Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ANDLIT LÝ SISTRÖTU Úr nýjum bókum Út er komin bókin Brynja og Erlingur - Fyrir opnum tjöldum, sem þau Brynja Benediktsdóttir o g Erlingur Gíslason hafa skrifað í félagi við Ing- unni Þóru Magnúsdóttur. í bókinni, sem Mál og menning gefur út, segja þau Brynja og Erling- ur frá ævi sinni og starfi í íslensku leikhúsi um áratuga skeið. Hér fer á eftir hluti kafla um upp- færslur Lýsiströtu. ÚR sjónvarpskvikmyndinni Baráttusætið eftir Agnar Þórðarson í leikstjórn Gísla Alfreðssonar. Erlingur sem Alli Baldvino og Brynja sem bernskukærastan, þingmannsfrúin. Herranótt 1970 Brynja: Snemma árs 1970 sviðsetti ég Lýsiströtu Aristofanesar í fýrsta sinn. Það var fyrir Herranótt M.R. Einar Magnússon var þá rektor skólans, en hann var alla tíð mjög áhugasamur og fullur metnaðar fyrir hönd ástvinu sinnar Þalíu. Sjálft Háskólabíó var valið fyrir leiksýninguna, minna mátti það ekki vera. Mig hálfóaði við öllu þessu rými, en það var ekki um neitt annað að ræða fyrir mig en að bretta upp ermar og velja í hlut- verkin. Lýsistrata er mannmörg og ég ákvað strax að byggja á hreyf- ingu kóranna, láta karla- og kvennakórana hreyfa sig um allt sviðið á stílfærðan og myndrænan hátt. Síðan þurfti ég að ýkja allt og stækka. Atli Heimir Sveinsson vann að þvf að útsetja og raddæfa kórana og okkur tókst að láta heyr- ast sæmilega í þeim á þessu mikla flæmi. Kristján Ámason þýddi verkið og valdi jafnframt flest lögin. Sá sem lék fógetann var sá eini sem var raddlítill og naut ekki stuðnings annarra radda, svo ég útbjó handa honum klassíska gríska grímu með hljóðnema og huldi gríman apparatið. En langa rafmagnssnúruna varð blessaður fógetinn að dragnast með um allt sviðið og sveiflaði hann henni ógn- andi. Seinna þegar Bessi Bjama- son lék þennan sama valdsmann í Þjóðleikhúsinu létum við smíða honum geysiháa klossa til að tákna vald hans og sýnilega yfirburði yfir kvenfólkið og hafði sú aðferð svipuð áhrif. Þarna léku margir sem seinna urðu leikarar. Ég valdi Lýsiströtu öðruvísi en Einar Magg hafði ætlað mér - hann vildi fá fjallmyndar- lega valkyrju. Skilningur á hlut- verki hennar á þeim tíma var sá að hún væri hin mesta kvenremba. Leiksýningin mín átti að vera óður til friðar og kærleika í anda Ari- stofanesar, mjúk og gróf í senn, full af erótískri kímni. í stað þess að hafa Lýsiströtu skeleggan, stór- gerðan og karlalegan kvenskömng þá náði hún öllu sínu með mýkt- inni og ég valdi í hlutverkið 16 ára gamla stúlku, mjög smávaxna. Hún hét Ragnheiður Steindórs- dóttir, dóttir leikaranna Margrétar Ólafsdóttur og Steindórs Hjörleifs- sonar, en um það hafði ég ekki hugmynd þá. Eg tók krakkana í próf og hún bar af, þótt hin væra mÖrg mjög góð. Árni Pétur Guð- jónsson lék þarna líka; hann var reyndar formaður leiknefndar. Síð- ast lék Árni hjá mér í iOunganon í Borgarleikhúsinu. Margrét Árna- dóttir var sú þriðja úr þessum hópi sem lagði fyrir sig leiklist, lærði meðal annars á Spáni, og Lárus Ýmir Óskarsson gerði einnig dramatíska kúnst að atvinnu sinni, svo og Júlíus Vífíll Ingvarsson söngvari. Það var ekki siður að fá utanað- komandi manneskju til að sinna búningum því krakkarnir áttu að vinna allt sjálf. En þar sem sýning- in var bæði viðamikil og óskaplega mannmörg hefðu þau þurft að leggja nótt við dag og óhjákvæmi- lega missa eitthvað úr skólanum. Ég fór fram á að fá Messíönu Tómasdóttur til að stjórna þeim í þetta sinn. Messíana hafði unnið með mér í fyrsta leikstjómarverk- efni mínu hjá íjóðleikhúsinu, Eft- irlitsmanninum eftir Gógol, árið áður. Maður hennar, Ólafur Gísla- son verkfræðingur, hafði komið að máli við mig og lýst brennandi áhuga konu sinnar á leikhúsi og beðið mig um að taka hana undir sinn verndarvæng. Nú vildi ég fá hana í annað sinn en Einar Magg var tregur til að gefa leyfi til að hún ynni með krökkunum, meðal annars vegna þess að hún var ekki nemandi í menntaskólanum og það sem verra var, hún var ekki stúd- ent; þrátt fyrir frelsishugmyndir og upphaf blómatímabilsins eimdi enn eftir af menntaskólahrokanum og merkikertishættinum. Ég benti Einari Magg á það svona í gríni að maðurinn hennar Messíönu væri stúdent - og það hreif. Leikmyndin var svo að segja engin, en ég reyndi að leggja mik: ið upp úr búningum og gervi. í leikslok er „Sáttin" borin inn. Lýs- ing á útfærslu Sáttarinnar er mjög óljós í handriti Aristofanesar, en ég leitaði til iistamannsins Jóns Benediktssonar sem vann á smíða- stofu Þjóðleikhússins. Ég bað hann að búa til risakvenbúddalíkneski, allsnakið og ögrandi, en það yrði að vera létt og auðvelt að bera það inn á leiksviðið. Með óljóst riss mitt í höndunum skar hann lík- neskið listilega út úr frauðplasti og þetta líkneski varð svo eins og vöramerki sjálfrar sýningarinnar. Seinna var Sáttin fengin að láni og borin í kröfugöngu Rauðsokka í upphafi þeirrar hreyfingar. Rauð- sokkurnar tóku það í sig að höf- undur líkneskisins væri kona, að það væri verk Messíönu, svo ég hef fram á þennan dag verið að leiðrétta þennan miskilning og benda á rétta höfundinn, Jón Bene- diktsson myndhöggvara. Akureyri 1970 Eftir þennan uppgang í Há- skólabíói þar sem Lýsistrata sló öll aðsóknarmet, var ég beðin um að setja hana upp á Akureyri. Það var um haustið þetta sama ár. Sig- mundur Örn Arngrímsson var leik- hússtjóri á Akureyri og leikfélagið á leiðinni að verða atvinnuleikhús. Ég ætlaði að fá Messíönu til að vinna með mér en hún gat ekki verið með fyrir norðan svo ég þurfti að sinna þessu að mestu sjálf. Með aðstoð leikaranna var ónýtum trönustauram bísað upp að Sam- komuhúsinu undir myrkur, þeir málaðir gylltir og komið fyrir á litla leiksviðinu til að tákna hliðið að sjálfri háborginni, Akrópólis. Við fóram í Gefjun á Akureyri og fundum þar eldgamalt efni úr pijónasilki sem lá mjög vel að lík- amanum. Búningarnir voru með klassísku sniði og ég man að það hálfþvældist fyrir öldungunum gömlu að bera þessa síðu dúka. Eg tók þá því saman á milli lær- anna á þeim og bjó til stranga sem minnti eiginlega á penis, en klæðið lafði niður fremst þannig að þeir urðu nokkuð slappir, dónalegir - og hræðilega fyndnir. Þetta var alveg í anda Aristofanesar vegna þess að hann var auðvitað að niður- lægja karlrembuna og hermenn- skutilburði karla. Með hlutverk Lýsiströtu lenti ég í nokkram vandræðum. Ég hafði valið stúlku, nöfnu mína Grétars- dóttur, sem hafði leikið hjá M.A. og staðið sig mjög vel. Hún féll vel inn í hlutverkið, en stuttu eftir að æfingar hófust kom í ljós að hún átti von á bami. Okkur flestum í leikhúsinu þótti það enginn ljóður á ráði Lýsiströtu, heldur fremur fjöður í hatt kvennabaráttunnar, en sumir áhorfendur voru ekki al- deilis á sama máli. Brynja nafna mín missti hálfvegis móðinn og naut sín ekki eins vel og skyldi þótt hún hefði alla burði til. Al- menningsálitið á Akureyri traflaði hana, og eins og sjá má fór leikrit- ið eitthvað fyrir bijóstið á sumum: Úr dagblöðum: Leikritið Lýsistrata, sem nú er sýnt á Akureyri, hefur valdið all- miklum umræðum þar í bæ. Ástæð- an er sú, að skólastjóri Gagnfræða- skólans óskaði eftir, að ekki yrði skólasýning á leikritinu, eins og venja er um leikrit Leikfélagsins ... hann teldi efnið ekki við hæfí ungl- inga á þessum aldri. Framkvæmda- stjóri Leikfélagsins, Sigmundur Öm, sagði að vegna þessarar af- stöðu skólastjórans væru engar auglýsingar á Lýsiströtu hengdar upp í skólanum né íþróttahúsinu, eins og venja væri ... hann vissi þess dæmi, að fólk, sem hefði séð fyrstu sýningar leikritsins og fund- ist það gott, hefði nú allt aðra af- stöðu til þess og sumir teldu það jafnvel argasta klám. Gagnstætt því, sem venjulega er þegar slíkt orð kemst á hlutina, sagði Sig- mundur, að aðsóknin að Lýsiströtu hefði minnkað undanfarið. (Tíminn, 22. nóvember 1970.) Þjóðleikhúsið 1972 Þriðja skiptið sem ég setti upp Lýsiströtu var í Þjóðleikhúsinu. Þá var Margrét Guðmundsdóttir í að- alhlutverkinu. Þegar kom að því að velja leik- myndateiknara þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar; ég hringdi til Kaupmannahafnar í skólabróður minn, Siguijón Jóhannsson. Ég vissi að hann var þarna úti að vinna eða læra eitthvað og var ekkert of hamingjusamur þar. Hann hafði búið til drekann í samnefndu leik- riti eftir Schwartz hjá Gladsaxe- leikhúsinu og ég bara vissi að hann yrði að fara inn á þessa braut. Ég tók upp símann. Sigutjón bjó ekki svo vel að hafa síma þá svo ég hringdi til Tryggva Ólafs- sonar listmálara sem var og er andlegur bjargvættur og hjálpar- hella flestra Islendinga í Höfn - þeirra sem puða í listinni. Röddin í símanum var Siguijóns og ég ruddi út úr mér: - Ég ætla að fá þig sem leik- myndateiknara við Lýsiströtu í Þjóðleikhúsinu, komdu strax. Þú ert kominn á kaup. Og hann varð svo hissa og hon- um brá svo að hann tók fyrstu vél heim og hefur aldrei farið út síð- an. Og varð svo aðalleikmynda- teiknari Þjóðleikhússins þar til hann gerðist lausamaður til að halda frelsi sínu og vinna við kvik- myndir og annars konar myndlist. Okkur Siguijóni kom saman um að ganga enn lengra en áður með niðurlægingu hersins, enda andóf gegn her og stríði orðin aðkallandi nauðsyn. Við létum saumakonurn- ar uppi á saumastofu leikhússins sauma „blygðun“ karlanna eins og Siguijón orðaði það. Blygðunin var reyndar bómullarsekkur fylltur af þurrkuðum baunum, og það skrölti í þeim með einstökum hætti þegar þeir marséruðu inn á sviðið þessir öldungar, óðir í að æsa til hernað- ar og stríðs. Gijónapungarnir hristust og slógu taktinn undir geðshræringu þeirra. En sauma- konurnar fengu orð í eyra frá fjár- málastjóranum. í endurskoðuninni sá hann að þær höfðu keypt marga kassa af þurrkuðum grænum baunum og hann rauk reiður og æstur inn á saumastofu og sagði: - Hver leyfir ykkur að vera að éta grænar baunir hér á kostnað Þjóðleikhússins? - Hvílíkt bruðl hér á saumastofunni! I gervi Sáttarinnar var leikkona, Steinunn Jóhannesdóttir, nú rit- höfundur, en líkneskið stóra úr Háskólabíói er í vörslu kvenna- hreyfingarinnar. Hún var í lendadúk einum klæða, og fyrir framan hana, fríða og föngulega, sættust stríðsaðil- arnir Aþeningar og Spartveijar heilum sáttum. Áhorfendur máttu vart vatnT halda, svo áhrifarík þðtti nakin kvenleg fegurð í þá daga. Þessu var öfugt farið í Þýska- landi, þar sem ég setti Lýsiströtu upp tveimur árum seinna, þar þótti nektin klám og öll sviðsetning í þá veru argasta pornó. Sumarleikhátíð í Þýskalandi 1973 Ég setti Lýsiströtu upp í Þýska- landi í Bad Herzfeld á „Festspiele" sem er fræg leikhúshátíð. Bad Herzfeld er lítið þorp rétt fyrir utan Frankfurt. Þarna eru þijár stórsýningar settar upp á sumrin og ferðamenn sem ferðast að norð- an til Italíu koma flestir við á sum- arleikhátíðinni. Það var leikið í rústum stórrar dómkirkju og yfir þessum rústum var strengdur himinn sem var hægt að taka saman eins og regn- hlíf og spenna upp á tveimur mín- útum með mikilli tækni ef fór að rigna á áhorfendur, sem gátu ver- ið um tvö þúsund. Það var afskaplega furðulegt andrúmsloft þarna í Bad Herzfeld. Hræðslan við hinn svokallaða Ba- ader-Meinhof hóp og hans líka var í algleymingi og pólitískt ofstæki ríkti á báða bóga. Andrúmsloftið var að mörgu leyti eins og fyrir stríð, maður var alveg undrandi á hvað lítið hafði breyst, þarna var enn dulinn nasismi. Atli Heimir vann með mér hluta æfingatímans og í þetta sinn höfð- um við hejla hljómsveit til að styðja kórana. Ég var að leita að litlu, fallegu barni sem gæti verið Pan og leikið afmorsvísur á þverflautu. Þarna voru nokkur börn sem spil- uðu á blásturshljóðfæri, en þau gátu bara spilað marsa, þau gátu ekki spilað þetta ljúfa og fallega lag hans Atla. Þessir litlu hljóð- » i I » ► I) » 1 r i t: r t K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.