Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 1
104SIÐURB/C/D tYttunfcinfeifr STOFNAÐ 1913 272. TBL. 82. ARG. SUNNUDAGUR 27. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jafn lokasprettur fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Evrópusambandið í Noregi Andstæðing- ar aðildar sigurvissir Ósló. Morgunblaðið. ANDSTÆÐINGAR aðildar Noregs að Evrópusambandinu voru sigur- vissir tveimur sólarhringum áður en þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild átti að hefjast. Niðurstöður skoðanakannana, sem birtar voru í gær, laugardag, sýna litla breytingu. Stuðningsmenn aðildar bæta lítið eitt við sig og eru rúmlega 47% þeirra, sem gert hafa upp hug sinn, þegar .tekið er meðaltal þriggja kannana. Andstæðingarnir eru tæplega 53%. Munurinn er þó innan skekkju- marka og í raun ómögulegt að spá hvorir hafa betur. Samkvæmt könnunum, sem gerðar voru meðal áhorfenda eftir sjónvarpskapp- ræður flokksleiðtoga á föstudags- kvöld, kom Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra bezt út úr umræðunum og meirihluti svar- enda taldi stuðningsmenn aðildar hafa komið boðskap sínum betur á framfæri. Hins vegar höfðu umræðurnar ekki afgerandi áhrif á hóp óákveðinna. Engar tryggingar fyrir EES Norska ríkissjónvarþið hafði á föstudag eftir Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðherra að ís- lendingar hefðu fengið tryggingar fyrir því frá ESB að innihaldi EES-samningsins yrði ekki breytt, jafnvel þótt ísland og Noregur yrðu ein eftir í Fríverzlunarsam- tökum Evrópu, EFTA. I gær bar Henning Christopher- sen, varaforseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, þetta til baka. Hann segir að eng- ar tryggingar hafi verið gefnar, og að Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórninni, sé sér sammála í því efni. Christophersen telur að samningurinn muni hafa takmark- aða þýðingu fyrir ísland og Noreg eftir að hin EFTA-löndin verða komin inn í ESB. ¦ Gróa gömul sár?/12 Innan skekkjumarka Reuter Daglegir bæna- fundir gegn ESB Ósló. Morgunblaðið. FRAMTÍÐ Noregs ræðst ekki af Evrópusambandinu (ESB), heldur blessun guðs, að sögn prests í óháðum söfnuði í Staf- angri sem hefur staðið fyrir bænasamkomum gegn ESB á hverjum morgni síðustu vikur. Aðild Norðmanna að Evrópu- sambandinu færir Norðmenn frá blessun guðs, að mati prestsins, Arnfinns Clementsens. „Kristið fólk kýs að heyja slíka baráttu með bænum og bænir okkar beinast ekki fyrst og fremst gegn Evrópusambandinu, hekl- ur biðjum við einkum fyrir Nor- egi. Þetta er ekki spurning um flokkapólitík, en við verðum að benda á það sem gengur í ber- högg við orð Drottins," segir presturinn. Ekki þörf á aflausn Clementsen telur aðild að Evrópusambandinu brjóta í bága við boðskap biblíunnar um sjálfstæði og frelsi. Hann segir hins vegar að þótt einhver úr söfnuðinum greiði atkvæði með aðildinni í þjóðaratkvæðinu á mor-gun þurfi hann ekki að óska 'eftir syndaaflausn hjá sér. KOMIÐ hefur verið upp mæli í Ósló sem sýnir stöðuna í skoðanakönnunum vegna þjóðaratkvæðis- ins um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu á morgun, mánudag. Eins og sjá má á myndinni voru andstæðingar ESB 55% samkvæmt könnun í einu dagblaðanna, en þegar tekið var meðaltal kannana í gær voru þeir tæp 53% og stuðningsmennirnir 47%. Munurinn var þó innan skekkjumarka. Bandarískir hermenn sendir til Adríahafs Washington, Sarajevo. Reutcr. BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í gær að senda 2.000 hermenn á þremur herskipum til Adríahafs vegna harðra bardaga í Bosníu. Serbneskar hersveitir, sem hafa sótt að Bihac-borg í norðvestur- hluta landsins, hættu árásum sín- um í gær og veittu stjórnarher- mönnum, sem verja borgina, frest til að gefast upp. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins lýsti ákvörðun- inni um að senda hermenn til Adríahafs sem „varúðarráðstöfun eingöngu". Hermennirnir hefðu ekki fengið fyrirmæli um að fara Serbar veita múslimum frest til að gefast upp til Bosníu eftir að þeir koma til Adríahafs á næstu dögum. Líklegt þykir að Bandaríkjastjórn vilji hafa hermennina til taks ef bjarga þyrfti friðargæsluliðum Samein- uðu þjóðanna eða áhöfnum her- þotna Atlantshafsbandalagsins (NATO). Serbnesku hersveitirnar í grennd við Bihac-borg áttu í gær yfir höfði sér loftárásir af hálfu NATO eftir að flugskeyti hafði verið skotið að herþotum banda- lagsins sem leituðu skotmarka í grennd við borgina á föstudag. Manojlo Milovanovic hershöfð- ingi, yfirmaður serbneska árásar- liðsins, krafðist þess að stjórnar- hermennirnir gæfust upp fyrír klukkan 19.00 í gær og hann lof- aði að ábyrgjast öryggi allra þeirra sem legðu niður vopn. Hann gaf til kynna að Serbar væru reiðu- búnir að elta stjórnarhermennma inn í Bihac-borg, þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi markað „griðasvæði" umhverfis hana. ÉGLÆT 10 KÍGAMIG z* m m m íp is 86 m s ii i« -mm m 13 m m iv !i ... ; .¦¦ HUGUR FYLGIR HENDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.