Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gréta Gunn- hildur Sigurð- ardóttir var fædd í Ytri-Skógum i Kol- beinsstaðahreppi 1. september 1907. Hún lést á Akra- nesspítala að morgni 7. nóvem- ber síðastliðinn. Gréta var dóttir hjónanna Guðrún- ar Guðjónsdóttur og Sigurðar Þórð- arsonar, síðar bónda í Skálanesi. Börn þeirra hjóna voru Þórður, Guðný, Ólöf Sig- ríður sem ung'lést úr berklum, Gréta Gunnhildur og Lilja sem nú er ein lifandi af systkina- hópnum. Hálfsystkini í föður- ætt eru Eiríkur sem er látinn fyrir nokkrum árum, Anna Guðrún, Ólafur, Jósef og Ólöf Sigríður. Afar kært var alltaf milli Grétu og hálfsystkina hennar. Guðrún lést árið 1912 og leystist þá heimilið upp. Börnunum var komið í fóstur hjá vinum og vandamönnum. MIG langar að minnast hennar Grétu frænku minnar sem nú er horfín frá okkur. Fæstir þekktu þann stórbrotna persónuleika sem þessi kona bjó , yfír. Hún flíkaði ekki tilfínningum sínum eða þeim hæfíleikum sem hún bjó yfír. Hún var hæglát kona, sást aldrei flýta sér en hvergi voru þó óunnin verk í hennar nánasta umhverfí. Áður en heyvinnuvélamar komu var allur heyskapur unninn með orfi og ljá, snúið og rakað með hrífum. Á þess- um tíma vann Gréta jafnt inni sem úti á túni og öll störf leýsti hún jafn vel af hendi. Það var eins og ekkert gæti haggað þessari vinnu- sömu konu. Gréta var mjög skemmtileg kona. Hún bjó yfír sérstakri kímnigáfu og hló svo dillandi hlátri að þeir sem f návist hennar voru smituðust ósjálfrátt af. Hún bjó líka yfir mik- illi alvöru, var mjög tilfinninganæm og fann til með þeim sem áttu um sárt að binda á einn eða annan hátt hvort sem um var að ræða Þórður og Ólöf fóru til Elínar Þórðar- dóttur föðursystur þeirra og manns hennar Guðlaugs Jónssonar að Selj- um í Hraunhreppi á Mýrum. Þá var Gréta búin að vera þar um eins árs skeið. Hjá þeim El- inu og Guðlaugi að Seljum ólst Gréta upp og var þar allt þar til hún gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Guð- mund Óskar Helgason í Hólma- koti, þar sem þau bjuggu. Börn þeirra eru Sigrún og Helgi. Sigrún býr í Grindavík með sambýlismanni sínum Karli Júl- íussyni og eiga þau þrjá syni. Helgi býr í Hólmakoti ásamt konu sinni Sjöfn Ingu Kristins- dóttur og eiga þau fimm böm. Þá á Sjöfn þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Gréta var jarð- sungin frá Akrakirkju laugar- daginn 12. nóvember síðastlið- inn. menn eða málleysingja. Gréta var sönn bóndakona. Hún fylgdist vel með veðurfari í öllum landshlutum og hafði mikla samúð með þeim bændum sem áttu í erfíðleikum með að ná inn heyi vegna óþurrka, hvar á landinu sem þeir bjuggu. Gréta var snillingur að elda góð- an mat og þótt ekki væri mikið til að kryddi og ýmsu öðru sem við notuð til matargerðar í dag var maturinn hjá Grétu sérstaklega bragðgóður. Það muna vel þeir unglingar sem voru hjá þeim hjón- um á sumrin. Ég hef oft fengið að heyra það hjá Steina syni mínum, sem var þar í mörg sumur, að ég geti ekki búið til eins góðan mat og Gréta svo ekki sé talað um brauðið hennar Grétu. Þau hjónin, Gréta og Mundi, höfðu mikla ánægju af að taka á móti gestum og fá í ieiðinni fréttir úr sveitinni eða af ættingjum og vinum í Reylqavík. Mikill samgang- ur var milli bæjanna Hólmakots og Skálaness. Þær systur, Gréta og Anna móðir mín, voru mjög sam- rýmdar og oft hlegið dátt þegar þær heimsóttu hvor aðra. Fólkið á þess- um bæjum var eins og ein stór íjöl- skylda enda skyldkeikinn mikill þar sem Þorsteinn faðir minn og Mundi voru bræður. Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur voru ekki ófáar ferðirnar upp í Hólmakot og alltaf voru þær jafn spennandi. Það var alltaf eins og að koma heim. Gréta var mjög tón- elsk og hafði sérstakt yndi af fal- legri harmoníkutónlist. Hún átti litla harmoníku þegar hún var ung stúlka á Seljum og spilaði þá gjam- an fyrir ferðafólk sem beið eftir að komast yfir í Hjörsey. Gréta var mikill dýravinur og kom það sér oft vel við sauðburðinn þar sem hún hafði gott lag á að hjálpa þeim ám sem áttu í erfiðleik- um með að bera. Eins að koma lífi í lömb sem höfðu ofkælst, þá sást það vel hvað hún gladdist þegar vel tókst til. Fyrir um þrem árum var ég um vikutíma í Hólmakoti hjá Grétu og Munda. Ég er afar þakklát fyrir þennan tíma. Þegar Gréta var búin að fá sér miðdegisblund tók hún upp öskju með gömlum söngtextum og söng fyrir mig bæði af blaði og eins það sem hún kallaði Skógarlög- in. Þótt ótrúlegt kunni að virðast eru það lög og textar sem hún lærði í Skógum fyrir fjögurra ára aldur þegar foreldrar þeirra systkina sungu fyrir þau í rökkrinu. Þessari viku mun ég aldrei gleyma og er ég afar þakklát fyrir allt sem hún sagði mér þessa daga og það traust sem hún sýndi mér. Gréta var búin að vera mikill sjúklingur síðustu ár og lagðist inn á Akranesspítala í sumar. Ég efa ekki að það hefur verið hugsað vel um hana þar af því öndvegisfólki sem þar vinnur. Hún gaf upp and- ann að morgni 7. nóvember, eins hægt og hljótt og allt hennar líf var. Nú er hún horfín á vit feðra sinna og systur sem hún syrgði svo sárt þegar hún var unglingur og gleymdi aldrei. Elsku Gréta mín, við sem þekkt- um þig svo vel geymum minningu þína í hjörtum okkar. Á kveðjustund fær huggað heilög trú itt himinljós nú aftur skín í heiði. bústað drottins björt þú skartar nú sem blómguð grein á lifsins æðsta meiði. (Ókunnur höf.) Helga María Þorsteinsdóttir frá Skálanesi. GRETA GUNNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR ÖRNREYNIR LEVISSON + Örn Reynir Le- visson fæddist í Reykjavík 11. febr- úar 1933. Hann lést á Vífilsstöðum 14. nóvember síðstlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Guð- mundsdóttir og Sig- tryggur Levi Agn- arsson frá Fremsta- gili i Langadal í A-Húnavatnssýslu. Bróðir Reynis sam- mæðra er Karl Sævar Benedikts- son. Systkini hans samfeðra _ eru Brynhildur, Svana og Ómar. Reynir kvæntist Rögnu Valdimarsdóttur, Hafnarfirði, 1978. Fyrir hjónaband átti hann tvær dætur, Björgu og Kristínu. Útför Reynis fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. ÖRN Reynir Levisson fluttist eins árs gamall til Stykkishólms, til ömmu sinnar Olavíu Hjálmrósar Ólafsdóttur og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Þá fór hann til móður- innar sem bjó í Danmörku og það- an fluttu þau til Tangier í Afríku. Hjá móður sinni dvaldi Reynir ungl- ingsárin. Er móðir og stjúpi fluttu til Kalifomíu fór Reynir heim til Stykk- ishólms. Hann fór snemma að vinna og kaus hann sjóinn sem margir ungir menn gerðu í þann tíð. Þegar hann hætti sjómennsku fór hann til Pósts og síma og var þar flokksstjóri, sem sá er kallaður er fór með menn til sí- malagna vítt um land- ið. Hjónaband Reynis og Rögnu Valdimars- dóttur mikillar sóma- konu, og þeirra sambúð öll var hans mesta gæfa að hann tjáði mér. Ragna missti fyrri mann sinn í sjóslysi frá stórum bamahóþi og barðist ein og kom þeim öllum til manns. Hún getur nú litið stolt yfír hópinn. Dætrum sínum Björgu og Kristínu unni Reynir mikið. Þær eru ekki sammæðra og varð hann að láta þær frá sér ungar. Reynir naut aldrei samvista við föður sinn, Sigtrygg Levi Agnars- son, mun einu sinni hafa talað við hann. Ég kynntist Reyni fyrst eftir lát föður hans og man ég enn hvað ég var hissa er ég sá hvað taktar og allt fas var líkt hans, sem og föðurbræðra. Reynir var gleðskaparmaður öll sín unglingsár og minntist þeirra oft í góðum hópi. Hann var verka- lýðssinni í skoðunum og róttækur á köflum, eins og hann átti ætt til. Hann var vandaður og dreng- lundaður. Reynir var lengi starfsmaður Olís í Garðabæ eða þar. til heilsan brast fyrir nokkrum ámm. Hann barðist mikið við heilsuleysi, bæði sitt og Rögnu, en þrátt fyrir erfíð- leika voru þau alltaf hress í við- móti og ánægð. Þau ferðuðust mik- ið og dvöldu erlendis á vetrum. Þegar ég kveð minn ágæta mág, Reyni, verður mér hugsað til okkar fyrstu kynna, er kona mín sá hann í fyrsta sinn kominn um þrítugt. Þau stóðu bæði skrítin á svip, enda nær jafngömul. Það tókst með þeim vinátta, að betri þekki ég ekki milli systkina, sem ekk'i vissu mikið hvort af öðru fyrr. Ég bið þér guðs blessunar, Reyn- ir minn, og ég veit að þeir upp- skera er sá. Það verður vel á móti þér tekið. Guð veiti ykkur styrk, Ragna mín og Valdimar, sem honum voruð svo kær. Brynhildur, Ómar og Pálmi. ERFIDRYKKJUR cáSb P. ERLAN sírni 620200 t Móðir okkar, INGVELDUR EYJÓLFSDÓTTIR, Hátúni 12, Vík í Mýrdal, lést á heimili sínu að kvöldi 28. nóvember. Dætur hinnar látnu. t Ástkær eiginmaður minn, L. MAC GREGOR, Jacksonville, Flórída, lést 17. nóvember sl. Helga S. Eysteinsdóttir Mac Gregor. t HERTHA W. GUÐMUNDSSON, ísólfsskála, Grindavík, lést í Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 22. nóvember. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Eyrún Jónsdóttir, Stefán Stefánsson, Agnes Jónsdóttir, Jón Ólafsson. t Hjartkær eiginmaður minn, SIGMUNDUR INGIMUNDARSON, Heiðargerði 24, Akranesi, lést að kvöldi 22. nóvember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sæunn Árnadóttir. t Ástkær faðir okkar, ÞORBERGUR BJARNASON, Hraunbæ, Álftaveri, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, 22. nóvember. Börn hins látna. t Elskuleg systir okkar og mágkona, BIRNA MELSTED, Holstebro, Danmörku, er látin. Bálför hefur farið fram. Páll Melsted, Elsa S. Melsted, Gunnar Melsted, Unnur E. Melsted. t Kær frænka okkar, RAGNHEIÐUR DÓROTHEA EVERTSDÓTTIR, Drápuhlíð 35, andaðist á heimili sínu 15. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakklæti til frændfólks og vina fyrir auðsýnda samúð. Gunnhildur Ólafsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir. t Bróðir okkar, ' ÞÓRÐURRAGNARSSON vélstjóri, Hólavallagötu 13, lést 21. nóvember sl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Ragnarsdóttir, Birgir Ragnarsson, Ragnar Þ. Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.