Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 47 I DAG BRIDS U m s j « n (■ u ð m . I’ á 11 Arnarson SVEIT Tryggingamið- stöðvarinnar varð bikar- meistari um síðustu helgi eftir yfirburðasigur á sveit Ragnars Torfa Jónassonar frá ísafirði í úrslitaleik. Ragnar og félagar gáfu leikinn eftir þijár lotur, enda var staðan vonlaus, 164 IMPar gegn 50. í und- anúrslitum hafði sveit TM lagt Gími að velli, en Ragn- ar Torfí og félagar unnu sveit S. Ármanns Magnús- sonar í geysispennandi við- ureign. Isfírðingarnir ungu mega vera stoltir af árangri sínum, þótt illa hafi gengið í úrslitaleiknum. Spil 44, Vestur gefur; NS á hættu: Norður ♦ D74 V 1085 ♦ G109752 ♦ 6 Vestur ♦ K10 V D9643 ♦ Á ♦ ÁKG85 Austur ♦ Á865 ▼ Á7 ♦ KD6 ♦ 10942 Suður ♦ G932 V KG2 ♦ 843 ♦ D73 Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson héldu á spilum AV í opna salnum gegn Ragnari Torfa og Tryggva Ingasyni í NS. Vaiur opnaði á sterku laufi í vestur og Sigurður sýndi jafna skiptingu og 8-13 punkta með svari á einu grandi. Valur sagði tvö hjörtu og síðan lá leiðin upp í sex lauf, en sú slemma byggist fyrst og fremst á því að fínna laufdrottning- una. Ragnar gerði sér grein fyrir þyí að leikurinn var tapaður og ákvað að skemmta sér og áhorfend- um svolítið í lokin. Hann doblaði! Sigurður lagðist þá undir feld og ákvað að breyta í sex grönd, enda bjóst hann við að Ragnar ætti 2-3 slagi á lauf. Tryggvi doblaði sex grönd og spilaði út tígli. Sigurður lá lengi yfir spilinu og reyndi að fínna einhveija skynsamlega skýringu á dobli Ragnars. Hann tók laufásinn. Þegar báðir fylgdu lit var ljóst að Ragnar var ekki að dobla á laufstyrk. Hvað þá? Kannski átti hann öll hjört- un sex sem úti voru, en þá gat hann séð af sögnum af Tryggvi ætti eyðu. Sigurður ákvað að spila upp á slíka legu. Þá var innkast í spaða eina vinningsvonin. Sigurð- ur ímyndaði sér að Ragnar ætti skiptinguna 3-4-3-1 og vonandi DGx í spaða eða a.m.k. Dxx. Hann fór heim á spaðaás og svínaði lauf- tíu. Tók síðan spaðakóng og tvo slagi á lauf og end- aði heima til að spila KD í tígli og spaða. Draumurinn var að Ragnar lenti inn á spaðadrottningu og ætti ekkert eftir með KG sjötta í hjarta. Veruleikinn var hins vegar allur annar og Sigurður endaði tvo niður. Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 32 ára kona með áhuga á tónlist, ferðalögum, o.fl.: Helena A. Sackey, P.O. Box 43, Old Meth-Road, Apam, Ghana, Africa. Árnað heilla ÁRA afmæli. Laug- ardaginn 26. nóvem- ber nk. verður sjötugur Hilmar Ó. Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Safa- mýri 89, Reykjavík. Eigin- kona hans er Valgerður Bjarnadóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Odd- fellowhúsinu, Vonarstræti 10 á morgun föstudag milli kl. 16 og 18. ber, verður sextug G. Erna Kristinsdóttir Kolbeins, iðnrekandi, Tjarnarbóli 15, Selljarnarnesi. Eigin- maður hennar er Eyjóifur E. Kolbeins. Þau hjónin bjóða ættingjum og vinum upp á veitingar á heimili sínu eftir kl. 18 á morgun, afmælisdaginn. r* /"vÁRA afmæli. Á Oymorguii, 25. nóvem- ber, verður sextugur Ólaf- ur Heiðar Jónsson, frá Gunnhildargerði, Hvas- saleiti 30, Reykjavík. Eig- inkona hans er Halldóra Hilmarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Sig- túni 9, 2. hæð kl. 19 á af- mælisdaginn. Ljósmyndastofa Kópavogs BRÚÐKAUP Gefín voru saman 29. október sl. í Frí- kirkjunni í Reykjavík af sr. Cecil Haraldssyni Sædís Kristjana Baldursdóttir og Ásgeir Kristján Guð- mundsson. Heimili þeirra er í Hrauntúni 51, Vest- mannaeyjum. Farsi STJÖRNUSPÁ BOGMAÐUR Afmælisbam dagsins: Þú ert stórhuga, ogþérlíðurvei þegar í nógu er að snúast. Hrútur (21.mars- 19.apríl) W* Gættu hófs í mat og diykk í dag. Þú kemst að mikil- vægri niðurstöðu í máli er varðar vinnuna. Grunur þinn reynist réttur. Naut (20. apríl - 20. maí) Félagar standa vel saman og njóta góðra samvista í dag. Láttu ekki dapran vin spilla góðri gleði þegar kvölda tekur. Tvíburar (21. ma! - 20. júní) Þú færð frábæra hugmynd í vinnunni í dag, en erfítt getur verið að afla áformum þínum tilskilins stuðnings starfsfélaga. Krabbi (21. júní — 22. júlí) HS8 Þú ert að íhuga kaup á dýr- um hlut, en gerðu ekkert sem þú sérð eftir síðar. Sam- band ástvina gæti vart verið betra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að særa ekki óvart tilfínningar ættingja í dag. Þú færð injög góða hugmynd varðandi umbætur á heimilinu. Meyja (23. ágúst - 22. september) 31 Ef eitthvað veldur þér áhyggjum ættir þú að ræða málið við fjölskylduna. Þér gefst tækifæri til að njóta frístundanna í kvöld. vög (23. sept. - 22. október) $$ Þú kaupir góðan hlut á út- sölu í dag og nýtur aðstoðar ættingja. í kvöld ertu með hugann við vandamál úr vinnunni. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur tilhneigingu til að vera með hugann við annað í stað þess að einbeita þér að því sem gera þarf í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú hættir ekki fyrr en þú finnur farsæla lausn á smá vandamáli heima í dag. Að því loknu gefst góður tími til að slappa af. Steingeit (22. des.-19.janúar) Eyddu ekki of miklu árdegis, því þú munt sjá eftir því. Góður vinur hvetur þig til dáða, og kvöldið hefur upp á margt að bjóða. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) dh Þú hikar við að eyða pening- um í hlut sem þér finnst of hátt verðlagður. Ástvinur þarfnast skilnings og um- hyggju í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'Sí Vertu ekki með óþarfa áhyggjur út af smá vanda- máli. Lausnin er í sjónmáli. Nýttu þér þau tækifæri sem bjóðast til skemmtunar. Stjömusþána á aó lesa sem dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Er lögheimili vðar rétt skráð íþjóðskrá? Nú er unnið að frá'.unn árib^r íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að loglv j nili sé rétt s.véð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lög- heimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarstakir, t.d vegna orlofs, vinnuferða ög veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú, að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyöublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá, Skuggasundi 3,150 Reykjavík, sími 91-609850, bréfasími 91-623312. • Word • PowerPoint • Access • Windows 3.1 • Excel • Novell 3.1x • QuarkXpress • WordPerfect • lllustrator • Visual Basic • AutoCad • Og tnargt fleira Kynningarverð frá kr. 4.980.- pr. námskeið. HHAGMP g44244 Kársnesbraut 106 • 200 Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.