Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 21 færaleikarar æfðu marsana sína á sunnudagsmorgnum í bjórkjöllur- um og þar sátu karlarnir í kringum börnin og drukku bjór og hvöttu þau óspart til að þjálfa hergöngu- lögin og tóku sjálfir rösklega und- ir marsana í orði og æði. Svo það kom vel á vondan friðarboðskapur- inn í Lýsiströtu. Leikaramir sem ég fékk komu víða að úr Þýskalandi. Blandað var saman nokkrum stórstjörnum og fólki sem ekki hafði leikið ámm saman en fengið eitt og eitt hlut- verk á þessari vertíð. Mikil stétta- skipting ríkti og rígur á milli hópa, fínni leikarar kölluðu hina sem máttu sín minna „Aus dem Wald“. Heima á íslandi hafði ég sterka leikara í kóranum, þar hafði ég jafnbestu leikarana og lét fólk leika á víxl stór og smá hlutverk. í Bad Herzfeld vora hátt borgaðar stór- stjörnur og svo bara þrælar sem komu á eins konar síldarvertíð til að afla sér fjár. Geirlaug Þorvaldsdóttir, sem hafði verið nemandi minn í Leik- listarskóla Þjóðleikhússins og leik- ið hjá mér í Lýsiströtu, fékk vinnu sem aðstoðarmaður minn í Þýska- landi, en þýski aðstoðarmaðurinn minn ætlaði hana lifandi að drepa, slík var baráttan um athyglina og vinnuna. Geirlaug lét það samt ekkert á sig fá, einbeitti sér bara að því að hugsa sem best um okk- ur Atla svo við fengjum frið til að vinna og nóg að borða. í þessu dómkirkjugímaldi sakn- aði ég sannarlega merarinnar minnar því leiksviðið var svo stórt að ég hefði helst þurft að vera á litlum íslenskum hesti og ríða um flæmið. Þarna var ég kölluð le petit Napoleon. Mér fannst ægilegt að vera kölluð litli Napóteon, en þetta var kompliment hjá Þjóðveij- unum - þeir þorðu ekki að kalla mig litla Hitler ... Sá sem valdi mig til þessa verk- Brúðkaupsmynd 21. febrúar 1969. Brynja í hlutverki íkornans í leikritinu Mjallhvít og dverg- arnir sjö og Erlingur í hlut- verki Marcos.í Lík til sölu. efnis hét Ulrich Erfurth, ljómandi leikstjóri frá Hamborg og var jafn- framt framkvæmdastjóri hátíðar- innar í Bad Herzfeld. Hann setti upp Maríu Stúart í Þjóðleikhúsinu árið áður og ég lék hjá honum. Þá sá hann Lýsiströtu og varð svona yfir sig hrifinn. Búningamir fylgdu uppsetning- unni minni frá Þjóðleikhúsinu og þar með taldir vora gijónapung- arnir. Þjóðveijamir reyndust hafa allt annan smekk en Islendingar. Þorpsstjómin var eins konar leik- húsráð og þeir vora svo reiðir þeg- ar þeir sáu hvemig ég niðurlægði hermennina að þeir vildu óðir klippa burt pungana, en ég neitaði og sagðist fara án þess að setja sýning- una upp ef þeir skiptu sér af þessu. Og ég komst upp með þetta - ég framsýndi en daginn eftir að ég fór klipptu þeir þessa gijónapunga af og settu í staðinn stór fíkjublöð framan á öldungana. Hver veit nema þetta uppátæki þeirra hafi stutt enn betur hugmyndir mínar um friðarboðskap. Þessi uppsetning í Bad Herzfeld þótti ógurlega djörf og ég fékk hræðilega dóma - þetta þótti al- gjört fíaskó, en ekki leikhúslegt hneyksli heldur siðferðilegt hneyksli, klám. Eg fór í viðtal við þýska sjón- varpið þar sem vangaveltur voru um hvort við Ingmar Bergman, ættum nokkurt erindi inn í þýskt menningarlíf og hefur mér nú aldr- ei verið líkt við meiri snilling. En á umsögnum um sýninguna kemur glögglega í ljós að það hefur farið í taugamar á þýskum að sýningin skyldi koma frá smáplássinu Reykjavík, ekki bara leikstjórinn heldur allir-búningar, leikmunir og músíkin í ofanálag. Ég mátti alls ekki láta gyðjuna, sjálfa Sáttina sem birtist í lokin, vera með ber bijóst. Leikkonan sem lék Lýsiströtu, Nicole Heest- ers, heimtaði að vera í glærum búningi þannig að sæist í nærfötin hennar, það þótti henni bæði sexí og fallegt, en samkvæmt mínum skilningi átti slíkur klæðnaður best heima í hórahúsh Þetta var svona nærfatasýning. Ég sigldi þessu í höfn, en auðvitað varð ég að hafa samráð við aðalhlutverkið. Heima hafði ég víða skipt texta á milli leikenda. Hún mótmælti því, þessi stóra stjama, hún vildi hafa sinn texta og sitt aðalhlut- verk, enda jók ég við það þegar ég sá að hún hafði rétt fyrir sér - hún bar af .hinum leikkonunum. Ég held að uppfærslan hafi heppnast mjög vel, því ég kom við kaunin á'þeim. Þetta var í kalda stríðinu, og þarna var hemaðar- samfélag. I þorpsstjórninni voru margir gamlir nasistar og þeir urðu bijálaðir þegar ég leyfði mér að vanvirða herinn, eða öldungana í Lýsiströtu, því að þeir héldu því fram að ég myndi hafa áhrif á unga hermenn þess tíma. Lýsistr- ata var friðar- og kærleiksboð- skapur, en honum vora þeir andsn- únir, svo einfalt var það. Ég skil þetta núna þegar ég rifja upp viðbrögðin. Þeir keyrðu mig að landamæram Austur- og Vestur- Þýskalands og bentu mér ógnandi á þessa hundrað þúsund skriðdreka sem beindu hlaupum sínu að vestur- þýsku þjóðinni og myndu drepa hana af minnsta tilefni, þannig að þeir yrðu að hervæða sig og hafa meðbyr þjóðarinnar og viðhalda þessu sterka hernaðarveldi sem Þýskaland var. Þetta þótti því al- gjört hneyksli að einhver íslending- ur og kvenmaður að auki skyldi fá að koma með þessar skoðanir og túlkun, en skoðanirnar vora auðvit- að fyrst og fremst Aristofanesar. • Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum er 287 blaðsíður. útgefandi: Mál ogmenning. Verð: 3480 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.