Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 13 Morgunblaðið/RAX ANDSTÆÐINGAR og fylgismenn aðildar hafa haft sig mikið í frammi síðustu daga. Hér hveija námsmenn til þess að aðild verði hafnað. séu fulltrúar valdastéttarinnar. Hann bendir á að háskólaprófessor- ar séu formenn bæði Evrópuhreyf- ingarinnar og Nei við ESB. Forystu- menn ESB-andstæðinga séu stjórn- málamenn, sem hafi haft atvinnu sína af stjórnmálum og séu alls ekki síður hluti af valdakerfinu en stuðningsmennirnir. En við þennan málflutning sé erfítt að ejga: „Ef menn segja fólkinu að þeir standi með því gegn hinum sameiginlega óvini, valdastéttinni, hafa þeir alltaf eitthvað upp úr því. Það eru mörg dæmi um slíkt í sögu Evrópu - ég þarf ekki að segja ykkur hver þau eru.“ Röksemdir ESB-andstæðinga um að ESB sé andsnúið lýðræði og þar séu ákvarðanir teknar í lokuðum fundarherbergjum ráðherraráðsins, hafa líka náð fótfestu víða. „Málið snýst um að varðveita lýðræðið, á sama tíma og mörgum Evrópubúum finnst að stjórnmálamennirnir séu að fjarlægjast þá og þeir séu hafð- ir útundan," segir John Dale, þing- maður Miðflokksins og einn helzti hugmyndafræðingur ESB-and- stæðinga. „Kannski mun óánægjan bijótast út í einhvers konar byltingu í Evrópu.“ Jan Petersen, formaður Hægri- flokksins, segir hins vegar: „Að því gefnu að alþjóðlegt samstarf sé nauðsynlegt - sem ég held að við séum öll sammála um - þá er ekk- ert lýðræðislegra form til á alþjóða- samstarfi en einmitt Evrópusam- bandið. Enginn getur sýnt fram á annað.“ Páfinn, dýrið og náð Guðs Ekki má gleyma trúmálunum, sem sett hafa svip sinn á norsk stjórnmál. Víða á landsbyggðinni eru þær röksemdir hafðar uppi gegn ESB-aðild að páfinn muni öðlast vald í Noregi með ESB-aðild og að ESB sé jafnvel hið illa í dulargervi, dýrið úr Opinberunarbókinni (þessi sjónarmið eru reyndar ekki sér- norsk og komu fram í lesendabréfi til Morgunblaðsins nýlega). Prestur nokkur í Norður-Noregi segir að Norðmenn muni glata náð Guðs, samþykki þeir aðild. Þessa dag- ana halda sumir söfn- uðir eldheitar bæna- samkundur, þar sem þeir biðja um að verða ekki leiddir í Evrópusambandið. Þetta eru ekki bara röksemdir sérvitringa. Anita Apelthun Sæle, þingmaður Kristilega þjóðarflokks- ins, sagði nýlega í blaðaviðtali: „Guð setti landamæri milli þjóð- anna.“ Þau landamæri vildi þing- maðurinn ekki þurrka út með inn- göngu í ESB. Inge Lönning, sem er guðfræði- prófessor við Oslóarháskóla, segist telja að röksemdin um vald páfans hafi verið mikilvæg árið 1972, en sé á undanhaldi. „Árið '1972 var Rómarsáttmálinn mikið í umræð- unni og það ruglaði sumt fólk, sem var á móti Rómarvaldinu," sagði Lönning í svari við spurningu Morg- unblaðsins. „En hin samkirkjulega þróun í Evrópu hefur breytt þessu. Flestir Norðmenn hafa séð og rætt við kaþólikka og átta sig á að þeir eru ekki mikið öðruvísi en við. Rök- semdir um dýrið, heimsendi og það allt eru erfiðari við að eiga. Þær eiga einkum hljómgrunn hjá ofsa- trúarsöfnuðum, sem hafa náð fót- festu hér á undanförnum árum.“ Trúmálaumræðunni tengjast röksemdir templara, sem óttast að ódýrt áfengi flæði yfir Noreg með ESB-aðild og hinna siðprúðu, sem telja að alls konar saurlifnaður muni færast í vöxt. „Þetta eru sjón- armið, sem hafa verið á undan- haldi, en virðast hafa magnazt upp í ESB-umræðunum,“ segir Bernt Aardal. Vinstrimenn vinna velferðarumræðuna Enn einn gamall og nýr klofn- ingsþáttur í norsku þjóðlífi, sem ESB-umræðan magnar nú upp, er milli vinstri- og hægrimanna, Vinstrimenn á nei-vængnum halda því gjarnan fram að velferðarkerfið muni bíða mikinn hnekki, gangi Noregur í ESB. Þær hömlur, sem aðildin setji norskum ríkisfjármál- um, muni hafa í för með sér niður- skurð kerfisins. Röksemd þeirra, sem styðja aðild að ESB, er hins vegar sú að aðildin tryggi hina efna- hagslegu undirstöðu velferðarkerf- isins. Paul Chaffey, talsmaður Sós- íalíska vinstriflokksins í utanríkis- málum, benti á það á fundi með erlendum blaðamönnum, að í raun hefðu vinstrimenn unnið mikinn sigur hvað þetta varðaði. „Takið eftir að hægrimennirnir, sem hafa viljað niðurskurð velferðarkerfisins, segja nú að við verðum að viðhalda því. Við erum hins vegar ósammála þeim um að ESB-aðild sé rétta leið- in,“ segir Chaffey. Andstæðingar aðildar benda á hin jákvæðu ein- kenni norsks samfélags og efnahagslífs í dag og að ekk- ert sé líklegt til að breyta þeim. Það, sem Norðmenn hafi, verði ekki frá þeim tekið - og flestir séu ánægðir með það, sem þeir hafi. „Náttúruauðlindirnar fara ekki neitt. Það er bara spuming um hvernig við nýtum þær sem bezt,“ segir Paul Chaffey. Ekki lengur hægt að smyrja olíu á sárin Aðrir segja að þetta sé ekki svona einfalt. Bemt Aardal segir að Norð- menn séu orðnir svolítið kærulausir vegna þess að plíupeningamir hafi streymt inn og þeir hafi lítið þurft að hafa fyrir lífinu. Brundtland for- sætisráðherra segir að þótt ríkis- stjórn hennar hafi staðið sig vel, sé það ekki ástæða til að sofa á verðinum. „Olíutekjurnar hafa náð hámarki. Eftir nokkur ár munu þær minnka. Við þurfum á bættri samkeppnis- stöðu að halda og auknum fjárfest- ingum í hagkerfinu á fastalandinu," segir hún. „Eftir 1972 gátum við treyst á ‘olíuna, en það getum við ekki lengur.“ Grær aftur um heilt? Norska þjóðin er augljóslega þverklofin í afstöðunni til ESB. Á hvorn veginn, sem fer í þjóðarat- kvæðagreiðslunni á mánudaginn, Já HELZTU rök stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu eru í stuttu máli þessi: • NORÐMENN fá atkvæðisrétt í Evrópu. Við munum fá að taka þátt í að taka mikilvægar ákvarð- anir, sem snerta okkur og aðrir taka í dag. Aðild veitir aukin áhrif. • ATVINNULÍFINU verða búin stöðug skilyrði og möguleikar til útflutnings aukast. Þetta mun leiða til fjölgunar starfa og tryggja fjármögnun opinberrar velferðarþjónustu. • NOREGUR verður pólitískt og efnahagslega einangraður, stöndum við utan ESB, þar sem Danmörk, Finnland og Svíþjóð verða aðildarríki. Norrænu sam- starfi er bezt fram haldið í Evr- ópusambandinu. Nei ANDSTÆÐINGAR ESB færa þessi rök fyrir málstað sínum, í stuttu máli: Y ESB-AÐILD ógnar lýðræðinu. Ákvörðunarvaldið færist frá Stórþinginu til lokaðra stofnana ESB, sem ekki er hægt að draga sameiginlega til ábyrgðar. Y VELFERÐARRÍKIÐ mun bíða hnekki og atvinnuleysið aukast. Takmarkaðar auðlindir og aukin samkeppni munu leiða til að sam- staðan í samfélagi okkar, og með þróunarlöndunum, mun veikjast. Y UMHVERFIÐ mun verða fyrir skaða vegna hagvaxtarheim- speki Evrópusambandsins. Sam- þjöppun framleiðslunnar leiðir til flutningastarfsemi, sem skað- ar umhverfið. Fjórfrelsið hindr- ar að einstök lönd geti haft strangari kröfur um umhverfis- vernd. Þýtt úr upplýsingum frá Evrópuhreyf- ingunni og Nei við ESB. er ljóst að mjög stór minnihluti verður sáróánægður. Hveijar eru líkurnar á að grói aftur um heilt fljótlega? Bernt Aardal segir að eftir at- kvæðagreiðsluna 1972 hafi ástand: ið komizt í samt lag furðufljótt. í kosningunum 1975 hafi stuðningur við flokka til dæmis verið kominn aftur á sama ról og fyrir 1972, burtséð frá afstöðu þeirra til Evr- ópusamstarfs. Eins og Brundtland bendir hann á að eftir 1972 hafi ríkisstjórnin „smurt olíu á sárin“. Nú sé veruleikinn annar. Aardal segir að sennilega muni Norðmenn sættast fyrr, verði svarið í þjóðaratkvæðagreiðslunni nei. Gangi Noregur hins vegar í ESB, muni nei-hreyfingin, með Miðflokk- inn í farabroddi, halda andstöðunni við ESB áfram. Fljótlega komi til Evrópuþings- kosninga, þar sem aftur verði skrið- ið ofan í gömlu skotgrafirnar. Krist- en Nygaard tekur í sama streng og bætir við: „Ef við göngum inn, verða mörg þau ráð, sem við gætum beitt til að sætta þjóðina á ný, tek- in af okkur.“ Vonir bundnar við samstöðustjórnmálin En margir benda einnig á að þrátt fyrir allan félagslegan klofn- ing - og kannski einmitt hans vegna - hafi norskir stjórnmála- menn yfirleitt lagt sig í framkróka að skapa sem breiðasta samstöðu um helztu mál. Þessi eiginleiki nor- skra stjórnmála er það, sem margir binda vonir sínar helzt við. En þessari snörpustu viðureign í norskum stjórnmálum um langt skeið er ekki lokið með þjóðarat- kvæðagreiðslunni á morgun. Búast má við hörðum deilum í Stórþing- inu, verði aðild samþykkt. Þar er líklegt að mörg stór orð verði látin falla. „Ef þið haldið að þið komist heim á þriðjudaginn, hafið þið rangt fyr- ir ykkur,“ sagði Paul Chaffey við erlenda blaðamenn. „Þetta er rétt að byija.“ Ráðstefna Evrópusambandsins og Alþýðusambands íslands Hótel Saga 2. desember 1994 EIGUM VIÐ ERINDl VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ ? 11:45 Innritun 12:00 Hádegisverður í Átthagasal 13:20 Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra, flytur ávarp Erindi í Arsal: 14:00 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra Evrópusambandsins á íslandi og í Noregi 14:20 Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands 15:00 Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ 15:20 Kaffihlé - veitingar 15:40 Ivor Lloyd Roberts, semfer með samskipti á sviði verkalýðs- og félagsmála innan framkvœmdastjómar ES 16:00 Hansína A. Stefánsdóttir, form. Alþýðusambands Suðurlands 16:20 Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs 16:40 Wim Bergens, yfirmaður upplýsinga- og fjölmiðlamála Evrópu- sambands verkalýðsfélaga (ETUC) 17:00 Umrœður, fyrirspumir og svör 17:30 Aneurin Rhys Hughes flytur samantekt og lokaorð Ráðstefnustjóri: Aneurin Rhys Hughes, sendiherra. Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð og kaffi, er kr. 2.500. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu ASÍ í síma (91)81 30 44 eða með faxi (91)81 30 44 eða til KOM hf. í síma (91) 62 24 11 eða með faxi (91) 62 34 11. Ræður erlendra ræðumanna verða túlkaðar samtímis af ensku á íslensku. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Landsbanka íslands Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra orsaka Aðstoð við skipulag og umsjón: Kynning Og Markaður - KOM hf. v______________________________________;__________________________________j Líklegt að mörg stór orð muni falla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.