásamt indverskum tvo togara til veiða við Indland þrátt fyrir matgtugginn taprekstur í sjáv- arútvegi, samdrátt og niðurskurð. Þessi fjárráð benda til góðrar af- komu hjá SH og raunar má segja að sífelld skjpakaup, breytingar og kaup á dýrustu tækjum, beri ekki vott um eins slæma afkomu útvegs og sagt er. - Af kaupum Utgerðar- félags Akureyringa á meirihluta í þýsku útgerðarfélagi mætti þó draga einhvern lærdóm, en þar virð- ist hafa verið lagt í fjárfestingu þrátt fyrir óhagstæða þýska kjara- samninga og umdeild íslensk lög um landanir erlendra skipa. Hver skyldi arðsemi þessara ijárfestingar verða? Við drúpum höfði þegar Samheiji hf. kaupir færeyska frystitogaraútgerð og rekur í Fær- eyjum. Flotkví á Akureyri Nú er búið að fjárfesta í fljót- andi þurrkví sem smíða á í Litháen og er þar um talsvert málmmann- virki að ræða, sem auka á atvinnu- möguleika á Akureyri. Sú spurning vaknar hvort ekki,mætti smíða þetta hér heima, jafnvel þótt það yrði eitthvað dýrara, eða er málm- iðnaðinum ekki treyst? Kaupin eru gerð a.m.k. að hluta fyrir almanna- fé og skattgreiðendur eiga því rétt á skilmerkilegu svari, heiðarlegu og án allra hagsmunatengsla við seljendur eða kaupendur. - Því má ekki gefa upp verðið? Útgerð í Ameríku magni í erlendum verslunum, út- lendar vörur seljast betur, nánast öll skip eru byggð eða þeim breytt í útlöndum. - íslensk fyrirtæki hrekjast úr landi vegna afdalahátt- ar innfæddra og erlendum fyrir- tækjum eru settir afarkostir. „Menntun menntunar- innar vegna“ Við spyijum: Hvað er að? - Því er ekki auðsvarað, líklega má því um kenna að við höfum lengi verið í fjötrum forsjárhyggju, sem hentað hefur vel þeim öflum sem hér ráða, fátt hefur mátt gera nema að fengnu leyfí yfírvalda og þá helst í skjóli flokka eða fjölskyldna. Þeg- ar loks sér rofa til í myrkri ofstjórn- ar fá hemjulítil fijálshyggjuöfl byr undir báða vængi og þá fer að halla á hina hliðina. Hagtölur verða æðri mannlegum viðhorfum. - Við eyð- um óhemju fé í að mennta þjóðina og er það vel, en spurning er hve arðsöm þessi menntun hefur verið, hve vel hún hefur nýst til frum- þarfa þjóðarinnar. Sú var tíðin að skólamenn vildu ekki viðurkenna beint samhengi á milli menntunar og þarfa atvinnulífsins, en nú hrópa þeir sömu: „Meiri tengsl milli at- vinnulífs og skóla, meira fé til rann- sókna“. Fáir benda á í hveiju þetta á að felast eða hvað eigi að rann- saka. - Fjárfestingar í útlöndum leysa engan vanda, þær geta svalað gróðafíkn, en íslensk framleiðsla verður alltaf grundvöllur velmegun- ar, hjá því verður ekki komist, en hana þarf að vera hægt að selja. Þótt nokkuð sé um liðið minn- umst við togarans sem keyptur var Höfundur er framkvæmdastjóri Verktaknvals. - Ijomandi gatt mm mBBM Jólabaksturinn veröur að ánægjustundum meö góöu hráefni. Ljóma smjörliki fæst nu í sérstökum jólapakkningum, ^ tvö stykki i pakka. MeÖ Ljóma jólapakkningu gefst þér tækifæri til að taka þatt i auðveldri getraun VINNINGARNIR ERU harðduglegar UClKJLdlLiCiijjZOiJtli ^ hrærivélar, liprar eldhúsvegir, RSai ~ Sodastream-tæki og ávaxtasafar w ) i litravis. Dregið verður daglega a Bylgjunni fra ^ ^ ^ desember og 3 n°fn vinningshafa <m birt jafnoðum 1 DV. Gleðileg jáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.