Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 15 MAGNÚS Pétursson ráðunej'tisstjóri í fjármálaráðuneytinu. gagnvart borgurunum, viðhafa góða stjórnsýsluhætti og það sem er algerlega ómótað í okkar stjórn- sýslu, upplýsingaskyldunagagnvart fjölmiðlum og almenningi. Sagt hefur verið að síðasta ald- arfjórðunginn hafi slaknað á aðhaldi embættismanna gagnvart stjórn- málamönnum. Hvað finnst Magnúsi um það? Er t.d. minni formfesta í afgreiðslum stjórnarráðsins en áður var? „í sjálfu sér fínnst mér þessi spurning um aðhald embættismanna með stjórnmálamönnum röng,“ svar- ar Magnús. „Embættismenn í ráðu- neyti eru ekki í starfi til þess að veita ráðherra aðhald eða hefta hann í störfum sínum og ákvörðunum, þvert á móti. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er almennt ríkj- andi skoðun. Hlutverk ráðuneytis- stjórans og æðstu embættismanna er að aðstoða og upplýsa ráðherra um þau lög, -þær reglur og stjórn- sýsluvenjur sem gilda við meðferð mála og að vinna að úrlausn þeirra málefna sem ráðherrann kýs að séu tekin til umfjöllunar. Gætt hefur nokkurs misskilnings um það hvort ráðuneytisstjórar séu æðstu stjórnendur ráðuneyta eða ekki. Á því er enginn efi. Ráðherra er sam- kvæmt stjórnskipun landsins yfír- maður ráðuneytisins, hann tekur ákvarðanir en í reynd framselur hann ákvörðunarvald í ýmsum mál- um til starfsmanna ráðuneytisins. Þeir starfa þess vegna í hans um- boði. Þetta er sú meginskýring sem gildir um stjórnskipunarrétt landsins og er vel lýst í bók Ólafs heitins Jóhannessonar prófessors, Stjórn- skipan íslands. Um það hvort emb- ættismenn hér áður fyrr voru fastari fýrir og meðvitaðri um skyldur sínar en nú er skal ég ekkert fullyrða. Samjöfnuður að þessu leyti er ávallt erfiður og getur aldrei verið annað en tilfinning. Um þetta vil ég segja. Stjórnsýslan hefur breyst mjög mik- ið, segjum á síðustu tveimur áratug- um. Að ýmsu leyti tel ég að hún hafi batnað, eins og ég hef komið inn á. Ég fullyrði t.d. að stórbót hafi orðið á stjórnsýslunni hvað jafnræði borgaranna varðar. I því sambandi nefni ég skattheimtu og skatt- meðferð. Fyrir ekki svo allmörgum árum var það háð geðþótta- ákvörðun ráðherra hvort aðila sem skuldaði skatta var veittur greiðslufrestur eða ekki. Hér sitja menn ekki við sama borð og ég tel að það hafi orðið mikil bót á þegar festar voru í lög og ákveðnar reglur settar um þetta, þar sem eitt skal yfir aila ganga. Þá tel ég það mikilvæga umbót að svokallaðar aukafjárveitingar eru nú aflagðar og útgreiðslur úr ríkissjóði eiga sér ekki stað án áður fenginnar heimild- ar Alþingis." Fleiri reglur um upplýsingaskyldu Á sjðasta ári voru sett sérstök stjórnsýsluiög, bættu þau ekki nokkuð úr? „Jú, þau voru stór fram- för, því þau skilgreina réttarstöðu einstaklinga gagnvart stjórnkerf- inu. Lögin eru bæði bót fyrir einstaklinginn, því hann getur rekið mál gagnvart ríkinu frá einu stjórhsýslustigi til ann- ars, eins og það heitir á fagmáli. Þau hafa líka haft töluverð áhrif í stjórnsýslunni, vegna þess að embættismenn þurfa að um- gangast ákvarðanir og skjöl þar að lútandi með þeim hætti að einstakl- ingar geta gert kröfu til að sjá þau og jafnvel fá. Þetta er nýbreytni sem stjórnsýslan var ekki vön. Við þetta vil ég bæta, að þessi lög taka engan veginn á upplýsingaskyldu stjórnvalda gagnvart almenningi og ijölmiðlum. Ég tel mjög þarft að haldið verði áfram með þá vinnu sem hafin var hér fyrir nokkrum árum, þ.e. að setja reglur um þetta. Nú á tímum þykir sjálfsagt að ríkis- stjórn veiti upplýsingar um hvaða málefni eru þar á dagskrá, að ráð- herrar upplýsi um þau efni sem þeir hyggjast beita sér fyrir og ég tel tímabært að settar séu reglur um hvaða skyldu og rétt stjórnsýsl- an og fjölmiðlar hafa í sínum sam- skiptum. Það er sannast sagna stundum óþægilegt að vera í þeirri stöðu að þurfa að meta hvort veita eigi fjölmiðli upplýsingar um mál sem hann hefur nasaþef af en ekki nægar og stundum rangar. Fyrir vikið verða fréttirnar misvísandi og ekki eins efnisríkar og þær gætu verið.“ Forvitnilegt væri að vita skoðun Magnúsar á því hvort stjórnmála- menn hafí, ef má orða það svo, styrkt stöðu sína í ráðuneytunum? Hefur það komið niður á embættisfærsl- unni? „Það er kunnugt t.d. í fjár- málaráðuneytinu að fjármálaráð- herrar hafa stundum haft fleiri en einn aðstoðarmann sér til fulltingis. Pólitískir ráðgjafar eru ráðherrum, eins og embættiskerfinu, mjög gagn- legir. Eg lít þannig á hlutverk þeirra að það sé að koma pólitískum áhersl- um ráðherrans á framfæri bæði inn í embættiskerfið, og þá fyrst og fremst við ráðuneytisstjóra og yfir- menn ráðuneytis, og út á við til al- mennings og ýmissa hagsmunahópa sem ráðherra á samskipti við. Mín reynsla er sú að aðstoðarmenn ráð- herra átta sig yfirleitt rújög fljótt á því að þeir eru ekki í starfi til þess að móta hinar formlegu starfsreglur stjórnsýslunnar. Því er það svo, að það er algjör undantekning ef þeir árita bréf sem felur í sér úrskurð eða afstöðu ráðuneytisins til máls. Starf pólitískra aðstoðarmanna hef- ur að mínu viti því ekki komið niður á embættisfærslu." Völd embættismanna Fór áður, eins og oft heyrist, meira fyrir embættismönnunum heldur en gerir í dag og voru völd þeirra og áhrif þar af leiðandi meiri en stjórnmálamannanna? „Sagt er að mandarínarnir í Kína hafi verið best skóluðu embættis- menn í heimi og haft áhrif eftir því,“ útskýrir Magnús. „Eitt er víst að það voru gerðar mjög strangar kröfur til hæfni þeirra og embættis- verk þeirra byggðu á aldagamalli hefð. Það er stundum sagt að emb- ættismennska á íslandi eigi rót sína að rekja til Danmerkur og sú danska aftur til Þýskalands, Frakklands og Belgíu vegna konungmægða. Það má rifja upp til gamans að höfundur æviráðningar opinberra starfs- manna er e.t.v. Bismark Prússakeis- ari. Það gerði hann með því að láta herforingja sína, hermenn og stjórn- endur sverja sér ævarandi hollustu- eið og trúnað gegn því að tryggja þeim afkomu til æviloka. í fáum ríkj- um hefur í jafn ríkum mæli sem ei- mitt í gamla Prússlandi þótt, allt til okkar daga, meiri agi, formfesta og reglusemi í embættisfærslum. Hér get ég bætt við að einn finasti skóli í Frakklandi er franski embættis- mannaskólinn (L’Ecole National d’ Administration). Til þess skóla velj- SJÁ NÆSTU SÍÐU Embættis- hefðin ekki fastmótuð Jafnræði ríki gagnvart borgurunum Góðu gömlu ráðuneytin IUMRÆÐUM undanfarinna daga um stjórnsýslu hefur mikið verið vísað í hina góðu gömlu ráðuneytisstjóra, sem höfðu meiri styrk og festu í stjórn sinna ráðuneyta en nú þekkist. Einn af þeim er Baldur Möllér, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu í yfir 20 ár og starfsmaður stjórnarráðsins miklu lengur. Við bárum undir Baldur hvort rétt sé að slaknað hafi á aðhaldi embættismanna síðan hann var þarna og hvort ráðu- neytisstjórarnir hafi þá haft meiri styrk í stjórnsýslunni. Baldur var ekki frá því að svo hafi verið, en sagði að ýmislegt kæmi þar til, ef hann miðaði við árin tíu síðan hann hætti. „Samfélagið hefur breyst mjög mikið. Fjölmiðlarnir hafa orðið miklu ágengari. Mönnum þótti nóg um Mánudagsblaðið áður fyrr, en nú er gengið harðar fram af „pen- ustu“ blöðum. Stjórnkerfið hefur líka breyst, það er orðið svo út- þanið. Þegar Bjarni Benediktsson og Jónatan Hallvarðsson gerðu breytingar á stjórnskipuninni og fjölguðu ráðuneytunum, töldum við embættismennirnir að það yrði ákaflega dýrt, kostnaðurinn við ríkiskerfið mundi aukast miklu meira en menn renndi grun í. Teóretískt er æskilegt fyrir vinnubrögðin að ráðuneytin séu deildarskipt og skiptist í fagráðu- neyti. En á mínum fyrstu árum þarna, voru stærstu og dýrustu ráðuneytin sem nú eru, heilbrigð- is- og menntamálaráðuneytið, deildir hjá okkur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Nú eru þau hvort um sig stór eins og fjár- málaráðuneytið. Við þessa stækk- un verður yfirsýnin erfiðari og vegna stærðarinnar býst ég við að festan verði minni. Stóru ráðunéytin eru orðin svo stór að ekki verður þessi gamla festa sem varð í þröngu stjórnunarkerfi. Fólk er líka farið að heimta ítar- legri frásagnir, bæði sannar og óvissar, um stjórnunarhætti. Það er gengið harðar að þessum nýtís- kuráðuneytum, sem ekki hafa lif- að við sama aðhald. Það verður erfiðara að festa hönd á hlutunum þar sem fleiri stjórna og vita kannski ekki alltaf hvað hinir eru að gera. Það verður því minni festa þar, alveg eins og er í öllu samfélaginu. Útþenslan gerir bæði ráðherra og embættismönn- um erfiðara fyrir að halda festu. Baldur kvaðst í þessum efnum sammála Sigurði Þórðarsyni ríkis- endurskoðanda í viðtali í blaðinu sl. sunnudag - nema um eitt, að alþingi ætti að hafa styrkari stjórn á embættismannakerfinu. „Ráð- herra er ábyrgur fyrir stjórnsýsl- unni fyrir hönd forseta, - sem er ábyrgðarlaus. Ráðherrarnir bera ábyrgð á sínu ráðuneyti. Ábyrgð þeirra kemur fram í hegningarlög- unum - orðað negatívt. Þar kemur fram bæði hvernig þeir skuli vinna sitt starf og hvers konar refsing liggi við.“ Ætli sé eitthvað til í því að ráðuneytisstjórarnir gömlu hafi haft mun meiri starfsreynslu og verið meðvitaðri um skyldurnar, eins og fram hefur komið í um- ræðunni? Baldur svarar því til að í þrengra umhverfi verði menn sér kannski meðvitaðri um skyld- urnar. Og almennt hafi menn haft mikla starfsreynslu þegar þeir á góðum aldri komu í æðstu störf í ráðuneytunum. Þeir settust í þær stöður með 20 ára störf í ráðuneytunum að baki, oft búnir að þjóna mörgum ráð- herrum. Við ræðum um sam- spilið milli'ráðherra og ráðuneytisstjóra. Bald- ur segir að ráðherrann ráði hvað gert er, en siðferðilega hafi ráðuneytisstjórinn skyldu til að gera grein fyrir sínum viðhorf- um. Óhjákvæmilega mótist sjónar- mið ráðherra af pólitískum viðhorf- um. En ef um er að ræða grátt svæði og á mörkum þess sem lög leyfa? Þá ræður ráðherra, ef það er ekki beint lögbrot, að dómi Bald- urs, sem bætir við að það hafi hann raunar ekki upplifað í sinni tíð. Þó minnist hann þess að ráð- herra hafi þurft að taka á málum sem voru sársaukafull fyrir hann. Bjarni Benediktsson til dæmis, sem hann starfaði lengst hjá og sem einnig var kennari hans í Háskólan- um, hafi verið ákaflega strangur við sjálfan sig siðferðilega. Hann man eftir málum sem voru ákaf- lega sár fyrir Bjarna, en ekki kom annað í hans huga en að farið yrði að réttum reglum. Og Baldur tekur undir með Sigurði Þórðarsyni að á þessu sviði séu menn famir að leyfa sér meira nú. y Baldur er því sammála að oft skorti reglur um fjármál og segir að þær eigi fjármálaráðuneytið og ríkisendurskoðun að setja. Al- þingi sé löggjafastofnun en ekki stjórnsýslustofnun. Því verði aðrir að semja reglurnar. Þótt alþingis- menn geti haft meiningar um hvað gera eigi, skorti þá menntun til þess að semja reglurnar. Til þess þurfi fagkunnáttu og skipt- ingin sé orðin það ör á alþingi að menn komi þar inn reynslulitl- ir. Þar sé því nýtt fólk sem ekki hafi faglega kunnáttu á þessu sviði og finni kannski ekki til þess að það hafi hana ekki. Frá stjórnunarlegu sjónarmiði segir Baldur að alþingi sé ákaflega veik stofnun, sem þurfi stuðning frá stjórnsýslunni. „Ríkisendurskoðun þyrfti að hafa líka stöðu og umboðsmaður alþingis og tjá sig með líkum hætti til al- mennings um leið og hún tjáir sig um fjárreiður og gerðir stjórnsýsl- unnar við alþingi. Ríkisendur- skoðandi þyrfti að tala með álíka skýrum hætti og umboðsmaður aiþingis til almennings," sagði Baldur. Samfélagið hefur breyst mjög mikið Ráðherra bera ábyrgð á ráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.