Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR/PRÓFKJÖR Að semja sér í UNDANFARIÐ hefur umræðan um ESB farið vaxandi í þjóðfélag- inu. Þar veldur mestu um væntan- leg innganga hinna Norðurlanda- ríkjanna í Evrópusambandið. Há- værar raddir eru uppi um nauðsyn þess að við sækjum þegar í stað um inngöngu í sambandið, annars muni illa fara fyrir okkur. Ég verð að játa að ég hef tals- verðar efasemdir um ágæti ESB, svo og nauðsyn þess að við sækjum þegar um aðild þar. Kemur þar margt til. Áður en jafn afdrifarík ákvörðun er tekin þarf að meta hlutlægt kosti og galla aðildarinn- ar, þ.e.a.s. hvað þurfum við að láta af hendi, og hvað fáum við í staðinn. Lítum fyrst á hvað við verðum væntanlega að láta af hendi til að fá fulla aðild að sambandinu. Tals- menn aðildar okkar hafa bent á samninginn um sjávarútvegsmál sem Norðmenn hafa nýlega gert, og ýmsum þykir einn ágætasti samningur sem gerður hefur verið í samanlagðri veraldarsögunni. Nýlega kom fram í fréttum Rík- isútvarpsins að breskir sérfræð- ingar um hafréttarmál telja, þrátt fyrir þennan stórgóða samning Norðmanna, að ef Norðmenn sam- þykkja aðild í þjóðaratkvæða- greiðslunni muni Norðmenn sjálfír einungis hafa fullt og óskorað vald yfir 12 mílum af núverandi landhelgi sinni, þar sem ESB við- urkennir einungis 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Þetta þýðir í raun að aðrar þjóðir í sambandinu munu fá fullan aðgang að þeim fiskimið- um Norðmanna, sem liggja milli 12 og 200 mílna í núverandi land- helgi þeirra, eftir að fimm ára umsömdum aðlögunartíma lýkur. Eftir þessi fimm ár verður sókn í núverandi norska fisk- veiðilögsögu stjórnað frá Brussel. Ég skal fúslega játa að hvað þetta varðar hef ég töluverða trú á að bresku hafréttarsér- fræðingarnir viti hvað þeir eru að fjalla um. Og nú eru Spánverj- ar og Portúgalir að hóta að koma í veg fyrir formlega inn- göngu Svía í samfélag „útvalinna" verði ekki aðganga spænskra og portúgalskra að fiski- miðum hinna ESB- þjóðanna stóraukin. Þá er rétt að nefna að eftir þjóð- aratkvæðagreiðsluna í Finnlandi viðurkenndu þarlendir ráðamenn að aðild Finna að ESB þýddi í raun að 65% finnskra bænda myndu fara á hausinn á næstu árum, og allur finnskur matvæla- iðnaður muni leggjast af. íslenskir bændur hafa sl. áratug gengið í gegnum geysilegt samdráttar- og erfiðleikaskeið. Mér er þess vegna til efs að þeim veitist léttar en Finnum að standa af sér holskeflu óhefts matvælainnflutnings. Ein röksemd talsmanna aðildar- innar er að við munum einangrast ef við stöndum utan við samband- ið; við munum ekki geta komið framleiðsluvörum okkar í verð án þess að greiða háa tolla inn á þenn- an sameiginlega markað. Hvað þetta varðar er rétt að benda á að til eru fleiri markaðir en ESB- markaðurinn. Nægir í því sam- bandi að benda á Norður- og Suð- ur-Ameríku, Japan og Suðaustur- Asíu. Þá hefur því verið haldið fram að íslenskur iðnaður muni fara að blómstra við óheftan aðgang að ESB-markaðinum. Hvað það varðar vil ég minna á að ámóta rök- semdum var haldið til húns þegar væntanleg- ur EFTA-markaður var lofsunginn sem mest hérna um árið. Hvemig væri að spyrja iðnverkafólkið og iðn- aðarmennina, sem störfuðu við útflutn- ingsiðnaðinn á þeirri tíð, hver sé þeirra reynsla af efnahags- bandalögum? Meginkosturinn við aðild er sá að öll verslun okkar við ESB-ríkin verður mun auðveldari en nú er, tollar falla niður og viðskipti milli landa verða mun greiðari en nú er. Mergurinn málsins er að engri stétt mun skína eins mikið gott af aðild okkar að ESB og versl- unarstéttinni. Sem fyrrverandi trúnaðarmaður í VR vil ég veg verslunarstéttarinnar sem mestan. Ég vil þó gjarnan benda á að til þess að fyrmm félagar mínir í verslunarstéttinni njóti góðs af ESB-aðildinni til frambúðar, þá þurfa að vera til staðar verðmæti sem hægt er að versla með. Raun- verðmæti verða ekki til í bönkum' eða verðbréfafyrirtækjum. Verð- mætin sem við byggjum á verða til í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Með þessum orðum er ég ekki að varpa neinni rýrð á þá sem fást við þjónustustörf í landinu; aðeins að benda á að sjávarútveg- urinn, landbúnaðurinn og iðnaður- inn verða að búa við vænleg skil- yrði svo að verslun og önnur þjón- Ágúst Sigurðsson hag íslenskir bændur þola aðild að Evrópusam- bandinu engu betur en finnskir, að mati Agústs Sigurðssonar, sem segir finnska ráða- menn gera ráð fyrir að 65% bænda fari á haus- inn á næstu árum. ustustarfsemi í landinu megi blómgast. Því hefur verið haldið fram að engin stétt muni njóta ESB-aðildar í jafn ríkum mæli og íslenskir bændur ef af yrði, hér sé um að ræða jaðarsvæði og þess vegna yrðu styrkirnir sem í okkar hlut falla veruleg búbót. Að óbreyttu held ég að þetta sé rétt. í þessu sambandi er þó rétt að hafa í húga að forráðamenn ESB leita nú með logandi ljósi að leiðum til að losna við að niðurgreiða landbúnaðar- vörur á sambandssvæðinu. Þar kemur margt til. Má þar nefna að gífurleg offramleiðsla varð á vínum, m.a í Frakklandi á liðnu sumri, það mikil að víni þessu var hellt niður svo mörgum tugum milljóna lítra skipti. Geysilegum ijárhæðum var varið til niður- greiðslna á þessu víni, fjárhæðum sem runnu úr sameiginlegum sjóð- um ESB. Þá er rétt að minna á að tals- menn ESB hafa lýst því yfir að sambandið stefni að frekari land- vinningum í austurátt. I þeirri átt- inni eru fyrrum kommúnistaríki, og í þeim ríkjum flestum er nú ríkjandi efnahagslegt öngþveiti svo vægt sé til orða tekið. Til þess að þessi ríki geti orðið vænlegt markaðssvæði fyrir ESB þarf að koma til verulegur efnahagslegur stuðningur, og þegar að því kemur að raða verkefnum í forgangsröð hjá ESB þá óttast ég að hvað sem öllum „jaðarsvæðum" líður verði hagsmunum 260 þúsund íslend- inga fórnað fyrir vonina um veru- legan ábata í Austur-Evrópu síðar meir. Líka má á það minna að sagan endurtekur sig. Síðastliðin þúsund ár hafa verið stofnuð þó nokkur Evrópusambönd, reyndar misjafn- lega yfirgripsmikil. Öll hafa þessi sambönd átt það sammerkt að standa tiltölulega skamman tíma. Endalok þeirra hafa yfirleitt verið hávaðasöm og afdrifarík, oft fyrir þá sem síst skyldi, og er óþarft að rekja þann feril frekar. Vera má að eftir lestur greinar- korns þessa álíti menn að ég telji aðild íslands að ESB alveg fráleita um alla framtíð. Svo er ekki. Auð- vitað geta kringumstæður breyst. Svo kann að fara að aðild íslands geti orðið fýsilegur kostur, jafnvel knýjandi nauðsyn. Þegar, og ef, að því kemur að sækja um aðild okkar að Evrópusambandinu, þá skulum við gera það á íslenskum forsendum, sameiginlegum for- sendum okkar allra. Samningur- inn, sem Norðmenn greiða senn atkvæði um, hentar hreint ekki okkar hagsmunum, og það eru einmitt íslenskir hagsmunir sem á að setja ofar öllu þegar ef til slíkra samninga kemur af okkar hálfu. Með íslenskri kveðju úr Húna- þingi. Höfundur er bóndi á Geitaskarði og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Hvernig' getum við skapað ný störf? ATVINNULEYSI var ekki til hér á landi svo að neinu nam fyrr en ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Al- þýðuflokks tók við stjórnartaumunum fyr- ir tæpum fjórum árum. Á síðustu mánuðum hefur það heldur minnkað, en hætt er við að það muni aukast á ný þegar líður á vet- urinn. Það sem skiptir okk- ur öll mestu máli er að hafa vinnu og unga fólkið sem er að ljúka skólanámi verður að hafa það á tilfinningunni að það sé þörf fyrir starfskrafta þess í þjóðfélaginu, að það sé beðið eftir því til að taka þátt í verðmæta- sköpuninni. Byrjun í skólanum Skólinn gegnir mikilvægu hlut- verki, hvort heldur er leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli eða háskóli. Það er hins vegar verðugt umhugsunarefni fyrir foreldra, kennara og stjórnmálamenn hvort við gerum nóg í því að ýta undir sköpunargleði bama og ung- menna þannig að hæfileikar þeirra komi í ijós og nýtist eins og best verður á kosið. Það hefur vakið athygli að fámennur gmnn- skóli í Mýrdal hefur undanfarin ár átt nemendur sem hafa skarað framúr í nýsköpun og hafa hlotið sérstaka viðurkenn- ingu á því sviði. Mér er kunnugt um að í þeim skóla er sérstök áhersla lögð á að nem- endur finni sjálfir hug- myndirnar, sem þeir svo sjálfir vinna úr, hvort heldur er í bók- eða verknámi. Nýtum mannauðinn Mörg störf eru þannig að litla sem enga hugsun þarf til þess að framkvæma þau. Þannig störf eru ekki hvetjandi fyrir fólk, þegar til lengri tíma er litið. Stórfyrirtæki erlend- is sem vilja nýta mannauðinn hafa fundið leið sem hefur gefið góða raun. Starfsfólkið er beðið að koma með hugmyndir um það, hvað mætti bæta í fyrirtækinu til þess að gera vöruna þróaðri og eftirsóknarverðari. Ótrúlegur árangur hefur náðst á þessu sviði í sumum fyrirtækjum. Á meðan hafa önnur framleiðslufyrirtæki staðnað. Þannig vinnubrögð hljóta að auka áhuga starfsmanna og bæta árangur fyrirtækisins. Vinnu fyrir aiia Það hlýtur að vera forgangsmál í þjóðfélaginu að allir geti haft vinnu og séð sér og sínum far- borða. Að vera atvinnulaus lengri eða skemmri tíma brýtur hvern mann niður andlega. Tryggjum atvinnulaus- um nokkurra tíma vinnu á dag, segir Unnur Stefánsdóttir, og vill að þeir haldi bótum þrátt fyrir þ^ð vinnu- framlag. Mín skoðun er sú að við eigum að kanna nýjar leiðir í þessum efnum. Ein leiðin væri sú að tryggja atvinnulausum nokkurra tíma vinnu dag hvern þannig að þeir finni sig þátttakendur í at- vinnulífinu. Þrátt fyrir þetta vinnuframlag myndu þeir halda atvinnuleysisbótum. Þetta gæti í mörgum tilfellum hjálpað fólki til þess að komast fyrr í launavinnu. Þessa hugmynd er breski Verka- mannaflokkurinn að viðra við sína umbjóðendur og þykir framsækn- asta tillaga sem komið hefur fram í Bretlandi á þessum sviðum í áraraðir. Hvers vegna ættum við ekki að taka hana upp hér, ef það gæti tryggt manneskjulegra og ánægjulegra samfélag? Höfundur er leikskólakennari og tekur þátt í prófkjöri framsóknarmanna á Reykjanesi. Unnur Stefánsdóttir Ungt fólk í fyrirrúmi ATVINNUMÁL verða án efa stærsta kosninga- málið fyrir alþingiskosn- ingarnar í vor. Það að hafa atvinnu er í hugum flestra ef ekki allra ís- lendinga lífsnauðsyn. Án atvinnu er hver maður bjargarlaus eða því sem næstv Atvinnuleysisbæt- ur á íslandi eru skamm- arlega lágar, það lágar að ekki er nokkur leið að lifa af þeim. Á þeirri forsendu segi ég að at- vinnulaus maður er bjargarlaus maður. ís- land er fámennt land þar sem atvinnuleysi á ekki að þekkjast. Því segi ég „útrýmum atvinnuleysi". Það verður ekki auð- velt eftir þá stöðu sem Sjálfstæðis- Stjórnvöld á íslandi, segir Anna Margrét Valgeirsdóttir, verða að hafa fólk í fyrirrúmi. flokkur og Alþýðuflokkur eru búnir að koma okkur í, en það er eina raun- hæfa markmiðið sem stjórnvöld framtíðarinnar geta sett sér. Mark- aðshyggja frjálshyggjuflokkanna er ekki svarið til að hér þrífist heilbrigð þjóð, forsjárhyggja ríkisvaldsins yfir öllum þáttuin er ekki heldur það rétta. Það er hins vegar stjómvalda að skapa heilbrigt umhverfí til að heilbrigð atvinnustarfsemi geti þrif- ist. En það er ekki nægjanlegt að atvinnulífið sé heilbrigt, einstakling- arnir sem standa á bak við fyrirtækin, hvort sem er verið að tala um stjórnendur eða verka- fólk, verða líka að lifa við heilbrigðar aðstæður. Skilyrðin sem almenn- ingi hafa verið sköpuð hér undanfafin ár eru ekki til þess fallin að fólkið sem byggir landið geti liðið vel. Maður sem er þjakaður af áhyggjum yfir því hvort hann missi eigur sínar næstu mán- aðamót eða hvort hann geti fleytt sér enn ein mánaðamótin líður ekki vel. Manni sem þegar hefur misst eigur sínar og veit ekki hver náttstaður hans verður um næstu mánaðamót líður heldur ekki vel því hann er þjakaður af áhyggj- um, áhyggjum af því hvað framtíðin ber í skauti sér. Þessari mynd verður að breyta. Stjórnvöld á íslandi verða ávallt að hafa fólk 5 fyrirrúmi. Frjáls- hyggjuflokkarnir eru ekki Iíklegir til þess. Það umhverfi sem verður mót- að á íslandi á næstu árum er það umhverfi sem ég og mín kynslóð eig- um eftir að lifa við næstu 50 árin. Því hlýtur það að vera krafa okkar unga fólksins að eiga fulltrúa ofar- lega á listum stjómmálaflokkanna fyrir næstu alþingiskosningar. Það erum við sem eigum að erfa landið. Veljum ungt fólk til forystu því það er okkar mál hvemig ísland lítur út næstu 50 árin. Höfundur er húsmóðir og tekur þátt í prófkjöri Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum. Anna Margrét Valgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.