Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ GRO Harlem Brundtland og Anne Enger Lahnstein takast í hendur að loknum útvarpsumræðum. Munu fylkingarnar, sem þær leiða, geta sætzt eftir atkvæðagreiðsluna á morgun? GRÓA GÖMUL SÁR? Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun og greiða atkvæði um aðild lands síns að Evrópusambandinu, í annað sinn á 22 árum. Væntanlega verður afar mjótt á munum og enginn veit hver niðurstaðan verður. Ólafur Þ. Stephensen segir að kosningabaráttan hafí ýft upp gömul sár og klofið þjóðina. Ekki sér fyrir endann á þeim klofningi. ENGINN veit hver ' niður- staðan verður í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um Evrópusambandsaðild, sem fer fram í Noregi á morgun. Munurinn á fylkingum andstæðinga og stuðningsmanna aðildar í síðustu skoðanakönnunum er svo lítill að farið getur á hvom veginn sem er. Ekki er víst að úrslitin ráðist endan- lega fyrr en utankjörstaðaratkvæði hafa verið talin, sem gæti orðið undir morgun á þriðjudag. Engu að síður velta margir fyrir sér hvað geti haft úrslitaáhrif á útkomuna. Fréttaskýrendur benda á að í Austurríki, Finnlandi og Sví- þjóð hafi stuðningsmenn aðildar tekið sig á seinustu dagana fyrir atkvæðagreiðslu og margir búast við svipaðri þróun hér í Noregi. Hlutfall óákveðinna í skoðana- könnunum er nú komið niður í 10-15%. Flest bendir til að í óá- kveðna hópnum séu mun fleiri, sem hallast á já-hliðina. Sjónvarpsum- ræður flokksleiðtoganna á föstu- dagskvöld eru líklegar til að hafa haft úrslitaáhrif á þennan hóp. Kosningaþátttaka skiptir máli Kosningaþátttaka er hins vegar atriði, sem gæti breytt þeirri mynd, sem við blasir í skoðanakönnunum. Bernt Olav Aardal, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í kosningarannsóknum, segir að þrátt fyrir að Evrópusambandsaðild sé hitamál eigi hann ekki von á metkosningaþátttöku. í atkvæða- greiðslunni 1972, er Norðmenn greiddu atkvæði um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu, hafí þátt- takan verið um 79%, eða Qórum prósentustigum minni en í síðustu þingkosningum þar á undan. í sein- ustu þingkosningum hafí 75,8% greitt atkvæði, þannig að Aardal segist frekar eiga von á minni þátt- töku en 1972. Hveijir eru þá líklegastir til að sitja heima? Aardal segir að þar eigi ESB-andstæðingar við meiri vanda að glíma en fylgismenn. Fólk með litla menntun og lágar tekjur, sem skoðanakannanir hafi sýnt að sé að meiri- hluta andvígt ESB- aðild, sé líklegra til að kjósa ekki en hinir, sem hafa meiri menntun og hærri Iaun. Á móti þessu geti kom- ið að í dreifbýlinu, þar sem and- staða við aðild er yfirgnæfandi, sé auðveldara að ná til kjósenda og hvetja þá til að mæta á kjörstað. Það hafí haft úrslitaáhrif í atkvæða- greiðslunni 1972. Tilfinningaþrungin barátta Kosningabaráttan fyrir atkvæða- greiðsluna fyrir 22 árum þótti harð- vítug og tilfínningaþrungin. Kaei Kullman Five, sem til skamms tíma var formaður Hægriflokksins, sagði greinarhöfundi eitt sinn frá því að gamlar konur hefðu hrækt á sig þegar hún gekk eftir Karls Jóhanns- götu með já-merki í barminum nokkrum dögum fyrir kosningar. Bernt Aardal segir að sér virðist að kosningabaráttan hafí farið ró- legar af stað í þetta sinn. „En síð- ustu dagamir eru alltaf verstir," segir hann. Það hefur líka komið á daginn; líflátshótanir, bréf- sprengjusendingar og skemmdarverk hafa náð hámarki seinustu dagana. Eitthvað virtist þó sljákka í þeirri starfsemi eftir að leiðtogar Evrópuhreyfíng- arinnar og Nei við ESB gáfu út sameiginlega yfírlýsingu og hvöttu til þess að fólk færi að lýðræðisleg- um leikreglum. Kosningabaráttan er jafntilfinn- ingaþrungin og raun ber vitni vegna þess að deilumar um ESB magna upp þá klofningsþætti, sem fyrir eru í norsku samfélagi. Mörg göm- ul sár hafa verið ýfð upp. Sterk þjóðernishyggja Þjóðemishyggja Norðmanna hef- ur alltaf verið sterk. Minningamar um erlenda stjóm - sambandið við Danmörku og síðar Svíþjóð og hernám Þjóðveija - liggja mjög ofarlega í þjóðarsálinni. Ein af helztu röksemdum andstæðinga ESB er að fullveldinu, sem Norð- menn börðust fyrir og fengu árið 1905, verði fórnað með ESB-aðild. Anne Enger Lahnstein formaður Miðflokksins, sem fengið hefur við- umefnið nei-drottningin, hefur sagt að hin Norðurlöndin, sem gengið hafa í ESB, séu nú í raun ekki sjálf- stæð ríki lengur. „Við stöndum frammi fyrir vali á milli þess að vera sjálfstæ’tt ríki sem er nágranni stórveldis og verða fyrir áhrifum af því eða að verajaðarsvæði í þessu sama stórveldi,“ sagði hún í sjón- varpsumræðum á miðvikudags- kvöld.Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra segir að þessi hugs- unarháttur eigi ekki lengur við. „Það er rétt að áður en öld alþjóð- legs samstarfs hófst, til dæmis á seinustu öld, þegar stórveldin í Evr- ópu settu fullveldi sitt ofar réttindum lítilla landa, var Noregur beygður undir fullveldi annarra ríkja á Norð- urlöndum," segir hún. „En nú er árið 1994. Spumingin er: Á Noregur að draga sig út úr evrópsku sam- starfí? Það er slæm hugmynd og hefur ekkert með norska sögu að gera nema hvað það varðar að sá tími er liðinn, að stórveldi Evr- ópu þröngvi skoðunum sínum eða hagsmunum upp á minni ríki álfunnar. Hinn stór- kostlegi árangur samrunaþróunar- innar í Evrópu eftir seinna stríð er að stóm ríkin virða grundvallarregl- ur lýðræðisins og samþykkja að verða undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi Evrópusambandsins þegar litlu ríkin leggja saman krafta sína. Þetta er nýtt skref í uppbyggingu alþjóðlegs lýðræðiskerfís." Landshlutarígur Annar klofningsþáttur, sem ESB-aðildin magnar upp, er deil- urnar milli þéttbýlis og dreifbýlis. Á höfuðborgarsvæðinu annars veg- ar og í Norður- og Vestur-Noregi hins vegar em algerlega andstæðar skoðanir á ESB-aðild. Andstæðing- ar aðildar segja að aðild muni eyði- leggja ýmis megineinkenni norsks samfélags. „Noregur er harðbýlt land, en við höfum fundið leiðir til að nýta auðlindir þess og byggja það allt,“ segir Kristen Nygaard, formaður Nei við ESB. „Eftir seinna stríð ákváðum við að Noregi skyldi ekki hnigna með því að fólkið flytti allt á nokkur þéttbýlissvæði. Við vildum að Noregur yrði áfram lif- andi net lítilla samfélaga, sem hafa mikil samskipti sín á milli. Þess vegna verðum við að ráða yfír auð- iindum okkar.“ Verði aðild samþykkt á mánu- daginn, verður það að stómm hluta með atkvæðum þeirra, sem búa við Oslóarfjörðinn og horfa fremur suð- ur til hinna Evrópuríkjanna og tækifæranna, sem samstarf við þau gefur, til dæmis á stjórnmálasvið- inu, varðandi fjárfestingar í iðnaði og hagstæðara verðlag. Margir landsbyggðarmenn eiga erfítt með að sætta sig við að þéttbýlisbúarn- ir, sem þeir telja úr tengslum við veruleikann úti á landi, einkum hvað varðar landbúnað og sjávarút- veg, sem muni bíða tjón af ESB- aðild, ákveði hlutina fyrir þá. -Þessi landshlutarígur er megin- ástæðan fyrir því að Miðflokkurinn - gamli bændaflokkurinn - og Sósíalíski vinstriflokkurinn, sem einnig á miklu fylgi að fagna á landsbyggðinni, hyggjast ekki greiða aðildarsamningnum atkvæði sitt á stórþinginu ef aðild verður samþykkt með litlum meirihluta, sem byggist einvörðungu á stuðn- ingi nokkurra fylkja sunnanmanna. Þessu taka stuðningsmenn ESB afar illa og saka nei-flokkana um virðingarleysi fyrir lýðræðinu. A móti kerfinu * Þriðji klofningsþátturinn tengist andstöðu margra Norðmanna við „kerfið" og ráðastéttina í landinu. Bernt Aardal bendir á að nei-mönnum hafi tekizt vel að útmála já-fólkið sem fulltrúa valdakerfísins, sem sé að reyna að þröngva almenningi inn í Evrópusambandið. Inge Lönning, formaður Evrópu- hreyfingarinnar, viðurkennir að þarna sé á brattann að sækja. „Norðmenn eru mótmælendur, í margvíslegum skilningi þess orðs,“ segir hann. „Það hefur alltaf verið auðveldara að skipuleggja herferðir á móti hinu og þessu í Noregi held- ur en með einhveiju," segir hann. Lönning hafnar því hins vegar algerlega að stuðningsmenn ESB Náttúruauð- lindirnar fara ekki neitt Sættir takast fyrr ef svarið verður nei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.